Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 17
þannig tæpum 30 árum síðar. en við nafn hans kannast sjófarendur Norður- landa vel, vegna hinnar snildarlegu upp- finningar hans dýptarmælisins. Hvort honum hefði orðið nokkuð úr hæfileikum sínum hér á landi mun mjög hæpið, en í framandi landi var tekið eftir honum, og þar gat hann notað þá krafta og greind, sem guð hafði gefið honum, Sigurðssons dýptarmælirinn var ekki aðeins notaður á Norðurlöndum, einnig í Þýskalandi, Hollandi, Englandi og vafalít- ið víðar. Jón Pétur stofnaði eigið verk- stæði til framleiðslunnar eftir ágreining við fyrirhugað samstarfsfyrirtæki um verð á mælunum. Það var fyrstu árin í Nordby á Fanö en fluttist til Esbjerg eft- ir að hann gerðist skólastjóri þar, mun hann hafa rekið það í um 17 ár, frá 1906 til 1923 og samtals voru framleiddir um 2200 mælar.8 Tveimur árum fyrr hafði hann þó flutt frá Esberg, þegið boð um að taka að sér skólastjórn við Sömands- höjskolen í Svendborg. Reynslu var hann búinn að fá af slíku starfi, eftir 12 ára veru sem forstöðumaður og kennari við stýrimanna- og fiskiskipstjóraskólann í Esbjerg. Árið 1933 lét hann af störfum við hinn þekkta skóla í Svendborg, þá 65 ára, flutti til Esbjerg í sömu götu og hann hafði áður búið við, og bætti í þriðja sinn 12 árum við sinn kennsluferil, var við stundakennslu í sínum gamla skóla til 78 ára aldurs. Arið 1896 kvænist Jón Pétur ungri stúlku, Petreu, sem fædd var í Nordby á Fanö. Þau iifðu í hamingjusömu hjóna- bandi í meir en 50 ár, eignuðust 9 börn, 8 náðu fullorðins aldri, en þrjú þeirra dóu þó ung að árum. Petrea mun hafa dáið skömmu fyrir 1950 en Jón Pétur lifði um 10 árum lengur, hérlendir ættingjar hans telja hann hafa látist 91 árs, dáinn 1959 eða ’60. Eftirmáli: Astæðan fyrir þessari samantekt er e.t.v. að hluta sú, að undirritaður hitti Jón Pétur af tilviljum á heimili Péturs frænda hans sumarið 1954. Dóttirin sem var í fylgd með honum er fullkomlega gleymd, en mynd hans, gagnstætt öllum venjuleg- um lögmálum, óafmáanleg úr mínum huga. Þessi 86 ára frjálslegi öldungur verkaði eins og orkubunki, veitti um- hverfi sínu einhvers konar hlýju og vermd. Þessi tilfinning sem enn er ljós, hefur haft nokkur áhrif á framsetningu hér. Húmor Jóns Péturs við blaðamenn og fyndnar setningar skildar á nokkuð annan hátt heldur en ef ég hefði per- sónuna aldrei augum litið. Þá ætti það að vera fremur fengur, að einhverjir Islend- ingar hafi hugmynd um það, að landi þeirra hafi lagt drjúgan skerf til öryggis sjómanna á fyrrihluta 20. aldar. Það virð- ist nokkuð Ijóst eftir viðtöl við nokkra einstaklinga sem þekktu nokkuð til Jóns Péturs Sigurðssonar, að hitt og þetta for- vitnilegt úr lífshlaupi hans verður aldrei upplýst. Fiskeri- og Söfartsmuseet í Es- bjerg geymir e.t.v. einu öruggu heimild- irnar. Gott dæmi er eina íslenska blaða- viðtalið, sem greinilega hefur ekki verið lesið yfir af viðmælanda eða öðrum kunn- ugum, tekið daginn áður en hann fór af landi brott 1954. Ein spurning hefur oft komið upp í hugann. Hvers vegna lenti Jón Pétur inn- an veggja skólastofunnar í stað þess að helga sig uppfinningum? Stjörnukíki smíðaði hann, að vísu til eigin nota, og slípaði sjálfur öll gler í hann. ísland sá hann fyrir sér 86 ára gamall „með einni og hálfri milljón manna, er fram líða stundir“, eins