Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Qupperneq 6
ALLTAF MEÐ AHORF- ENDUR í HUGA Morgunblaðið/Hávar Stjóm Leikfélags Húsavíkur: Kristjana M. Kristjénsdóttir, Jón Arnkelsson, Dómhildur Antonsdóttir, Steinunn Áskelsdóttir, Halla R. Tryggvadóttir. Leikskráin er oft eina heimildin um erfióið þegar sýningum lýkur. Freyvangsleikararnir Jón G. Benjamínsson, Ólafur Theódórsson, Pálmi R. Þorsteinsson og Pétur St. Arason fletta henni. Bandalag íslenskra leik- félaga er 50 ára á þessu ári.HÁVAR 5IGUR- JÓNSSON ákvað að taka púlsinn á áhuga- leiklistinni og heimsækja leikfélög hér og þar á 1 anc linu næstu mánuði. Fyrsta heimsóknin var á Húsavík og Dalvík. SÖGU Bandalags íslenskra leik- félaga mætti eflaust rekja með formlegum hætti í grein sem þessari og minnast þeirra frumkvöðla sem komu starfseminni á laggirnar. Bandalagið sjálft er auðvitað ekki neitt annað en samtök leikfélaganna í landinu og án þeirra væri ekkert bandalag. Það segir sig sjálft. Það mun hafa verið Ævar R. Kvaran sem sá kosti þess að leikfélögin sameinuðust í slíkan félagsskap og sjálfur veitti hann BÍL formennsku fyrsta kastið. Ekki löngu síðar tók Sveinbjörn Jónsson að sér framkvæmda- stjórn Bandalagsins og gegndi því starfi í u.þ.b. tvo áratugi er Helga Hjörvar tók við. Sigrún Valbergsdóttir var næsti fram- kvæmdastjóri og Kolbrún Halldórsdóttir tók við af henni. Núverandi framkvæmdastjóri er Vilborg Valgarðsdóttir. Lykilhlutverk BÍL Skrifstofan BÍL gegnir lykilhlutverki í starfsemi áhugaleiklistarinnar í landinu, þar er leikhandritasafn, hið stærsta á landinu, Leiklistarbiaðið er gefið út af BIL, eina tímaritið um leiklist sem út kemur í landinu og skrifstofan þjónar sem upplýsingaskrif- stofa og ráðningarmiðlun leikstjóra sem fara til starfa hjá áhugaleikfélögunum vítt og breitt um landið. Stjórn BÍL undir forystu formanns þess sér um samningagerð við Fé- lag leikstjóra á íslandi en um langt skeið hefur það tíðkast að leikfélögin ráði sér leik- stjóra úr röðum atvinnumanna í leiklist. Þegar horft er til baka kemur í ljós að greinileg tengsl eru á milli þess að leiklist verður að viðurkenndri atvinnugrein með stofnun Þjóðleikhússins 1950 og þess að fyrsta kynslóð atvinnumanna fer að starfa með áhugaleikfélögunum. Hvaða áhrif þetta hefur haft á leiklistarstarfsemina þarf ekki að velta lengi vöngum yfir; atvinnuleikararn- ir fengu margir hverjir sína fyrstu skólun í leikstjórn á þessum vettvangi og svo hefur löngum verið síðan en einnig skilaði sam- starfíð sér í auknum metnaði leikfélaganna, aukinni kunnáttu í leik og frágangi sýninga, ásamt meiri dirfsku í verkefnavali en áður tíðkaðist. Ný Sslensk leikrit Stjórn BIL hafði forgöngu um það á 7. og 8. áratugnum að því fjármagni sem ríkið beindi til áhugaleiklistarinnar var deilt út til félaganna eftir því hvers konar verkefni þau völdu sér. Var hæstur styrkur veittur til uppsetningar nýrra, frumsaminna íslenskra verka og þannig var verkefnavali félaganna beint í þann farveg að örvaði frumsköpun höfunda. Hefur þessi skynsamlega stefna vafalaust haft meiri á áhrif á þróun íslenskr- ar leikritunar á síðasta fjórðungi aldarinnar en metið verður í fljótu bragði. Var í upphafi miðað við að styrkur til leik- félags gæti staðið undir launum leikstjórans og svo var lengi vel en um nokkuð langt ára- bil hefur styrkupphæðin misst af lestinni og leikfélögin orðið að brúa bilið með öðrum hætti. Þar sem leikstjóralaunin eru stærsti staki útgjaldaliðurinn við hverja uppfærslu hefur fjárhagsstaða ýmissa leikfélaga hríð- versnað á undanförnum árum og kraftur dregist úr starfseminni