Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 16
ISLENDINGURINN SEM FANN UPP DÝPTARMÆLI Málverk eftir Jón Pétur af síðasta skipinu, sem hann sigldi, og átti að hluta. Jón Pétur með börnum sínum. EFTIR BRAGA MELAX Jón Pétur Sigurðsson fæddist 1868 norður í Langadal en ungur að órum hélt hann út í heim og lauk st/rimanna- og farmannaprófi í Danmörku 1891. Hann sigldi víða um heims- höfin en hans er nú minnst sérstaklega vegna þess að hann fann upp dýptarmæli sem við hann var kenndur og notaðurvíða um lönd. EIR munu fáir, sem kannast við Sigurðsson og fáir, sem heyrt hafa hans getið og hef- ir hann þó verið þjóð sinni til jafnmikils sóma á sínu sviði og margir aðrir íslendingar, sem ávalt er verið að minna á í blöðum, og óhætt er að fullyrða, að enginn íslenzkur sjómaður hafí rutt sér glæsilegri braut í framandi landi en hann.“ Sveinbjörn Egilson.1 Tilurð þessarar greinar er spjall sem undirritaður átti í maí sl, við Pétur M. Sigurðsson, fyrrverandi mjólkurstöðvar- stjóra í Reykjavík. Pétur er bróðursonur söguhetjunnar, 92 ára, enn í dag vel minnugur og sennilega eini núlifandi ís- lendingurinn sem þekkti Jón Pétur Sig- urðsson náið. Nokkur leit upplýsinga hélt áfram m.a. hjá Sjómannaskólanum í Reykjavík og hjá Norsk Sjöfartsmuseum í Osló. Það varð fljótlega ljóst að ofan- rituð orð Sveinbjarnar Egilsonar frá 1935 voru og eru sönn. Fæstir Islendingar sem þó könnuðust við Sigurdssons dýptarmæli tengdu hann íslandi, álitu höfundinn Dana eða Svía. Þetta er raunar mjög skiljanlegt þegar litið er á sögu mannsins. Úr þessu er reynt að bæta hér, en öðrum látið eftir að skoða fræðilega dýptarmæl- inn sjálfan. Jón Pétur Sigurðsson fæddist að Auð- ólfsstöðum í Langadal 30. mars 1868. Foreldrar voru Sigurður Helgason frá Gröf í Víðidal, trésmiður að atvinnu, og Guðrún Jónsdóttir úr Vatnsdal, Eiríks- sonar prests á Undirfelli. Systkini átti hann tvö, Björgu Jósefínu, sem var tveim- ur árum eldri, og Sigurð Helga sex árum yngri. Mörg böm þeirra systkina urðu þekktir borgarar, fremsta má þar telja dr. Sigurð Nordal og Jón Eyþórsson veð- urfræðing. Afkoma foreldranna var lengst af all- góð, tímabilið er þó þekktara fyrir annað en góðæri. Faðirinn lést á miðju ári 1879. Sama ár lést starfsfélagi hans við kirkju- byggingar, Friðrik Pétursson, aðeins 38 ára. Hann var faðir sr. Friðriks Friðriks- sonar æskulýðsleiðtoga.2 Fjölskyldan hafði reist sér myndarleg húsakynni á Blönduósi, og það gefur augaleið að umhvefi hennar varð annað við fráfall fyrirvinnu. Þremur árum síðar heldur Jón Pétur á jaktinni „Palma“ út í heim. Hann átti að koma með skipinu næsta vor, en þá undarlegu ákvörðun tek- ur þessi hálfvaxni unglingur að snúa ekki til baka. Jóhann Möller var kaupmaður á Blönduósi. Gott samband mun hafa verið milli kaupmannsins og þessarar föður- lausu fjölskyldu, Jón Pétur eitthvað far- inn að snúast við verslunina. Eins og Jóni Pétri var lagið er lýsingin hressileg á til- drögum fararinnar til Danmerkur. (Viðtal í Jyllands Posten). „Jon, sagde Köbman- den, har du Lyst til at komme en Tur til Danmark? Om jeg har? Ja, sandelig saa? - Forsyningsskibet sejler tilbage i Dag. Du kan tage med! Saadan gik det til, at jeg kom paa Söen, forsætter Sigurdsson“. Ferðina hefur ef til vill ekki borið svona brátt að, en það er aukaatriði. Hvað hugsaði móðirin? Hún hefur kannski haft góða þekkingu á þessu af- kvæmi sínu, og ekki verið of viss um neinn endurfund. Allavega þótti henni rétt að gefa honum eitthvað, sem að gagni mætti koma. Hún gaf honum Biblíu. Skip- stjóri Lemann frá Bergen og aðrir skip- verjar voru hinir vinsamlegusu við þenn- an ungling, en aðfangadagskvöldið um borð í „Palma“ í Kaupmannahöfn 1882 fylgdi Jóni Pétri í örðsins fyllstu merk- ingu það sem eftir var ævinnar. Þrátt fyr- ir vinsamlegt viðmót skipverjanna lét enginn þeirra verða af því að bjóða þess- um einstæðing að jólaborði sínu. Hann var einn um borð, ekki vegna starfa, hann átti einfaldlega hvergi heima. Þetta kvöld tók hann upp gjöfína frá móðurinni. Hann las í Biblíunni. Þau mörgu ár sem hann