og hann orðar það í áður- nefndu viðtali. Listmálari var hann og lið- tækur. Heyrt hefi ég tvær skýringar á því að hann hvarf frá framleiðslunni, og eru báðar efnislíkar. Sjálfur bar hann því við í viðtali við Jyllands Posten, að ýmsir erf- iðleikar hefðu komið upp eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þakkir til Péturs M. Sigurðssonar fyrir varðveislu gagna, Pálma Hlöðverssonar kennara við Sjómannaskóla íslands og Astrid Johnson við Norsk Sjöfartsmu- seum í Oslo fyrir lipurð og fyrirhöfn við leit heimilda. 1 Alþýðubl, ogtímaritið Ægir 1935. Sveinbjörn Egilson var sonarsonur Sveinbjörns Egilssonar rektors. Að loknu stúdentsprófí og námi i Prcstaskólanum fór hann í siglingar og sigldi um flest hcimsins höf nœstu 20 ár- in. Tók skipstjórapróf í Kaupmannahöfn en var síðar í áratugi skrifstofustj. Fiskifól. íslands og ritstjóri Ægis. 2 Pótur M. Sigurðsson og Kennaratal. 1 Pótur M. Sigurðsson. 4 S.E. Alþyðubl. 5. júlí 1935. 6 Úr grein í óþekktu dönsku blaði 15. jan. 1946. 6 Jyllands Posten 4. des. 1955. 7 Vísir, 7. ág. 1954. 8 Sjá 7. Höfundurinn er prestur. VESTUR- ÍSLENZKT DAGATAL í VERZLUNINNI Hjá Magna á Lauga- vegi 15 kennir margra grasa sem safn- arar og grúskarar hafa unun af að gaumgæfa. Magni R. Magnússon og kona hans hafa starfrækt verzlunina á sama stað í 20 ár, en í þessum „bransa" er Magni þó búinn að vera miklu lengur og hefur góð sambönd, bæði hér og er- lendis. Einn af þeim sem eru honum innan handar um útvegun á hnýsilegu efni er starfsbróðir hans í Danmörku. Sá er með Islandsdellu, segir Magni; hann safnar öllu sem snertir Island og íslendinga. Eitt af þvi sem þessi Dani kom hönd- um yfir og nú er í búðinni hjá Magna er vestur-íslenzkt dagatal sem trúlega hef- ur ekki sést hér og er að minnsta kosti ekki til í Vesturfarasafninu á Hofsósi. Þetta dagatal, Islenzkir mánaðardagar, kom út í 12 ár frá 1917-1929. Hver mánuður er út af fyrir sig á spjaldi, en spjöldin eru götuð efst og hnýtt saman þar. Það er þó ekki þetta sem gerir framtakið athyglisvert, heldur sá menn- ingarlegi metnaður sem birtist í því að á spjaldi hvers mánaðar er mynd af ein- hverjum þekktum Islendingi og rakinn ferill hans í fáeinum orðum. Á spjaldi marzmánaðar 1927 er til dæmis mynd af Arngrfmi Jónssyni Vída- Iín lærða, 1508-1648 og segir þar svo: „Fæddur á Auðunnarstöðum í Víðidal, en fór 8 ára gamall til Hóla, til Guð- brandar biskups, er var að öðrum og þriðja að frændsemi. Lauk þar skólalær- dómi og sigldi til Khafnar háskóla 1585, útskrifaðist þaðan 1589. Varð rektor á Hólum 1590, vígðist sama ár til Mikla- bæjar í Blönduhlíð og Melstaðar i Mið- firði. Hinn lærðasti maður sinnar tíðar. Ritaði fjölda bóka um ísland og fornöld þess, og vakti fyrstur áhuga útlendinga á sögu og fornfræði Norðurladna. Kvæntist 1598, settist að á Melstað og bjó þar til dauðadags. “ Hvert ár helgar dagatalið ákveðnum hópi íslendinga, svo sem frægum pers- ónum úr fslendingasögum, stjórnmála- mönnum, skáldum, en árið 1927 sem hér er tekið til dæmis, er helgað biskupum og lærdómsmönnum. Er undravert hvernig hægt hefur verið vestur í Is- lendingabyggðum i Kanada að grafa upp myndir eða teikningar af öllum sem dagatalið kynnir. Þar er m.a. skemmti- lega frumstæð, eða næv, koparstunga af Brynjólfi biskupi í Skálholti, og segir þar svo um hann: „Fæddur í Holti í Önundarfirði. Út- skrifaður úr Skálholtsskóla 1623. Sigldi til Khafnar háskóla 1624, útskrifaðist þaðan 1629. Kjörinn biskup í Skálholti 1638. Fróðastur maður sinnar tíðar á íslandi. Safnaði fornritum og hóf nor- rænuþekkingu á Norðurlöndum. Skör- ungur í embætti, hjálpsamur, réttsýnn og liindurvitnalaus, stjórnsamur og hagsýnn. Hann ber hæst allra Skál- holtsbirkupa í hinum yngra sið.