Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.2000, Blaðsíða 8
STANLEY OG STIFTAMTMAÐU R
SKIPTAST A GÖNGUSTÖFUM
EFTIR ELSU E. GUDJÓNSSON
„Á leiðinni þótti honum
ekki nóg að hgfg gefið
mér silfurskálina, og það
sem með henni var. Því
þegar hann sá mig
ganga við gildan eikar-
lurk krafóist hann að fá
að skipta á honum og
snotrum reyrstaf með
gyl Itum silfurhúni.. ." Svo
segir Stanley um 1" íeim-
sóknina að Innra-Hólmi
23. ágúst 1789.
Sumarið 1789 ferðaðist John
Thomas Stanley, síðar lávarð-
ur, um ísland með nokkru
föruneyti.1 Kynntist hann þá
meðal annars Ólafi Stephen-
sen stiftamtmanni og heim-
sótti hann að Innra-Hólmi 23.
ágúst, skömmu fyrir brottför
sína. Fór hann sjóleiðina frá Reykjavík að
Innra-Hólmi á skipsbáti briggskipsins
Johns, sem hann hafði tekið á leigu til Islan-
dsferðarinnar, og með í heimsókninni voru
Wright, læknir leiðangursins, Crawford,
meðeigandi að skipinu' og nokkrir ónafn-
greindir hásetar.
Wright segir svo frá, í þýðingu Steindórs
Steindórssonar:
„Ólafur Stephensen tók á móti okkur í
skarlatsrauðum viðhafnarbúningi, með hin-
um yngri sonum sínum [Birni og Stefáni].
Stanley, stiftamtmaöurinn og fylgdarlid á Innra-hólml. Vatnslitamynd eftir Edward Dayes frá 1790-91.
Hann hafði margar gjafir til reiðu handa
Stanley; spæni, heyhrip, ljá o.fl. en miklu
dýrmætasta gjöfin var forkunnar fagur silf-
urbolli með skrautkerslögun, var hann með
rósabekk efst og nöfnum konu hans og
barna. Einnig voru þar nokkrir náttúrugrip-
ir þar á meðal stór surtarbrandsflaga. Stan-
ley færði honum og hinni fögru dóttur hans
og sonum gjafir. Þegar við vorum í þann
mund að kveðja kom elsti sonur hans
[Magnús] ásamt konu sinni. ,..“3
Stanley bætir meðal annars við frásögn
Wrights, í þýðingu Steindórs Steindórsson-
ar:
„Á leiðinni til sjávar þótti honum [þ. e.
stiftamtmanni; innsk. höf.] ekki nóg að hafa
gefið mér silfurskálina, og það sem með
henni var. Því að þegar hann sá mig ganga
LÖGMÁLOG FAGNAÐARERINDIII
Tl L VONAR OG VARA
EFTIR SKÚLA S. ÓLAFSSON
Eðlilega hefur þúsund ára af-
mæli kristnitökunnar á ís-
landi vakið upp spurningar
um þátt kristinnar menning-
ar í samfélaginu. í greinum
sínum hér í Lesbók Morgun-
blaðsins hefur Gunnar Her-
sveinn heimspekingur velt
þessum málum fyrir sér og þá aðallega
beint sjónum sínum að friðarboðskap Bi-
blíunnar. Ég hef leitast við að svara spurn-
ingum hans. í fyrri greininni andmælti ég
þeirri skoðun að kristin trú væri í andstöðu
við það umburðarlyndi sem þjóðir heims
vildu að ríkti sín á milli. Hér mun ég svo
bregðast við þeirri staðhæfingu sem sett er
fram í síðari grein Gunnars (29/4) að kær-
leiksboðskapur Krists sé andstæður þeim
lögmálum sem ríkja í samskiptum manna
og þjóða.
Ástin og óttinn
Lokaorð fyrri greinar Gunnars voru á þá
leið að íslendingar lifðu í mótsögninni. Með
því átti hann við að ósamræmi væri á milli
kenninga Krists og leikreglna samfélags-
ins, með vísan til samþykkta Sameinuðu
þjóðanna. Eins og fram kom í viðbrögðum
mínum við henni er þetta harður dómur því
segja má um þann sem lifir í mótsögn að
hann dæmi sjálfur boðskap sinn ómerkan.
Andstætt skoðun Gunnars hélt ég því fram
að rökrétt samband væri á milli kristins
boðskapar og þeirra grundvallar mannrétt-
inda sem við viljum að séu við lýði í heimin-
um.
