Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2000, Page 17
£ Pompidou-listamióstöðin í París var eltt nýstárlegasta hús heimsins þegar það reis 1971. Arkl- tektar hússins voru Renzo Piano og Richard Rogers, báðir urðu heimsfrægir á eftir. Þegar olíu-milljónerinn Dominique de Menil ákvað að opna safn sitt almenningi, safn nútíma listaverka, með því að reisa safnhús í Houston, hóf hann leit að arkitekti, sem gæti uppfyllt kröfur hans um safnhús og skildi jafnframt fyllilega hvers hann krefðist. Potus Hulton sem var safnvörður og stjórnandi Centre Pompi- dou í París, kynnti de Menil fyrir Piano 1980. Þar fann de Menil loksins samtalshæfan mann, sem kunni að hlusta og skilja fyllilega hvers hann óskaði og að hverju hann stefndi með byggingu lista- safnsins. í Texas er sólarhit- inn slíkur að það þarf meira en venjulegar sólhlífar til þess að koma í veg fyrir skemmdir á listaverkum af sólskini og hita. Piano reisti safnhús, þar sem sólarbirtan var tempruð svo og hitinn og einnig var sá háttur viðhafður að skipta oft um myndir og „hvíla þær“ einhvern tíma til skiptis. Baráttan við of sterka birtu var framkvæmd á snilldarlegan hátt með tempruðu ofanljósi og hæfílegt hita- stig var tryggt í sýningarsölunum með loftræsi- búnaði sem hélt hæfílegu hitastigi í sýningar- sölunum. Útlit byggingarinnar móiáðist af glerþaki, timbri og hvítri steypu. Piano sá um byggingu Beyeler stofnunarinn- ar í Riehen skammt frá Basel. Þar var við að eiga kröfuharðan væntanlegan húseiganda, sem hafði mótaðar hugmyndir um gerð lista- safns. Samkomulag tókst og Piano reisti safn- hús, sem Emst Beyeler var ánægður með. Safnið var verk frá 19. og 20. öld og sýningar- salirnir áttu að vera algjörlega „neutral". Birt- an skyldi vera ofanljós, en án þess að umbúnað- urinn truflaði í neinu hlutleysi salanna. Piano leysti þetta verkefni með því að gera glerhimin yfir salina í nokkurri hæð frá veggmúrunum. Andstæðurnar Iéttur glerhiminn og gróf stein- hleðsla. Útlit hússins fellur vel að grænu um- hverfinu. 1992 var minnst fundar Amerfku með bygg- ingarsamstæðu við höfnina í Genúa, heimaborg Kólumbusar. Þar tengdi Piano sjó og höfn með því að nota og umbreyta ónotuðum hafnarhús- um í þá veru, að allt minnti á þá daga þegar Kól- umbus var uppi. Verkefni Pianos við höfnina í Amsterdam er öllum eftirminnilegt sem séð hafa. Sama er að segja um flugvöllinn í Osaka í Japan, flugvöllur með tilheyrandi byggingum. Eitt sérstæðasta verk Pianos er menningar- húsið í Kanskan í Nýju-Kaledóníu. Húsið er í rauninni þorp og fyrirmyndin er strákofar frumbyggjanna í margfaldri stærð. Það var ekki fyrr en 1992 að Piano var beðinn um að vinna að verkefnum í Þýskalandi. Hann var skipaður ásamt Christoph Kohlbecker yfir- arkitekt hins risavaxna verkefnis „Potsdamer Platz“ í Berlín. Piano vissi manna best af reynslunni frá Genúa, Parfs og London, hversu erfitt er að „skapa“ borg á auðum svæðum, án nokkurra tengsla við nágrenni, og það á skömmum tíma. Þessi „borg“ er enn í bygg- ingu. Það sem þegar er reist ber vitni um vand- aða byggingarlist. En margt vantar enn og mik- ið er ófullgert og sumt aðeins til í uppdráttum. Það er ekki lítið verkefni að byggja borg á stutt- um tíma og Piano telur þetta erfiðasta verkefni Arkitektinn Renzo Pfano. sem hann hefur freistast til að taka að sér ásamt öðrum. Fullkomin miðborg? Borgir eru glæsilegar og verða það á löngum tíma. Það þarf 500 ár til þess að borg verði fogur og sérstæð. Fimm hundruð ára byggingarsögu. Berlín á að rísa, þ.e. miðborg Berlínar, á fimm árum. Það er líkast því að fæða barn tveimur mánuð- um eftir getnað, fullskapað. Piano hlaut Pritzker-verð- launin árið 1998, en þau eru hliðstæða Nóbels-verðlaun- anna fyrir snilli í arkitektúr. Þegar Renzo Piano tók við verðlaununum úr hendi Bills Clintons Bandaríkjaforseta, lýsti .hann yfir því, að bjartsýni væri grundvallar- viðhorf sitt: Trú mín á fram- tíðina er mér runnin í merg og bein og hefur svo verið svo lengi sem ég man eftir, með allri sinni áhættu og víxlsporum. En jafnframt elska ég fortíðina. Og svona er tilvera mín, milli þakka og aðdáunar á fortíðinni og all- ri arfleifð liðinna alda og ástríðufullrar eftir- væntingar og leitunar nýrra leiða. Fortíðin er hið örugga skjól og stöðug leit. Og þó er fram- tíðin það sem okkur býðst og blasir við óráðin. Piano og verk hans eru glæst dæmi um hvernig hugvitssamur listamaður tengir saman hátækni, umhverfi og náttúruöflin á þann hátt að verkin falla inn í eða að umhverfinu, virðast eins og sprottin upp úr þvi. Þessi aðferð stang- ast algjörlega á við frumstæðan ruddaskap hugmyndasnauðra umhverfisníðinga. Samantekt úr tímaritinu The Architectural Review. Brottfararsalur í Kansai-flugstöðinni í Osaka í Japan, sem Renzo Piano teiknaði. Svolítið mein- lætalegt og ekki mikið fyrir augað, en hönnunln miðar að því að þjónustan gangi fljótt fyrir sig. Ur vinnustofu sinnl á Ponta Nave við Genúa sér Renso Piano út á blátt Miðjarðarhafið. Við Potzdamer Platz í Berlín setja byggingar eftir Renzo Piano svip á staðinn. Hér er það Imax-turninn við torg sem kennt er við Marlene Dietrich. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 12. FEBRÚAR 2000 1 F

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.