Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Síða 6
r Louisa Matthíasdóttir TJANING STERKRA KENNDA Af listmálarafjölskyldu er yfirskrift sýningar á verkum hjónanna Louisu Matthíasdóttur og Lelands Bell og dóttur þeirra Temmu Bell sem opnuð verður í Hafnar- borg í dag. Þema sýning- arinnar er afar persónulegt því á henni eru mynd ir sem 1 ista- mennirnir þrír máluðu hver af öðrum eða af öðr- um fjölskyldumeðlimum, auk sjálfsmynda. Af þessu tilefni skrifa | þrír ii istfræðingar um Louisu, Leland og Temmu. Eftir Aðalstein Ingólfsson HVORT sem það er fyrir lítillæti, takmarkaða sjálfsvitund eða ímugust Islendingsins á opin- skárri umfjöllun um tilfinningar, þá er áberandi hve tregir hérlendir listmálarar eru til að gera sjálfsmyndir eða myndir af sínum nánustu. Man einhver eftir fleiri en þremur sjálfsmyndum eft- ir Kjarval? Jafnvel meðan hlutlæg málaralist bjó ekki við það andstreymi sem hún býr við í dag hér á íslandi voru slíkar myndir nánast feimnismál. Þær voru sjaldan gerðar, sjaldnar sýndar og nánast aldrei keyptar af opinberum aðifum. Ein af mörgum þverstæðurn sem einkenna líf og list Louisu Matthíasdóttur er að þessi hóg- væra, orðfáa og fullkomlega tilgerðarlausa lista- kona gerði fleiri myndir af sjálfri sér og fjöl- skyldu sinni en nokkur annar íslenskur listamaður. Og það sem meira er, þessar sjálfs- og fjölskyldumyndir hennar einkennast af tján- ingu sterkra kennda, líflegri samræðulist, jafn- vel leikrænni sundurgerð. Jed Perl, sem ritað hefur af meiri næmleika um myndir Louisu en flestir aðrir, hittir naglann á höfuðið þegar hann fjallar um þau mörgu hlutverk sem listakonan tekur að sér í myndum sínum. Hann lýsir þeirri allt að því bamslegu ánægju sem Louisa hefur af því að mála sjálfa sig í marglita peysu og skærgrænum skóm einn daginn, næsta dag með dreyrrauða skuplu og í framhaldinu með heið- bláan hatt eða sinnepsgulan á mjallahvítu hári, sem var svo smart frá náttúrunnar hendi að ungar amerískar konur svifu á hana á götu til að spyija hvar hún léti klippa sig. Þannig horfist Louisa hispurslaust í augu við þá sýniþörf sem blundar innra með okkur öllum, en fáir gangast við. Af sama heiðarieika skráset- ur hún uppvöxt dóttur sinnar, þær breytingar sem verða á líkamsbyggingu hennar, andlits- Louisa Matthíasdóttir: Sjálfsmynd í Kimono, 1968. dráttum og fasi þegar gelgjuskeiðið brestur á og ung kona verður til. Og kemur ekki til hugar að breiða yfir þá örðugleika sem fylgja þessu ævi- skeiði. Er ekki laust við að í sumum myndum móður sinnar sé Temma ansi hreint luntarlegur unglingur. Svipmikið andlit eiginmanns hennar verður Louisu einnig tilefni til margbrotinna mynd- rænna hugleiðinga um eðli persónuleikans, samspil hins innra og ytra í útliti sérhvers manns, sem verið hefur mönnum hugleikið um- fjöllunarefni allt frá dögum Þeófrastosar. Ég hika ekki við að segja að málverk hennar af Lee, makindalegum en þó árvökulum, sitjandi í sófa á sloppnum, sé einhver glæsilegasta portrett- mynd sem íslenskur listamaður hefur gert. Og þessi glæsileiki helgast fyrst og fremst af þeirri staðreynd að Louisa dregur ekkert undan og fyrirgefur