Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Blaðsíða 15
Myndin er frá verkamannauppreisninni miklu í París 1871. Þarna hafa byltingarmenn velt styttu af Napóleon I um koll, en hann vartalinn tákn hins gamla samfélags. Stjórnleysingjar myrtu Alexander II Rússakeisara veturinn 1881 og stjórnaði kennslukonan Soffia Petrovskaja árásinni sem gerð var með tveimur sprengjum. Myndin var gerð eftir lýsing- um sjónarvotta. kyrrir og þagað þegar keisarinn var hylltur af þingheimi í tilefni af opnun nýs þinghúss. Þá hafi komið til hávaða og ryskinga er þingmenn ávítuðu sósíalista fyrir framferðið. Slíkar uppákomur lýsa vel þeÚTÍ toi'tryggni sem íhaldsþingmenn og fleiri báiu til sósíalista. Menn vissu ekki hve heilir sósíalistar voru í því vinna að umbótum samfélagsins án beinnar valdbeitingar. Minnstu vandlætingartilburðir þeirra í gai'ð valdhafanna gátu því komið miklu af stað. Þau sjónarmið komu fram að sósíalistar væru vanþakklátir þeim er vildu gera þeim vel. Arið 1880 greindi Isafold frá því að frönsk stjómvöld hefðu kosið að náða upphlaupsmenn- ina frá árum Parísar-kommúnunnar sem höfðu verið dæmdir í útlegð. Blaðið minntist á einn út- lagann, Rochefort „alræmdan æsingasegg" eins og sagði í blaðinu. Eftir náðunina hafi Rochefort ekki látið segjast og hafið sitt fyrra byltingar- starf og einkum ráðist gegn þeim manni sem átti drýgstan þátt í að náða hann, Léon Gam- betta forseta. Það fannst blaðinu ómakiegt af Rochefort. Lesendur ísafoldar fengu áþekk vamaðarorð gegn þýskum sósíalistum árið 1890 þegai- blaðið birti viðtal við Otto von Bismarck í íslenskri þýðingu. Þá var hann sestur í helgan stein eftir deilurnar við Vilhjálm II. keisara. Bismarck lýsti yfir gremju með afnám sósíal- istalaganna því hann taldi sósíalista hættuleg- ustu ógn sem að Þýskalandi steðjaði. Bismai-ck beindi orðum sínum einnig að verkalýðsstéttinni og taldi sig sjá ýmsai- blikur á lofti yrði ekki gripið inn í. Hann sagði í þýðingu Isafoldar, „því lengur sem dregið er að taka til óhjákvæmilegra hömluráða því blóðugri verða leikslokin“. Af þessu má ljóst vera að íslenskir lesendur fengu neikvæða mynd af byltingarmönnunum sem reyndu að bæta hag alþýðunnai- í Evrópu á seinni helmingi 19. aldar. Varað við byltingaröf lum Varnaðarorð Bismarcks vom svo sem engin nýmæli. Þjóðólfur, ísafold og Skímir birtu af og til fréttir af því hvemig sósíalistar í útlöndum æstu verkalýðinn upp í allskyns ólæti og upp- reisnir gegn eignastéttum og yfirvöldum. Isa- fold sagði til dæmis frá því árið 1886 hvemig „forustugarpar" sósíalista á Englandi eggjuðu verkamenn í Lundúnum eftir baráttufund á Trafalgartorgi til að sækja ríkisbubbanna í West-End heim og skemma sem mest af eigum þeirra. ísafold hélt sig enn við ástandið í Lund- únum árið 1889 og sagði verkalýðinn hafa geng- ið í mikilli „prósessíu" um borgina „en byltinga- postulum dillað og þykir gaman að vaða í sílinu, þegar svo ber undir“, eins og blaðið komst svo skemmtilega að orði. Sósíalistar vora einnig nefndir til ábyrgðar fyrir óeirðum annars staðar og víða gekk mikið á. Árið 1886 greindi ísafold frá óróa við námum- ar í Décazville í Frakklandi. ísafold sagði frönsk stjómvöld hafa staðið sig illa og sýnt forsprökk- um verkfallsins linkind. ísafold sagði frekju- flokkinn, þ.e.a.s. sósíalista