Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 9
Ijósmynd: Árni Sæberg Loftmyndin sem birtist með grein Indriða G. Þorsteinssonar af holtinu milli Rauðavatns og Elliðavatns, sem talið var vera hið forna Norlingaholt. í leiðréttingu Einars Birnis kemur fram að Klapparholt er fyrir miðju á myndinni, en Norlingaholt er lengst til vinstri þar sem byggðin er. KLAPPARHOLT - NORÐLINGAHOLT að er auðvitað ekkert nema gott um að segja að menn geri sér það til skemmtunar og e.t.v. ein- hvers fróðleiks sér og öðrum að velta fyrir sér lífsháttum og venjum fólks á fyrri tímum þ.m.t. ferðalögum, ferðatilhög- un og hinum ýmsu afleiðingum alls þessa. Hins vegar er og verður höfuðnauðsyn í þessu samhengi að farið sé rétt með klárar og kvittar staðreyndir þ.m.t. staðamöfn og lýs- ingu staðhátta ekki síst þar sem fyrir liggja traust og skýr gögn um þetta. I annars skemmtilegri grein Indriða G. Þor- steinssonar í Lesbók Morgunblaðsins laugar- daginn 23. október sl. verða honum á þau reyndar eðlilegu mistök að fara rangt með staðarnafn innan borgarmarka Reykjavíkur. Ég segi eðlilegu vegna þess að ég gef mér það að götunafn sem þama er hafi villt honum sýn og er hann reyndar ekki sá eini sem svo fór fyrir. í hinu fyira landi Grafarholts (áður (Suð- ur-) Grafar) vom til nöfnin Klapparholt og Norðlingaholt og var reyndar stundum talað um „Norðlingabraut" sem var gamall götus- lóði milli þessara tveggja holta (nú Breiðholts- braut þar áður „ofanbyggðarvegur" enn fyrr „flóttamannavegur"), en einhvem tíma þegar nokkur byggð varð til á og í kringum Klappar- holtið varð þai- til gata, sem kölluð var „Norðl- ingabraut" og má gera því skóna að þannig hafi nafnaruglingur holtanna orðið tfl. Nafn Klapparholtsins, sem I.G.Þ. birti myndina af sem Norðlingaholt er æði gamalt og vel þekkt. A norðurenda þess sem nú er í skógarreitnum við Rauðavatn var allt fram í byrjun síðustu aldar kotbýli frá Gröf, síðar fjárhús frá Gröf, þar reisti síðar Guðmundur Helgi Sigurðsson (bróðir Flosa Sigurðssonar sem „Flosaport" var kennt við) „nýbýli“ og kallaði Baldurshaga, en fluttist síðan að Lækj- arbotnum og byggði í því landi húsið og veit- ingastaðinn Lögberg, sem hann var síðan lengstum kenndur við. Á Klapparholti þar sem fyrr stóð Baldurshagi er nú hesthús Vig- fúss Magnússonar læknis. Norðlingaholt heith’ hins vegar holtið næst vestan við Klapparholt, þar sem nú standa götumar Þingás, Þverás o.s.frv. og undir suð- vestur horni holtsins kúra nú svo sem kallað er í „Víðidal" götumar A-, B- og C-tröð þar sem standa hesthús reykvískra hestamanna ým- issa. Á milli þessara holta lágu gamlar götur frá norðri til suðurs og sáust allvel fram á ár síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar hemámsliðin gerðu hvort tveggja í senn að reisa þama EFTIR EINAR BIRNI bragga sína og þó frekast að þau lögðu veg beint ofan í gömlu götumar, sem þar með vom horfnar sjónum og flestum gleymdar nema þeim sem þama áttu sitt heimaland. En á þessum slóðum em gömul ömefni vel þekkt og varðveitt, því að föðurafi