Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Blaðsíða 2
Kjarvalssýning á Gamle Holtegaard PER KIRKEBY SKRIFAR AÐFARAORÐ Jóhannes S. Kjarval: Skjaldbreiður, 1958. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÝNING á 24 stórum málverkum eftir Jó- hannes Kjarval var opnuð nýverið í Gamle Holtegaard úti í Holte, norðan við Kaup- mannahöfn. Um er að ræða 23 málverk frá Islandi, sem sum hver hafa ekki verið sýnd opinberlega áður og eitt málverk úr danskri eigu. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti, opnaði sýninguna. Formála að sýning- arskrá skrifar Per Kirkeby, sem er einn þekktasti málari Dana, og þar rekur hann áhrif Kjarvals á sig. Að sögn Jacobs Thage, sem sá um sýninguna, hefur aðsóknin verið góð. Sýningin hefur verið vel kynnt í dönsk- um fjölmiðlum. Frá írlandi til íslands Að sögn Jacob Thage spratt hugmyndin að sýningunni upp fyrir nokkrum árum, þeg- ar unnið var að undirbúningi á sýningu verka írska málarans Jack B. Yeats, sem haldin var í fyrra. Thage segist þá hafa hugsað með sér að Yeats og Kjarval ættu báðir sameiginlegt að koma frá löndum með ríkri sagnahefð, en fátæklegri myndlistar- hefð. Það var líka fleira að sögn Thage sem var sameiginlegt þessum tveimur málurum. Báð- ir skiluðu að mati Thage sínum bestu verk- um síðari hluta ævinnar, höfðu sinn sérstaka stíl og þekktu vel til myndlistarstrauma í Evrópu, þótt þeir færu sínar eigin leiðir. Með allt þetta í huga ákvað Thage að það færi vel á að sýna verk Kjarvals í kjölfar Yeats. Áhrif Kjarvals á Kirkeby Myndir Kjarvals á dönsku sýningunni eru frá árunum 1942-1964. Thage fór til íslands að velja myndirnar og segist hafa notið góðr- ar aðstoðar Kjarvalsstaða, sem einnig hafi séð um ýmis framkvæmdaatriði. Myndirnar á sýningunni eru bæði úr eigu Kjarvalsstaða og Listasafns íslands, en einnig eru þar myndir í einkaeign, sem ekki hafa verið sýndar opinberberlega áður. Auk þess er á sýningunni myndin Sjón er sögu ríkari, sem íslendingar gáfu danska þinginu á sínum tíma og sem hangir þar uppi í einum af fund- arsölum þingsins. Thage sagðist ekki hafa vitað af miklum áhuga Per Kirkeby á Kjarval fyrr en hann vann að undirbúningi sýningarinnar. Kirk- eby tók síðan að sér að skrifa aðfaraorð að sýningunni. Þar rekur hann á skemmtilegan hátt hvernig myndir Kjarvals hafi á unga aldri opnað augu sín fyrir að hægt væri að mála bæði mjög hefðbundið en um leið ótrú- lega nútímalega. Sýningin á Gamle Holtegaard stendur til 5. mars, en fer þá á listasafnið á Borgundar- hólmi, þar sem hún verður 12. mars til 30. apríl. Kumpánlegt olnboga- skot í sænsku tímariti LJÓÐAFLOKKUR Matthíasar Johannessen, Kumpánlegt oln- bogaskot, er birtur í heild sinni í sænskri þýðingu í tímaritinu Pequod 24.-25. tölublaði. Ljóða- flokkurinn er í 52 hlutum og nær yfir sjö síður í ritinu. I honum er dauðanum líkt við „kumpánlegt olnbogaskot/ við siglutoppa/ og segl“. Einkunnar- orð flokksins eru sótt í Moby Dick eftir Herman Melville: „Hann kallaði á timbursmiðinn. Akab fól honum tafarlaust að gera sér nýjan fótlegg." Melville er helgað þetta tölu- blað Pequod en heiti tímaritsins merkir það sama og Moby Dick á indíánamáli. Matthías Johannessen Úr Vötn þín og vængur Kumpánlegt olnbogaskot birt- ist í ljóðabók Matthíasar, Vötn þín og vængur, 1996, en sú bók var lögð fram til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 1998. Bókina þýddi John Swedenmark, en það er þýðing hans sem birt er í tímaritinu. Meðal annars efnis í Pequod er grein eftir portúgalska Nóbels- höfundinn José Saramago og kynning á bandaríska skáldinu Charles Olson. Útgefandi Pequod er samnefnt menningarfélag. Póstfang rits- ins er Box 7523, 200 42 Malmö. Maður og hundur ÍSLENSKUR gamanleikari, Kristján Ingimarsson, kemur fram í Kanonhallen í Kaup- mannahöfn með fyrstu stóru sjálfstæðu sýningu sína dagana 12.