Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 5
Sigurlinni Pétursson var þjóðhagi á alla smíði. Hér sést hann á sínum yngri árum með tvær fiðlur sem hann smíðaði; aðra úr tönn stórhvals en hina úr nærri 100 ára gömlum viðarbúti. Fiðlurnar fóru á sýningu í Ameríku og þar glötuðust þær. Sigurlinni fékkst bæði við teikningar, mál- verk og skúlptúr, en þau verk hans bera því eðlilega vitni að skólun vantaði á þessu sviði. Hér er skúlptúr eftir hann, einn af mörgum. Utskorinn skápur eftir Siguriinna Pétursson. urt hús. Sigurlinni valdi því stað syðst á hraunbrún. Fagnaði kona Sigurlinna þessu, sem var nú komin í næstu nánd við æskust- öðvar sínar, en þar sem athafnasvæði og búseta Sigurlinna var í Reykjavík varð það að ráði að hann leigði Eiríki Einarssyni, síðar miklum athafnamanni í Réttarholti, hús sitt á árunum 1948-51. Þeir áttu skap saman og virtu hvor annan. Frægð Eiríks tengdist mjög því að hann átti 15 dætur fríðar og föngulegar. Það vear þó ekki fyrr en um 1955-56 að Sigurlinni flutti búsetu sína frá Miklubraut 42 í hús sitt að Hraunhólum 4 í Garða- hreppi og þar bjó hann til æviloka. Sigur- linni reisti sér góðan vinnuskúr á flötinni undir hraunkambinum. Þar fór fram fram- leiðsla á húseiningum og grófari verkefni voru þar unnin. Sigurlinni stóð fyrir bygg- ingu fjölmargra einbýlishúsa flötunum í Garðahreppi og að þeim vann trésmiðurinn, sonur hans Ólafur Pétur. Upp frá því gekk Sigurlinni til þess verks er varð honum lof- sverður minnisvarði. Það var endurbygging Garðakirkju. Saga hennar í knöppu máli er eftirfarandi: Kirkjan í Görðum var lögð nið- ur 1914, um leið og kirkja var vígð í Hafn- arfirði. Greftrun fór þó áfram fram að Görðum og kirkjan stóð uppi, enda traust og vandað steinhlaðið hús með timburþaki járnklæddu, reist af Þór- arni Böðvar- ssyni 1879-80. Eftir vígslu Hafnarfjarðarkirkju var samþykkt á safn- aðarfundi að selja Garðakirkju. Var þó horfið frá þeim tilboðum sem bárust. Málið var þó ekki úr sögunni og haustið 1919 var kirkjan enn auglýst til sölu. Aður en geng- ið var að tilboðum skárust í leikinn þeir Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson og buðust til þess ásamt 8 mönnum öðrum að kaupa kirkjuna til þess að hún yrði ekki rifin. Var gengið að þessu, en tíu árum síð- ar var kirkjan mjög farin að hrörna og 1928 létu þeir sem eftir lifðu af eigendum hennar rífa hana. Steinveggirnir stóðu ein- ir eftir. Sat við svo búið í aldarfjórðung, en meðal fyrstu verkefna kvenfélags Garða- hrepps var endurreisn Garðakirkju og á fundi félagsins 6. október 1953 var skipuð nefnd og leiddi hana Ulfhildur Kristjáns- dóttir að Dysjum. Sumarið 1958 var lokið við að steypa styrktarveggi. Þá voru sperrur reistar og þakið klætt timbri, en árið eftir var lagður pappi og járn á þakið. Hér er ekki hægt að rekja byggingarsögu kirkjunnar, en allt gólf kirkjunnar var steinsteypt og síðan lagt helluflísum úr Drápuhlíðarfjalli. Sig- urlinni Pétursson steypti hellur í mótum og lagði Drápuhlíðarflísarnar í og var gólfið þakið hellunum. Einnig steypti Sigurlinni sólbekkjaflísar í glugga kirkjunnar. „Þetta er hin mesta prýði í kirkjunni" eins og komist var að orði í úttekt henn- ar. Skarsúð er