Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 13
LEIfUR HEPPNI EIRIKSSON OG BARNS- MOÐIR HANS, ÞORGUNNA HIN ÍRSKA M/ndlýsing: Árni Elfar. EFTIR SIGURÐ SAMÚELSSON „Leifr lagði þokka á konu þá er Þórgunna hét. Hon var kona ættstór, ok skildi Leifr at hon mund i vera margl cunnig. ✓/ Hvað var þessi einstæðings írska kona, Þórgunna, að gera til íslands árið 1000? Hún ætlaði lengra, sem sé til Grænlands til að hitta þar barnsföður sinn sem enginn var annar en Leifur heppni. Ekkert segir af þeirra skiptum í Eyrbyggja sögu‘þar sem Fróðárundrum er lýst, heldur stendur eftir- farandi lýsing í Eiríks sögu rauða, bls. 33T: „En er Leifr sigldi af Grænlandi um sum- arit, urðu þeir sæfara til Suðureyja (í írska hafi milli írlands og Skotlands). Þaðan byrj- aði þeim seint, ok dvöldust þar lengi um sum- arit. Leifr lagði þokka á konu þá er Þórgunna hét. Hon var kona ættstór, ok skildi Leifr at hon mundi vera margkunnig (fjölfróð, göldr- ótt). En er Leifr bjóst brott, beiddist Þórgunna at fara með honum. Leifr spurði, hvort þat væri nökkur vili frænda hennar. Hon kveðst þat ekki hirða. Leifr kveðst eigi þat kunna at sjá at sínu ráði at gera hertekna svá stórættaða konu í ókunnu landi - „en vér liðfáir“. Þórgunna mælti: „Eigi er víst at þér þyki þat betur ráðit.“ „Á þat mun ek hætta“, sagði Leifr. „Þá segi ek þér“, sagði Þórgunna, „at ek mun fara kona eigi einsaman, ok em ek með barni. Segi ek þat af þínum völdum. Get ek, at þat muni vera sveinbarn, þá er fæðist. En þóttú vilir engan gaum at gefa, þá mun ek upp fæða sveininn, og senda þér til Grænlands, þegar fara má með öðrum mönnum. En ek get, at þér verði at þvílíkum nytjum sonareignin sem nú verðir skilnaður okkarr til. En koma ætla ek mér til Grænlands, áðr lýkr.“ „Leifr gaf henni fingrgull ok vaðmálsmött- ul grænlenzkan ok tannbelti. Þessi sveinn kom til Grænlands ok nefndist Þorgils. Leifr tók við honum at faðerni ok var þat sumra manna sögn, at þessi Þorgils hafi komit til Is- lands fyrir Fróðárundrin um sumarit. En Þorgils var síðan á Grænlandi, ok þótti þar eigi kynjalaust um hann verða, áðr lauk.“ Ekkert er nánar vitað um föðurnafn Þórg- unnu né ætt, nema hún er talin „stórættuð". Leifur setur einmitt þetta fyrir sig, þegar hann veigrar sér við að taka hana með sér til Noregs. Það gæti bent til að ástarleikir þeirra hafi ekki verið með vitund eða vilja nánustu ættmenna Þórgunnu, en hún segist ekkert um það muni hirða, ef hann tæki hana með sér til Noregs. Þegar það verður ekki segir hún að hún gangi með sveinbarni sem hún muni á sínum tíma senda honum til Grænlands til fósturs, en sjálf muni hún einn- ig sjá sér fyrir fari þangað „áðr en lýkr“. A livaða ferð var Leifur heppni þegar hann lenti í Suðureyjum í írska hafinu? Hann var á leið frá Grænlandi til að hitta Ólaf Tryggva- son Noregskonung, en hraktist of langt suður á bóginn og dvaldist í Suðureyjum um sumar- ið þar sem fundum þeirra Þórgunnu ber sam- an. Ofangreind ferð Leifs til Suðureyja er tal- in farin árið 999“, en Vínlandsferð hans 1001. Þórgunna kemur til íslands með Dýfiinnar- fari sumarið 1000 en var „skipshöfnin frá ír- landi og Suðureyjum ok noiTænna manna“. Hún kemur barnlaus til Islands. Vekur það furðu að Eiríks saga rauða segir „að sumra manna sögu“ að sonur Þórgunnu kallaður Þorgils hafi komið til íslands sumar- ið fyrir Fróðárundrin sem nánar verður rætt síðar. Að lokum segir um Þorgils þennan: „Þótti eigi kynjalaust (þ.e. furðulaust) um hann verða, áðr lauk.