Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Qupperneq 15
1
KANADÍSKAR BÓKMENNTIR
EFTIR STEINGERÐI
STEINARSDÓTTUR
Kanadamenn búa eins og fslend-
ingar að ríkri frásagnarhefð.
Þetta sýnir sig ekki hvað síst í
þeim fjöhnörgu frábæru rit-
höfundum sem frá Kanada
koma.
Kanadíska ríkisstjómin
. gerir líka ýmislegt til að hvetja
menn til skrifa, en bókmenntaverðlaun ríkis-
stjómarinnar, Giovemor General’s-verðlaunin,
era mjög eftirsótt og þykir mikill heiður að
hljóta þau. Kanadíska rithöfundasambandið
veitir sömuleiðis bókmenntaverðlaun og margir
kanadískir rithöfundar hafa hlotið Pulitzer-
verðlaunin og Faulkner-verðlaunin. Þeir höf-
undar sem kynntir era hér eiga það sameigin-
legt að hafa allh- unnið til einhverra þessara
verðlauna.
Að öðrum ólöstuðum era þær Margaret
Laurence og Maragret Atwood án efa fremstar
meðal jafningja. Margaret Laurence fæddist ár-
ið 1926 í smábæ í Manitoba-fylki. Lífið í bænum
varð seinna uppspretta hennar þekktustu bóka
sem oftast era kallaðar Manawaka-kvartettinn.
The Stone Angel (Steinengillinn) er þeirra fyrst,
en söguhetja hennar er hin óborganlega Hagar
Shipley sem aldrei bognai- eða brotnar. Stoltið
heldur henni teinréttri alla ævi og það er ekki
fyrr en á banabeði að hún lærir að umburðar-
lyndi og hlýja fleyta manneskjunni oft lengra en
ósveigjanlegur virðuleikinn. í kjölfar Steineng-
ilsins koma svo A Jest of God, The Fire-Dwell-
ers, A Bird in the House og The Diviners. Hver
bók er sjálfstæð saga en margar af persónunum
koma fyiir í fleiri en einni bók enda áberandi í
bæjarlífinu.
Þessar bækur Margretar Laurence era hver
annarri betri og óhætt að mæla með þeim öllum.
Margaret Atwood er ótrúlega næm á mann-
legar tilfmningar og hún kann þá list að halda
áhuga lesandans vakandi. Mai’gar bækm- Marg-
aretar Atwood eru svo spennandi að það er
ómögulegt að leggja þær frá sér fyrr en þær
hafa verið lesnar til enda. Saga þemunnar hefúr
verið þýdd á íslensku og lýsir fremur nöturlegii
framtíðarsýn, en líkt og aðrar bækur Atwood er
hún þó full af von og trú á anda mannsins. Cat’s
Eye lýsir einelti meðal stúlkna og áhrifum þess
á líf bamsins sem fyrir því verður. Bókin íýsir
tilfmningum hinnar ungu Elaine Risley á ótrú-
lega áhrifamikinn hátt og einangran bamsins
og örvænting hlýtur að hræra steinhjarta. Tvær
vinkonur Elaine telja sér skylt að ala hana betur
upp og betrambæta smekk hennar og fram-
komu. Þær finna henni stöðugt eitthvað til for-
áttu og á endanum fer bamið að trúa að það hafi
fáa kosti. Hún er hrakin stöðugt lengra og á
endanum era hún komin fram á ystu nöf.
I bókinm Alias Grace byggir Atwood á sannri
sögu ungrar konu, Grace Marks, sem fimmtán
ára gömul er ákærð og dæmd í lífstíðarfangelsi
fyrir aðild að morðinu á vinnuveitendum sínum.
Morðin vora framin árið 1840 á fremui- af-
skekktum bóndabæ og kanadísk og bandarísk
dagblöð vora íúll af fréttum af þessum voðaat-
burði. Það var vinnumaður á bænum sem
framdi glæpinn en sér til afbötunar segist hann
hafa verið tældur til verksins af vinnustúlkunni
Grace Marks. Það virðist hafa verið samdóma
álit flestra á þeim tíma að saga hans væri sönn
og Grace þótti hið versta flagð.
