Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 3
LESBÓK MOIU.l \I!I, VI)SI\S - IMENNLNG LISTIR 22. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Persneskt útlit með andrúmi þúsund og einnar nætur hefur íranski arkitektinn Ali Amoushahi skapað í gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Innrétting- ar hafa verið unnar í fran þar sem fornum, persneskum hefðum er við haldið og vinna við einstaka gripi tók 2 ár. Gísli Sigurðsson leit á húsið og ræddi við Ali Amoushahi, sem býr á íslandi. Dvergasteinar eru sérstakt náttúrufyrirbrigði og finnast á nokkrum stöðum við sjó, en einnig inni í landi, jafnvel á hálendinu. Þeir eru einskonar höggmyndir náttúrunnar og hér hefur eink- um verið litið á stóran dvergasteinareit í ná- grenni Reykjavíkur. Vatnsenda-Rósa hafði oft verið sótt til kvenna í barnsnauð og ákvað að verða fullgild yfirsetukona. Til þess fór hún til Reykjavíkur og nam fræðin hjá landlækni 1835 og stóðst prófið með prýði. Hún þurfti einnig að fá lausamennskuleyfí og varð að „afleggja yfirsetu-konueið" fyrir aukarétti. Um þessa erfiðu upphefð Rósu skrifar Gfsli H. Kolbeins. Héléne Cixous leikritaskáld, skáldsagnahöfundur og fræði- kona, heldur opinn fyrirlestur í boði Háskóia íslands í dag í Odda, stofu 101 kl. 15. Hún mun fjalla um tilurð leikrita sinna í handriti og á sviði Sólarleikhússins í París. Yfir- skriftin er: „Innkoma leikhússins". Irma Erl- ingsdóttir bókmenntafræðingur segir frá ævi og verkum Cixous en Irma vinnur að dokt- orsverkefni undir handleiðslu hennar. FORSÍÐUMYNDIN er af einum hinna fögru dvergasteina á Álfsnesi. Sjá nánar á bis. 10. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. ZBIEGNIEW HERBERT DÆMISAGA UM RÚSSNESKA ÚTLAGA GEIRLAUGUR MAGNÚSSON ÞÝDDI tuttugu eða tuttugu ogeitt komu hingað rússneskir útlagar hávaxnir Jjóshærðir fjarrænt augnaráð draumlíkar konur farfuglar - pískruðum við þegar þeirfóru um torgið sóttu dansleiki aðalsins allir hvísluðu - hvílíkar perlur en þegarljósin slokknuðu stóðu efth’ ráðvillth' stöðugþögn grárra dagblaða aðeins kapallinn gekk upp gítarinn þagnaði utan viðgluggann jafnvel svörtu augun bliknuðu á kvöldin flautaði samóvarinn við brautarstöðina heima eftir nokkur ár var aðeins minnst þriggja þess sem geggjaðist þess sem hengdi sig þeirrar sem karlarnir heimsóttu hinh’ héldu kyrru fyrh’ rykféllu smátt ogsmátt þessa sögu segir mér Nikulás sem skilur gang sögunnar til að skelfa mig þ.e. sannfæra mig Höfundurinn, f. 1924, er eitt af höfuðskóldum Pólverja ó þessari öld. RABB MANNUÐ OG MARKAÐSÖFL Hvítasunnan er allt í einu komin án þess mikið beri á. í sveitinni er hún ávallt tengd sauðburði. Þetta er tíminn þegar lömbin grípa andann á lofti í orðsins fyllstu merkingu. Þama liggja þau á jörðinni sem dauð, taka síðan skyndi- lega snöggan kipp og byrja að anda eins og ekkert sé eðlilegra. Líkt og vélin sem bíður eftir neistanum sem setur gangverkið af stað. Þótt hvítasunnan sé sjaldnast túlkuð sem hátíð andans lífgefandi í sköpunar- verkinu er það engin fjarstæða og ætti vel við hér á landi. íslensk trúarhefð er á ýms- an hátt afar sérstæð þótt enginn hafi enn- þá gert sér far um að skilgreina hana til hlítar. I þeirri hefð er í það minnsta eitt megin- atriði sem markar henni sérstöðu. Það er kristindómur hins litla samfélags heima fyrir, án mikilla eða brýnna tengsla við kirkjuhúsið. Séra Árni Þórarinsson segist í „Fögru mannlífi" ævinlega hafa hlakkað til hús- lestranna sem barn, það átti reyndar einn- ig við um annan upplestur í baðstofunni. Húslestramir, eitt sterkasta einkenni lúth- erskrar kristni, voru miðstöð trúar og menningar. Og sem betur fer átti þjóðin því láni að fagna að eiga húslestrarbækur á heimsmælikvarða hvað efni, framsetningu og