í síðari greininni útfærir Gunnar staðhæf-
ingu sína nánar en í það skiptið eru and-
stæðurnar ekki friðarboðskapur Biblíunnar
og ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú virð-
ist ósamræmið liggja í því að hinn kristni
heimur hafni þeirri speki sem hann hafi í
öðru orðinu játast undir. Kærleiksboðskap-
ur Krists nýtur í þetta skiptið meira sann-
mælis og stendur ekki lengur sem andstæða
umburðarlyndis. Að mati Gunnars er mót-
sögnin þvert á móti þessi: „Heimurinn hafn-
ar þessari speki, þótt einstaklingar játi hana
í orði. Einstaklingar hlýða ekki boðorðinu/
lögmálinu sem þeir aðhyllast og ekki spek-
inni sem fornir lærifeður hafa gefið hverri
þjóð, sem í kristni er orðað í tvíþætta kær-
leiksboðorðinu og gullnu reglunni." Kær-
leiksboðskapur Krists er ekki forsenda frið-
ar í samfélögum okkar. Óttinn er miklu
fremur grundvöllur hans.
Hið fallna
og hið fullkomna
Þessi afstaða þykir mér öllu bitastæðari
þeirri sem birtist í fyrri greininni. Allar göt-
ur frá því að kristin trú varð ríkistrú í
Rómaveldi hafa menn reynt að finna rök
fyrir valdbeitingu ríkisins með hliðsjón af
kenningum Krists. Gunnar vekur því máls á
gömlu þrætuepli kristinna manna og mætti
fylla heilu salina með skrifum kirkjufeðra,
skólaspekinga, siðbreytingarmanna og guð-
fræðinga nútímans um þessi sömu mál. Slíkt
þarf heldur ekki að undrast því hér er kom-
ið að kjarna kristinnar trúar. Hvernig getur
kristinn maður lifað í föllnum heimi en upp-
fyllt engu að síður þær kröfur sem trúin
gerir til hans?
Heimsmynd kristinnar trúar er enn sem
fyrr mikilvægust í þessari umræðu. Hvaða
heildarsýn hefur Biblían á manninn og um-
hverfi hans? Ólíkt flestum öðrum trúarritum
skoðar Biblían heiminn í björtu ljósi. Hann
er skapaður af góðum Guði sem fellir þann
dóm yfir sköpunarverki sínu að það sé
„harla gott“ eins og segir í upphafskafla
fyrstu Mósebókar. Þessi afstaða hefur verið
kristnum mönnum dýrmætt vegarnesti. Þeir
líta ekki á umhverfi sitt sem illt í eðli sínu,
né eiga þeir sér það markmið að losna úr
viðjum líkama síns og sameinast einhverju
sem „ekki er af þessum heimi“. Þvert á móti
er hið ásættanlega ástand það að heimurinn
lifi í fullkomnu samfélagi við skapara sinn.
Slíku samfélagi er hins vegar ekki að
heilsa. Biblían talar hér um „syndafall" sem
orðað er með sögunni af Adam og Evu -
þegar eigingirni mannsins varð ást hans á
Guði yfirsterkari. Heimurinn er fallinn frá
tilgangi sínum, maðurinn er sundraður frá
Guði sínum. Hann lætur ekki kærleikann
stýra gjörðum sínum, heldur leitast hann
stöðugt við að einangra sig frá honum.
Hann þráir það helst að sitja sjálfur í sæti
Guðs.
Þessar tvær hliðar mannlegs lífs móta af-
stöðu kristinna manna til umhverfis síns.
Þeir eygja þá von að hið fullkomna samband
manns og Guðs ríki á nýjan leik. í þeim
heimi ríkir fegurðin ein, óttinn og hatrið eru
ekki lengur til staðar. Hinn fallni heimur
sem við lifum í krefst hins vegar strangara
lögmáls. Kærleikurinn ræður þar ekki einn
ríkjum - óttinn er í mörgum tilvikum hon-
um yfirsterkari.
Hvergi fá þessar hugmyndir annað eins
vægi og í guðfræði Marteins Lúthers. Skoða
má upphaf andstöðu hans gegn ríkjandi
hugmyndum kirkjunnar sem andóf við því
að menn rugluðu saman þessu tvennu, fyrir-
heitum Guðs til mannsins og reglum í mann-
legum samfélögum. Lúther hafnaði því að
yfirfæra mætti lögmál samfélagsins á sam-
skipti mannsins við Guð. Réttlæti Guðs er,
að hans mati, af öðrum toga en réttlæti
heimsins. Það grundvallast ekki á endur-
gjaldi heldur er það einhliða gjöf Guðs til
mannsins. Heimurinn krefst verka og laun-
ar í samræmi við ágæti þeirra. Maðurinn
steypist hins vegar í hyldýpi samviskukval-
ar ef hann reynir að þóknast Guði með
verkum sínum.
Þá barðist Lúther einnig gegn því að litið
væri svo á að náð Guðs ætti að koma í stað
laga og reglna. Hinn fallni heimur þarf á
lögmálinu að halda, ella þrífast ekki mann-
leg samfélög og grundvöllur kirkjunnar
hrynur.
I framhaldi setti hann fram hina svo köll-
uðu „tveggja ríkja kenningu" sem gengur í
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚNÍ 2000