Þetta leiðir hugann að því hvers vegna heim-
urinn hefur ætíð átt svo auðvelt með að trúa því
að köld séu kvennaráð. Lafði Macbeth hefur
lengi verið talin ábyrg fyrir því að maður hennar
hafi látið til skarar skríða og drepið Duncan
kóng og íslendingasögumar era fullar af frá-
sögnum af konum sem eggja eiginmenn sína,
syni og bræður til drápa. Hvemig er hægt að
trúa því að fimmtán ára barn, sem alið er upp í
sárri fátækt og sent til að vinna fyrir sér níu ára,
geti haft þann þroska og þá reynslu að það geti
með kynferðislegum vélabrögðum náð heljar-
tökum á manni sem er mun eldri? Við verðum
einnig að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort
konur almennt geti tælt karlmenn til að gera
eitthvað sem er algerlega andstætt viija þeirra.
Bókin svarar þessum spumingum í raun ekki
en lætur lesandanum eftir að dæma að hve
miklu leyti Grace sé sek eða saklaus.
Atkvæðamiklar konur
Fleiri kanadískar konur hafa kvatt sér hljóðs
á bókmenntasviðinu og er Ethel Wilson ein
þeirra. Hún byrjaði seint að skrifa og var orðin
fimmtíu og níu ára áðui- en fyrsta bók hennar,
Hetty Dorval, kom út. Áður hafði hún fengið
nokkrar smásögur birtar í tímaritum og þeim
var seinna safnað saman og þær gefnar út í smá-
sagnasafninu The Innocent Traveller. Swamp
Angel er sennilega hennar besta bók, en þar er
sögð þroskasaga konu sem flýr úr misheppnuðu
hjónabandi og verður síðan aflið sem heldur
saman brotinni fjölskyldu vinnuveitanda henn-
ar.
Annie Proulx og Bemice Morgan koma báðar
frá Nýfundnalandi. Bemice Morgan skrifar um
frumbýlingsárin á þeirri köldu, harðbýlu eyju
og hefiir hlotið mörg verðlaun fyrir bók sína
Random Passage. Lesandinn fylgir fjölskyldu
sem neyðist til að flýja frá Englandi og sest að á
afskekktum höfða á Nýfúndnalandi, Cape Ran-
dom. Þar er fyrir dularfullur maður sem enginn
veit raunveralega hvaðan kemur og fjölskylda
sem hefur flutt sig um set vegna þess að eyjan
þar sem þau bjuggu var orðin fiillsetin fólki.
Bókin lýsir baráttu fólksins við að halda lífi við
erfiðar aðstæður og hvemig þau leita að ham-
ingju sem sum finna þrátt fyrir erfiðið og misk-
unnarleysi náttúraafla landsins sem þau
byggja. Waiting for Time er framhald Random
Passage og þai’ segir frá konu nokkurri sem er
afkomandi höfðabúanna og bjó í Ottawa fyrir
u.þ.b. tuttugu árum. Hún er sjávarlíffræðingur
og þegar samband hennar og sambýlismannsins
fer út um þúfur fer hún til Nýfundnalands til að
sleikja sárin og stunda rannsóknir. Þar finnur
hún dagbók frænku sinnar og nöfnu, Laviniu
Andrews, sem var aðalsöguhetja fyrri bókarinn-
ar, og sekkur sér ofan í lestur æviminninga
hennar. Amma Laviniúyngri tekur við dagbók-
inni eftir dauða Laviniu eldri og heldur áfram að
rekja söguna þar sem fyrri bókin endaði. Inn í
þetta fléttast svo saga Laviniu yngri og hrun
fiskistofna við Nýfundnaland sem leiddi til þess
að allar veiðar vora bannaðar á áttunda ára-
tugnum.
I Shipping News segir Annie Proulx sögu
hins óframfærna Quoyle sem finnur sjálfan
sig og hamingjuna þegai’ hann vitjar heimil-
is forfeðra sinna á Nýfundnalandi. Wayne
Johnston er einnig frá Nýfundnalandi og
bók hans The Colony and Unrequited
Dreams segir frá umbrotatíma í sögu lands-
ins. Landið er í raun gjaldþrota og misvitur
stjómmálamaður, Joseph Smallwood, verð-
ur til þess að leiða landsmenn inn í kana-
díska ríkjasambandið. Bókin er í raun ævi-
saga Smallwoods sem er söguleg persóna,
en Sheilagh Fielding, samviska hans og
eina ást, er snilldarlega sköpuð skáld-
sagnapersóna. Örlög þeirra fléttast saman
frá bamæsku og ást þeirra er aldrei full-
nægt mest vegna þess hve ófullkominn og
fordómafullur Smallwood er.