málfar snertir, má þar nefna Vídalíns- postillu frá barokktímanum og Mynsters- hugleiðingar frá rómantíska tímabilinu. Kringum bókina og lesarann sat lítill hópur á hverjum bæ. Baðstofan var hin eiginlega kirkja í strjálbýlu landi án þorpa og vega. Við þessar aðstæður þróaðist sér- stæð íslensk kristni fjarri kirkjuhúsinu, í þröngum hópi húsbænda og hjúa, gesta og gamalmenna. Þar gegndi kirkjuhúsið öðm hlutverki en víðast hvar annars staðar í álf- unni. En hún var á sínum stað, stássstofa sveitarinnar. Þessi samfélagsmynd kernur mér í hug núna þegar svo mikið er talað um and- stæðu þessa nána samfélags, ekki hvað síst hér á landi: hnattvæðinguna, sem fer eins og eldur í sinu um heiminn, drifin áfram af markaðshyggju samtímans ásamt framför- um í vísindum og tækni. Markaðshyggjan hefur aukið hagsæld manna víða, meðal annars hér á landi en hún hefur sneitt hjá sumum svæðum heimsins og fært öðrum litla hamingju, má nefna Afríku í því sambandi. Hnattvæðingin veldur því að stór mark- aðssvæði verða til og hún valtar því yfir menningarsvæði þar sem hennar gætir að marki. Það er því engin furða að vart verði talsverðrar andstöðu við þessa þróun víða um heim, bæði meðvitaðrar og ómeðvitaðr- ar. Því til sönnunar má benda á fyrirbæri sem flestir kannast við úr heimsfréttum: 1) afturhvarf til þjóðlegra sérkenna, sem á ekki hvað síst við um samfélög sem þurfa að finna sér nýja sjálfsmynd eftir fall marxismans, 2) afturhvarf til lífshátta fyrri tíma, fyi’ir tíma hnattvæðingar, sem sumir nefna frumstæðishyggju. Málið snýst um togstreitu milli markaðs- aflanna sem njóta brautai-gengis al- þjóðlegra stofnana og fyrirtækja annars vegar en hins vegar fólksins heima fyrir. Hnattvæðingin er ekki náttúrulögmál heldur mannlegt fyrirbæri, fundin upp af mönnum. Það er því einnig á ábyrgð mannsins að hafa áhrif á framvindu henn- ar. Margir hafa bent á að trúarbrögðin hafi hér miklu hlutverki að gegna. Sérhver maður á sér rætur í einhverju samfélagi þar sem hann fær að njóta sín sem mann- eskja. Á tímum hnattvæðingar er það eitt mikilvægasta hlutverk trúarbragðanna að vinna sameiginlega að bættum heimi. Þau búa manninum ákveðinn hugmyndaheim, setja tilvist hans í merkingarbært sam- hengi frá vöggu til grafar og enn lengur; þau eru grunnur undir lífsviðhorf og sið- ferðislega breytni einstaklinga, samfélaga og þjóða. Þetta á ekki hvað síst við um heimstrúarbrögðin. í þeim öllum skiptir samfélagið miklu máli. Opið og fjölþætt, litríkt og skapandi samfélag ætti einnig, og alveg sérstaklega, að vera á stefnuskrá kirkjunnar. Hún byggir á hefð frumkirkjunnar þar sem allir eru eitt og ekki er farið í manngreinarálit, þar sem hvorki er „Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona“. Það er einmitt hvítasunnan, hátíð kirkjunnar, sem dregur fram þessa tvo þætti: hið mannúðlega samfélag heima fyr- ir þar sem haldið er utan um hvern ein- stakling og hins vegar hið alþjóðlega sam- félag sem þekkir engin landamæri, hvorki í tíma né rúmi. Hvort tveggja helst í hendur. í hinu fjölþætta og fjölgreinda róm- verska heimsveldi þar sem öllum heimsins trúarbrögðum og tungumálum ægði saman varð sá atburður, sem hvítasunnan byggir á. Hann var stefnumarkandi fyrir sjálfs- skilning hins unga, framsækna hóps sem stefndi að því að verða opið, mannúðlegt samfélag. Fólk skildi hvað annars tungu- mál og undraðist eftir því sem Lúkas greinir frá: „Hvemig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál?" Hvítasunnan gefur tilefni til að velta fyr- ir sér nýrri hnattvæðingu þar sem menn fyllast nýjum anda mannúðar og réttlætis. GUNNAR KRISTJÁNSSON REYNIVÖLLUM. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 10. JÚNÍ 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.