Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 15
'x' Hart barist í myndinni Unglidunum (Full Metal Jacket). „enn mun þó reimt á Kili... “ Magnað umhverfi að vanda. Hótel Sjónarhóll í myndinni Duld (The Shining). Uppeldis- og kennslufraeði að hermannasið í myndinni Ungliðunum (Full Metal Jacket). forðum. Tónlistin sem samin var við myndina Geimferðina löngu var til að mynda ekki not- uð og ný valin. Enginn listamaður getur gengið á snið við duttlunga sína og Kubrick var ekki ólíkur öðrum mönnum í þeim efnum. Kvikmyndir haí’a löngum skipst í tvennt. Annars vegar afþreyingarmyndir, hins vegar listrænar og persónulegar bíómyndir, höf- undarverk. Bandaríkjamenn hafa aldrei kunnað að gera kammerverk en Evrópu- mönnum virðist ekki í lófa lagið að framleiða hreinræktaðar afþreyingarmyndir eða stór- myndir. Hvort tveggja formið hefur ýmislegt til síns ágætis. Sérstaða Kubricks er í því fólgin að hann er að finna í herbúðum hvorra tveggju, Hollywoodmanna og Evrópumanna. Kubrick var sériundaður höfundur sem setti fangamark sitt á hvern myndramma. Öll verk hans mynda heildstætt safn af myndum þar sem handbragð höfundar og hugðarefni eru auðkennd. Eigi að síður er Kubrick einn- ig Hollywood-maður sem spilar á væntingar áhorfandans eins og fínstillta strengi. Þótt Kubrick hafi sagt sig úr lögum við Hollywood-menn og farið eigin leiðir verður að hafa hugfast að Kubrick var séður í pen- ingamálum. Öðrum þræði lúta verk eftir leik- stjórann lögmálum markaðstorgsins þótt þau gerí það sannarlega á eigin forsendum. Kubrick fékkst við allai- hugsanlegar tegund- ir kvikmynda. Flestir leikstjórar sem öðlast hafa heimsfrægð einskorða sig við myndir af ákveðnu tagi. Stanley Kubrick var meðal ör- fárra leikstjóra sem státað gátu af því að hafa flakkað á milli kvikmynda af ólíkri gerð án þess að fatast flugið að heitið geti. Ekkiallra Kubrick var einatt umdeildur leikstjóri. Verk hans eru þess eðlis að flest skrif um hann bera annaðhvort vott um gagnrýnis- lausa tilbeiðslu eða heiftúðugan fjandskap. Leikarar kvörtuðu undan því að hann veldi gjarnan ekki rétt úr og glæstustu tilþrifin yrðu eftir á klippiborðinu. Kubrick rirðist hafa skarað fram úr í leikaravali fremur en eiginlegri leikstjórn. Honum var eiginlegt að tefla fram kynngimögnuðum persónum sem festast mönnum í minni. Hins vegar var eins og þær yrðu að engu þegar leikið var á lágu nótunum svo að áhorfandinn kynnist þeim einvörðungu í hita leiksins. Sumir gagnrýn- endur fundu Kubrick flest til foráttu, mynd- irnar væru of stirðbusalegar, jafnvel stráks- legar og sögumaður hefði litla sem enga samúð með þeim persónum sem hann sótti í smiðju annarra höfunda. Helsti styrkur og jafnframt helsti veikleiki Kubricks var sá að hann var listrænn þungarigtarmaður. Hann kunni að hrífa eða beinlínis að hrifsa áhorf- v andann með sér en var ekki maður hárfínna'* blæbrigða. Kubrick hafði mikið vald á miðlinum, meira en langflestir leikstjórar á ofanverðri öldinni. Menn einblíndu á þessu ögun og gerðu þri skóna að höfundur dauðhreinsaði efnið svo að minna bragð væri af. Það er af og frá. Mörg atriði voru samin á tökustað og Kubrick gaf sér lengri tíma í tökur en al- mennt tíðkast. Hann gaf sjálfum sér og leik- urunum tóm til að leika af fingrum fram. Kubrick lýsir ávallt reynsluheimi karla. Leikstjórinn fékk að vonum bágt fyrir en konumar í myndum eftir hann hefðu að ós- ekju mátt vera aðsópsmeiri. Þessi ljóður á . ráði meistarans kemur gleggst