Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Blaðsíða 20
MorgunblaÖið/Golli
ÓSÝNILEGAR HEFÐIR
HINS DAGLEGA LÍFS
NNA Líndal er kona sem
hikar hvergi og kaupir sjö
sjónvörp í einu til að koma
hugmyndum sínum á fram-
færi. Þá hengir hún tvinna-
kefli í ýmsum litum upp á
vegg og umvefur litla og
. sæta sykurmola tvinna.
tnda segir hún sjálf að myndlist hennar sé eins
og stækkunargler sem auðveldi henni að skoða
þær fjölmörgu athafnir og siðvenjur sem ríki í
samfélagi okkar og sprottnar eru af hefðum
eða bara af vana, og að því er virðist athuga-
semdalaust.
Anna stundaði nám í Slade School of Fine
Art í London og hefur lagt gjörva hönd á ýmsar
tegundir sjónlista síðan hún útskrifaðist, unnið
með grafík, ljósmyndaverk, innsetningar og nú
síðast myndbandainnsetningu sem skýrir
áhuga hennar á sjónvörpum. Hún hefur haldið
fjölda einkasýninga bæði hér heima og á svo
fjarlægum stöðum sem Frakklandi og Istanbul
í Tyrklandi.
A vori komanda setur hún upp sýningu í
Kóreu sem fulltrúi Evrópu á Kóreanska tvíær-
v^jngnum. Stjórnandi Sjónþingsins í dag er Jór-
unn Sigurðardóttir en spyrlar verða þau Björn
Brynjólfur Bjömsson og Ásta Ólafsdóttir. En
hvaða verk mun bera fyrir augu fólks í Gerðu-
bergi í dag?
Yfirlitssýning síðustu tíu ára
„Ég lauk námi árið 1990 og þetta er yfir-
litssýning á verkum mínum síðan þá,“ svarar
Anna Líndal, „það er að segja frá þessu tíu ára
tímabili. Ég byrjaði í grafík og fór síðan í inn-
setningar sem síðan flokkast bæði sem skúlp-
túr og textílverk. Listheimurinn hefur alltaf til-
hneigingu til að flokka og aðgreina verk. Að
þessu loknu fór ég út í myndbandalist sem er
iPpennandi miðill. Ég er alltaf að reyna að koma
einhveijum skilaboðum áleiðis frekar en að
reyna að finna eitthvað út úr tækninni. Á milli
tilfinninga og tækni er falin óbeisluð orka, mín
listræna glíma felst aðallega í því að finna þess-
ari orku viðeigandi sjónrænt tjáningarform.“
í dag kl. 13.30 verður Sjónþing Önnu Líndal
haldið í Gerðubergí i þar sem listakonan mun greina
frá ferli sínum og sitja fyrir svörum. Anna hefur
haldið fjölda einf casýninga bæði hér heima og
erlenc lis. Hún var fulltrúi íslands á Istanbul-tvíæringn-
um árið 1997 og verður fulltrúi Evrópu á
Kóreska tvíæringnum nú í ár. ÞORVARÐUR HJÁLM-
ARSSON fór á 1 und listakonunnar.
Tvinnakefli eru þér hugleikin. Hvers vegna?
Hvuð ersvona spennandi við tvinnakefli?
„Árið 1994 setti ég upp í Nýlistasafninu sýn-
ingu með 1.138 tvinnakeflum þar sem ég var að
fást við þessar ósýnilegu hefðir daglegs lífs sem
við sjáum ekki en stjórna í raun og veru lífi okk-
ar! I verkum mínum er ég mikið að velta fyrir
mér hversu mikið við stjórnum okkar eigin lífi.
Það er svo margt sem var ákveðið fyrir okkur
fyrir 200 árum, svo sem hvemig við borðum,
sofum í rúmi eða högum okkur yfírieitt. Þessar
spurningar reyni ég að myndgera á einhvern
hátt. í framhaldi af þessari sýningu í Nýlista-
safninu má segja að ég hafi alltaf haft nóg verk-
efni í myndlist. Árið 1995 var mér í fyrsta sinn
úthlutað starfslaunum listamanna og ég hef
síðan þá eingöngu stundað myndlist og haft
mitt lifibrauð af henni. Þá hef ég á umliðnum
árum sett upp ýmsar sýningar erlendis, þeirra
skemmtilegust var Istanbul-tvíœringui inn árid
1997. Það er mjög hollt fyrir myndlistarmann
að eiga þess kost að sjá verkin sín í samhengi
við annað sem er að gerast í heiminum. Þetta er
stór alþjóðleg sýning og það er gaman að sjá
verkin sín í þessum félagsskap. Þarna voru um-
ræður um myndlist og fyrirlestrar sem settu
myndlistina í samhengi við þjóðfélagsmálin.
