Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 4
ERILLA GERT AÐ KLÓNA FÓLK? - SÍÐARI HLUTI
FIMM AN DMÆLIGEGN
KLONUN Á FÓLKI
EFTIR ATLA HARÐARSON
í síðustu grein fjallaði ég
almennum orðum um
möguleika á að klóna
fólk og ástæður sem
menn gætu haft til að
reyna það. Niðurstaða
mín var að það þyrfti
sterk rök til þ ess að styðja
blátt bann við tilraunum
til að klóna fólk. Hver
gætu þessi rök verið? í því
sem á eftir fer ætla ég að
skoða fimm gerðir and-
mæla sem nokkuð hefur
borið á í umræðum um
þetta efni.
1. andmæli: Slæm kjör þeirra klónuðu
Meðalsnotur
skylimannahver,
æva til snotur sé.
Örlög sín
viti engi fyrir,
þeim er sorgalausastr sefi.
I þeim umræðum um mögulega klónun
manna sem fóru af stað þegar fréttir bárust af
tilurð kindarinnar Dollý er stundum gert ráð
fyrir að klónburar séu eins, nánast tvö eintök
af sama manninum fremur en tveir sjálfstæðir
einstaklingar. Sé þessi hugmynd tekin bók-
staflega þá gefur hún tilefni til að efast um að
sá yngri tveggja klónaðra einstaklinga eigi sér
opna og óráðna framtíð eins og við hin. Sé
hann bara eftirmynd þess eldri, hlýtur honum
þá ekki að vera neitað um þann sorgalausa
sefa sem Hávamál segja að menn hafi ef þeir
vita ekki örlög sín fyrir? Ef sá yngri tvítugur
sér þann eldri kominn með ístru og skalla um
fertugt getur hann þá gert sér vonir um að
vera enn í góðu formi eftir 20 ár? Því ekki?
Hann getur látið sér víti hins eldra að vamaði
verða og gerst grænmetisæta. Eins og ég hef
gert grein fyrir er sú hugmynd að klónaðir
menn séu tvö eintök af sama manninum ótta-
leg firra. En gæti samt ekki verið eitthvað til í
því að ef aldursmunur klónaðra einstaklinga
skiptir árum þá lifi sá yngri með einhverjum
hætti í skugga þess eldri? Hér er fátt um svör.
Við vitum ekki um sálræn og félagsleg áhrif
þess á mann að eiga sér eldra „tvíburasystk-
in“. Við vitum ekki heldur um áhrif þess á
sjálfsmynd manns að eiga sér aðeins eitt for-
eldri sem er um leið eins konar tvíburi hans,
en sennilega vildum við fæst vera í þeim spor-
um.
Hugmyndir um skrýtna stöðu og undarleg
kjör klónaðs bams eru svo sem lítið annað en
getgátur. Hugsanlegt er að einhvem tíma í
fjarlægri framtíð þyki það betri kostur fyrir
bam að vera til orðið með einhverjum tækni-
brellum en að vera getið með sama hætti og
við.
Séu ástæður til að ætla að kjör klónaðra
manna yrðu verri en annarra fyrir þá sök að
þeir lifðu í skugga síns eina foreldris og tengd-
ust ekki öðm fólki sams konar fjölskyldubönd-
um og flestir aðrir, þá kunna það að vera rök
Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir til að græða nema í heila manns til þess að gera honum kleift að stjórna tölvubúnaði
með hugsuninni einni. Teiknarinn Andrés Andrésson sér fyrir sér hvernig skrifstofufólk framtíðarinnar gæti litið út.
gegn því að nota klónun til að búa til börn. En
rök af þessu tagi segja ekkert um réttmæti
þess að nota klónaða fósturvísa í læknisfræði-
legum tilgangi.
2. andmæli: Virðingin fyrir
einstaklingnum
Ef til vill er ástæða til að óttast að klónun á
fólki dragi úr virðingunni fyrir einstaklingn-
um, grafi undan mannúð og mannhelgi alveg
burtséð frá því hvort kjör þeirra klónuðu yrðu
verri eða betri en okkar hinna. Þetta gæti
gerst með ýmsum hætti. Ef það fer til dæmis
að tíðkast að ala klónaða fósturvísa til að nota í
„varahluti" er hætta á að einhverjir vilji ganga
skrefi lengra og deyða eldri fóstur eða jafnvel
ungabörn.
