Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Blaðsíða 7
Andrúmsloftið baksviðs er öruggasta smitleið leiklistarbakteríunnar. Freyvangsleikarar undirbúa frumsýningu á Fló á skinni.
Sigríður Guðmundsdóttir og Björn Björnsson segja soninn Björn Má alinn upp af Leikfélaginu.
með að fylla upp í tímann,“ segja hjónin
Björn Björnsson og Sigríður en hún er for-
maður og Björn hefur lengi verið einn helsti
leikari þeirra Dalvíkinga.
Eitt af því sem kemur upp í hugann þegar
rætt er um áhugaleiklist er hvert hið raun-
verulega hlutverk hennar sé. Er það fyrst
og fremst að fullnægja áhuga þeirra sem
taka þátt eða er starfseminni ætlað að hafa
menningarlegt afþreyingargildi fyrir íbúana
í sveitarfélaginu? Stjórn Leikfélags Húsa-
víkur er ekki í vafa: „Við erum auðvitað að
þessu af áhuga því enginn fær laun fyrir sitt
framlag nema leikstjórinn. Hins vegar erum
við að mæta ákveðinni þörf og verðum að
gæta vel að hvers konar leikrit við veljum til
flutnings og hverjir veljast til að leika í
þeim. Við erum háð áhorfendum um afkomu
félagsins því styrkir frá ríki og bæ gera ekki
meira en greiða laun leikstjórans."
í leikhús til að hlæja
Dalvíkingarnir Sigríður og Björn taka í
sama streng og segja nauðsynlegt að taka
tillit til áhorfenda. „Það er staðreynd að fólk
vill frekar sjá eitthvað létt og skemmtilegt.
Það vill koma í leikhúsið til að hlæja,“ segir
Sigríður og nefnir að þau hafi ætlað að setja
upp Blessað barnalán eftir Kjartan Ragn-
arsson en hætt við það og nú séu æfingar
hafnar á Barpari, þrautreyndu gamanleikriti
eftir Jim Cartwright. Hún segir að þau hafi
fallið frá Blessuðu barnaláni vegna þess að
ekki hafi tekist að finna leikkonu í eitt hlut-
verkanna. „Við leggjum metnað okkar í sýn-
ingarnar og viljum ekki fara af stað með æf-
ingar nema við séum alveg sannfærð um að
sýningin sé rétt mönnuð." Ég spyr hvort
þetta sé ekki fullstrangt viðhorf, ef einhver
vill leika á hann/hún þá ekki að fá að gera
það? „Nei,“ segir Sigríður. „Við þurfum að
standa okkur í samkeppninni við hin leikfé-
lögin á Eyjafjarðarsvæðinu og getum ekki
leyft okkur að slá af kröfunum. Ahorfendur
eru líka fljótir að láta okkur finna það ef
þeim finnst við hafa tekið niður fyrir okkur
með einhverjum hætti."
Þetta sjónarmið væri fullkomlega skiljan-
legt ef um atvinnuleikhús væri að ræða en
er áhugaleikhús ekki farið að misskilja hlut-
verk sitt þegar starfsemin er tekin svona
hátíðlega? Ekki vilja Húsvíkingarnir eða
Dalvíkingarnir fallast á það og hafa talsvert
til síns máls. „Hér á Húsavík er saga leikfé-
lagsins orðin 100 ára. Við höfum sett upp
fjölmargar rómaðar sýningar og margir eiga
sínar fyrstu og sterkustu leikhúsminningar
héðan úr samkomuhúsinu. Leikhúsið hefur
átt mjög sterkan þátt í mótun ímyndar bæj-
arfélagsins. íbúarnir eru stoltir af leikfélag-
inu og gera miklar kröfur til þess. Þær hafa
fremur aukist með árunum en hitt,“ segir
Jón Ai-nkelsson meðstjórnandi sem stjórnað
hefur ljósum leikfélagsins í nær 25 ár. Ég
slæ fram þeirri spurningu hvort áhugaleik-
félögin hafi ekki þurft að endurskipuleggja
starfsemi sína og skilgreina hlutverk sitt
upp á nýtt þegar svo margt annað býðst
fólki til afþreyingar. Svarið virðist einfalt en
er í rauninni flókið.
í mikilli samkeppni
„Við höfum þurft að gera enn meiri kröfur
til okkar og þess sem við höfum að bjóða svo
við getum staðið okkur í samkeppninni,"
segja Steinunn og Jón. Undir þetta taka
Sigríður og Björn þó með eilítið öðrum
áherslum sé: „Við leggjum mikla áherslu á
að fá til okkar reynda og góða leikstjóra. Við
leggjum mikla vinnu í val á verkefnum og
skipan í hlutverk. Þegar við erum sátt við
alla þessa þætti förum við af stað.“
I svarinu felst að leikfélögin sem best
standa sig horfast í augu við harða sam-
keppni um frítíma fólks og leggja gríðarmik-
ið í sölurnar til að lokka til sín áhorfendur.
„Við getum ekki verið þekkt fyrir annað en
bjóða fólki upp á sem vandaðastar sýningar,
því aðgöngumiðarnir kosta sitt. Það er ekki
sjálfsagt mál fyrir hjón með tvö börn að fara
í leikhús. Það verður að vera peninganna
virði,“ segir Sigríður.
Hvað fyndist þeim um þá hugmynd að
leikfélögin nytu svo ríflegra styrkja að þau
þyrftu ekki að selja aðgang að sýningunum?
Gætu einfaldlega boðið íbúum bæjarfélags-
ins í leikhúsið. Meðalkostnaður við upp-
færslu er í kringum 1 milljón króna og ef
leikfélagið fengi 1-2 milljónir á ári þyrfti
• ekki að hafa áhyggjur af sölu aðgöngumiða.