“ Líklegt er að hann hafi verið stirð- og stíflyndur sem móðir hans og sama dulmögnunin yfir báðum. Henni var lýst sem „bæði digr ok há ok holdug mjök“. Má þvi af- saka söguritara er hann segir; „at Þórgunna mundi hafa sótt inn sétta tög, ok var hon þó kona in ernasta“. Vart getur hún hafa verið á þeim aldri ef hún hefir eignast barn nokkru fyrr en hún kom hingað út. Réttara mun vera að telja hana á fimmta áratugnum. Eitt atriði sögunnar bendir til að hún gæti hafa saknað sonar síns. Á heimilinu var 12-13 ára drengur „bæði mikill vexti ok sköruligr at sjá. Þórgunna vildi flest við hann eiga, ok elskaði hann mjök, en hann var heldr fár við hana, ok varð hon oft því skapstygg". Dreng- ur þessi hét Kjartan og var talinn sonur bóndans að Fróðá en almæli var að Þuríður húsmóðir þar hafi átt hann með Birni Ásbran- dssyni Breiðavíkurkappa sem bjó á Kambi í Breiðuvík, Snæfellsnesi. Björn þessi var mik- ill vaskleikamaður. Þuríður húsmóðir á Fróðá var systir Snorra goða Þorgrímssonar á Helgafelli, sem sótti Björn til sakar fyrir þessa ættarskömm og var hann gerður út- lægur „um þrjá vetur“. Hann kom aldrei aft- ur til Islands. Við þetta bætist skemmtilegt atvik, þegar skáldið Jónas Hallgrímsson var við náttúru- fræðilegar rannsóknir sínar á Snæfellsnesi. Hann hafði þá ráðist hart gegn rímnaskáld- skapnum sem hann kallaði „holtaþokuvæl“, ekki síst vegna ósmekklegra og oft lítt skiljanlegra kenninga. Sigurður Breiðfjörð, eitt aðal rímnaskáldið, svaraði honum fullum hálsi. Nú var skáldið Jónas á hans slóðum og var vel kunnugt um ástarfundi ofangreindra persóna. Jónas yi-kir vísu um þessa ástar- fundi þeirra, þar sem vart fer fram hjá nein- um að hann hnýtir í rímnakveðskapinn með kenningum sínum. Vísan hljóðar svo: Hingað gekk hetjan unga heiðar um brattar leiðir, fanna mundar að finna friða grund í hríð stundum. Nú ræðst enginn á engi, í ástarbáli fyrr sálast, styttubandsstorð að hitta, stýrir priks yfir mýri. Skal þá nefna kenningar vísunnar: „fanna mundar fríða grund“ - fríð kona með hvítar hendur, „styttubandsstorð“ - kona, „stýrir priks“ - maður. Eiríks saga rauða og Eyrbyggja saga lýsa Þórgunnu þannig að hún viti lengra nefi sínu. Hún er látin segja fyrir óorðna hluti og atvik. Hún er einnig kölluð „margkunnig“. Til hins sama bendir lýsing sögunnar eftir blóðfallið að Fróðá, þegar blóðið hverfur fljótlega af heyinu nema af flekknum sem Þórgunna rifj- aði og þornaði aldrei af hrífu hennar né föt- um. Má þar af marka sannleiksgildi frásagn- arinnar. Eg hef annars staðar skýrt blóðfallið sem ritstíl á fyrstu öldum fslandsbyggðar4. Lýsing á Þórgunnu er um margt dulmögnuð. Þegar hún biðst vistar á Fróðá beitir hún fjármagni sínu, segist engin „vásverk" vilja vinna, og heimtar sérherbergi fyrir ríkulegan rekkjubúnað sinn sem Þuríður húsfreyja fær ekki keyptan þrátt fyrir eftirgangssemi. Þórgunna er kristin og segir fyrir um greftran sína að Skálholti. Hún er látin ganga aftur eftir dauða sinn þegar lík hennar er flutt til Skálholts. Hún hefir aðrar og sjálf- stæðari skoðanir á flestu en heimilisfólkið og vill lítil skipti við það eiga. Ekki sést að hún hafi áður verið gift né eignast börn áður en hún hitti Leif Eiríksson þótt undarlegt megi virðast um slíkan kvenkost á giftingaraldri. Sagan segir að Þórgunna veikist eftir mikla áreynslu við að bjarga heyinu eftir blóðfallið. Ekki líður á löngu áður en hún deyr. Hún nær að ráðstafa eignum sínum. Skömmu eftir lát hennar veikist heimilisfólkið hvert af öðru. Sjúkdómseinkenna er aðeins getið hjá þeim tveim sem sýkjast fyrst og eru svipuð hjá báðum með rugli og mari á útlimum, líklegast af völdum krampa. Kemur þá helst til greina taugaveiki. Geta eiturefni framleidd af tauga- veikibakteríum verið valdar að slíkum krömp- um og einkennum frá heila. Ofangreind sjúk- dómseinkenni eru algeng í þeirri sótt. Líkir faraldrar voru ekki ótíðir í Mið-Evrópu, Bret- landi og írlandi um ár 1000 og munu líklega einnig hafa borist til Noregs á þeim tíma. Vel gæti Þórgunna hafa verið leyndur smitberi sem alla tíð hefir