Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Blaðsíða 2
Barnakórar á tónleikum Sinfóníuhijómsveitar íslands í Laugardalshöll Ijfet yBKfcr" • 'táfjgf; •! gr“ 'Œ' ^ * j M Wj*T . £ . - • pf&jfceri \ Jr \ Barnakórarnir skemmtu Reykvíkingum með söng í miðbænum á fimmtudag. Morgunblaðið/Þorkell „Ólýsanleg upplifun" LOKATÓNLEIKAR Norræna barnakóramótsins, Norbusang, sem staðið hefur yfir í Reykjavík síðustu daga, verða haldnir í Laugar- dalshöll í dag. Meira en ellefu hundruð börn koma þá saman og syngja við undirleik Sinfóniuhljómsveitar íslands. Á tónleikunum verða með- al annars frumflutt ný tónverk og raddsetningar eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Mist Þorkelsdóttur og Sigurð Rúnar Jóns- son. Stjórnandi verður Bernharður Wilkinson. Að sögn Þórunnar Björnsdóttur framkvæmdastjóra Norbusang leggjast tónleikarnir afar vel í ungviðið. „Fyrir krakkana verður þetta ólýsanleg upplifun." Þetta er í þriðja sinn sem Sinfónían kemur að barnakóramótum með þessum hætti og lýsir Þórunn ánægju sinni með samstarfíð. „Það er alltaf jafn gott að vinna með Sinfóníunni. Síðan er þetta bara svo góð menningarpólitík - að sinna æskunni." Ókeypis verður inn í HöIIina meðan húsrúm leyfir og hvetur Þór- unn fólk til að láta sjá sig. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyld- una að gera eitthvað menningarlegt saman. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar." Barnakóramótið er liður í menningarborgarárinu. BÓKMENNTAH RAÐLESTIN BRUNAR FRÁ LISSABON EINAR Öm Gunnarsson rithöfundur verður fulltrúi íslands í hinni svokölluðu bókmenn- tahraðlest 2000 sem leggur upp frá Lissabon á morgun og verður á ferð um Evrópu næstu sex vikurnar. Um borð í lestinni verða 107 rit- höfundar frá 49 löndum, ásamt aðstoðarfólki og kvikmyndagerðarmönnum sem munu vinna að heimildamynd um ferðina. Á lestarferðinni gefst rithöfundum kostur á að ræða saman á fagiegum nótum, „bera sam- an bækur sínar“ og vinna að eigin verkum. Gist verður á hótelum í borgunum þar sem komið verður við og á kvöldin verða þar ýmsar uppákomur tengdar bókmenntum. Endastöðin er Berlín um miðjan júlí en á leiðinni þangað verður víða komið við, m.a. í Madríd, París, Brussel, Hannover, Vilnius, Riga, Tallinn, Sankti Pétursborg, Moskvu og Varsjá. Bók- menntahraðlestin fer sömu leið og Norður- Suður-hraðlestin svonefnda, sem átti sitt blómaskeið á fyrri hluta síðustu aldar. Hún var hraðskreiðasta lest í heimi og víðfræg fyrir þægindi, stíl og góða þjónustu. Með henni ferðuðust á sinni tíð diplómatar, rússneskir ar- istókratar, þýskir kaupsýslumenn og breskir ferðamenn, að sögn Einars Amar, sem kveðst hlakka mikið til að feta í fótspor þeirra. Hann segir hugmyndina að lestarferðinni komna frá Thomas Wohlfahrt, sem stýrir rit- höfundasmiðjunni literaturWERKstatt í Ber- lín og hefur undirbúningur staðið í þrjú ár. Mikil þýðingarvinna liggur að baki en þýddir hafa verið kaflar úr verkum allra höfundanna á nokkrar þjóðtungur og munu þeir lesa upp úr verkum sínum á leiðinni. Þátttaka Einars í verkefninu er styrkt af Rithöfundasambandi Morgunbiaðið/RAX Einar Öm Gunnarsson verður á faraldsfæti ásamt rúmlega hundrað evrópskum rithöfund- um næstu sex vikurnar. íslands og menntamálaráðuneytinu. Bernard Scudder hefur þýtt kafla úr nýjustu skáldsögu Einars, Tár paradísarfuglsins, sem kom út ár- ið 1998, og Kristinn R. Ólafsson mun lesa úr spænskri þýðingu sinni á sömu sögu þegar bókmenntahraðlestin hefur viðdvöl í Madríd. Nýtt leikrit í smiðum Að sögn Einars Amar verða margir fram- sæknir og viðurkenndir höfundar með í för. Af þeim sem hann þekkir nefnir hann sérstaklega Mike McCormack frá Irlandi og Sulaima Hind og Nicolaj Stockholm frá Danmörku. Hann kveðst vera mjög þakklátur fyrir að fá tæki- færi til að taka þátt í verkefninu. „Ég mun nota tímann á lestarferðalaginu til að kynnast höfundum en mun jafnframt vinna að leikverki sem ég er með í smíðum. Það hefur vinnuheitið Vindharpan og fjallar um draumóramann," segir hann en neitar að gefa meira upp um verkið. Frumraun hans í leikritun var Kráku- höllin, sem sett var upp í Nemendaleikhúsinu á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýn- enda og áhorfenda. Hann hyggur sér gott til glóðarinnar að ferðast með starfsbræðrum sínum og -systr- um næstu sex vikumar. „Mér þykir mjög gott að vera umkringdur rithöfundum og að vissu leyti mjög hvetjandi að fá tækifæri til að ræða við menn