Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 12
Afleiðingin af eyðingu skóganna Við landnám höfðu skógar náð hvað mest- um þroska við forn sjávarmörk og ofan þeirra. Jarðvegurinn á þeim svæðum var laus í sér, samsettur úr aðfluttri bergmylsnu blandaðri ösku- og vikurlögum. Um leið og skógurinn hvarf opnaðist svörðurinn og þar . með átti vindurinn greiða leið að fokgjömum jarðveginum. Þegar lauf trjánna hlífði ekki lengur jörðinni fyrir regni og trjáræturnar bundu ekki lengur jarðveginn fór vatnið að rjúfa gróðurþekjuna og undirlag hennar. I stórrigningum og hlákum braut vatnið smátt og smátt niður þau frjósömu lög sem alið höfðu tré og annan gróður. Moldin skolaðist burt með leysingarvatninu. Skriður í hlíðum, grjóthálsar og berir melar tóku við af gróð- ursæld óspilltrar náttúru. Þóttur nóttúruaflanna Þrátt fyrir að meðferð manna hafí ráðið mestu um afdrif skóga á fyrstu öldum Is- landsbyggðar, áttu náttúruöflin einnig sinn þátt í þeim. Náttúruöflin sem skópu landið voru enn að. Kunnar eldstöðvar skipta tugum og frá landnámsöld hafa 150 eldgos breytt ásýnd landsins með öskufalli og hraun- rennsli. Jöklar og ár brjóta niður og hafið sverfur strendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að veðurfar var fremur gott á landnámsöld og lofthiti svipaður og á tímabilinu 1920-1950. A fyrri hluta 13. aldar tók hitastigið hins vegar að lækka og köld veðrátta hélst allt fram und- ir lpk 19. aldar. Kaldast varð á 17. öld. Á þessu sex alda tímabili hrakaði bæði iandi og þjóð. Oblíð náttúra, drepsóttir og stjórnarfar lögðust á eitt við að auka þjáning- ar fólksins. Skógurinn var nánast horfínn en samt urðú menn að halda áfram að nýta hann sér til lífsviðurværis. Vítahringurinn varð ekki rofinn. Þó var skógi vaxið allt Kjalarnes í íslendingasögum og öðrum fomritum segir víða frá miklum skógum. Yfirleitt eru þær frásagnir með þeim hætti að ekki verður annað skilið en umræddir skógar séu að mestu eyddir á ritunartíma sagnanna. Sums staðar sjást þó ennþá merki þessara skóga en algengara er að þeir séu með öllu horfnir líkt og sá mikli skógur sem lýst er í Kjalnesinga- sögu: Andríður fór um veturinn til vistar til Hofs. Var þar þá fóstbræðralag og með sonum Helga. Andríður bað Helga fá sér bústað og kvonfang. Hann hafði auð fjár. Þá var skógi vaxið allt Kjalames, svo að þar aðeins var rjóður er menn ruddu til bæja eða vega. Braut mikil var mdd eftir holtunum frá Hofi. Þangað riðu þeir Helgi og Andríður um vorið. Og er þeir komu út á holtið, þá mælti Helgi: „Hér vil ég, Andríður," sagði hann, „gefa þér jörð og að þú reisir hér bæ. Mér þykir sem þeir synir mínir vilji að þér sitið nær.“ Eftir það reisir Andríður bæ í brautinni og kallaði Brautarholt, því að skógurinn var svo þykk- ur, að honum þótti allt annað starfameira. Andríður setti þar reisulegt bú saman. Skógabrenna í Ölkofrasögu Það varð til tíðinda eitt haust að Ölkofri fór í skóg þann er hann átti og ætlaði að brenna kol sem hann gerði. Skógur sá var upp frá Hrafnabjörgum og austur frá Lönguhlíð. Hann dvaldist þar nokkra daga og gerði til kola og brenndi síðan viðinn og vakti um nótt yfir gröfunum. En er á leið nóttina þá sofnaði hann en eldur kom upp í gröfunum og hljóp í limið hjá og logaði það brátt. Því næst hljóp eldur í skóginn. Tók hann þá að brenna. Þá gerist á vindur hvass. Nú vaknaði Ölkofri og varð því feginn að hann gæti sér forðað. Eld- urinn hljóp í skóginn. Brann sá skógur fyrst allur er Ölkofri átti en síðan hljóp eldur í þá skóga er þar vom næstir og bmnnu skógar víða um hraunið. Er þar nú kallað á Sviðn- ingi. Þar brann skógur sá er kallaður var Goða- skógur. Hann áttu sex goðar. Einn var Snorri goði, annar Guðmundur Eyjólfsson, þriðji Skafti lögmaður, fjórði Þorkell Geitisson, fímmti Eyjólfur son Þórðar gellis, sjötti Þorkell trefill Rauða-Bjamarson. Þeir höfðu keypt skóga þá til þess að hafa til nytja sér á þingi. Eftir