Einhvers staðar á leiðinni frá okfmmu til
nýfædds barns verður til mennskur einstakl-
ingur. Einn mikilvægasti hornsteinn allrar
siðmenningar er virðingin fyrir mannslífum og
blátt bann við morðum. Ef menn taka upp á
því að rækta fóstur og drepa þau til að hirða
úr þeim líffæri eftir að þau hafa fengið mann-
legt sköpulag þá er ef til vill stutt í að farið
verði að líta á morð sem hagstæðan kost í
sumum tilvikum.
Hér er margs að gæta. Þegar tekið var að
leyfa fóstureyðingar óttuðust sumir að þær
græfu undan virðingu fyrir lífinu og menn
mundu smám saman hætta að líta á hvert
mannsbarn sem ómetanlega gersemi, að þeir
væru einu skrefi nær því en áður að leyfa út-
burð. En ekkert bendir til að samfélög sem
leyfa frjálsar fóstureyðingar hafi minni mætur
á börnum en hin sem banna þær.
Verði farið að rækta fósturvísa í 8 vikur og
deyða þá svo eru menn vissulega nær því en
áður að rækta þá í 9 vikur, en það er ekki þar
með sagt að þeir þokist nær og nær því að líða
dráp á börnum. Það er hægt að setja mörk og
segja svo: Híngað og ekki lengra. Ætla má að
háskólar og sjúkrahús mundu virða þessi
mörk. En ekki er þar með sagt að allir mundu
gera það. Nú þegar er nokkuð um ólöglega
sölu á líffærum, sem e.t.v. eru stundum fengin
með manndrápum. Þróist tækni til að rækta
klónuð fóstur geta einhverjir notað hana á
ólöglegan hátt, jafnvel gengið svo langt að búa
til börn til þess eins að drepa þau. Ekki er
óeðlilegt að mönnum þyki möguleikinn á slík-
um voðaverkum gefa tilefni til að stöðva rann-
sóknir á þessu sviði og vona að slík tækni verði
aldrei til. Hér er enn margs að gæta. Mögu-
leikinn á að menn yrðu myrtir til að hirða úr
þeim líffæri hefur aldrei þótt nein rök gegn
rannsóknum á tækni til líffæraflutninga. Rök
af þessu tagi geta því ekki talist einhlít.
Ónnur rök sem kunna að renna stoðum und-
ir þá skoðun að klónun á fólki grafi undan virð-
ingunni fyrir mannslífum eru á þá leið að fólk
gæti farið að nota þessa tækni til að endur-
heimta látna ástvini með því að klóna þá, búa
til eftirmyndir þeirra. Dauði þeirra yrði þá
ekki lengur óbætanlegur missir og mannslíf
ekki lengur ómetanlegt. Hugmyndin um að
endurheimta látinn mann með klónun er vita-
skuld tóm vitleysa því klónun býr ekki til ann-
að eintak af sama manni heldur annan mann
með svipaða líkamsgerð en ef til vill ólíkan
persónuleika. Hugmyndin um að nota klónun
á þennan hátt til að sigrast á dauðanum byggir
því á misskilningi sem aukin umræða um efnið
mun vonandi eyða.
Hér hef ég tíundað tvenn rök og sagt að þau
fyrri séu ekki einhlít og þau síðari byggi á mis-
skilningi. En þótt erfitt sé að slá neinu föstu
um hvort klónun á mönnum sé líkleg til að
draga úr virðingunni fyrir mannlegu lífi væri
fávíslegt að loka augunum fyrir þeim mögu-
leika.
3. andmæli: Afhelgun og
umturnun gilda
Óttinn við að klónun grafi undan virðing-
unni fyrir mannslífum, og lækki þá tilfinninga-
legu þröskulda sem menn þurfa að yfirstíga til
að fremja morð, er ef til vill afbrigði miklu al-
mennari ótta við að vísindin muni afhelga
manninn og umturna um leið mikilsverðum
gildum.