sem eru að fást við það sama og mað- ur sjálfur - ræða um bókmenntir og bók- menntasköpun á faglegum grundvelli og kynn- ast ólíkum viðhorfum til skrifa,“ segir Einar Öm. Slóð bókmenntahraðlestarinnar á Netinu er www.literaturexpress.org. Árótta í Gerðarsafni SÝNINGIN Árátta verður opnuð í Listasafni Kópavogs í dag, laugar- dag, kl. 11. Um er að ræða sýningu á völdum verkum úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Rúbertsdóttur. Pétur og Ragna hafa verið ástríðufullir Iistaverkasafnarar í meira en þrjá áratugi. Um nokkurra ára skeið ráku þau gallerí á heimili sínu, í sal sem nefndist Önnur hæð. Þar voru kynntar ýmsar stefnur í samtímalist og sýnd verk eftir erlenda listamenn sem voru lítt eða ókynntir hér á landi og einnig verk eftir íslenska listamenn sem ekki höfðu fengið verðskuldaða athygli. I tengslum við rekstur sýningarsal- arins eignuðust Ragna og Pétur merk verk eftir heimskiinna lista- menn, svo sem Donald Judd, Dieter Roth, Dan Flavin, Laurence Wein- er, Ilya Kabakov, Richard Long, On Kawara og Carl Andre svo einhverjir séu nefndir. Sýningin stendur til 8. ágúst. Morgunblaöið/Þorkell Verk eftir Richard Long og Donald Judd. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árnastofnun, Ámagarði: Ný lönd og nýr siður. Sumarsýning. Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ásmundarsafti: Verk í eigu safnsins. Sýning á verkum Ásmundar Sveinsson- ar. Til 1. nóv. Byggðasafn Ámesinga, Húsinu Eyrar- bakka: Kirkjugripir og kirkjustaðir í Ár- nesþingi.Tilá.júlí. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vaxmynda- sýning. Til 30. sep. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Tryggvi Ól- afsson.Til4.júní. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Guðmundur Ingólfsson. Til 4. júní. Gallerí List, Skipholti 50: Erlingur Jón Valgarðsson (elli). Til 18. júní. Gallerí OneoOne: Fos. Til 27. júní. Gallerí Reykjavík: Jón Baldvinsson. Til 11. júní. Gallerí Smíðar og skart: Jóhanna Hreinsdóttir. Til 5. júní. Gallerí Sævars Karls: Bjami Jónsson. Til 16. júní. Hallgrímur Helgason. Til 8. júní. Garður, Ártún 3, Selfossi: Kaj Nyborg. Til24.júní. Gerðarsafti: Árátta. Til 8. ág. Hallgrímskirkja: Karólína Lárusdóttir. Till.sept. Hafnarborg: Louisa Matthíasdóttir. Til 3. júlí. i8, Ingólfsstræti 8: Tony Cragg. Til 2. jú- h'. íslensk grafík: HarpaÁrnadóttir. Til 11. júm'. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Ai- þjóðlegt arkitektaævintýri. Til 23. júlí. Listasafn Akureyrar: Úr og í. Til 25. júrn'. Listasafn ASÍ: I Skuggsjá rúms og tíma. Til 11. júní. Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau. og sunnud. kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn fslands: Nýr heimur - Staf- rænar sýnir. Til 18. júm'. Lífið við sjóinn. Til25.júní. Listasafn Reykjavíkur, Hafharhúsinu: Saga á vegg. Merkileg mannvirki. Til 11. júní. Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Valin verk eftir Siguijón Ólafsson. Mokkakaffi: Kristinn Pálmason. Til 10. júní. Nýlistasafnið: „Blá“. Til 2. júh'. Norræna húsið: Flakk. Til 31. ág. Safnhús Borgarfjarðar: Björk Jóhanns- dóttir. Til 30. júní. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Sjö lista- menn. Til 29. ág. Svava Bjömsdóttir og Myndlistarskólinn á Akureyri. Til 30. júm'. Sjóminjasafn ísl„ Vesturg.8, Hafnarf.: Jón Gunnarsson. Til 1. sep. Stöðlakot: Sigrid ósterby. Til 11. júní. Þjóðarbókhlaða: Verk Ástu Sigurðar- dóttur. Til 31. ág. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar: Hauk- ur Guðlaugsson og Guðmundur H. Guð- laugsson. Kl. 20:30. Mánudagur Salurinn: Kammersveit Reykjavíkur. Kl. 20.30. Miðvikudagur Háskólabíó: Judith Ingólfsdóttir. Kl. 19.30. Fimmtudagur Laugardalshöll: Stórsöngvaraveisla. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Jónsmessunótt, 8. júní. Landki-abbinn, 3. júní. Glanni glæpur, 4. júní. Komdu nær, 4„ 9. júní. Hægan El- ektra, 3., 4. júní. Englar alheimsins, 3., 4., 5., C.júní. Borgarleikhúsið: Einhver í dyrunum, 3. júní. Kysstu mig Kata, 3., 4., 8., 9. júm'. Loftkastalinn: Sjeikspír, 8. júní. Panodíl, 3. júnf. Iðnó: Stjömur á morgunhimni, sun. 4., 8. júm'. Islenska óperan: Don Giovanni, lau. 3„ 4. júní. Leikfélag Akureyrar: Tobacco Road, 3. júní. Paolo Nani, 6., 7. júní. Kaffileikhúsið: Bannað að blóta í brúð- arkjól,3. júní. Þjóðinenningarhúsið v. Hverfisgötu: Skáldavökur, 8. júní. 2 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.