Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 8
Nakta Maja eftir Goya. Skandall frá 1800. „Sneiðmynd" Leonardos da Vinci frá 16. öld er fremur af meiði læknisfræði. ERÓTÍSK NÁTTÚRA MYNDLISTAR SÖGULEGTIÁGFLUG EFTIR AUÐI ÓLAFSDÓTTUR Losti var ein af höfuð- syndum kirkiunnaroq nokkur hluti myndlýsinga með siðapredikunum kirkjunnar manna í miðaldahandritum er ein- mitt helgaður líkamlegum lostasyndum, oft settum fram á óvæntan og djarf- an hátt. Greinin er rituð í tilefni sýningar í Listasafni Akureyrar sem beryfir- skriftina Losti 2000. Framhjáhald í miðaldahandriti að kemur ekki á óvart að nakinn mannslíkami er eitt algengasta viðfangsefni myndlistarmanna framan af öldum og raunar allt fram á 20. öld. Anatómísk stúdía mannslíka- mans var enda grundvallar- námsgrein í flestum listaskól- um, allt frá því fyrstu myndlistar- akademíunum var komið á fót á 16. öld, og fram undir 1968 þegar róttækar áherslu- breytingar urðu í myndlistaruppeldi á Vest- urlöndum. Fyrstu myndtákn mannsins, sem hann kraflar í hellisskúta sína og kletta merkur- innar á forsögulegum tíma, eru líkamar manna og dýra - gjarnan yfirstækkuð og stflfærð kynfæri beggja kynja - í ótal út- gáfum. Á þeim tíma þegar trúarbrögð og list voru nátengd, var endurnýjun náttúrunnar, hringrás ársins, sáning og uppskera og við- koma kynstofnsins nánast einn og sami hlut- urinn. Konan var akurland, sáðland sem bar ávöxt, móðir jörð. Frjósemisgyðjur steinaldar, á borð við Venus frá Willendorf með sínum ríkulegu líkamsformum, eru formæður allra síðari tíma Venusargyðja myndlistarsögunnar. Að „Loðinn morgunverður", eftir Oppenheim, frá 1936. vísu var Venus steinaldarinnar slípaður til í höndum Grikkja fornaldar þar til hann varð að þeirri erkitýpu kvenholdsins eða kven- mynd eilífðarinnar, sem við þekkjum nær óbreytanlega úr listasögunni, allt fram á 20.öld. Útlit sitt, þar með talin minni brjóst, og á alla lund þéttari og stæltari líkama, á hinn klassíski Venus því að þakka að Grikkir voru meira fyrir fagurfræði karlmannslík- amans. Ást er velmegunarfyrirbæri - ólíkt frum- þörf mannsins til að lifa af og viðhalda kyn- stofninum - og með tíð og tíma breyttist því steinaldarfrjósemisgyðjan í hámenningar- lega ástargyðju. Láréttur Venus Um 400 ára skeið eða frá 15. öld til 19. al- dar eru Venusarmyndir algengustu nektar- myndir listasögunnar. í flestum Venusar- verkum er um að ræða værðarlegan, nakinn kvenmann sem liggur út af í makindum, yfír- leitt við silki- eða plusshægindi, stundum þó úti í iðjagrænni náttúrunni. Húðin er mjalla- hvít, annar fótleggur gjarnan krosslagður yf- ir hinn um ökkla, stundum léttir ilskór á fót- um, armbönd eða aðrir skartgripir til skrauts. Engin líkamshár eru sjáanleg. Ein aðalástæðan fyrir þeirri miklu hneykslan sem Nakta Maya, eftir spænska málarann Goya, vakti um aldamótin 1800, var sú að þar sást í fyrsta skipti djarfa fyrir skapahárum á Venusarmódeli. Úr láréttri stöðu í lóðrétta fer nakin kona myndlistarinnar yfirleitt því aðeins að hún sé tákngervingur andlegra eiginleika á borð við sannleik eða réttlæti, þá venjulega með ljósker/kyndil eða vogarskálar í uppréttri hönd. Þótt vissulega hafi ýmsir listamenn sér- hæft sig í nekt karlmanna - fyrrnefndir Grikkir eins og þeir leggja