átti ólifað var þessi bók á náttborðinu hjá honum, og örlítill lestur í henni fyrir svefninn eitthvað sem ekki varð komist hjá. Eina ósk átti hann á dánarbeði, hann bað um að þessi bók yrði látin með sér í kistuna.3 Lítið sem ekkert er vitað um hagi Jóns Péturs í „borginni við sundin“ árið 1883. Ólíklegt er, að þessi unglingur af Vídalínsætt og Húnröðlingur í öllum greinum í ættum fram, hafi ekki haft sterka löngun til æðri menntunar. Með- fædd rökhugsun Jóns Péturs, frekar en löngun, hefur ráðið ákvörðun, og því valin eina sæmilega færa leiðin, hann fór aftur á sjóinn, og var til 1887 á skipum, sem sigldu til nágrannalanda við Eystrasalt og Norðursjó. Draumur foreldra og hans sjálfs um stöðu sveitaprests á fósturjörð- unni gæti trauðla ræst. Á þessu tímabili hverfur okkur Jón Pétur, í stað hans er kominn J.P. Sigurdsson og á leið til Hamborgar. Jóni Pétri bregður síðar einu sinni fyrir, í júlí- mánuði árið 1954. Mitt á milli Blönduóss og Skagastrandar steig 86 ára öldungur úr bíl og gekk rösklega í átt til fjalla, gamalt æskuheimili (Ytri-Hóll) átti að vera skammt undan. Hann var kominn hálfa leið þegar hann stansar skyndilega og stendur lengi í sömu sporum. Hann sneri við og gekk hægum skrefum til baka. „Eg vil geyma þetta með mér eins og það vad‘ sagði öldungurinn þegar í bíl- inn var komið. Bílnum var snúið við. Jón Pétur Sigurðsson Með ferðinni til Hamborgar var lífs- hlaup Jóns Péturs í raun að mestu ráðið. Hann gekk aldrei út af þeirri braut, þótt viðfangsefnin væru af ýmsum tóga, þá tengdust þau öll sjómennsku. I Hamborg leitar hann sér vinnu í síðasta skipti á æv- inni, réðst á barkskipið „Nanna“ frá Fa- nö.4 (Stór eyja gegnt Esbjerg). Frá Fanö var á þessum tíma næstmesta hafskipaút- gerð í Danmörku. Skipið sigldi aðeins til landa í hitabeltinu og var Jón Pétur á því í 3-3 ár og fór m.a. tvívegis kringum hnöttinn. Á fyrsta ári hans á þessu skipi varð það slys við Góðrarvonarhöfða, að 2. stýrimaður féll fyrir borð og drukknaði. Þá merkilegu ákvörðun tók skipstjórinn að setja hinn próflausa tvítuga útlending, J. P. Sigurðsson í stýrimannsstöðuna. Henni hélt hann í 2 ár, þar til hann sneri til Danmerkur 1891 til náms í stýri- mannaskólanum í Fanö. Stýrimannaprófi lauk hann á fáum mánuðum, og skip- stjóraprófi ári síðar. Að prófi loknu varð hann fyrsti stýrimaður á stóru skipi frá Fanö. Arið 1896, þá 28 ára, er honum boð- in skipstjórastaða á stóru seglskipi, og er hann næstu 8 árin skipstjóri á Fanö- skipum. Orar breytingar urðu á flestum sviðum á þessum árum. Seglskipin áttu orðið erf- itt uppdráttar. Skipstjórnarárin urðu því aðeins 10 eða 11. Jón Pétur sá möguleika fyrir sitt 300 lesta seglskip, „Dorane“ sem hann átti hlut í, við Afríku og Brasi- líu. Þar voru hafnir víða grunnar og hent- uðu ekki hinum nýju stórskipum. Til þess að fá atvinnuleyfi við strandsiglingar við Brasilíu þurfti þarlent skipstjórnarpróf. Það próf tók Jón Pétur og stóðst. Annar danskur skipstjóri reyndi að leika þetta eftir strax á næsta ári en tókst ekki. Síð- ar sagði hann á gamals aldri þegar rætt var um námshraða hans: „Tíminn var verðmæti í þá daga, eins og hann er enn í dag.“b Arin 1904-5 siglir Jón Pétur undir Brasilíufána og með þarlenda áhöfn eins og lög gerðu ráð fyrir. Þróunin var hröð og hana sá hann fyrir. Sneri skipi sínu til Evrópu 1906, og seldi Svíum það í Ham- borg. „Eftir að gufuskipin komu misstu skip- stjórar sjálfstæði sitt, „de blev Taxa- Chaufförer til Sös.“ „Það var eitthvað sem hentaði mér ekki.“.° Það voru þó ekki aðeins breyttar að- stæður við strendur Brasilíu sem ollu því að Jón Pétur snéri heim allt að ári fyrr en hann upphaflega ætlaði. „Það var með- fram vegna þess, að ég vildi vinna að út- breiðslu á tæki, sem ég hafði fundið upp og fengið einkarétt á, en það var dýptar- mælir." Hans eigin orð í eina íslenska blaðaviðtalinu.7 Hinn frægi sjófarandi Sveinbjörn Egilson, sem áður er vitnað til, dæmir dýptarmælinn og höfund hans 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 13. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.