Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 4
LISTFENG- UR BRAUT- RYÐJANDI EFTIR KONRÁÐ BJARNASON Þess er minnst nú að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sigurlinna Péturssonar sem var listfengur smiður og brautryðjandi í framleiðslu á einingum til íbúðarhúsa, en allmörg Sigurlinnahús standa með mikili prýði í Garðabæ. Lesbólc /Gísli Sigurðsson Einbýlishús í Garðabæ, eitt af Siguriinnahúsunum sem hann framleiddi í einingum. ODDHAGUR var sá er leikinn var í því að skera út í tré, einnig sagður skurðhagur. Var þetta ein þróað- asta listmenning sem húsmunaskreyting og bókstafagerð _ á fyrri ritlistaröldum þjóðar vorrar. Útfærsla þessarar handvirkni var hugvitssemi, sem einnig hafði að merkingu uppfinningagáfu. Hlutur slíkra manna var vel virkur og virt- ur á nefndum tímum, en hrundi nær til grunna á harðærum 18. og 19. aldar. En í erfðavísum margra einstaklinga varðveitt- ist hin forna list og fékk viðurkenningu við aldamót núaldar. Fáum hinna viðurkenndu tókst að framfleyta sér og fjölskyldu sinni nema með nauðsynlegum hliðarverkefnum, svo sem að koma sér upp húsaskjóli því er best varði menn og málleysingja fyrir veðri og vindum í voru litríka landi við nyrstu höf. Framansagt er inngangur að samantekt um eindæma fjölhæfni í handverki hins oddhaga hugvitsmanns, Sigurlinna Péturs- sonar, sem hafði legið hulin undir gleymsk- unnar feldi í áratugi, en lítur nú dagsins ljós á hundrað ára afmælisdegi þjóðhagans mikla. Sigurlinni var fæddur 12. desember 1899 í Skáladal í Aðalvíkursókn, Sléttuhreppi í N-ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Pétur Einarsson bóndi þar, f. 12. júní 1852 - d. 13. desember 1941, og seinni kona hans, Svanhvít, f. 15. maí 1865 - d. 11. jan- úar 1934. Hún var dóttir Kristjáns útvegs- bónda og sigmanns að Sútarabúðum í Grunnavíkurhreppi, Eldjárnssonar. Föður- foreldrar Sigurlinna voru Einar Hallgríms- son, bóndi á Stað í Aðalvík og kona hans, Ágústína Jóhanna, skáldkona og húsfreyja sama stað, Eyjólfsdóttir prests í Garpsdal, Gíslasonar. Móðurfaðir Ágústínu var Jón Þorláksson, prestur og stórskáld á Bægisá ytri í Eyjafirði, en móðurætt séra Jóns skálds var af ætt Arngríms hins lærða, rektors og officialis á Hólum, Jónssonar. Sigurlinni var þriðja barn foreldra sinna, sem voru: Ágúst Jóhannes, f. 29. ágúst 1895, Rakel Olöf, f. 9. nóvember 1897, og voru þau fædd að Sútarabúðum í Grunna- víkurhreppi. Yngri bræður Sigurlinna fæddir í Sléttuhreppi voru: Gísli, f. 7. ágúst 1901, Ingimundur, f. 17. september 1902, Hallgrímur Lúter, f. 26. febrúar 1904, og Pétur Immanúel, f. 2. október 1908. I Aðalvík var lífsbaráttan miskunnarlaus en þroskandi og heillandi í senn. Þar bar úthafsaldan kjörvið að landi og búendur voru sjálflærðir smiðir á alla búshluti allt frá amboðum til húsakosts og báta. Um- hverfi heimahaga Sigurlinna á uppvaxtar- árunum var gefandi, mótaði leitandi hugar- flug drengsins og varð honum innblástur þegar hann tegldi kjörvið til margra hluta og skreytti með útskurði. Sigurlinni Pétursson er sagður hafa numið trésmíði á ísafirði 1918-21, húsa- gerðarlist og tréskurð í Kaupmannahöfn. Manntalsskrár eru upplýsingasnauðar um þetta. Þær staðfesta aðeins að Sigurlinni Pétursson er innfluttur frá Látrum til Isa- fjarðar 1919 og þá sem húsasmíðanemi. Hann gæti þó hafa komið þangað á árinu 1918, en ekki er getið heimilisfangs né nafns lærimeistara, sem enn er ókunnur. Hann hefur gert sveinsstykki og orðið trésmiður á árinu 192L Ekki er getið um