Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Side 5
getur af misnotkun þeirra. En hvað ef mögu-
legt tjón af misnotkun er miklu meira en
nokkuð það gagn sem líklegt er að hljótist af
tækni til að klóna fólk? Hlýtur þá ekki að vera
ástæða til að banna eða a.m.k. að takmarka
mjög tilraunir til að skapa slíka tækni? Hér er
úr vöndu að ráða. Til að svara spurningum
sem þessari þarf að setja tvær óþekktar
stærðir á vogarskálar: gagn af skynsamlegri
notkun og tjón af mögulegri misnotkun á
tækni sem er enn lítt mótuð. Það er engin leið
að vita hvor vogarskálin fer upp og hvor fer
niður.
En hvaða mögulega misnotkun er um að
ræða? Áður hefur verið minnst á þann mögu-
leika að einhverjir taki að búa til börn til þess
að drepa þau og hirða úr þeim líffæri. Trúlega
mundu dómstólar flestra ríkja líta á slíkt sem
morð og beita viðurlögum í samræmi við það.
Yfirvöld gætu ef til vill ekki komið alveg í veg
fyrir þetta fremur en annars konar morð en
vart þarf að óttast að þetta verði gert í stórum
stíl nema fyrst grafi verulega undan siðmenn-
ingu og virðingu fyrir mannslífum. Rök fyrir
að útiloka klónun á þessum forsendum hljóta
því að byggja á rökum af því tagi sem hér voru
talin númer tvö.
Önnur möguleg misnotkun gæti falist í því
að framleiða fólk eins og hverja aðra vöru.
Einhverjir sjálfumglaðir bjánar vilja kannski
búa til margar eftirmyndir af sjálfum sér. Öðr-
um gæti dottið í hug að klóna rudda til að nota
fyrir hermenn eða fjöldaframleiða lítilþæga og
auðsveipa þræla. Framfarir í líftækni gætu
gert eitthvað þessu líkt mögulegt. í flestum
ríkjum yrði það vafalaust ólöglegt en kannski
ekki í öllum. Kannski munu stjómvöld eða
stórfyrirtæki einhvers staðar nýta þennan
möguleika til að eignast þegna og þý að sínu
skapi. Ef til vill er hægt að draga úr líkum á að
þetta verði gert með löggjöf og alþjóðlegum
samningum en það verða samt áfram til valda-
miklir menn sem virða öll lög og allt siðferði að
vettugi svo það verður tæpast hægt að útiloka
þetta alveg með öðru móti eniþví að koma í veg
fyrir að kunnátta til þess arná breiðist út.
Ég efast um að skynsamlegt sé íyrir ríki
heims að reyna að koma í veg fyrir tilurð og
útbreiðslu þekkingar eða kunnáttu á sviði líf-
tækni. Bann við þekkingaröflun á einhverjum
sviðum fæli í sér verulega skerðingu á mál-
frelsi og afturhvarf frá hugsjónum upplýsing-
arinnar um að vísindin efli alla dáð. Ómögu-
legt er að framfylgja slíku banni nema með
ritskoðun og opinberu eftirliti með rökræðum
og rannsóknum. Slíkar skorður við frjálsum
rannsóknum og skoðanaskiptum eru vísar til
að valda meira böli en líklegt er að hljótist af
misnotkun líftækninnar. Auk þess er með öllu
óvíst að bann við þróun og miðlun kunnáttu til
að klóna fólk héldi aftur af öllum. Eru þeir
sem framfylgja slíku banni ekki vel líklegir til
að einoka þekkinguna og beita henni á laun?
Ríkisstjórnir geta ákveðið að styrkja ekki
rannsóknir eða tilraunir af einhverju tagi með
opinberu fé. Þær geta líka sett lög um klónun
á fólki, jafnvel bannað hana alveg. En þeir sem
vilja banna útbreiðslu á þekkingu til að klóna
fólk gætu gert að einkunnarorðum það sem
ólánsmaðurinn Grettir Ásmundsson sagði:
„Svo skal böl bæta að bíða annað meira.“
Hættan á misnotkun líftækni er ef til vill
næg til þess að ástæða sé til að skapa al-
þjóðlega samstöðu um lög og reglur um þetta
efni. En það er langur vegur frá því að setja
lög og reglur og banna notkun á tilteknum
sviðum til þess að útiloka allar tilraunir og
rannsóknir og banna jafnvel miðlun kunnáttu
og þekkingar.