hafa haldið uppi vöm- um fyrir verkfallið í þinginu og komið til námafólksins til „að æsa það og eggja“. Það gætti svipaðrar afstöðu til sósíalista í frásögn Isafoldar af verkfalli í París 1888. Blaðið sagði vinnuveitendur hafa synjað kaupkröfum al- mennings „en því fylgdu ærslafundir með for- ustu byltinga gaipanna" eins og komist var að orði í blaðinu. Isafold birti ekki eingöngu fréttir af ólátum í Evrópu. Árið 1886 sagði blaðið ís- kyggilegar fréttir berast af verkfollum og róst: um frá ýmsum borgum í Bandaríkjunum. I þessu sambandi er athyglisvert að blaðið kenndi evrópskum innflytjendum um ástandið en ekki heimamönnum. Blaðið sagði sósíalista og aðra byltingarmenn sem ekki hafi verið vært í Evrópu bera ábyrgðina. Isafold skýrði ekki hvers vegna verkföll væru óæskileg og þau bæri að forðast. Frásagnir Skírnis byggðust meira á slíkum skýringum. Þar kom fram að verkföll væra samfélaginu hættuleg ef þeim og samtakamætti fjöldans væri ekki beitt með skynsamlegri fyrirhyggju. í þessu skyni greindi Skímir frá langvinnu verk- falli enskra jámsmiða í fréttaannál um árið 1898. Skírnir sagði verkfallið skapa hættu á því að enskar smiðjur misstu markaði sína í hend- urnar á Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum, eigendum smiðjanna til mikils tjóns. Það gengu mikil verkföll yfir Evrópu og N- Ameríku á seinustu áram 19. aldar. Verkalýðs- hreyfmgunni óx kraftur og þor og sótti fast í þau réttindi sem borgarastéttin hafði víðast áunnið sér fyrr á öldinni. Hið iðnvædda England fór ekki varhluta af þeirri þróun. Árið 1889 sagði Þjóðólfur frá verkfalli hafnarverkamanna í Lundúnum. Blaðið sagði verkfallið kjaftshögg fyrir borgina því þangað kæmu 216 skip á dag eða 79.000 þús á ári og væri skipað út vörum íyr- ir um 4000 milljónir ki-óna á ári. Árið 1903 flutti Þjóðólfur fréttir af víðtæku verkfalli í Hollandi og tilraunum stjómvalda þar til að setja lögbann á það. Blaðið sagði verkfallið hafa reynst þýð- ingarlaust og ekki hafa orðið til annars en valda tjóni upp á um 10.000 gyllini. Þessum nákvæmu tölum var sennilega ætlað að sannfæra lesendur um skaðsemi verkfalla. Sjálfsagt hefur Þjóðólfur ekki talið vanþörf á því og álitið slík skrif fyrirbyggjandi. Þau viðhorf komu nefnilega fram í blaðinu að hinn útlendi verkalýður gerði sér ekki grein fyrir skaðsemi verkfalla. I þessu tilliti má vísa í frétt blaðsins frá árinu 1905 af verkfalli kolanámumanna í- Westfalen í Þýskalandi. í fréttinni kom fram að vinnuveitendur gætu ekki sinnt kröfum verk- fallsmannanna og skoraðu þeir því á þá að taka aftur til starfa, annars yrði að flytja inn ensk kol. Blaðið sagði námamönnum náttúralega sama um það „en stjórnin er það aptur á móti ekki og íyrir því hefur hún reynt að miðla rnálum". Eins og sagði í blaðinu. Þessa skilnings á vanda stjómvalda gætti líka í Skfrni. Ritið sagði Gro- ver Cleveland Bandaríkjaforseta hafa gripið í taumana í miklu verkfalli járnbrautastarfs- manna og sent sambandsherinn á vettvang til að koma á röð og reglu: „congression veitti for- setanum eindregið fylgi, og greiddi honum þakklætisatkvæði með öllum atkvæðum gegn 25“, sagði Skfrnir um gildi þessarar ákvörðunar í fréttaannál um árið 1894. Fréttir af verkföllum úti í heimi gátu verið mun æsilegri. Árið 1880 flutti Skfrnir fréttir af