Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Blaðsíða 16
MYNDLI$TIN VIRKJUP A MARGVISLEGAN MATA í ORKUSTÖÐVUM List í orkustöðvum er yfirskrift myndlistarsýn- inga í Ljósafossvirkjun og Laxárvirkjun, sem Félag íslenskra myndlistar- manna stendur að. Sýningin að Ljósafossi verður opnuð í dag kl. 14, en sýningin í Laxár- stöð 16. júní. FRÍÐA BJÖRKINGVARSDÓTTIR ræddi við Guðbjörgu Lind Jónsdóttur, formann FIM, og þær Jóhönnu Þórðardóttur og Grétu Mjöll Bjarnadóttur um þetta áhugaverða verk- efni. Morgunblaðið/Þorkelí Hluti þeirra listamanna sem eiga verk é sýningunni „List í orkustöóvum" i Ljósafossvirkjun. ELSTA myndlistarfélag lands- ins, Félag íslenskra mynd- listarmanna, stendur um þess- ar mundir að viðamiklu sýningarverkefni sem er framlag þeirra til dagskrár- innar Reykjavík - menningar- borg Evrópu árið 2000. Um er að ræða tvær tengdar sýningar í orkustöðv- um Landsvirkjunar að Ljósafossi við Sogið og Laxárstöð í Aðaldal. 1 samtali við blaðamann sagði Guðbjörg Lind Jónsdóttir framkvæmdastjóri sýning- arinnar og formaður félagsins að verkefnið væri unnið í samráði við Landsvirkjun, en það hefði einnig fengið mjög góðar undir- tektir hjá þeim sem skipuleggja menningar- árið. Salir í stöðvarhúsi þjóna nú nýju hlutverki Sýningarrýmin í Ljósafossvirkjun eru meðal annars í stöðvarhúsinu, en þar eru tveir stórir salir sem áður hýstu rafspenna og aflrofa og þjóna nú nýju hlutverki í þágu myndlistarinnar. Einnig eru verk úti í nátt- úrunni í kringum stöðina og í stífluvegg þar sem myndast frekar hrá, en skemmtileg rými sem þrír listamenn hafa unnið verk inn í. Að sögn Guðbjargar var verkefnið undir- búið þannig að það var auglýst til umsóknar innan félagsins og síðan völdu þeir Aðal- steinn Ingólfsson og Jón Proppé úr þeim umsóknum sem bárust, en þær voru um fjörutíu. Listamennimir heimsóttu síðan stöðvarnar og völdu sér rými til að vinna með, en sú vinna hefur staðið frá síðasta hausti svo þetta hefur átt sér langan aðdrag- anda. Rýmin fyrir norðan heiðar eru líka mjög sérstök, en þau eru í orkustöð sem er sprengd inn í gljúfurvegg í farvegi Laxár. Þar eru höggnir klettaveggir í mjög sér- kennilegu rými sem ekki var nýtt undir véla- samstæður þegar horfið var frá því að fylla Morgunblaðið/Þorkell Verkið „(T)aflstöðvar“, eftir Onnu Jóu, Laxárdalinn af vatni. Öll verkin standa því í raun í salarkynnum eða á stöðum sem áttu að þjóna öðrum til- gangi en þeim að hýsa list, þó vel hafi tekist að samhæfa listina og þetta óvenjulega um- hverfi. Sem dæmi um bein tengsl umhverfis- ins og verks bendir Guðbjörg á verk Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá sem unnið er inn í þann stað sem vélasamstæðunni var áður ætlaður í Laxárstöð, en verkið byggist á örnefnum er tengjast vatni, svo sem lækjum, fossum, vötnum og laugum. Samræða á milli mann- virkjanna og listarinnar Þar sem þema menningarborgarinnar er „menning og náttúra" var ekki úr vegi að færa sýningarnar út fyrir borgarmörkin, en Guðbjörg segir tilganginn með vinnu lista- mannanna kannski fyrst og fremst þann að skapa áhugaverða samræðu á milli mannvirkjanna og listarinnar. Aðspurð um þá hugmyndafræði sem iiggi að baki verkunum og hvort beinlínis sé verið að vinna með samspil orkugjafanna og um- hverfisins, segir Guðbjörg listamennina hafa fundið sér mjög ólíkar leiðir til að nálgast efnið. Sumir vinna beint með rafmagn og nota ljósleiðara eins og Ilmur María Stefáns- dóttir; aðrir eins og Eyjólfur Einarsson nota hefðbundari efnivið málverksins, þar sem hringekja verður tákn hreyfilsins í orkuvinn- slunni; verk Guðrúnar Gunnarsdóttur er unnið úr vírum sem bæði vísa til hæðarlína í landi og minna á spennu; og Gunnar Örn myndgerir orkuna í huglægum skilningi í verki sínu „Andlegt ferðalag" þar sem her- bergi eru færð í ákveðinn lit sem andlegar orkustöðvar, svo einhver dæmi séu nefnd. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 3. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.