„Þetta er auðvitað freistandi hugmynd, sem
myndi létta helstu áhyggjum af okkur,“ seg-
ir Steinunn og fellst á að með þessu væri
verið að viðurkenna hlutverk og tilgang
áhugaleikfélags í sínu samfélagi. Sigríður
kveðst einnig koma auga á kostina við þessa
hugmynd en bendir á að krafturinn og
spennan sem starfsemin þrífst á sé einmitt
fólgin í því að vera stöðugt að leita leiða til
að láta enda ná saman. „Ætli við myndum
ekki fjarlægjast áhorfendur okkar með
þessu, gleyma hvað þeir eru mikilvægir?"
Blómaskeið eftir 1970
Þegar sjónvarpið kom til sögunnar á
seinni hluta sjöunda áratugarins og bæir og
sveitir landsins sjónvarpsvæddust í kjölfarið
kom greinilegt bakslag í starfsemi margi-a
áhugaleikfélaga. Leikfélögin voru ekki ein
um að finna fyrir þessu heldur leið flestöll
félagsstarfsemi fyrir tilkomu sjónvarpsins.
Þær raddir heyrðust jafnvel sem höfðu á
orði að nú væri eiginlegu hlutverki slíkrar
starfsemi lokið, sjónvarpið væri tekið við því
að hafa ofan af fyrir fólki í frítíma þess.
Þessi hugmynd rann út í sandinn á nokkr-
um árum og félagsstarfsemin rétti úr kútn-
um og lagaði sig sumpart að tilvist sjón-
varpsins. Sjónvarpslausu kvöldin urðu t.a.m.
vinsæl til fundahalda. Hér er á hinn bóginn
um gerólíka tegund afþreyingar að ræða
sem getur ekki komið í stað hinnar. Sjónvar-
pið gerir engar kröfur um skapandi þátttöku
heldur situr áhorfandinn aðgerðalaus
frammi fyrir tækinu og meðtekur það sem á
borð er borið. í leik og söng og annarri fé-
lagsstarfsemi er þátttakan virk og skapandi,
fólk þarf að leggja eitthvað að mörkum, tíma
sinn og andlega og líkamlega orku. Sameig-
inleg útrás veitir fullnægju og gleði. Þetta
eru svosem engin ný sannindi en er engu að
síður ástæða þess að leikstarfsemi hefur
staðið af sér sjónvarp, myndbönd, tölvur,
fjölvarp og hvaðeina sem býður upp á að-
gerðalaust áhorf án skapandi þátttöku.
Steinunn og Jón benda t.d. á að starfsemi
Leikfélags Húsavíkur hafi aldrei verið jafn
öflug í 100 ára sögu þess og einmitt á þeim
tíma sem hér um ræðir, ca. 1970-2000. „Við
höfum á þessu tímabili komið okkur upp
miklum og góðum hljóð- og ljósabúnaði,
þannig að við erum algjörlega sjálfbjarga í
þeim efnum og þetta hefur kostað sitt,“ seg-
ir Jón. Steinunn bætir því við að svigrúm til
tækjakaupa gefist eingöngu þegar sýningar
gangi svo vel að hreinn hagnaður sé eftir
þegar allur annar kostnaður hafi verið
greiddur. Sigríður og Björn taka undir þetta
og segja Leikfélag Dalvíkur eiga sitt blóma-
skeið á þessu tímabili. „Blómaskeið sem
stendur enn!“
Unga fólkið vill taka þótt í starfinu
Ekki hefur heldur reynst erfiðleikum
bundið að fá unga fólkið til starfa og hefur
leiklistaráhugi þess fremur aukist en hitt.
„Við fengum nánast alla unglinga bæjarins
hingað inn í leikhúsið þegar okkur vantaði
nokkra krakka til að taka þátt í sýningu hér
í fyrra. Við höfum í rauninni orðið að taka
þá ákvörðun að hleypa ekki unglingum undir
16 ára aldri inn í félagið vegna þess hversu
mikil ábyrgð fylgir því að hafa þau yngri.
Æfingar standa yfirleitt til 23 eða jafnvel 24
á kvöldin og ábyrgð okkar gagnvart þeim
sem yngri eru en 16 ára eftir kl. 22 er ótví-
ræð,“ segir Sigríður. „Hins vegar höfum við
tekið þátt í leikstarfsemi í grunnskólanum
og aðstoðað nemendur með ýmsum hætti við
uppsetningu sýninga og leikskemmtana á
vegum skólans. Bærinn hefur styrkt þennan
þátt starfseminnar.“
Sá áhugi sem þannig kviknar skilar sér
síðan gi-einilega inn í starfsemi leikfélag-
anna þegar unglingarnir komast á þann ald-
ur að geta tekið þátt. Húsvíkingarnir njóta
þess að þar er framhaldsskóli svo talsvert
stór hópur ungs fólks á aldrinum 16-20 ára
er til staðar í bænum. Á smærri stöðunum
hverfa margir burt til skólavistar eftir
grunnskólann og koma því ekki til starfa í
leikfélagi heima fyrir. „Ékki þá fyrr en síð-
ar,“ segir Steinunn en viðurkennir jafnframt
að því fari fjarri að allir snúi aftur að námi
loknu. „Menningarstarfsemin er auðvitað
hluti af aðdráttarafli staðarins og ég segi
fyrir mig að þegar sú hugmynd kom upp í
minni fjölskyldu að flytja búferlum var leik-
félagið eitt af því sem hélt hvað fastast í
mann,“ segir Steinunn.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 7