miklum róstum í Ósló sem þá nefndist Kristjan- ía. Róstumar hófust eftir að verksmiðjueigandi nokkur hafði neitað stai-fsfólki sínu um kaup- hækkun. I kjölfarið hefði orðið að kalla út vopn- að lið almennra löggæslumanna og hermanna. Það vantaði oft ekki stóryrðin í fréttaflutninginn af slíkum atburðum. Árið 1886 sagði ísafold að þriðjungur Belgíu væri í uppnámi vegna upp- þota verkalýðsins. Blaðið sagði óðan skríl fara þúsundum saman um landið. Skríllinn „rændi og raplaði, braut og bramlaði hvað sem fyrir varð“. Eins og komist var að orði í blaðinu. Af fréttunum í Þjóðólfi árið 1890 mátti ætla að stríðsástand væri í Evrópu. Blaðið sagði herlið víða hafa orðið að skakka leikinn til að forða upplausn, sérstaklega hefði ástandið verið slæmt í Þýskalandi, Austurríki og á Spáni. Samúð með réttinda- baráttu verkalýðsins Fréttirnar vora líka dálítið á öðram nótum og gætti stundum samúðar með verkamönnum. Það kom fram í Þjóðólfi árið 1891 að íslending- um væri skylt að hugleiða það líf sem verka- mönnum byðist í útlöndum. Blaðið sagði ævi þeirra að jafnaði styttri en annarra. Það orsak- aðist af ýmsu, svo sem mikilli áreynslu, slæmu viðurværi, lélegri aðhlynningu og tíðum slysum. Þjóðólfur hafði kveðið harðar að orði árið 1887 þegar blaðið sagði að ómögulegt væri að komast hjá byltingum yrði ekki reynt að bæta hin slæmu kjör verkalýðsins. Blaðið lét þau orð falla vegna tíðra frétta af verkfóllum í Belgíu að eitt- hvað mikið hlyti að vera að í landinu. „Margir tugir þúsunda af fólki lifir þar í kolanámum og verksmiðjum ævi, sem er verri en hundalíf1, sagði í blaðinu. Hugleiðingar Gunnsteins Eyj- ólfssonar voru af svipuðum meiði. Árið 1894 skrifaði hann grein í Þjóðólf um verkalýðsbar- áttuna vestanhafs, „Ástandið í Ameríku“. Hann afsakaði harkalegar verkfallsaðgerðir þar og sagði erfiðleikana sem hlytust af atvinnumissi eða ónógum launum gera fólk stjómlaust. í því sambandi fannst honum mikilvægt að fólk áttaði sig á því að fantar og illmenni sem ekki vildu koma öðra til leiðar en illvirkjum og manndráp- um færu á kreik við slíkar aðstæður og kæmu óorði á verkafólk. Kveikjan að þessum skrifum Gunnsteins Eyjólfssonar var verkfall jám- brautastarfsmanna sem minnst er á að framan. Það verkfall fór víst úr böndunum. Það kemur fram í skrifunum að forsprökkum verkfallsins hafi ofboðið svo ofbeldið sem því íylgdi að þeir hefðu sannfærst um að einasta leiðin til að bæta hag verkalýðsins væri að hafa áhrif á löggjöfina. Það var ekki sama hvert landið var. Þjóðum var misjafnlega treystandi til að bæta hag verkalýðsins eftir hinum „löglegu“ leiðum. I þessu tilliti höfðu Englendingar mest traust. Skírnir sagði sjálfstæði enskra verkamanna standa á gömlum merg og hefði vald þeirra farið vaxandi og væri nú svo komið að þeir semdu við húsbændur sína eins og stórveldi. Þau viðhorf vora ríkjandi í Skfrni að verkalýðsfélög í Eng- landi væra traustari og ábyggilegri og því síður líkleg til að eiga þátt í umbyltingum samfélags- ins en verkalýðsfélög annarra landa. Árið 1887 ílutti Skírnir fregnir af fundi ensku verkalýðsfé- laganna í Hull. Skírnir sagði niðurstöðu fundar- ins vera þá að félögin hefðu ítrekað fyrri stefnu- mið sín að sækja baráttumál sín fram með lögum og löglegum aðferðum. Árið 1883 sagði í fréttaannál Skfrnis hvemig