brottför Sigurlinna frá Isafirði. Á sama ári, eða í byrjun næsta árs, er Sigurlinni kom- inn til Hafnarfjarðar. Þar er þá uppgangur og vaxandi byggð. Þar hefur þá heimilis- fang Gísli bróðir hans, bryti á farskipum, og kynnir hann fyrir hjónunum í Vestri- Gestshúsum, Ólafi og Ingibjörgu. Inn- ganga Sigurlinna í Gestshús verður örlaga- spor. Gísli Pétursson giftist á árinu 1922 Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Skáholti í Reykjavík, systur Vilhjálms skálds, kennd- ur við Skáholt. Nú er við hæfi að vitna til viðtals sem blaðamaður Vikunnar á við Sigurlinna á ár- inu 1939, er þá var húsasmíðameistari í Reykjavík og hafði yfirskriftina: „Islensk- ur fiðlusmiður - verk hans eru á heimssýn- ingunni í New York.“ Þar má sjá mynd af Sigurlinna og fiðlum hans og sagt frá tilurð þeirra. „Önnur var smíðuð úr tönn stór- hvals en hin úr nær 100 ára gömlum viðar- bút, sem Sigurlinni fann er hann var að breyta skólahúsi í Reykjavík. Að vinna verk þetta með handverkfærum þurfti þrautseigju og átti forsendu í herslu reynslunnar og var eftirfarandi: Fyrirhafn- arlaust var það ekki fyrir um tvítugan mann að vinna fyrir sér við húsasmíði suð- ur í Hafnarfirði, en langaði til að fullnuma sig í tréskurði og teikningum hjá lærðum listamanni. Sá mesti af því tagi var Ríka- rður Jónsson í Reykjavík. Eini tíminn sem hægt var að eyða til námsins voru skamm- degismánuðirnir, þegar ekki var unnið að húsasmíðinni. Einmitt þá hafði Ríkarður kvöldnámskeið hjá sér. Þá voru ekki stræt- isvagnarnir komnir og farkostur enginn, eina ráðið var því að ganga. Tímarnir hjá Ríkarði voru frá kl. 8-10 og með því að leggja af stað úr Firðinum kl. 6 var hægt að vera kominn í tæka tíð til Reykjavíkur og heim aftur um miðnætti. Seinna dvaldi Sigurlinni við framhaldsnám í Kaupmanna- höfn og lauk þar námi í tréskurði og list- munagerð. I Hafnarfirði kynntist Sigurlinni Ólafi Bjarnasyni, sjómanni og húseiganda í Vestri-Gestshúsum. Kona hans var Ingi- björg Guðríður Helgadóttir af borgfirskum ættum. Þau áttu son er dó ungur og þrjár dætur og var elst þeirra Vilhelmína, f. 11. maí 1905. Þau Vilhelmína og Sigurlinni felldu hugi saman, en hún var þá innan við tvítugt. Sigurlinni framfylgdi löngun sinni til framhaldsnáms í listgreinum sínum í Kaupmannahöfn 1924 og lauk þar prófum með afbragðs vitnisburði. Hann kom þaðan á snemmvordögum 1925 og kvæntist Vil- helmínu unnustu sinni þann 5. desember 1925. Ólafur, tengdafaðir Sigurlinna, sá að hverju fór og fékk Guðmund Einarsson, húsasmíðameistara, til að byggja fyrir sig tveggja hæða hús á Vestur- brú 4, sem varð fokhelt í júní 1925 og fullbúið við lok sama árs. Vafalaust hefur Sigurlinni unnið við hús- byggingu þessa. Búskapur ungra hjóna var genginn í garð með húsmóðurhlut- verki og fyrirvinnuskyldum húsbónda, sem stundaði húsasmíði að sumri og að vetri með því að kenna drengjum í barnaskóla og piltum í _ Flensborg hand- avinnu. í hinu nýbyggða húsi fæddist fyrsta bam þeirra hjóna, Ingibjörg, hinn 30. mars 1926. Þar fæddist Sigurlinni hinn 12. júní 1927 og einnig þriðja barn þeirra, Ólafur Pétur, hinn 12. maí 1929. Á árinu 1930 flytur Sigur- linni búsetu sína til Reykja- víkur. Þar eru stórbygging- ar í uppgangi og þar gæti atvinnusvið orðið fjölbreytt- ara. Svo virðist sem búseta hans þar verði fyrst á Bræðraborgarstíg 5, en hann er fluttur að Ránar- götu 9 árið 1933 og þar er fjórða barn þeirra hjóna, Svanhvít, skráð fædd hinn 6. ágúst 1934. Sigurlinni flytur næst búsetu sína að Holtsgötu 