Á svörtum blúndubuxum
og náttslopp
Mordecai Richler er gyðingur, fæddur og
uppalinn í Montreal. Kaldhæðnin er hans aðals-
merki og í bókinni Joshua Then and Now er
löng og flókin saga af því hvemig á því stendur
að Joshua Shapiro tekur á móti lögreglufúlltrúa
á náttslopp og í svörtum, blúnduskreyttum
kvennærbuxum. Joshua elst upp í mikilh fátækt
en nær frama sem rithöfundur og dagskrár-
gerðarmaður í sjónvarpi. Faðir hans er fyrrum
handrakkari fyrir mafíósa og persóna hans er
snilldarlega skrifuð, enda reynist rakkarinn
heiðarlegri og með mun sterkari siðferðiskennd
en margur stjómmálamaðurinn. Þjóðfélags-
gagnrýni er sterk í bókinni og aðallega er það
hræsni hinnar svokölluðu yfirstéttar sem er
skotspónn Richlers en fyrst og fremst er hún
eftirminnileg fyrh- það hversu vel hann lýsir
flóknum mannlegum samskiptum. Sannur kær-
leikur er vandfundinn og þegar hann er til stað-
ar er hægt að sigrast á flestu og fyrirgefa
margt.
Eitt af því sem er skemmtilegt fyrir íslending
þegar lesnar era kanadískar bækur er hversu
oft bregður fyiir nöfnum sem era íslensk að
uppruna, Haldar Gunnarsson og sömuleiðis
Mrs. Thorlaksson koma upp í hugann. Þetta er
sérstaklega áberandi í bókum sem gerast á
kanadísku sléttunni, enda settust flestir ís-
lensku vesturfai-anna að í Manitoba-fylld. ís-
lenskulegum nöfnum bregður því fyrir í bókum
Ethel Wilson og Margretar Laurence. Umfram
allt eru Kanadamenn snillingar í að segja sögur.
Meirihluti þeiira sem fyrstir fluttu til Kanada
vora af skosku og írsku bergi brotnir og hafa
þessar þjóðir jafnan haft það orð á sér að þar
færu fyrirtaks sagnamenn. Hugsanlega er frá-
sagnargáfan því nútímamönnum í Kanada í blóð
borin.
ERLENDAR BÆKUR
ÁRBÓK 2000
Spiegel Almanach - Weltjahrbuch 2000. Die
Staaten der Erde - Zahlen - Daten - Analysen.
Spiegel Verlag 1999.
Trúverðugleiki upplýsinga- og uppflettirita
byggist á þeim heimÚdum sem ritið styðst við.
Höfundar hafa aflað sér heimilda úr ótal upp-
lýsingaritum og alþjóðlegum skýrslum og
skrám, hagskýrslum ríkja og blöðum og tímari-
tum, auk þess úr hinu kunna heimildasafni
Spiegels.
Fyrsta yfirlitið er: Heimurinn í tölum. Þar
eru upplýsingar um flatannál hinna ýmsu ríkja
heims, mannfjölda, fjölda á hvem ferkílómetra,
fólksfjölgun í prósentum, lífslfkm- í árum talið,
lífslíkur nýbura, analfabeta, karlkyns og kven-
kyns, í prósentum, framleiðslu, framleiðslu
reiknaða á mann, atvinnuleysi í prósentum, dýr-
tíðarprósentu, innflutning og útflutning og
nokkra fleiri þætti. Sé hlaupið yfir fjölda analfa-
beta, kemur í Ijós að fjöldi slíkra er talsverður,
einkum í hinum svonefndu þróunarríkjum. Hér
mun farið eftir opinberam skýrslum og áætlun-
um í sumum tilfellum. Island og Bandaríkin eru
talin án analfabeta, sem er rangt, hálflæsi og
ólæsi er ekki fátítt í báðum þessum ríkjum, þó
einkum hálflæsi. Svo er um fleiri ríki sem ekki
flokkast til þróunarríkja, jafnvel Danmörku,
þar sem lengi hefur staðið siðmenntað samfé-
lag. Skýrslur frá Rússlandi telja að fjöldi kven-
kyns-analfabeta sé 0,6% og karla 0,3%. í Kína
eraanalfabetar samkvæmt þarlendum skýrsl-
um 17,8 og 25,5%. Á Kúbu teljast analfabetar
3,8 og 4,7%.