verkalýðsfélögin á Englandi skiptust í sam- vinnufélög, (co-operatives) og einstök félög verka og iðnaðarmanna, (trade-unions). Skírnir taldi Englendinga hafa náð lengst í „að bæta kjör sín, enda hafa þeir lært betur en aðrir að leggja lið sitt og krapta saman, og þeir vita öll- um öðram betur, hverju orka má með samheldi og þrautgæði". Eins og komist var að orði. Skrifin um verkalýðshreyfinguna á meginland- inu vora öllu neikvæðari. í því sambandi var at- hyglinni beint að stöðunni í Þýskalandi. Fyrir árið 1891 gat að líta þá fullyrðingu í fréttaannál Skfrnis að þýskur verkalýður treysti alfarið á þingið og stjórnina til að bæta kjör sín en ekki á eigin samtakamátt eins og verkalýðurinn í Eng- landi. Orðin lýsa vel því ástandi sem ríkti í Þýska- landi á þessum tfrna. Umbótastefna Vilhjálms II var í burðarliðnum. Honum var umhugað um að bæta kjör verkalýðsins í landinu og vildi hann gera verkafólk þess umkomið að ákveða sjálft um eigin mál. Bismarck ríkiskanslari gat ekki sætt sig við þessa steftiu og dró sig í hlé. í skjóli Vilhjálms I, hafði hann beitt öðrum aðferðum, haldið verklýðshreyfingunni í skefjum og vald- boðið verkalýðnum ýmis réttindi, svo sem sjúki-atryggingar 1883 og ellilífeyii 1889. Skírn- ir kallaði þetta ríkissósíalisma og sagði stefnuna í eðli sínu líkjast öðrum sósíalisma nema hvað ekki þyrfti að byrja frá granni og koma á nýrri þegnskipan. Á meginlandi Evrópu var það helst verkalýðshreyfingin í Sviss sem taldist til fyrir- myndai-. Þjóðólfur birti grein um skipulag verkalýðshreyfingarinnar í landinu og var þar allt sagt með öðra sniði en annarsstaðar þekkt- ist. Blaðið benti á fleiri atriði sem ætti að hrósa Svisslendingum fyrir. Þeir hefðu t.d. lagt grann- inn að póstsamgöngum Evrópu og hýstu ýmis alþjóðasamtök. Ekki er ætlunin að gera lítið úr þessu hrósi í garð Svisslendinga. Þó er ekki úr vegi að staldra aðeins við og leiða hugann að ákveðinni land- fræðilegri nauðhyggju sem virðist skína tölu- vert í gegn um skrif ísafoldar, Þjóðólfs og Skímis. Samkvæmt þessari nauðhyggju mótuð- ust þjóðirnar af því umhverfi sem þær bjuggu við og skapaði það ákveðið þjóðareðli eða „kar- akter“. Var þá freistað að tengja atburði í hverju landi við þjóðareðlið. Sérstaklega var þessi land: fræðilega nauðhyggja áberandi í Skfrni. í fréttaannál sínum árið 1880 fjallaði Skímir um stjómmálaþróunina í Frakklandi og sagði breytingamar í landinu hafa verið hraðar á und- anförnum áratugum. En það átti sínar skýring- ar því í annálnum sagði, „Það er alkunnugt um Frakka, að þeir era bráðir á sjer, og ætla, að mart megi verða bráðgerðara enn orðið getur“. I Skfrni hafði rússneskum bændum verið svo lýst árið 1887; þeir væra „fávísir og engum fróð- leik sinnandi. Þar að auki sje þeir latir til vinnu“. Glöggur lesandi gat dregið ályktanir af þessu og sagt að hið hörmulega ástand í landinu væri óumflýjanlegt. Nauðhyggjan gat villt mönnum sýn og gert þá glámskyggna á það sem gerðist. í fréttaannál árið 1887 greindi Skfrnir frá óeirð- um verkamanna í Hollandi. Atburðimir vora sagði koma á óvart, „því Hollendingar era sízt hvatabússar, en seinir á sjer og silakeppslegir, og því hafa menn sagt þeim allt annað betur lag- ið, enn upphlaup og byltingar". Nýir tímar í nánd Fréttirnar af verkföllunum úti í heimi höfðu