fyrir vikið. Ósann- gjarnt er því með öllu að kenna dvínandi áhuga um minnkandi starfsemi áhugaleikfé- laga hér og þar á landsbyggðinni. Samdrátt- ur í opinberum stuðningi við þessa sjálf- sögðu og nauðsyniegu menningarstarfsemi er aðalástæðan. Ódrepandi áhugi Hvað kemur upp í hugann þegar hugtakið áhugaleiklist er nefnt? Hópur fólks í plássi út'á landi sem tekur sig saman og æfir leik- rit baki brotnu, þar til kveðið_ er upp úr með að nú sé mál að frumsýna. Ahorfendur eru kallaðir til, leikið að þeim viðstöddum og svo fjarar framtakið út þar til þráðurinn er tek- inn upp aftur þegar allir hafa safnað kröft- um að nýju. Þetta er vissulega ein hlið áhugamennsku í leiklist og áhuginn er sannarlega sá drif- kraftur sem knýr fólk áfram. Hinsvegar er í meira lagi ósanngjarnt að leggja að jöfnu áhugamennsku og kunnáttuleysi, sjá fyrir sér stirðbusalega leikendur standa stífa á leiksviði og þylja texta sinn í lestrartón. Metnaður áhugaleikara ristir dýpra en svo og sýningar þeirra oft framúrskarandi og bera vitni um góðan smekk og listrænan metnáð. Um síðustu helgi var ég viðstaddur frumsýningu á Fló á skinni í Freyvangsleik- húsinu í Eyjafirði. Ég notaði tækifærið og heimsótti tvö önnur leikfélög í nágrenninu, Leikfélag Húsavíkur og Leikfélag Dalvíkur. Þessari frásögn er ekki ætlað að vera neins konar úttekt á starfsemi þeirra heldur frem- ur kynning á starfi þeirra, sem um leið er dæmigerð að mörgu leyti fyrir starfsemi áhugaleikfélaganna í landinu. í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum eru á annan tug leikfélaga sem sviðsetja að jafnaði eina leiksýningu hvert á ári, núna standa æfingar yfir hjá a.m.k. þremur þeirra með frumsýningar fyr- irhugaðar á næstu vikum. Ekki er því að annað að sjá en starfsemi þessara félaga sé í blóma. Leikfélag Húsavíkur 100 ára Leikfélögin á Dalvík og Húsavík eru bæði gamalgróin félög sem haldið hafa úti starf- semi áratugum saman. Leikfélag Húsavíkur heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þessu ári með tveimur sýningum í vetur og hátíðar- sýningu í haust. Nú er nýlokið sýningum á írska leikritinu Halti-Billi frá Miðey eftir Martin McDonagh (þann sama og skrifaði Fegurðardrottninguna frá Línakri) og æf- ingar eru nýhafnar á nýju leikriti eftir Þor- geir Tryggvason, Ármann Guðmundsson og Sævar Sigurgeirsson. Það er notaleg tilfinning að koma í litla leikhúsið á Húsavík. Þar er mikil saga skráð innan veggja, leikstarfsemi hófst í húsinu strax í upphafi árið 1926 og hefur verið nán- ast óslitin síðan. Húsið gegndi um áratuga- skeið hlutverki samkomuhúss Húsvíkinga, var jafnvel notað sem leikfimisalur á tíma- bili. Nú hefur leikfélagið haft húsið alfarið til eigin umráða um langt skeið og stjórn leikfélagsins segir mér að þó andinn í húsinu sé góður og eftirsjá að ýmsu, sé byggingin orðin svo léleg að hún hangi eiginlega bara uppi af gömlum vana. „Við vonum bara að engar hræringar verði sem raski ró hússins. Þá hrynur það líklega,“ segir Steinunn Ás- kelsdóttir formaður félagsins. Hún bætir því við að nýtt leikhús sé í augsýn. „Við höfum fengið vilyrði bæjarstjórnar fyrir stórri skemmu sem verður nýja leikhúsið okkar og ef allt gengur að óskum verðum við komin í það innan tveggja ára.“ Leikhúsið endurnýjað Á Dalvík er nánast hið sama upp á teni- ngnum hvað varðar húsnæðismál því þar hefur bærinn ákveðið að gera upp leikhúsið og stækka það. „Á meðan verðum við að leika annars staðar því þessi framkvæmd tekur 1-2 ár. Við fáum hins vegar miklu betra leikhús og verðum ekki í vandræðum 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.