16 og þar fæðist fimmta barn þeirra, Gylfi Eldjám, hinn 17. mars 1936. Næsta búseta þeirra er við Framnesveg og síðan á Laugavegi 161 árið 1943. Þar fæðist sjötta og yngsta barn þeirra hjóna, Vilhjálm- ur, hinn 6. janúar 1944. Þegar á fyrstu búskapar- árum sínum í Reykjavík kynntist Sigurlinni Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, og varð brátt mikil vinátta með þeim og gagnkvæmt traust sem entist meðan báðir lifðu. Húsameistari fól Sigurlinna mörg vandasöm verk að vinna, fyrst sem yfirsmið og síðar til fullrar ábyrgðar er Sigurlinni varð húsasmíða- meistari 27. október 1937. Fljótlega á Reykjavíkurárum sínum fékk Sigurlinni starfsaðstöðu í bakhúsi Mennta- skólans. Vafalaust hefur það tengst því er hann vann að breytingum á húsakynnum skólans og fann viðarbútinn gamla sem hann breytti í fiðlu, svo sem greint var frá hér að framan. Það var einmitt í bakhúsinu sem hann smíðaði hinar frægu fiðlur sínar og marga merka smíðisgripi. Þar hefur hann unnið að hugðarverkefnum sínum sem hann fékk einkaleyfi fyrir 1932, en það var aðferð við heyþurrkun og einkaleyfi fyrir loftþéttum gluggabúnaði 1934. Á ár- unum 1938-39 vann hann á vegum rann- sóknarráðs ríkisins að mælingum og sýnis- hornatöku úr mómýrum víða um land. Vorið 1938 skrapp Sigurlinni til Svíþjóðar með viðkomu í Ósló. Hann hafði þá með sér spil sem hann hafði teiknað að eigin frum- kvæði og nefndi „Goða- spilin“ sem báru nöfn hinna heiðnu guða. Hann hitti í þessari för mann sem hafði áhuga fyrir útgáfu spilanna, en það var ekki fyrr en haustið 1958 að Sigur- linni kostaði sjálfur út- gáfu þeirra eftir að þau höfðu verið prentuð hjá Fraenckel Bogtryk í Kaupmannahöfn. Á búskaparárum sín- um á Laugavegi 161 tók Sigurlinni að sér miklar byggingarframkvæmdir á Vífilsstöðum: Starfs- mannabústað og ráðs- mannsíbúð, ketilhús, læknabústað og hús- næði fyrir göngufæra sjúklinga. Fjöldi starfs- manna vann hjá Sigur- linna að verkefninu. Þar gerði hann fyrstu til- raunir við gerð steyptra einingahúsa, er síðar urðu að þróuðum veru- leika, svo sem þau sem risu við Garðaflöt í Garðabæ og önnur sem reist voru á hraunkambi þeim er Hraunhólar nefndust. Þau voru fjöldaframleidd á flöt undir nefndum hraunk- ambi. Húshlutunum var haglega læst saman, voru vatnsþéttir og með sveigjuþoli. Húsbygg- ing þessi leysti menn undan þeirri kvöð að byggja tréhús, sem varð niður að rífa eftir steypufyllingu. Sigurlinni var hagmæltur og 1967 gaf hann út ljóðabókina „Hugur og hönd“. Auk ljóðanna eru þar myndir af skrautstöfum og fylgdi ferskeytla hverjum staf, ásamt myndum af mörgum fögrum smíðisgripum og listaverkum. Það hefur væntanlega verið á árinu 1944, þegar Sigurlinni bjó á Laugavegi 161, að hann keypti af Valdimar Péturssyni, bónda að Hraunsholti, land það er lá að mörkum Hafnarfjarðar við Engidal. Það náði góðan spöl á flatlendi í átt til Hraunsholts og upp á hraunbrún í austri er teygðist niður undir krossgötuumferð þá er lagði undir sig syðsta hluta landsins. Vinskapur var með þeim Sigurlinna og Valdimar svo og tengdaföður hans, Jakobi Gunnarssyni, er kom úr Skagafirði og kvæntist heimasæt- unni í Hraunsholti. Þegar fest höfðu verið kaup á landi var ekkert sjálfsagðara en að byggja þar snot- Sigurlinni lagði gjörva hönd á margt, útskurð, skreytingar, mái- verk og spilahönnun. Hér eru spaðakóngur og tígulkóngur úr spiium sem Síguriiði hannaði. 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 11. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.