minn Bjöm Bjarnarson í Grafarholti kunni því ekki að hafa ekki heildarsýn yfir land sitt og skráði því öll örnefni sem þekkt vom í landi hans og reyndi jafnframt að gera sér grein fyrir því hvemig þau hefðu til orðið þ.e. hverjar að- stæður þ.m.t. ferðavenjur hefðu haft áhrif á nafngiftimar. Hér má nefna sem dæmi Almannadalur, Selás, Mýrarskyggnir, Margróf (Markgróf), Skyggnisvað og Norðlingaholt og em mörg þau æði forvitnileg og veita sum hver næsta glögga sýn þess sem áður var um t.d. ferðalög og þeirrar tíðar vegi. Bjöm Bjamarson í Grafarholti gerði sem sagt meira en að skrá í „dauða“ skrá nöfn örn- efna í landi sínu. Hann gerði opinbera grein fyrir þessu og athugunum sínum vegna þess- arar skráningar árið 1914 í Árbók Hins ís- lenska fornleifafélags og er ritgerðin dagsett 9. desember þ.á. og nefndi þar til ýmis dæmi úr skránni. Ég nefni þrjú dæmi; a) „Frá Klapparholtsmóum (128) gengur þama mishæðóttur lyngmóahryggur suður á flatlendið, sem Elliðavatnsengjar era á og beygist Bugða fyrir hann, rennur fram með honum og myndar þannig langt og eigi breitt nes eða odda. Syðst á oddanum er stór hóll eða holt, en í lægð norðan við hann hefir bær verið og fleiri byggingar. Era þær rústir mjög forn- legar.“ ... Þetta er landið sem myndin í Les- bók Morgunblaðsins sýndi 23. okt. sl. b) „221 Um Grafarkot segir í Á.M.: „bygð upp af nýju fyrir 50 áram, þar meina menn að fom eyðjjörð verið hafi, og hún fyrir svo löng- um tíma í auðn komin að fæstir vita hvað hún hafi til foma kölluð verið, eftir sögn eins gam- als manns, þykjast nokkrir heyrt hafa að þessi jörð hafi heitið Holtastaðir." Fomrústimar era miklar um sig.“ - Þetta er nú við jaðar golfvallarins við Grafarholt. c) „201 Norðlingaholt. Um upprana þessa örnefnis er ókunnugt, en mér þykir líklegt að það stafi af umferð Norðlendinga þar. Þegar þeir fóra til Suðumesja, lá leið þeirra um Mos- fellsheiði og yfir Mosfellssveit. Á fyrri öldum var lítið erinda til Reykjavíkur, sem þá var að- eins eitt býli. Lá þá beinast við að slá sér á austan veginn hjá Rauðavatni, er örstutt úr Grafarvogi suður á hann, enda er enn skýr fomvegarskora yfir Hádegismóa hjá Hádegis- vörðu í þá stefnu, ótrúlega djúp til að vera heimilisgata frá Gröf og að öllu leyti lítil ástæða til slíkrar umferðar þar þaðan. En hafi Norðlingar farið þá leið, lá vegur þeirra með- fram Norðlingaholti að austan og sunnan.“ Afi minn fullgerði ömefnaskrána, sem inni- heldur alls 320 ömefni, númeraði þau og mið- aði jafnframt hvert eitt til allra fjögurra höfðu- áttanna þannig að þekktu menn tvö til þrjú, var næsta einfalt að staðsetja hin án þess endi- lega að þekkja þau. Ljósrit þessarar skrár af- henti ég seinna Alexander Alexanderssyni á skrifstofu borgarverkfræðings í Reykjavík og síðar merktum við tveir frændur sonarsynir Bjöms Bjamarsonar mjög mörg þessara öm- efna inn á kort og veit ég að afrit þessara korta og afrit ömefnaskrárinnar er a.m.k. til hjá garðyrkjustjóra Reykjavíkur, sem er mjög kunnugur maður á þeim slóðum sem skráin tekurtil. Nú má vel vera að Norðlingar hafi áð í nánd Norðlingaholts, því að þar er nokkuð skjólgott fyrir höfuðvindáttum á þessu svæði, sitt hvora megin við holtið, en granur minn er nú sá að I.G.