verið algengt og um leið hættulegasta smitleiðin eins og reyndist hér á landi eftir að taugaveikibakterían greindist. Sótt þessi hvarf að Fróðá eftir að vitsmuna- maðurinn Snorri goði á Helgafelli lagði til ráða að brenna skyldi allan farangur Þórg- unnu. Faraldur þessi var staðbundinn við einn bæ, þ.e. Fróðá á Snæfellsnesi. Leifur heppni fer frá Suðureyjum að haust- lagi árið 999 til Noregs. Þórgunna gæti hafa orðið léttari seinni hluta vetrar árið 1000. Áð- ur en þau Leifur skilja segir hún: „En þó þú vilir engan gaum at gefa, (þ.e. taka hana með til Noregs) þá mun ek upp fæða sveininn og senda þér til Grænlands þegai- fara má með öðrum mönnum." (leturbr. höf.) Enn segir Þórgunna: „En ek get, at þér verði at þvílík- um nytjum son- areignin sem um verður skilnaðr okkar til.“ Hún fer með íslandsfari nokkrum mánuð- um eftir barns- burðinn án þess að hafa son sinn með sér, sem er í samræmi við það sem hún segir hér að ofan. Hún tekur því ekki nokkurra mán- aða son sinn með í þessa för en skilur hann eftir hjá skyldmenn- um sínum, sem líklega senda hann nokkrum árum síðar til Is- lands og Græn- lands sem ekkert er vitað um. Er því ekki að treysta frásögn Eiríks sögu rauða að drengur þessi hafi komi^. til Islands fyrir Fróðárundur um sumarið. Ekki getur það staðist eftir þessu tíma- tali, en hlýtur að hafa skeð síðar, þótt engar þekktar heimild- ir hermi slíkt. Ég hefi leitað ráða um þetta Þórgunnu mál hjá Jónasi Krist- jánssyni, for- stöðumanni Ái'nastofnunar í Reykjavík. Hann segir mér að hinir gömlu sagnaritarar hafi notað mjög skammstafanir í uppskriftum sín- um, t.d. standi þar „Þorg.“ sem er lesið sem „Þorgils", en mætti eins lesa sem „Þór- gunna“. Breytir það miklu um textann, því að hún kom út hingað á þessum tíma, en ekki sonurinn Þorgils. Jónas Kristjánsson segir ennfremur að Þorgils Leifsson sé einu sinni nefndur í riti um grænlensk efni en ekkert nánara en nafn hans. Sama er að segja um Leif föður hans. Hann mun tvisvar nefndur til sögu í Heims Kringlu Snorra Sturlusonar og í Fóstbræðra- sögu, þegar Þormóður Kolbrúnarskáld dvelst á Grænlandi til að hefna fóstbróður síns, Þor- geirs Hávarssonar. Þetta er lítil vitneskja um jafn mikinn höfðingja og Leif heppna. Mætti þar af ráða að bæði sagnamenn urðu sjald- gæfari, sagnaritun dróst saman og lagðist af á næstu öldum Grænlandsbyggðar, þegar samgöngur við ísland strjáluðust og loks hættu með öllu. Við vitum því lítið um persónu og störf Leifs Eiríkssonar eftir Vínlandsferð hans árið 1001. Þeir hittust í Brattahlíð er Þorfinnur Karlsefni kom þangað 1007 og þeir kvöddust þar er hann heldur með konu sína Guðríði Þorbjarnardóttur og son þeirra frá Græn- landi til íslands árið 1012. Aðgerðir Leifs heppna eru síðan huldar þögn. Eitt starf hans ber nafn hans hátt: Hann kom kristni á í Grænlandi og lauk því að líkindum nokkrum árum eftir Vínlandsferð sína. Sama gegnir um son þeirra Þórgunnu. Sagt er að Leifur hafi gengið við faðerni hans og tekið hann í fóstur. Annars er ekkert vitað um þennan Þorgils, hvernig hann komst til Grænlands eða á hvaða aldri hann vai- þá. Það virðist því að Þórgunnu hafi tekist ætlunar- verk sitt, þótt það skeði eftir dauða hennar, að koma syni þeirra Leifs til Grænlands, en sjálf stansaði hún á miðri leið og var grafin í íslenskri mold. ’Eyrbyggja saga, III. b., s. 137. íslendinga- sagnaútgáfan, Guðni Jónsson, 1949. 2Eiríks saga rauða, I. b., s. 337. íslendinga- sagnaútgáfan, Guðni Jónsson, 1949. 3Páll Bergþórsson, Vínlandsgátan, Mál og menning, 1977, s. 96. j 4Sig. Samúelsson, Sjúkdómar og dánai'- mein íslenskra fornmanna, Háskólaútgáf- an,1998, s. 20. Höfundurinn er læknir. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 I 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.