Umræða um myndlist á þessum nótum er ekki
algeng á íslandi, sjálfsagt veldur fólksfæðin því
eða eitthvað annað sem ég kann ekki skil á. En
þama í Istanbul var stærri pottur en ég á að
venjast og mörg og ólík sjónarmið sem koma
þurfti á framfæri. Þarna var meðal annars rætt
um hvert sé hlutverk myndlistar í samfélaginu í
dag og hvaða möguleika smáþjóðir og jaðar-
hópar hafi miðað við stórþjóðir til dæmis gagn-
vart listasögunni.“
Nú eru tíu ár sjálfsagt ekki langur tími í lífl
myndlistarmanns en þegar þú lítur yflr farinn
veg við þessi tímamót sem Sjónþingið óneitan-
lega er, sérðu þá, með tilvísun til tvinnakefl-
anna, rauðan þráð í verkum þínum ?
„Já, þótt það séu ekki nema tíu ár sem ég er
búin að vera starfandi sem myndlistarmaður,
er maður strax farinn að sjá verk eftir sig sem
maður er búinn að gleyma að hafa gert. Eg var
að skoða myndir af útskriftarsýningunni í
Slade árið 1990, og þá var þar verk sem kom
mér á óvart. Þar var til dæmis þráður og hilla
sem ég hef síðan notað mjög mikið. í Gerðu-
bergi verð ég með tvinnakeflaverk, Ijósmyndir,
myndbönd og grafík. Nýjasta verkið á sýning-
unni gerði ég í september á síðasta ári. En sam-
hliða Sjónþinginu er ég með sýningu í Galleríi
Sævars Karls sem er í raun einn hluti þingsins.
Ég byrjaði með tvinnakeflin árið 1994. Mig
langaði að nota eitthvað sem ég kynni enda hef
ég alltaf saumað mikið. Ég er lærður kjóla:
meistari og vön að handleika nál og tvinna. I
tvinnakeflisverkunum tekur eitt kefli við af
öðru, tvinnakeflið hangir á nálinni og síðan er
nálinni stungið í vegginn. Þetta verk hugsaði ég
sem virðingarvott við öll þau umönnunarstörf
sem verið er að vinna alls staðar í þjóðfélag-
inu.“
Einhverjum kynni að þykja þetta æði undar-
legar athafnir með alveg sjálfsagða hluti?
„Ég er að benda á endurtekninguna í gegn-
um aldirnar. Það er alveg sama hvað maður
endurtekur þetta oft, það verður aldrei jafn
banalt og lífíð sjálft.“
Sjö sjónvarpstæki
Svo fórst þú á stúfana og keyptir þér ein sjö
sjónvarpstæki?
„Já, forsagan er sú að árið 1997 fór ég í
fyrsta skipti með Jöklarannsóknarfélaginu í
rannsóknarleiðangur á Vatnajökul. Þá kviknaði
sú hugmynd að gera myndverk um rannsóknir,
þörfina fyrir að skrá og mæla og tengja þetta
við samfélagið. í þessari ferð fór ég að safna
myndefni og velta fyrir mér sannleiksþrá
mannsins, þörfinni fyrir að skilja náttúruöflin
sem í raun eru ofvaxin mannlegum skilningi.
Það er spennandi að tefla þessu gegn okkar
flókna daglega veruleika. f verkinu stefni ég
saman mörgum sjónvarpsskjám sem hver segir
sína sögu, verkið er þannig fjölfrásagnarlegs
eðlis. Á sjónvarpsskjánum birtast margvísleg
myndskeið sem sýna náttúruöflin, bæði ógn-
andi og gefandi, landslag og beinharðar stað-
reyndir um hefðbundnar rannsóknh’, en með
því að tengja þær við heimilið og okkar daglega
líf verða þær á einhvern hátt afstæðar, jafnvel
undarlega tvíræðar. Ég held að hver einstakl-
ingur geymi náttúruna og tímann í sér, trúi
jafnvel að hann eigi náttúruna, meðan það er
náttúran sem á hann.“
&0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000