5. andmæli: Líffræðileg hnignun
Lengi vel fjölguðu allar lífverur sér með
kynlausri æxlun og það gera fjölmargar teg-
undir enn. Það er raunar undrunarefni að kyn-
æxlun skuli hafa náð fótfestu í lífríkinu því ef
marka má þróunarkenninguna er lífið á jörð-
inni stöðug keppni um að tryggja genum sín-
um framtíð. Við erum til vegna þess að for-
feður okkar voru duglegir að fjölga sér. Þeir
sem ekki voru eins duglegir að koma genum
sínum á framfæri eiga enga afkomendur.
Þeirra gen eru glötuð.
Þeir sem fjölga sér með kynlausri æxlun
forða öllum sínum genum frá glötun en þeir
sem sætta sig við kynæxlun koma aðeins
helmingi undan til afkomanda. Hann fær hinn
helminginn frá hinu foreldrinu. Hvernig getur
þetta uppátæki, að blanda saman genum úr
tveim til að búa til einn afkomanda, verið sam-
keppnishæft? Hugsum okkur að í hópi lífvera
einhvern tíma í árdaga hafi komið fram ein
sem fjölgar sér með því að fá hálft erfðaefni
frá annarri. Hver erfðaeiginleiki hennar, þar
með sá sem veldur hæfileika til kynæxlunar,
hefur þá helmings líkur á að komast til afkom-
anda. Hinar verurnar eignast afkvæmi sem
erfa næstum örugglega alla eiginleika þeirra.
Kynveran hefur einfaldlega tvöfalt minni líkur
en hinir á að forða sínum eiginleikum frá glöt-
un, nema henni takist að eignast tvöfalt fleiri
afkvæmi. Og það hlýtur að hafa gerst. Kyn-
æxlun hlýtur upphaflega að hafa haft það
mikla kosti umfram kynlausa æxlun að hvert
kyndýr hafi að jafnaði eignast a.m.k. tvöfalt
fleiri afkvæmi en kynlausir nágrannar.
En í hverju gætu yfirburðir kynæxlunar
verið fólgnir? Sú kenning sem mér skilst að
njóti nú mestrar hylli meðal líffræðinga gerir
ráð fyrir að kynæxlun sé vörn gegn sníkjudýr-
um og sóttkveikjum. Fjölfrumungar hýsa ótal
örverur sem æxlast inni í þeim og þróast
þannig að þær læra smám saman að sigrast á
vörnum líkamans. Ef afkvæmi dýrs hefur að
öllu leyti sömu gen og það sjálft þá fær það í
vöggugjöf örverur sem kunna að komast fram
hjá öllum vörnum sem það fær við komið.
Skynsamlegasta leiðin til að gera gen sín
ódauðleg er því að eignast afkvæmi sem er
öðru vísi, hefur að nokkru leyti önnur gen. Þá
þurfa sóttkveikjurnar að byrja upp á nýtt að
laga sig að vömum afkvæmisins. Kynæxlun er
einmitt leið til að eignast afkvæmi sem er að
sumu leyti eins og maður sjálfur en að sumu
leyti öðra vísi.
Klónun er eitt form kynlausrai’ æxlunar og
það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort
hætta sé á að dragi úr mótstöðu manna gegn
sýklum ef hún verður algeng. Það var ekki út í
bláinn sem náttúran „uppgötvaði" kynlífið. Þó
náttúruvalið „hugsi“ hægt á okkar mæli-
kvarða kemst það að nokkuð traustum niður-
stöðum. Kynæxlun var líklega skynsamleg
lausn á raunverulegu vandamáli svo þeir sem
hafa hug á að eignast barn með kynlausum
hætti hafa góða ástæðu til að hugsa sig um
a.m.k. tvisvar. Gæti verið að meðan barnið
yrði enn ungt og ónæmiskerfi þess óþroskað
yrði það berskjaldað fyrir sýklum sem það
fengi frá foreldri sínu, örverum sem kynnu á
þær varnir foreldrisins sem ekki byggjast á
þroskuðu ónæmiskerfi?
