Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 13
Bæjarhraun í landi Gufuskála. Snæfellsjökull í baksýn. Vítt og breitt um hraunið má sjá byrgin. Ef þessi 200 hús hafa verið fiskbyrgi, og þá vegna skreiðarverkunar, vaknar hjá nútíma- fólki sú spuming hvemig það gat verið hag- kvæmt að dreifa þeim á svo stórt svæði; hraun sem er úfið og illt yfirferðar. Okkur finnst núna að það hefði borið vitni um verksvit að byggja þau öll sem næst hraunbmninni og þá um leið nær verstöðinni. Ef þetta hafa verið fiskbyrgi hefur útheimt mikinn tíma og ómælt erfiði að rogast með fiskinn svo langt út á hraun. Á hinn bóginn má benda á að dreifmgm kynni að vera vegna þess að menn byggðu byrgin þar sem auðveldast var að ná í gott hleðslugrjót. írar á Guf uskálum Landnáma greinir frá því að Ketill gufa Ör- lygsson hafi verið hinn fjórða vetur að Gufu- skálum á Snæfellsnesi. Ketill hafði með sér sex þræla írska; struku þeir síðan burt frá honum. Örnefni á Gufuskálum benda til þess, að þar hafi einhvern tíma verið Irai’, svo sem írskubúðir, írskrabrannur og í landamerkja- skrá milli Gufuskála og Hraunskarðs frá því um 1360 er nefndur Iraklettur. Lúðvík Krist- jánsson segir í grein sinni að menn viti ekki lengur hvar hann sé. Irskubúðir eða Irskutóftir, segir Lúðvík, era nokkru fyrir ofan og sunnan Gufuskála. Hann segir þessar tóftir nokkuð greinilegar enn (árið 1934) þótt ekki verði glögglega séð hvernig þeim var háttað. Svo mikið er víst að tóftimar stóðu vel og komu að notum þegar skip Jakobs Plums, hlaðið íslenzkum afurðum, strandaði í ágúst 1796 í Skarfsvík utan við Gufuskála. Skipbrotsmenn héldu þá upp að Irskubúðum, reftu yfir tóftirnar með rám af skipinu og héldust þar við um tíma. Spölkomi utar er írskrabrunnur sem hafði lokast og týnst með því að jarðvegurinn yfir honum hafði gengið saman unz opið lokaðist. Yar síðar hægt að finna hann með þann leiðar- vísi fyrir augum að stórt hvalbein var og er enn yfir tröppunum niður í branninn. Þær vora 16 þrep þar til náðist í vatn. Bæði brann- urinn og tröppurnar eru með fallegri stein- hleðslu, en kringum þetta merka mannvirki hefur nú verið sett girðingarómynd sem er einungis til lýta. Menn hafa að sjálfsögðu velt því fyrir sér hvort hinir írsku þrælar hafi hlaðið Irski-a- brunn og hvort önnur örnefni kennd við Ira megi rekja til þeirra. Sá möguleiki kynni einn- ig að vera fyrir hendi að á Gufuskálum og í Bæjarhrauni hafi verið fjölmenn byggð Ira frá þvi fyrir landnám. I því sambandi má velta fyrir sér þeirri spurningu hvort írskir einsetu- menn hafi búið í byrgjunum og byggt þau strjált til þess að geta haft sem bezt næði, og hvort vera kunni að stallurinn í byrginu sé einskonar altari. Það er skoðun sumra fræði- manna að hér hafi verið mun fjölmennaii byggð Ira en sögur herma og alls engum sög- um fer af því hvernig landnámsmenn fóra með það fólk sem hugsanlega var fyiir. Vera má að í byrgjunum sé gólfskán sem gæti leitt eitt- hvað í ljós, en það hefur ekki verið rannsakað. Ef þessi byrgi tilheyra írskri byggð frá því fyrir landnám norrænna manna er Bónda- birgi, sem Lúðvík Kristjánsson nefnir svo, elzta uppistandandi hús á íslandi. Það má hins vegar telja líklegt að byrgin hafi