„Þemu ársins“ er umfjöllun um þá atburði og
fréttir af atburðum, sem vakið hafa mest umtal
og athygli og kennir þar margra grasa. Síðan
koma upplýsingar um ríki og lönd jarðarinnar,
sem spanna meginhluta ritsins, bls. 84-288 og
353-543. Yfirlit um 20. öldina er að finna á
blaðsíðu 289 til 352.
Hér er fjallað um afdrifaríkustu atburði og
stefnur og uppfundningar 20. aldar. Die
„Urkatastrophe" und ihre Folgen er fyrsta um-
fjöllunin. Upphaf íyrri heimsstyrjaldar og
styrjöldin og afleiðingarnar. Næsta ritgerð er
um alræðisstjóm þjóðemisjafnaðarmanna á
Þýskalandi. Sigrar og hran kommúnismans og
sigur kapítalismans. Eymd og volæði þriðja
heimsins, ótrúlegir sigrar vísindanna, nýjar
uppgötvanir og byltingin í umhverfismálum.
Fyrsta fuglavemdarfélagið var stofnað 1899 og
er nú meðal virtustu samtaka um náttúmvemd.
Þau samtök komu við sögu þegar íslensk stjóm-
völd og fjármálaspekingar ráðgerðu að koma
Þjórsárveram undir vatn vegna virkjanaáhuga.
Siðmenningaröfl innlend og erlend komu í veg
fyrir þann lágkúrulega barbarisma. Og svo er
það menningarsagan, sem höfundum virðist
vera saga fjölmiðlunar. Síminn, tölvan, Netið og
taltölvan ásamt sex-iðnaðinum og sex-bylting-
unni, hvað verður um framhaldið? Lokakaflinn
er um íþróttaiðnaðinn og blómlega verslun með
íþróttamenn, það var hátt verð á snjöllum
gladiatorum - skylmingaþrælum í Róm - áður
fyrr. Styttra yfirlit um helstu atburði 20. aldar
fylgir þessum köflum neðanmáls.
Skrár fylgja síðan um helstu alþjóðastofnan-
ir, túrisma, helstu íþróttaviðburði, nóbelhöf-
unda, stærstu dagblöðin.
í lokin er listi um persónur ársins og loks um
fráfall frægra persóna árið 1999. Loks er regist-
ur, myndaskrá og skammstafanir. Ritið er 640
blaðsíður með fjölda mynda, uppdrátta og
korta.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
ÁSDÍS
AAAGNÚSDÓTTIR
SÖKNUÐUR
Ég bjóst við þér og bónaði gólfín
ég bjóst við þér og setti blóm í
vasa
ég bjóst við þér og lagði á borð
ég bjóst viðþér oglét hreint á
rúmið
ég bjóst viðþér, þangað til ég
slökkti ljósin
og læsti hurðinni - í fyrra.
DAGSFORM
Að troða marvaðann
ég veit hvað það er
ég treð marvaðann daginn út og
inn.
Að híma í höm
ég veit líka hvað það er
éggeri það
milli skers og báru
milli sólarupprásar og sólseturs
milli hláturs og gráts
milli skinns oghörunds
milli lífs og dauða
á milli laga.
Höfundurinn er listdansari.
HRAFN ANDRÉS
HARÐARSON
ÓÐURMINN
TIL DALA-
LÆÐUNNAR
Það var á því skeiði
Ævi minnar
Þegar Dalalæðan
Gerði sig heimakomna
Á heimili mínu.
Hún var vön að koma
Fyrir allar aldir
Og mjálma ámátlega
Fyrir utan gluggann minn
Uns ég opnaði og hleypti
Henni inn.
Þá kom hún sér fyrir
Fyrir framan
Baðherbergisdyrnar
Og malaði af áfergju.
Þegar ég hafði borðað
Morgunverðinn ogreykt
Sælustu sígarettu dagsins
Fór ég til vinnu minnar
Við höfnina.
Hún fylgdi mér alltaf
Hálfa leiðina
En lét sig svo hverfa.
Höfundurinn er Ijóðskáld og bókavörður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 1 5