Önnur líffræðileg rök sem kunna að skipta
máli eru þau að kynlaus æxlun getur leitt til
þess að ófrjósemi verði útbreiddari.
5 Þessi rök eru sótt í grein Eric A. Posner
og Richard A. Posner „The Demand for Hum-
an Cloning" í Martha C. Nussbaum og Cass R.
Sunstein (ritstjórar). 1998. Clones and Clones.
W. W. Norton & Co. New York. Bls. 233-261.
Hugsum okkur að 1% þeirra sem verða til
við kynæxlun séu ófijóir með þeim hætti að
einstaklingar klónaðir af þeim verði það líka.
Hugsum okkur ennfremur að klónun verði til
þess að ófrjóir eignist jafnmörg afkvæmi og
þeir sem eru frjóir. í upphafi eru þá 99% frjóir
og 1% ófrjóir. Af næstu kynslóð verða öll af-
kvæmi þeirra ófrjóu ófrjó og að auki 1% af af-
kvæmum hinna 99%. Ófrjóir af annarri kyn-
slóð verða því 1% + 0,99% þ.e. 1,99%. Af
þriðju kynslóð verða hinir ófrjóu 2,9701% (þ.e.
öll afkvæmi ófrjórra af annarri kynslóð, sem
eru 1,99% og 1% af 98,01%.) Með sama áfram-
haldi verða ófrjóir af 4. kynslóð 3,940399%.
Þetta getur ekki farið nema á einn veg. Frjó-
semi verður útrýmt.
Þetta eru sterk rök gegn því að nota klónun
í stórum stíl til að eignast börn. En þau segja
ekkert um hvort réttmætt kunni að vera að
nota hana í einhverjum tilvikum eða til að
rækta fósturvísa í læknisfræðilegum tilgangi.
Niðurstöður
Umræða um hugsanlega klónun á mönnum
er á ýmsan hátt erfið. Hún vekur upp grýlur
og drauga, fleiri en tölu verður á komið og
þegar reynt er að skoða hlutlæg rök í málinu
blasir hvarvetna við óvissa um mögulegar og
líklegar afleiðingar tilrauna til klónunai' á
mönnum eða mannsfóstrum. Niðurstöður
þessara bollalegginga minna eru engan veginn
ótvíræðar. Ég held þó að hægt sé að draga
saman þær helstu með því að segja að óráðlegt
sé að útiloka eða banna alveg tilraunir til að
klóna mannsfóstur til nota við lækningar og
ekki sé tímabært að fella endanlegan dóm um
hvort einhvem tíma verði réttmætt að nota
þessa tækni til að eignast börn.
Sé spurt hvort leyfa eigi eða banna klónun á
fólki er málinu stillt upp eins og það sé aðeins
um tvo kosti að ræða. En í raun og veru er
langur vegur frá afdráttarlausu banni til al-
gers frelsis. Það er hægt að leyfa sumt, t.d. til-
raunir með fósturvísa undir vissum aldri, en
banna annað, t.d. að skapa eftirmyndir látinna
einstaklinga.
Byltingar í tækni og vísindum hafa svo sem
áður vakið mönnum beyg og óvissu um fram-
tíðina og þá er vandinn að láta óttann hvorki
villa sér sýn né afneita honum og ana áfram án
aðgæslu og umhugsunar. Leit mannanna að
þekkingu og valdi á náttúrunni hefur alltaf
verið ferðalag á vit þess óþekkta. í augum
sumra er þetta sigurganga út í vorið á vegin-
um. Aðrir vilja helst snúa við. En reypi þeir
það finna þeir ekki fornar slóðir, eins og þeir
kannski vona. Leið þeirra verður líka á vit
þess óþekkta.
Harpa Hreinsdóttir móðurmálskennari og Steingrímur
Benediktsson liffræðingur lásu yfir uppkast að þessari
grein og gáfu mér ýmis góð ráð áður en ég gekk endan-
lega frá henni. Ég þakka þeim fyi-ir hjálpina. A.H.
Höfundurinn er heimspekingur og kennari.
CHARLES BAUDELAIRE
ÞIG TIGNA EG SEM HVELF-
INGU HIMINS...