fram í mynd- unum Lólítu og Duld (The Shining). Gagnsæ gríma Kubrick faldi sig bak rið ótal grímur, bæði sem persóna og listamaður. Æskustöðvum hans, New York, bregður vart fyrir í mynd- um eftir hann að þeirri síðustu undanskildri. Þar leitar Kubrick á fomai’ slóðir en borgin var endurreist í Pinewood-verinu á Bretlandi og leikstjórinn steig ekki fæti þangað. Yrkis- efnið er ávallt sótt í skáldsögur eftir menn á borð rið Howard Fast (Spartakus), Anthony Burgess (Gangverk í glóaldini), Thackeray (Barry Lyndon), Stephen King (Duld) eða Nabokov (Lólíta) svo að oft var vandráðið hvað leikstjóranum sjálfum bjó í brjósti. Kubrick hefur verið legið á hálsi að vera .. persónulaus leikstjóri. Víst er að áhorf- andinn kemst seint ofan í kjöl á þeim pers- ónum sem leikstjórinn bregður á breiðtjald- ið. Eigi að síður ber að líta á myndir eftir leikstjórann sem aldarspegil þar sem ein- staklingurinn má sín lítils og eigindi hans vega ekki þungt. Vitaskuld má skoða slíka lífsýn sem hvern annan heimsósóma þótt erf- itt sé að hrekja málflutning leikstjórans að fullu. Myndirnar sem aldrei urðu Ekki varð af risindaskáldsögunni Gerri- greind (AI). Kubrick gaf verkefnið upp á bát- inn þri að leikstjórinn taldi að sú tækni sem til þyrfti til að gera efninu riðunandi skil væri ekki enn fyrir hendi. Hitt verkið sem Kubrick dreymdi um að gera var stórmynd um sjálfan Napóleon. Jack Nicholson var orðaður við aðaihlutverk- ið. Þótt slík mynd hefði verið ómetanlegt til- lag til krikmyndasögunnar hefði eflaust tekið jafnvandvirkan leikstjóra og Kubrick nokkr- ar aldir að steypa svo riðamiklu efni í það horf sem hann gæti sætt sig rið. Kubrick kvaddur Federico Fellini er allur, Akira Kurosawa fallinn frá, Luis Bunuel horfinn til feðra sinna og Ingmar Bergman sestur í helgan stein. Þeir menn sem hófu formið til vegs og rirðingar á sjötta og sjöunda áratugnum og ^ fengu áhorfendur um allar jarðir til að taka þennan unga miðil alvarlega hafa nú allir týnt tölunni eða sitja á friðarstóli. Enginn hörgull er á góðum fagmönnum en snilling- ai-nir eru allir gengnir á braut. Kubrick var í þessum skilningi síðasti risinn og krik- myndarinum í öllum álfum er mikil eftirsjá að honum. Erfitt er að skera úr um hvaða myndir reynast lífseigastar þegar fram í sækir. Myndir eftir Jean Vigo, Jean Renoir, Luis Bunuel, John Huston, Alfred Hitchcock og Marcel Carné rirðast seint ætla að úreldast. Víst er að þær myndir sem Stanley Kubrick skilur eftir sig falla ekki úr gildi á næstu misseram. Kubrick er síðasti fulltrúi þeirrar kynslóðar sem óx úr grasi rið kvikmyndagláp en hrærðist jafnframt í bókmenntum og öðr- um listgreinum. Eftirmenn hans á þessu sviði sækja mun meira í aðrar myndir og eru eiginlega orðnir innlyksa í krikmyndum eftir aðra leikstjóra. Sem fyrr sagðí leitaði Kubrick ávallt fanga hjá öðrum höfundum. Ollum er hulið hvernig mynd sem komið hefði beint frá brjósti Kubricks án milligöngu mætra rithöfunda hefði verið. Að þessu leyti gægðist Kubrick aldrei undan grímunni sem hann bar. Þótt finna megi fyrir nárist leikstjórans í hverjum myndramma sem hann lét frá sér fara er frumglæðirinn Kubrick engum kunnur. Stanley Kubrick minnir á snjöllustu lista- menn á miðöldum sem láðist að láta nafn síns > getið en skildu eftir sig þögula minnisvarða um snilld sína svo að síðari kynslóðir gætu dáðst að handverkinu fremur en smiðnum. Höfundurinn er kvikmyndagerðarmaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.