Þ. sé of nálægt okkur í tímanum þegar hann er að hugsa um lengri áningar þama. Það ég þekkti til og heyrði af var að ferðalang- ar svo nærri okkur í tímanum, sem I.G.Þ. virð- ist hugsa um að þeir gistu á bæjum og býlum í og alveg við Reykjavík, en þeir sem vildu eiga náttstað svo sem eina eða tvær bæjarleiðir eða áfanga frá Reykjavík gistu í Miðdal, Hólmi, Elliðavatni, Vatnsenda og Gröf (Grafarholti), svo nokkur bæjamöfn séu nefnd sem ég þekki til og man reyndar sjálfur eftir ferðalöngum í gistingu þ.m.t. frægum Skagfirðingi „Marka Leifa“ eitt sinn. I.G.Þ. vildi gjaman að Reykjavíkurborg minntist áningarstaðar Norðlinga með ein- hverjum hætti og má nú kannske segja að það sé að sumu leyti uppfyllt, þar sem á og við holtið er í dag hið ágætasta sambýli manna og hesta. Kannski veit I.G.Þ. það ekki að líklegt má telja að stærstir hópar Norðlinga, sem þarna gistu, hafi nú hestamir verið því að sunnan við Norðlingaholtið á Bugðubökkum var flest haust a.m.k. í byrjun þessarar aldar hundrað hesta geymd um daga, en rekin sam- an í gerði um nætur meðan þau biðu komu hrossaskipsins. Svo var og á áranum fyrir seinni heimsstyrjöldina og þó ekki væri það nú alsiða kom fyrir að hestabýtti urðu við útflutn- ingsmenn og svo mikið er víst að fyrsti reið- hestur þess sem þessar línur ritar var lítill en knár Skagfirðingur það mér síðar hefur sýnst vestanvatnahestur. Frá þessu sjónarhomi auk hinna venjulegu ferðalaga íslendinga fyrri al- da gangandi og ríðandi, sýnist sambýli manna og hesta á Norðlingaholti vera vel við hæfi. Höfundurinn er frá Grafarholti. EYÞÓR RAFN GISSURARSON ÍLEST hugann fylltu minningamyndir á meðan hún sat ílest og dreypti á lífsins vatni þegarhún sá hann koma inn í klefann hún tók af sér hanskana vissi að hann vildi geta snertberar hendurhennar oggarðurinn þarsem hún átti heima birtist ogilmur elskhuga vorsins fyllti vit hennar fyrir30árum erfullt tunglið varpaði birtu sinni á þau ogþau nutust ígrængulu grasinu oghún fann að hann skalf þegarhún tók um grannt mittið ogfylgdi honum heimleiðis viku seinna hvarfhann til annars lands og þegarhann kom aftur varhún farin sinn veg hann sem hafði sagt að ástin til hennar væri honum ævilangt fangelsi oghún bara sextán þá ognú var hann gripinn fyrir þjófnað á hjarta hennar Höfundurinn er skáld og kennari. GUÐMUNDUR ÓLI SCHEVING DAUÐINN Tæmdu ekki tímans bikar alltof fljótt. Þó lífið fari framhjá undur fljótt. Vertu á verði gegn andans afli allt er hljótt. Þú ert peð íþessu tafii núna í nótt. Þú veist að hann kemur, hann með ljáinn einhverja nótt tekur með sér einhvern náinn ofur skjótt. Skýldu þér íhulins hjúpi þér verður rótt. Hið illa kemur úr dimmu djúpi núínótt. Þá skerast öflin, sem bæði taka þú andar ótt Þú kemur víst sjálfur aldrei til- baka þú deyrð í nótt. Höfundurinn er vélstjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.