“ Aðrir sem kynntir eru með Brynjólfi og Arngími lærða þetta sama ár eru Guðmundur Arason góði, Þorlákur Sklúlason Hólabiskup, Þórður Þorláks- son Skálholtsbiskup, Steinn Jónsson Hólabiskup, Jón Vídalín Skálholtsbis- kup, Halldór Brynjólfsson Hólabiskup, Gísli Magnússon Hólabiskup, og feðg- arnir f Skálholti, Finnur Jónsson og Hannes Finnsson. Ekki þarf að efa það að þessar stuttu kynningarklausur í sí- mskeytastíl hafa landar okkar vestra kunnað utanbókar. Um útgefanda dagatalsins er ekki getið, né heldur hvar það er prentað, en trúlega hefur það verið í Winnipeg. Magni Magnússon kvaðst ekki vita til þess að annað eintak Islenzkra mánað- ardaga hefði borizt hingað. Vonandi á það eftir að hafna í Vesturfarasetrinu á Hofsósi. GÍSLI SIGURÐSSON. 11, »i»S fi*lð-I *tt" j lioMt i ííotUidftKirfti ör ifcitd, MiirUli Ut KHófrtiM' iúSl, ivi hiirtntt lejp Kjöriun ItinHUÞ i Mkót 5, Fr '5\«*li!r iiuaiíi -intiiir lífmr f« I'Imimií urhrttom hHt *iör»nuþéklilugu ó i Jfufirmunir i tftnhuml, hlölp«»ni*»r. r**!^ hlndurtUuMitMis. vtíátiiMiwnr «»*( itntMi rtllrrt t*k*lHuii*Wiiii»»pft i i»uíuw 1927 JuNÍ 1927 {ilaiíur.Jilfttfi»r.jrtín»ut |4uiíurJ(li%Rurþlnyur jflrdöj<tj 1 U 5 6 7 1 j 2 : 8 (9 3.4 10 11 12 13 14 15 16 17 18 1920 21 22 23 24 25] 26 27 28 29 30 BRYNJÓLFUR biskup í Skálholti. Hann ber hæst allra Skálholtsbis- kupa", segir i texta með þessari kó- mísku mynd af hinum stranga kirkjuföður. •l1 • •I ffilll IMtl 11 i'tlfl I. % tifcuOX IU*I»II‘. »" 12 — ifi». lóll I.rjr. i'iMdihlr ö mahjtrÞtikí.'ii í Mlhflrhl VAf <11 It.llft* *hiil« lM.it. þob fjr vnr Kðfnnftiir. Ilrtftti ft iltijww ir*r„». Líiuk ntltnj vift Klittfunr UftnltAiii iftui. ÍDbMvr ! Wkiilu-Dl i i5 út. pruviur uu i VvMtwriiltíii tf.»i?, lií'hup ú Hólnirt IStl. Itilfii hn» V|h |<fi|»IMitlftju J«Si*v Aiasí.iihi »»a I»il4 ii,il(íf> *»*« lí.íí úl l»í l.'-Hur A AfMni, Imf h tiivlt* ui UlMlum* ibiii, 4-f háim liiiiiíl uft mrtiu !* > tl »>Alr. iif. T«lMi*f»tí’hini{Mr vnullnr liinit AiKVn>ftj*. ftlHiillf lifti ft|t, b'jlilkiifiíiiíifti tíiitliiriiftítii v**l-K . » »., 1. hii'fi íi fiifltf huljt|«ift»haþli 1927 FEBRÚAR 1927 Sunnu luuur. M&uu* fl«KtH 1 ‘i iííju MiíSv,. •líKfitr. FUntu únKur. PÖKlU- d<Híur, U*uu‘ irú«Br 1 2 3 4 5 7 8 9 1011 12 14 15 16 17 18 19 21 22 23 24 25 26 28 —ír—3—^ is- d- ÁRHE> 1927 var dagatalið he|g lenzkum biskupum fyrri alda. A inni sjáum vi prentlistarfrömuðinn Guðbrand Þorláksson Hólabiskup. l,j>V-i rr yfír liftínua ahla KÍS. og nwijjt »»ss fin-i þar -áiutift tná jiess s.init t-i gjahla. siut skal |>vi. er Itggur tia-st ; mettningih frá initmiitgtsmii mamtíakiS í mitiftiíiiti íramtsft -kuht ht-íja ha‘zt. Fornólfur, 19 27 Dsao 31slcnslur átt£tí>ctt'Ít£Uptr 1027 FORSÍÐA íslenzkra Mánaðardaga árið 1927. Með því að kynna 12 merka Islendinga á ári hverju var sáð fræjum þjóð- rækni og glædd tilfinningin fyrir hinum sögulegu tengslum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.