Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1999, Blaðsíða 17
Eitt af andlitum aldarinnar. Max Pechstein (1881-1955), Kona með pels, 1917, æting. Skáeygð hringalind frá stríðsár- unum fyrri. Eirstungudeild nýja safnsins. Kannski gera ekki allir sér grein fyrir því, að spíritisminn og upp- götvun Röntgengeislanna höfðu ekki svo lítið að segja í framþróun listar tuttugustu aldar, markar rannsóknir á anda og efni. Kápa á bókinni Bergnumið augnaráð, er inniheldur 25 stuttar ritgerðir nafnkenndra listamanna í útgáfu Heinz og Bodo Rasch, 1930. Listabókasafnið Kunstforum. í Samsettu rými, frá 1998, sem er verk Dieter Roth (1930-1998) með aðstoð Björns sonar hans, ægir öllu saman úr vinnurými listamannsins og er einnig hljóðverk. Verkið er á annarri hæð listhallarinnar Hamburger Banhof. Arkitektarnir Oswald Mathias Ungers og Stefan Schroth umbreyttu 1987 gömlum vatnspósti v frá 1890 í glæsllega nútímabyggingu. Mér varð hugsað til gömlu Gasstöðvarinnar við Hverfis- götu og gasgeymisins, og andvarpaði djúpt, það var byggingarsögulegt morð. arinnar á öldinni virðast ekki til, og eru hér sýningarstjórar samir við sig. Veigur- inn liggur í mikilvægi þess að fá þetta allt upp á yfirborðið á einum stað, þetta end- urtekur sig ekki í bráð, í þessu formi ei heldur umfangi. Þá hefur sýningin vakið menn til umhugsunar og í vikublaðinu, Die Zeit, hefur undanfarið farið fram ítarlegt uppgjör við fortíðina í þeim kálfi blaðsins er nefnist, Dossier. Greinarflokkurinn sem hefur með menningarfjandskapinn að gera milli austur og vesturhlutans frá 1945- 1989 er í fímm hlutum og hinn fyrsti þeirra sem birtist 14. október er upp á 5 heilsíður, eða því sem nemur meira en heilli Lesbók hvað lesmál snertir!... Stóru sýningunum er skipt milli Nýja Þjóðlistasafnsins í Kulturforum, sem hefur með anda og efni að gera (geist und mat- erie). I Gamla safninu, á safnaeyjunni er gerð grein fyrir valdi listarinnar (die gewalt der kunst) og í Hamburger Ba- hnhof í nágrenni Lehrter Bahnhof, eru samsetningar - uppsetningar (eollage- montage) skilgreindar. Einstakir erlendir listamenn er störfuðu í Þýskalandi koma einnig við sögu, ennfremur uppsprettur áhrifa og áhrifavaldar hvaðanæva að. Minni sýningarnar sem voru opnaðar 29. september eru, Form án skreyti, (form ohne ornament), í Listiðnaðarsafninu, Andlit á tímunum, (gesichter der zeit), í hinni glæsilegu eirstungudeild nýja safns- ins, þ.e. báðar á sama stað en ólíkum hús- hlutum. Loks, Læsileiki listarinnar, (die lesbarkeit der kunst) í listabókasafninu. Þá ber einnig að sjálfsögðu að nefna Arki- tektúr í Berlín, sem er sjálfstæð fram- kvæmd í tengslum við sýningarnar og hef- ur með arkitektúr á tuttugustu öld að gera, en nú eru áhugasamir selfluttir af stórfróðum milli markverðra bygginga vítt og breitt um alla Berlínarborg. Sérstök og mjög falleg skrá/bók fylgir þeirri fram- kvæmd. Lesandinn hefur nú væntanlega gert sér grein fyrir umfangi þessarar gríðarlegu framkvæmdar, sem tekur daga að skoða og mánuði að melta, fróðleikurinn sem menn snúa aftur með í malnum eftir því, og endist ævilangt. Enginn veit hvað Ber- línarborg er fyrr en hann hefur heimsótt hana, gott ef Berlínarbúar vita það sjálfir. Sjálfur uppgötva ég eitthvað nýtt og óvænt í hverrri heimsókn. Þetta er ekki barasta stór borg heldur margir borgarkjarnar og stöðugt er eitt- hvað óvænt að birtast á skoðunarferðum þess sem með augun opin gengur þar um breiðgötur og stræti. Hefði þurft tvær opnur til að greina að gagni frá hverri stórsýningunni fyrir sig í blaðinu og annað eins fyrir allar hinar minni. Læt myndir frá þessum sjö framníngum segja örsögu, en vík aftur að einu og öðru í sérstakri ferðasögu seinna, mikilvægast er að hafa séð þetta og upplifað og vera með heimild- irnar í lúkunum. Dæmi um hrein nakin form án skreytis. Danilo Silvestrin (1942-). Innréttingí rými. Frá sýningunni Form án skreyti 1991 í Listiðnaðarsafninu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. DESEMBER 1999 17«

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.