Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 11
Skógræktarfélag Reykjavíkur byrjaði að gróðursetja í Öskjuhlíðinni 1951. Þar er nú að vaxa upp fagur og fjölbreyttur skógur sem sómir sér vel í nábýli við Perluna. Jólatréshögg í Hallormsstaðarskógi. Mesta sala á jólatrjám hjá Skógrækt ríkisins var 14.000 tré árið 1986. frjóum fjölgar hlutfallslega. Sömu rannsóknir sýna, að birkiskógur hefur náð hámarki sínu á íslandi fyrir 4.000-2.800 árum en verið á niður- leið síðan með stórum afföllum á landnámsöld og 17. öld. Fjórðungur landsins skógi vaxinn Lengi hafa glöggir menn reynt að reikna út hversu stór hluti landsins hafi verið skógi vax- inn við landnám. Rannsóknir og heimildir benda til þess að meira en 40.000 ferkílómetr- ar hafi verið huldir gróðri á 9. öld, eða um tvöf- alt stærra svæði en nú er. Leiddar eru líkur að því að meira en helmingur þess lands hafi ver- ið viði vaxinn. Mestur hefur skógur verið á lág- lendi, neðan 200 metra hæðar yfir sjávarmáli, en lágvaxið kjarr hefur teygt sig inn á hálendið upp í yfir 400 metra hæð. Þar sem vaxtar- skilyrði hafa verið best, í botnum dala og skjólgóðum hlíðum, hafa birkitré náð góðum vexti og gefið af sér smíðavið. Víðar hefur þó verið lágvaxinn skógur og kjarr. Áhrif búsetu Norrænir landnámsmenn voru vanir kvik- fjárrækt og akuryrkju. Þeir ruddu skóg fyrir Kolagerð var stunduð hvarvetna í miklum mæli fram undir síðustu aldamót. Mest af kolunum var notað til að hita sláttuljái til dengingar. Jön Chr. Stephánsson og kona hans Kristjana önnuðust Trjáræktarstöðina á Akureyri fyrstu árin. Hér sést Kristjana vökva garðinn, en vatn var leitt að honum í járnpípum úr brunni á höfðanum. bæi sína og akra. Fornleifarannsóknir sýna að menn brenndu gjarnan skóginn þar sem bær- inn átti að standa og umhverfís hann. Búfénað- urinn, sauðfé, nautgripir, svin og geitur, var látinn ganga sjálfala allt árið um kring í skjólg- óðum skóginum en kjarr var sviðið til þess að rýma fyrir beitilandi og ökrum til komræktar. Einnig munu landnemamir hafa notað svo- nefnda sviðningsræktun sem tíðkaðist á Norð- urlöndum, en þá var skóglendi brennt undir akra og síðan sáð í volga öskuna. Rauðablástur og jámsmíði var iðnaður sem víkingarnir þekktu vel til. Slíkt höfðu þeir stundað um aldir í Skandinavíu. Þeir komust fljótt að því að íslenski mýrarrauðinn var járn- ríkur og héldu því uppteknum hætti í nýja landinu. Til þess þurftu þeir mikið eldsneyti. Skógur vai' einnig höggvinn í byggingarefni fyrir skála og langeldar kyntir í þeim. Búfjár- beitin hefur þó átt drýgstan þátt í skógareyð- ingunni. Grasbítarnir sáu til þess að nýgræð- ingur ásamt öðrum botngróðri komst hvergi upp og vetrarbeitin gerði illt verra. Skógurinn hvarf ó 250 órum Ari fróði Þorgilsson ritar Landnámu og ís- lendingabók snemma á 12. öld, eða um 250 ár- um eftir landnám. Frásagnir beggja greina frá því, að í þá tíð sem land var numið hafi það ver- ið viði vaxið milli fjalls og fjöra. Þessi orð gefa til kynna að ekki sé lengur skógur í landinu svo nokkru nemi þegar þau eru rituð. Að skógur- inn hafi eyðst að mestu á 250 árum er ekki ólík- legt. Islenska birkið verður yfirleitt ekki meira en 200 ára gamalt og skógur sem er mikið beittur endurnýjar sig lítið. Því er ekki fráleitt að á fyrstu 250 ámm Islandsbyggðar hafi mönnum og búfénaði tekist að uppræta helm- ing þess skóglendis sem var við landnám. Frjólínurit sýna að birkiskógurinn hefur látið á sjá fljótlega eftir að landnám hófst og sum héruð, eins og Húnaþing og Skagafjörður, snemma orðið skóglaus. Eyðing náttúruskógar á íslandi er ekkert einsdæmi. Hið sama hefur átt sér stað um > gjöi'vallan heim þar sem vestrænfr menn hafa numið land. Slíkt gerðist á meginlandi Evrópu fýrir nokkrum þúsundum ára og endurtók sig bæði í N-Ameríku og á Nýja Sjálandi þegar Evrópubúar fluttust þangað með húsdýr sín. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 1 1 ;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.