sig, Michael- angelo, Dúrer, Cocteau, Mapplethorpe, Bacon, Warhol o.fl. - þá á kvenlíkaminn sér miklu fleiri áhangendur í myndlistarsögunni. Svanurinn Við fyrstu sýn virðist ástarguðinn í grískri goðafræði, Eros, ekki eiga margt saman að sælda við hugtakið erótík, samnefnara hold- legrar ástar eða girndar, sem hann þó ljær nafn sitt. Að minnsta kosti ekki eins og myndlistin táknar þennan andlega holdgerv- ing ástar; sem saklausan og bústinn engla- kropp, ekki ósvipaðan á líkama og krílin sem vappa um í vestrænum bleyjuauglýsingum. Leikur hans með örvabogann felst í því að skjóta örvum tvist og bast, meira í ætt við spaugsaman hjónabandsmiðlara en nokkurn tímann lostapúka. Það er miklu fremur að kenna megi mynd- skreytingar á utanhjónabandssælu hins veiklundaða Ólympsgoðs, Seifs, við losta og erótík. Sem dæmi má nefna þar sem Seifur kemur til fundar við ástkonu sína, Ledu, í líki svans, en sú uppákoma var til skamms tíma með vinsælli goðsögulegum fantasíum listasög- unnar. Annars er algengt á öllum tímum að dýr séu notuð sem erótísk tákn í listum, ým- ist vegna eiginleika þeirra eða útlits. Þrátt fyrir skýlausa afneitun kirkjunnar á holdi og losta, er urmull af erótískum tákn- um í trúarlegri myndlist. Jafnvel krossinn, eitt helgasta tákn kristinna manna, var í upphafi erótískt tákn. Eitt af hlutverkum miðaldakirkjunnar var að útskýra fyrir fólki hvernig það mætti sáluhólpið verða. Þótt kirkjan væri í grundvallaratriðum andsnúin nekt í myndlist, þurfti ekki síður að útlista lesti (þ.e. það sem ekki mátti gera) en rétta breytni. Og þar sem losti var ein af höfuð- syndum kirkjunnar er nokkur hluti myndlýs- inga með siðapredikunum kirkjunnar manna í miðaldahandritum einmitt helgaður líkam- legum lostasyndum, oft settum fram á óvæntan og djarfan hátt í mynddæmum. Háttalagsmyndir Myndlistarmenn hafa löngum tekið að sér ýmis viðvik fyrir kúnna sína og fyrir daga ljósmyndatækninnar, þ.e. fyrir 1850, lá beint við að þeir væru beðnir um að annast gerð verka sem voru mun afdráttarlausari í eró- tísku innihaldi sínu en hefðbundin útafliggj- andi Venusarmódel. Til þess nutu þeir tækni- legrar færni sinnar, anatómískrar þekkingar og ekki síst ímyndunarafls, umfram aðra þegna samfélagsins. Oftast var um að ræða teikningar eða graflkverk, síður olíumálverk, í öllu falli ekki stór verk, enda fæst verkanna hugsuð sem stofustykki. Mörg verkanna eru nafnlaus, unnin eins og hver önnur færib- andavinna, ekki ósvipað ýmiss konar auka- vinnu sem listamenn taka að sér á öllum tím- um. Gott dæmi um hálfopinber verk af þeim toga eru „upplýstar" erótískar myndaraðir 18. aldar, svokallaðar háttalagsmyndir. í samræmi við flokkunarástríðu upplýsingar- manna var um að ræða þemaverk, sem byggðu á flóknu erótísku „stafrófi" - m.a. i húsbúnaði, klæðnaði/klæðleysi og líkams- tjáningu - þar sem ekkert atriði var svo smátt að það væri tilviljun háð. Um margt ekki ósvipað táknkerfi trúarlegrar listar á fyrri öldum. Þar mátti finna allt frá kennslu- stund í saklausu daðri til verka sem nútíma- fólk myndi líklega kenna við „hard-pornó“ og eru fjarri því að vera birtingarhæf í blaði all- ra landsmanna. Eftir því sem best verður séð á viðfangsefnunum hefur erótísku hug- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.