JÓN VALUR JENSSON ÞÝDDI
Þig tigna’egsem hvelfingu himins um nótt,
þig, háleit, ergengurí sorgsvo hljótt,
og elska þig, björt, þeim mun fremur sem flýrð
mig -því fremur, þú djásn, er ínótt minni býrð,
sem þú kýst umfram allt minna að frábiðja faðm
(svo fráleitt!) frá dimmbláum, himneskum baðm.
Svo blæs ég til sóknar og sæki þig á
eins og sægur af ormum á fjörvana ná,
og ég ann þér, ó, grimmlynd! þótt ísköld þú sért;
þá þú, óarga dýr, ennþá fegurri ert!
Höfundurinn, 1821-1867, var fransktljóðskóldog talinn hafa markað upphaf symbólisma í Ijóða-
gerð. Ljóð hans hafa haft mikil óhrif ó nútíma Ijóðlist.
Þýðandinn er rithöfundur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar.
OLAVH, HAUGE
EKKI KOMA MEÐ ALLAN
SANNLEIKANN
BERGSTEINN BIRGISSON ÞÝDDI
Ekki koma með allan sannleikann,
ekki koma með hafíð þegar mig þyrstir,
ekki koma með himininn þegar ég bið um ljós,
komdu heldur með glampa, dögg eða fís,
eins ogfuglar bera með sér vatnsdropa frá vötnum
og vindurinn korn af salti
Höfundurinn er norskt skóld og garðyrkjubóndi.
AAAXINE CHERNOFF
ÞANNIG DAFNA LYGAR
ÁRNIIBSEN ÞÝDDI
Églaugfyrst að syni mínum þegar égsagði honum að andlitið á krukkunni með
barnamatnum væri andlit hans sjálfs. Églaugnæst að syni mínum þegar ég
sagði honum að hann væri besta barn í heimi og ég vonaði aðhann færi aldrei
frá mér. Auðvitað vil ég að hann fari frá mér einhvern tíma. Ég vil ekki að hann
verði einn þessara feitu skugga sem búa heima hjá mæðrum sínum og horfa á
íþróttaþætti allan daginn. Eglaug aðsyni mínum íþriðja skiptiþegar einhver
kona fór aðgæia við hann í kerrunni og ég sagði: „Ér hún ekki góð?“ Hún var
gömul ogljót ogsjúk. I fjórða skiptisem églaug að syni mínum héltégaðég
væri að segja sannleikann. Ég sagði honum að hann yrði aðyfirgefa mig ein-
hvern tíma eða eiga á hættu að verða maðurmeð þverslaufu sem borðarmacar-
oni á föstudögum. Égsagði að þetta væri honum fyrir bestu, en svo hvarflaði að
mér að ég vildi að hann byggi hjá mér að eilífu. Einhvern tíma fer hann frá mér,
hvað geri ég þá?
JAMES TATE
FJARRIÁSTVINUM
Þegar eiginmaðurínn var dáinn ákvað Zita að fá sér andlitslyftinguna sem hana
hafði alltaf dreymt um. ímiðrí aðgerð fór blóðþrýstingurínn aðlækka svo þeir
ui’ðu að hætta. ÞegarZita reyndi að festa bObeltið áður en ömurleg heimferðin
hófst hrökk hún úr axlarliði. Læknirínn skoðaði hann þegar hún kom aftur á
spítalann ogfann krabbamein um alla öxlina ogí handleggnum og víðar. Þá
hófst geislameðferð. Ognúna siturZita bara þarna á snyrtistofunni sinni,
nauðasköllótt og grætur og grætur.
Mamma segir mérþetta allt saman ísímann og égsegi: Mamma, hver er Zita?
Og þá segir mamma: Ég er Zita. Ég hef verið Zita alla ævi, nauðasköllótt og
grátandi. Og þú, sonur minn, sem hefðir átt að þekkja mig betur en aðrii; hélst
að ég værí ekkert annað en hún móðirþín.
En mamma, segi égþá, ég er að deyja...
Höfundarnir: Maxine Chernoff, f. 1952, er bandarískt skóld, þekkt fyrir súrrealísk prósaljóð. James
Tate er einnig bandarískt skóld, f. 1943, höfundur 30 Ijóðabóka og hóskólakennari. Þýðandinn er leik-
húsfraeðingur og leikritaskóid.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 5