í lofti kirkjunnar með handbragði Sigurlinna. Föst- um bekkjum og lausum stólum er komið á sinn stað ásamt predikun- arstóli. Kirkjan var vígð 20. mars 1966 og þá voru liðin 300 ár frá fæðingu Jóns biskups Vídalíns. Þar með nutu Garðhrepp- ingar hinnar list- rænu endur- byggðu sóknarkirkju sinnar við guðs- þjónustur og allar kirkjulegar at- hafnir, stoltir og þakklátir. Þess má geta að Garða- kirkju hefur verið afhent útskurðar- sveinstykki Sigur- linna til eignar. Sigurlinni var hagur handverksmaður og listfengur í eðli sínu. Hann reyndi fyrir sér bæði með skúlptúr og málverk án þess að hafa fengið listræna tilsögn og verk hans á því sviði bera eðlilega með sér svipmót alþýðulistar. Myndir hans gætu væntanlega talist fígúratíf frásögn, því persónur og hlutir fylla myndflöt í ákveðnum tilgangi. Sigur- linni hélt sýningu á verkum sínum í Garða- hreppi en fór svo með sýningu sína til Sandefjord í Noregi. Sigurlinni Pétursson lést 20. júní 1976, 75 ára að aldri, og hvílir í Garðakirkjug- arði. Kona hans, Vilhelmína Ólafsdóttir, lést 7 árum síðar, 18. mars 1983. Sigurlinni Pétursson var sagður sterkur persónuleiki, hreinlyndur og hreinskiptinn. Hin ágengna hugvirkni tók hann oft sterk- um tökum svo að hann gleymdi stað og stund. Þess á milli mætti hann mönnum vel máji farinn og hrífandi í framkomu. Ur hugarheimi þjóðhagans sjálfs, Sigur- linna Péturssonar: Ur annál áranna Leitaðu hins rétta og legðu þig fram, láttu sem þú heyrir ei dagþras og vamm. Innst í þínu hjarta er ómengað fræ, aldrei skaltu kasta hér slíku á glæ. Staka Áfram skaltu ofar hærra, alltaf skaltu lyfta stærra bjargi, svo þér bjóðist kærra og betra líf á þjáðri jörð. Höfundurinn er fræðimaður í Hafnarfirði. INGUNN ÞÓRÐARDÓTTIR STJARNAN SKÆR í hreinskilni sagt eru eldhússkápamir ekki teknir í gegn á heimlinu fyrirjólin. Fyrirmyndarfrúr eiga ekki orð. Subba á þeim bænum ogkomin aðventa. Skyldi steikin verða tímanlega, eru kökuboxin tóm? Nefndu það ekki. y Desemberdrungi, sólarlitlir dagar, keppst er við íhverju húsi. Hátíð skal halda veglega, sexsortir. Þrífa, þrífa. Tíminn knappur áhyggjur, skuldir, erhðleikar. margt að laga, kaupa, kostarsitt að endumýja, endurreisa.. Langt í fjarska þó svo nálæg þetta kvöld er hún - stjarnan sem bregst ei þeim er væntir. Skær, hrein. Sáerskynjar friðinn, þögnina meðtekur boðin. Hræðist ekki. Birtan verður með í för, ætíð meðan þú sérð stjömuna þitt friðarijós. Nú er þríheilagt. Höfundurinn er hjúkrunarfræðingur. VILHJÁLMUR SIGURJÓNSSON HÓFADYNUR Bleika hestsins hófadynur nálgast. Hests oggests, sem aðeins ríður hjá. Hann þarf ei stans, en sækir þær ersálgast sálirnar, sem eilífð hafa nálgast. Hinn bleiki hestui-hefur enga hvúd, hvnæsið, gefur styrk og allan þrótt. Þeir sækja sálir dag, sem dimma nótt. Hinn duli gestur þarf - og enga hvúd. En búkurhver, sem búinn var úr fold skal búast til að hverfa afturheim. Frjó sem líða’ um loftsins víða geim Að lokum verða gróðursett á fold. En sálirnar hann flytur yfir fjallið. í frjálsa vídd á guðdómlega strönd. Sumar fæðast fijótt - í ókunn lönd. I fallhæð ljóssins, streyma yfir fjallið. Höfundurinn er fyrrverandi ökukennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.