kolbrennu þessa fór Ölkofri heim. En tíðindi þessi spurðust víða um hémð og komu fyrst til Skafta þeirra manna er fyrir sköðum höfðu orðið. Um haustið sendi hann orð norð- ur til Eyjafjarðar með þeim mönnum er ferð áttu milli héraða og lét segja Guðmundi skógabrennuna og það með að það mál var fé- vænlegt. Slík erindi fóm og vestur í hémð til þeirra manna er skóga höfðu átt. Fóm þá sendiboð um veturinn eftir milli þeirra allra * og það með að goðar þeir sex skyldu hittast á þingi og vera allir að einu ráði en Skafti skyldi mál til búa því að hann sat næst. En er vor kom og stefnudagar þá reið Skafti til með marga menn og stefndi Ölkofra um skóga- brennuna og lét varða skóggang. GÍSLI SIGURÐSSON Arfur okkar í húsum frá fyrri öldum er hvorki mik- ill né margbreytilegur og þegar hann ber á góma em venjulega nefnd fáein þekkt hús eins og Viðeyj- arstofa, Nesstofa og Hóla- . dómkirkja. Fyrir utan fá- eina vel byggða bæi sem vom höfðingjasetur og síðar breytt í byggðasöfn má segja að það sem alþýða manna byggði fyrr á öldum á Is- landi sé að fullu og öllu horfið. Ekki er vitað hvort voldugir höfðingjar eða alþýða manna stóðu að gerð byrgjanna í Bæj- arhrauni í landi Gufuskála á Snæfellsnesi. Þau hafa verið um 200 talsins og standa á víð og dreif um hraunið. Enginn veit hvenær þau vom byggð, en þama er þó dæmi um bygg- ingar frá fyrri öldum sem standa misjafnlega vel að vísu, en ein stendur fullkomlega. Á ílestum hinna hefur þakið hins vegar hmnið; stundum alveg, en á nokkmm stendur það að hálfu leyti. I hraunum var völ á góðu hleðslugrjóti og víða um land standa tóftir úr hraungrjóti með mikilli prýði. Það sérkennilega við byrgin í Bæjarhrauni er að þau hafa uppmnalega ver- ið með þaki úr hraunhellum. I raun og vem ganga veggimir að sér ofan til og þakið hlaðið þannig að það ber sig sjálft. Það má glöggt sjá á stóra byrgi skammt frá hraunbrúninni sem stendur að öllu leyti. Rúmstæði eða tilbeiðslustaður Tvennt er sérstaklega leyndardómsfullt við þessi hús sem yfirleitt em eins í laginu; grannflöturinn ílangur og sporöskjulagaður. Bóndabyrgið, sem Lúðvík Kristjánsson nefndi svo í Lesbókargrein 1934. Það stendur að öliu leyti. Stór hraunhella er yfir dyrunum sem eru svo lág- ar að fullorðinn maður verður að skríða inn um þær. Um aldur þessa hús sveit enginn. LEYNDARDÓMS- FULL BYRGIILANDI GUFUSKÁLA TEXTI OG LJÓSMYNDIR: Flest eru byrgin ílöng. Hér er eitt sem stendur uppi að hluta. í fyrsta lagi em það dyrnar. Þær em svo lág- ar að inn um þær verður fullorðinn maður að skríða á fjómm fótum. í annan stað er sér- kennilegt að í norðurenda er hlaðinn stallur sem gæti hugsanlega verið rúmstæði fyrir smávaxinn mann. En stallurinn getur líka hafa verið gerður til annarrar notkunar, til að mynda tilbeiðslu. Að innan er þetta hús eins og gatasigti því hraunhellurnar á þakinu falla ekki nákvæmlega saman og víða sést út um smágöt. Ef þetta hafa verið mannabústaðir, sem ekki er útilokað, hafa þeir verið aumur skúti og það má ímynda sér að í skafrenningi hafi byrgin fyllst af snjó. Skúli Alexandersson á Hellissandi, sem sýndi mér byrgin, sagði þó að reynslan sýndi að þrátt fyrir götin fennti ekki inn. Á Snæfellsnesi hafa menn ævinlega talað um fiskbyrgin í Bæjarhrauni. I annálum fyrri alda em þau þó ekki nefnd og engar heimildir er að hafa um uppmna þeirra. í Lesbók Morgunblaðsins 1934 var grein um Gufuskála eftir Lúðvík Kristjánsson, sejn síðar átti eftir að skrifa grundvallarritið íslenska sjávar- hætti. Betri heimildarmaður en hann er lík- lega vandfundinn. Lúðvík segir í greininni að byrgið sem bezt stendur nefnist Bóndabyrgi. Hann hefur ekki þekkt annað en að þessi hús væra nefnd fiskbyrgi og segir að Bæjarhraun bendi nokkuð til þess að einhvem tíma hafi útræði verið mikið á Gufuskálum; þar hafi um ' 11 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 11. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.