að einhverju leyti verið notuð sem fisk- byrgi mörg hundruð árum síðar og að þau hafi verið nefnd eftir þeirri notkun síðan. En það sannar ekki neitt um uppranann. Og hvers vegna hefðu menn átt að byggja fiskbyrgi með dyrum sem aðeins er hægt að skríða inn um? Á þessu byrgi sést vel hvernig þakgerðin hefur verið mynduð, en hér hefur þakið þó að mestu leyti fallið niður. Teikning af byrgjunum í Bæjarhrauni sem birtist með grein Lúðvíks Kristjánssonar í Lesbók 1934. Næst á myndinni er Bóndabyirgið, sem Lúðvík nefnir svo. aldir verið mikil fiskisæld. Lúðvík segir enn- fremur: „Engir Bskreitar eða önnur merki íþessari verstöð sýna að fiskur hafí verið verkaður á annan hátt heldur en í ski-eið. Bendir það nokkuð til þess, að þar hafi útgerð verið farin að minka að mun, þegar byrjað var að verka flatfísk (Platfísk). Kunnugum mönnum undir Jökli þykir sennilegast, að Gufuskálaverstöð sje ein elsta veiðistöð á Snæfellsnesi, en hafí smáþorrið, vegna þess að völ hafí verið á betri lendingu og jafn físksælum og stutt sóttum miðum.“ Séu byrgin einhvern tíma frá blómatíma út- vegs frá Gufuskálum má ætla að „fjársterkir aðilar", eins og nú tíðast að segja, hafi staðið að gerð þeirra. Víst er að Sturlungar áttu ítök þarna á 13. öld og í skiptabréfi varðandi sjó- búðir á Gufuskálum frá 1465 segir að „sjö búð- ir komi í hvors hluta“, þ.e. séra Péturs Þórðar- sonar á Staðastað og Jóns Pálssonar, ábóta í Helgafellsklaustri, því klaustrið og kirkjan á Stað áttu þá hvort sinn helming Gufuskála. Ennfremur segh- í bréfinu: „Skyldi ein skips- höfn vera íhveni húð, eigi rneir." Hafa menn dregið þá ályktun af þessu, að í Gufuskálaver- stöð hafi þá verið 14 skip með ekki færri en sjö manna áhöfn á hverju skipi, eða alls 98 ver- mönnum. Skúli Alexandersson telur að ein- hver „stórveldi“ á borð við Sturlunga, Helga- fellsklaustur eða Staðastað hafi staðið að því að byggja byrgin. GUÐRÚN STEINARSDÓTTIR FIÐRILDI Ég sá þig í leiftrí í landslagi skýja þú lékst þér með neista og glampandi hnífa. Sem elding um nótt þú rístir upp sortann þú reifst niður hatrið og ljós- fælinn óttann Tjöldin þau féllu oghurfu í tómið í héluðum skógi fékk lífið loks málið Við elskuðumst, grétum og hlógum oggneistandi auglit til himinsins hófum Meðþytnum í trjánum barst iðandi taktur frá öskrandi trumbum ísam- vöxnum hjörtum Og saman við hurfum á vit þeirra tóna sem ljá öllu lífi þess fegustu hljóma En vorið er skammvinnt og vetrinum fætt í visnandi laufið skal lífið klætt Nakin við hjúpuðumst döggvuðum dauða og drógumst mót ljósi sem mælti án orða I grátandi svörðinn grófust þau hjörtu sem geymdu okkar ást í rjóðrunum björtu Svo veturinn leið í bliki þíns auga það hríslaðist líf um rætur tauga I blóðrauðum morgni úr hjúpnum viðrunnum oghvískrandi trén í augun- um brunnu A vaknandi kenndum við ei- lífðir svifum og elskuðum þrána sem fann sig að lokum Afmoldu við fæddumst til að elska á ný að fínna hvort annað skóginum í Pví brjálæði heimsins er máttvana hjóm hjá marglitum vængjum og hjartanna tón Mót deyjandi himni við aug- um upp ljúkum og unnumst ískjóli frá dauð- ans hnjúkum Höfundurinn er nemandi í Reykjavík. i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.