-16. febrúar. Sýningin nefnist „Poodle" og gerist í stórri íbúð og lýsir samskiptum manns (Kristjáns Ingimarssonar) og hunds (Lars Rnutssons). Maður og hundur nýta hvor annan með sínum hætti og bilið milli manns og hunds verður lítt greinanlegt. Hvernig maðurinn skynjar tilveruna lfkist háttum hundsins og öfugt. „Mike Attack", sýning Kri- stjáns Ingimarssonar fyrir tveimur árum, var tilnefnd til Reumert-verðlauna sem besta kabarettsýningin og hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda. Það er leikhópurinn Neand- er undir leikstjórn Helle Fuglsang sem stendur að „Poodle“. '000''ÍéWi’fa'- Orgel- tónleikar í Dóm- kirkjunni ORGELTÓNLEIKAR verða haldnir í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 13. febrúar kl. 17 á vegum Tónskáldafélags Islands í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Leikin verður tónlist frá fyrri hluta aldarinnar. Við orgelið er Marteinn H. Frið- riksson. Leikin verða lög eftir Jó- hann Olaf Har- aldsson, Victor Urbancic, Hall- grím Helgason, Arna Björnsson, Jón Þórarinsson, Jón Leifs og Pál ísólfsson. Marteinn H. Friðriksson er fæddur í Meissen í Þýska- landi. Hann stundaði nám í Kirkjumúsíkskól- anum í Dresden og í Tónlistarháskóla F. Mendelssohn-Bartholdy í Leipzig. Árið 1964 fluttist hann til Islands og gerð- ist organleikari við Landakirkju í Vest- mannaeyjum til ársins 1970. Þá tók hann við stöðu organista við Háteigskirkju í Reykja- vík. Frá árinu 1978 hefur Marteinn verið dómorganisti og stjórnandi Dómkórsins í Reykjavík. Marteinn hefur haldið orgeltónleika víða um heim og hefur jafnan verk íslenskra tón- skálda á efnisskrá sinni. Hann hefur verið frumkvöðull Tónlistardaga Dómkirkjunnar, sem voru haldnir í 18. sinn í nóvember sl. og árlega hafa tónskáld samið ný kór- og orgel- verk sem hafa verið frumflutt á Tónlistardög- unum. Auk organistastarfsins kennir Marteinn í Tónlistarskólanum í Reykjavík og stjórnar kór Menntaskólans í Reykjavík. Marteinn H. Friðriksson MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Margt smátt. 28 listamenn sýna verk. Til 20. febrúar. Galleri@hlemmur.is: ..Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson. Til 27. febrúar. Gallerí Nema hvað: Elín Helena Evertsdóttir. Til 13. febrúar. Gallerí One o One: Ásmundur Ásmundsson. Til 12. mars. Gallerí Sævars Karls: Anna Líndal. Hafnarborg: Ljósmyndasýning. Sig- ríður Zoéga. Til 28. febrúar. Elías B. Halldórsson. Til 14. febrúar. Hallgrimskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. feb. i8, Ingólfsstræti 8: Birgir Andrésson. Til 27. febrúar. Islensk grafík, Hafnarhúsinu: Alistair Macintyre. Til. 27. feb. Kjarvalssstaðir (austursalur): Jóhann- es Sveinsson Kjarval. Myndir úr Kjar- valssafni. Listasafn ASÍ: Ásmundarsalur og Gryfja: Guðný Magnúsdóttir. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug. og sun. kl. 14-17. Höggmyndagarður- inn opinn alla daga. Listasafn íslands: Claudio Parmiggi- ani. Til 28. febrúar. Roni Horn. Til 5. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Mokkakaffi: Aðalheiður S. Eysteins- dóttir. Til 11. mars. Nýlistasafnið: Sýning á verkum úr eigu safnsins. Til 13. febrúar. Stofnun Áma Magnússonar: Hand- ritasýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Stöðlakot: Vytautas Narbutas. Til 27. febrúar. Grímur Marinó Steindórsson. Til 19. mars. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýn- ingarsölum landsins má finna á slóðinni www.umm.is undir „Fréttir". TÓNLIST Sunnudagur Salurinn: Píanótónleikar með Peter Maté kl. 20.30. Dómkirkjan: Orgeltónleikar kl. 17. Marteinn H. Friðriksson. Mánudagur ÝMIR: Tónleikar Hamrahlíðarkórsins undir sjtórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn: íslensk einsöngslög kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Gullna hliðið, lau. 19. febrúar. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 13. feb. Krítarhringurinn í Kákasus, lau. 12. feb., mið. 16. feb. Abel Snorko býr einn, þri. 22. feb. Vér morðingjar, fös. 18. feb. Borgarleikhúsið: Djöflarnir: lau. 12. feb. Bláa herbergið, sun. 20. feb. Litla hryllingsbúðin, sun. 13. feb. Sex í sveit, mið. 16. feb. Afaspil sun. 13. feb. Leitin að vísbendingu..., fös. 11. feb. Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 17. feb., fös. 18. feb. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, sun. 13. feb. Frankie & Johnny, lau. 12. feb. Hafnarfjarðarleikhúsið: Salka, ástar- saga, lau. 12. feb., fim. 17. feb., fös. 18. feb. Loftkastalinn: Panodil, lau. 19. feb. Ég var einu sinni nörd, lau. 12. feb., mið. 16. feb., fös. 18. feb. Kaffileikhúsið: Ó - þessi þjóð, fös. 18. feb. Nornaveiðar, sun. 13. feb. Islenska óperan: Lúkretía svívirt, sun. 13. feb. Baneitrað samband, lau. 12. feb. Hellisbúinn, fim. 17. feb. Bíóleikhúsið: Kossinn, lau. 12. feb. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/list- ir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.