allt. Til þessa hafa íslendingar aðallega kynnst annars konar - og að sínu leyti jafn hispurslaus- um - myndrænum skáldskap Louisu Matthías- dóttur, viðleitni hennar til að steypa íslenskum minningum og sínum saman í einfaldar en margræðar heildir. Nú er mál til komið að kynna fyrir þeim mannþekkjarann Louisu. Leland Bell LISTIN OG HANN VORU EITT OG HIÐSAMA EftirNicolasFox Weber EINN eftirmiðdag um haustið 1995 sýndi Louisa Matthíasdóttir mér sjálfsmyndirnar sem Leland Bell hafði málað á því tæplega fimmtíu ára tímabili sem þau höfðu verið gift. Hún dró þær fram úr rekkum og skotum í bláa húsinu í Chelsea, þar sem þau höfðu búið frá 1952, húsinu sem fram til dauða Lees árið 1991 var uppfullt af fyrirgangsamri og fjör- ugri návist Lees og kyrrlátum styrk Úllu. í þann mund sem síðustu sólargeislar þessa haustdags féllu á garðinn fyrir aftan húsið, tók Úlla - varfæmislega en án allrar tilgerðar - að fjarlægja límbönd, brúnan pappír og plasteinangrun af hverri myndinni á fætur annarri; þama var um að ræða sex sjálfs- myndir sem verið höfðu á farandsýningum og ekki hafði gefist tími til að ganga frá. Um leið og pappírinn hafði verið fjarlægður var engu líkara en fyrirmyndin væri lifandi komin, sem var í senn ljúf tilfinning og óbærileg. Elstu myndirnar kveiktu til lífsins Lee þeg- ar hann var ungur og hárprúður, með bráð- lyndi James Dean í svipnum; hann hafði þá nýlega lokið þjónustu í kaupskipaflotanum. Á síðari myndunum birtist sama andlitið í eldri útgáfu, en hefur tekið mjög eindregnum myndlistarlegum stakkaskiptum, jafnvel þannig að stórsér á því. En það var ekki bara vegna þess hve andlit Lees var áþreifanlegt að við fundum fyrir návist hans. Listin og hann vora eitt og hið sama. Kraftmiklir pens- ildrættirnir, hrynjandi formanna, djarflegt litrófið, yfirþyrmandi lífsfjörið sem birtist í sjálfri máluninni: allt kom þetta manni fyrir sjónir ekki ósvipað og listamaðurinn sjálfur. Lee særði fram sjálfan sig í máluninni, bæði líkama og sál. Það hafði raunar alltaf verið markmið hans: „svipmót ytra útlits, undravert svipmót ytra útlits“. Þetta vai- einnig það sem hann taldi átrúnaðargoð sitt, André Derain, hafa stefnt að og áorkað í mál- aralist sinni. Leland Bell: Úlla í París, 1978. En hefði áhorfandinn reynt að segja Lee sjálfum að þannig virkuðu sjálfsmyndir hans á hann, segja að þær gæfu til kynna návist lif- andi manneskju með jafn skýram og sárs- aukafullum hætti eins og skúlptúrar Giacom- ettis, að þær töfraðu fram fyrir augliti okkar bæði manninn sjálfan og óendanlega löngun hans til listsköpunar, hefði það verið honum skammgóður vermir. Hugsanlega hefði hann glaðst yfir gullhömranum sem snöggvast, en í rauninni hefði ekkert getað sannfært hann um að honum hefði tekist að leiða verk sín fullkomlega til lykta. Því fyrir Leland Bell var málaralistin ævinlega orasta án sigurveg- ara. Mér fannst að ég gæti ekki minnst á þessa endurkomu Lees inn í herbergið við Úllu, jafnvel þótt ég væri sannfærður um að við skynjuðum hana bæði. Þessi yfirmáta sjálf- stæða og íðilsnjalla listakona var eins harðgift 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.