stundum á sér jákvæðan blæ í ísafold, Þjóðólfi og Skfrni. Þar má helst nefna frásagnir af sam- hjálp og samskotum sem verkalýðsfélögin stóðu að handa félagsmönnum sínum í langvinnum verkfollum. Árið 1885 sagði Þjóðólfur frá miklu verkfalli jámsmiða í Danmörku. Blaðið sagði fé- lög verkamanna í landinu „veita þeim forsorg- unarstyrk, er verklausir era, og er það geysi- mikið fé“. Stundum komu peningamir lengra að. Isafold greindi frá langvinnu verkfalli enskra iðnverkamanna árið 1898 og sagði verk- fallsmennina hafa fengið fjárstuðning erlendis frá, svo sem frá Kanada og Ástrah'u. Stuðning- urinn hefði gert þeim kleift að halda verkfallið út. Það vora ekki bara verkfoll sem komu slíku af stað. Þjóðólfur flutti af því fréttir árið 1905 að um 17.000 málmiðnaðarmenn hefðu orðið at- vinnulausir í Svíþjóð eftir að atvinnurekendur neituðu að ganga að kröfum þeirra. Þá hefðu norsk verkalýðsfélög veitt þeim fjárstuðning. Þess konar fréttir hlutu að vega á móti því of- beldi og upplausnarástandi sem annars fór af verkföllum og verkfallsaðgerðum úti í heimi. Ýmsir hér á landi hafa því eflaust litið til verka- lýðssamtaka með velþóknun og talið þau hafa hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. En það tók sinn tíma. Breytingamar lágu þó í loftinu, sí- fellt fleiri gerðust óbreyttir daglaunamenn eftir því sem samfélagið breyttist. Verkalýðsfélög og verkalýðsflokkar áttu því erindi í íslenskt sam- félag sem úti í hinum stóra heimi. Framan hafa þó fréttimar af róstum og uppgangi verkalýðs- hreyfinga og verkalýðsflokka út um lönd haft neikvæð áhrif á íslenska, fæstir höfðu komið til útlanda og gátu því ekki sett sig í spor fólksins sem svo kröftuglega barðist fyrir rétti sínum. Þeir sem skrifuðu fréttirnir vora margir hverjir sigldir en þeir höfðu aðra lífsýn en forvígismenn verkalýðsins úti um álfur Þeir aðhylltust svok- allaða frjálslyndisstefnu, eða liberalisma. Þeir sem fylgdu þessari stefnu voru undir miklum áhrifum frá frönsku stjómarbyltingunni 1789. Þeir börðust fyrir þingræði og setningu stjórn- arskrár, auknu atvinnufrelsi og afnámi gamalla sérréttinda. Þessi stefnumál vora í anda ný- frjálsrar borgarastéttar sem leit á hinn gamla aðal sem dragbít á framfarir í samfélaginu. Þeg- ar komið var fram yfir miðja síðustu öld hafði borgarastéttin komið ári sinni vel fyrir borði í flestum löndum Vestur-Evrópu. Þá var komin ný stétt fram á sjónarsviðið, verkalýðsstétt sem tók upp ýmis fyrri stefnumál borgarastéttarinn- ar og aðlagaði kröfum sínum. Sú þróun tók tíma á Islandi, bæði vantaði samfélagslegar forsend- ur, vistarbandið var ekki afnumið fyrr en árið 1894 eins og rakið hefur verið framan, einnig virðist neikvæður fréttaflutningur af starfsemi verkalýðsfélaga og verkalýðsflokka erlendis hafa haft sín áhrif. Dæmi vora um neikvæðan fréttaflutning eins og rakið hefur verið. Ýmsar blikur voru þó á lofti og má í því tillitá nefna stofnun Alþýðublaðsins árið 1906 að framkvæði Péturs G. Guðmundssonar bókbindara og Ágústs Jósefssonar prentara. Þá hafði íslensk alþýða eignast eigið málgagn, málgagn sem hafði það að markmiði að flytja sem bestar og mestar fregnir og fréttir af verkalýðsbaráttunni utan úr heimi. Höfundurinn er sagnfræðingur og kennari í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.