Framfarir í líffræði hafa gert mannslík-
amann skiljanlegan a.m.k. í aðalatriðum. Við
vitum nokkurn veginn hvernig barn verður til
úr eggi og sáðfrumu og ef til vill styttist í að
menn ráði gátur miðtaugakerfisins. Þessari
þekkingu fylgir tækni og vald til að stjórna
gangi náttúrunnar. Líftæknin gerir mönnum
mögulegt að stjórna
því hvernig börn þeir
eignast. Þekking á
heilanum mun ef til vill
gera þeim mögulegt að
stjórna hugsun þeirra
og tilfinningum í meira
mæli en þeir nú geta.
Tæknin mun ef til
vill gera manninn í
auknum mæli að sinni
eigin afurð eða smíð.
Nú þegar hafa verið
gerðar tilraunir til að
græða nema í heila
manns til að gera hon-
um kleift að stjórna
tölvubúnaði með hugs-
uninni einni. Kannski
verða menn brátt
tengdir vélbúnaði í
þeim mæli að þeir viti
ekki gerla skil milli
sjálfra sín og vélrænna
viðbóta við líkama og
sál. Ef við þetta bætist
að hægt verði að nota
líftækni til að breyta
líkamanum, framleiða í
hann varahluti og hann
verði jafnvel að hluta
til hannaður eins og
hver önnur smíð þá
verður maðurinn ekki
bara framleiðandi
heldur líka fram-
leiðsluvara. Tæknin
hefur þegar breytt
möguleikum mannsins
og stöðu hans í ríki
náttúrunnar en ef til
vill eru enn róttækari
breytingar fram und-
an.
Það er alkunna að
skilningur mannsins á sjálfum sér mótast að
verulegu leyti af tækninni. Meðan lækir sneru
mylluhjólum og mannshendur halasnældum
var örlagahjólið tákn fyrir tilveru mannsins.
Þegar aflvélarnar komu fram fóru menn að
hugsa um tilfinningar sínar sem þrýsting,
krafta líka þeim sem knúðu bullur bg stimpla.
Þegar tölvan var fundin upp tóku þeir svo að
hugsa sér hugann sem forrit. Menn hafa löng-
um skilið og misskilið sjálfa sig í ljósi tækninn-
ar. Þetta er ósköp eðlilegt. Það sem menn hafa
sjálfir hannað og skapað er þeim yfirleitt
gagnsærra og skiljanlegra en fyrirbæri nátt-
úrunnar og þeir nota það sem þeir skilja til að
henda reiður á því sem þeir skilja ekki. En
hvað verður þegar menn taka að umskapa og
hanna sjálfa sig? Verður þeim eigið líf þá fyrst
skiljanlegt eða klúðra þeir þá loks endanlega
allri sinni tilveru? Við svona spurningum veit
enginn neitt svar. Menn eins og ég sem gleðj-
ast yfir nýrri tækni og aukinni þekkingu eru
bjartsýnir og gera sér vonir um að vísindin
geri lífið betra. En það verður að segjast eins
og er að þessi bjartsýni styðst ekki við mjög
haldgóð rök.
Vera kann að klónun eða önnur tækni grafi
undan einhverjum gildum en hún kann að
skapa önnur í staðinn sem ef til vill eru engu
síðri. Svartsýni þeirra sem halda að tæknin
fari með mannkynið til andskotans styðst ekki
við neitt betri rök en bjartsýnin. Það er litlu
hægt að spá um hvaða áhrif ný þekking og ný
tækni og ný reynsla mun hafa. Við getum ekki
vitað margt um vitneskju sem er enn ekki orð-
in til.
4. andmæli: Misnotkun tækninnar
Það er hægt að misnota líftækni eins og svo
margt annað. Að jafnaði teljast það ekki vera
rök gegn tækniþróun að hægt sé að misnota
afraksturinn. Við vitum t.d. að það er hægt að
misnota tölvutækni t.d. til að njósna um fólk,
það er hægt að misnota bíla, t.d. með því að
fara í kappakstur á þjóðvegunum og með flug-
vélum er hægt að gera loftárásir á saklaust
fólk. Þetta eru þó tæpast rök gegn framleiðslu
á tölvum, bílum og flugvélum því gagnið af
frelsinu til að framleiða og selja slíka hluti
vegur miklu þyngra en skaðinn sem hlotist
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000