Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 6
í leikritinu Trumbusláttur við stífluna sem nú er á fjölunum í Sólarleikhúsinu í París vinnur Cixous á nýstárlegan hátt úr lelkbrúðuhefóinni. Leikarar eru í hlutverki leikbrúða og hverri „leikbrúðu" fylgir leikari sem handleikur hana. Leikritið á sér stað í dag og fyrir þúsund árum í Kína. Flóð er í aðsigi og persónur vakna smám saman til vitundar um hættuna. AÐ $VARA SAMTIÐ SINNI Héléne Cixous, leikritaskáld, skáldsagnahöfundur og fræðikona, heldi jr opinn fyrirlestur í boði Háskóla fs- lands í dag í Odda, stofu 101 kl. 15. Hún mun fjalla um ti lurð leikrita sinna í handriti og á sviði Sólarleik- hússins í París. Yfirskrifti n er: „1 Innkoma leikhússins". IRAAA ERLINGSDÓTTIR, bókmenntafræðingur, segir hér frá ævi og verkum Cixous en Irma vinnur að doktorsverkefni undir handleiðslu hennar. NAFNIÐ mitt, óhamið, ýft, kynferðislegt, óeigin- legt, beitt eins og kakt- usfíkja, varnarlaust, villimannlegt. Hvað er þetta nafn? Hvað binst við nafn? Enn í dag verð- ur það fyrir harkalegum viðbrögðum, ranghugmyndum, skrumskæl- ingum. Ómögulegt nafn. Og eitthvað í franska tungumálinu gerir það nær ósegjanlegt og ill- skrifanlegt [...] Ég hafði næstum fórnað því. Þegar fyrsta bókin mín átti að koma út, var mér ráðlagt að nota annað nafn. Mér datt Jon- as í hug, föðurnafn Omi, þýsku móðurömmu minnar. Nöfn þýsku gyðingafjölskyldu minn- ar: Klein, Meyer, Ehrenstein; Jonas eða Feuchtwanger. Auðveld nöfn. Ég áttaði mig í tíma: nafnið mitt, nefíð mitt of stórt of amarlegt of útstætt. Yktir andlitsdrættir mínir. A síðustu stundu hætti ég við að hætta við auðkennin. Með nafn- inu og nefínu, hélt ég eftir þeirri freistingu að afneita.“ (Úr L’AIgériance) Fjölhæfur rithöfundur Héléne Cixous hefur birt um fímmtíu skáld- sögur og leikrit auk fjölda styttri ritverka, fyr- irlestra og fræðigreina þar sem hún samtvinn- ar heimspeki og bókmenntarýni. Hún hefur oft slegið gagnrýnendur út af laginu með umfangi og fjölbreytni verka sinna sem er illgerlegt að flokka eða skilgreina innan hefðbundinnar „kanónu". Cixous vakti fyrst athygli á sjötta áratugnum sem fræðikona, og sérstaklega íyr- ir doktorsritgerð sína um James Joyce: L’Éx- ile de James Joyce ou l’Art de remplacement (Útlegð James Joyce eða listsköpun umskipta) en hún kom út árið 1968, samtímis í franskri og enskri útgáfu. Árið 1969 fékk hún frönsku bók- menntaverðlaunin „Prix Médicis“ fyrir skáld- söguna Dedans. Hér á Islandi þekkja margir greinar sem hún skrifaði á sjöunda áratugnum um bókmenntir og kynjamun. í Frakklandi er hún landskunn sem leikritaskáld. Þessa dag- ana er verið að sýna í Sólarleikhúsinu í París leikrit hennar Trumbusláttur við stífluna sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Tvöföld æska Cixous „Átthagar skrifa minna er víðátta þar sem tvöföld bamæska mín á sér stað. Æska mín á sér tvö minni. Æskuár móður minnar í Þýskalandi komu til mín í frásögnum og lifnuðu við líkt og gríðarstórt Norður í Suðrinu mínu. Með Omi, ömmu minni, náði Norðrið enn lengra. Þótt líkama minn og útlit megi rekja til Miðjarðarhafsins er hugmynda- heimur minn að öllu leyti úr Norðrinu" (Úr bókinni Photos de racines - Ljósmyndir af rót- um/Rótaljósmyndir). Héléne Cixous er fædd árið 1937 í Oran í Alsír. Móðir hennar, Eva Klein, sem er af þýskum gyðingaættum, flúði Þýskaland undan ógnum nasismans árið 1933. Föðurfjölskylda Cixous samanstóð af gyð- ingum sem höfðu sest að á Spáni, flúið undan ofsóknum til Marokkó og síðan flust til Alsír. Cbcous ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi og það, ásamt pólitísku umróti í Alsír, hefur haft afgerandi áhrif á skrif hennar og hugsun. Frá bamæsku horfði hún upp á kynþáttahatur, margs háttar kúgun og útilok- un sem eirikenndi hið algeirska samfélag. Alsír var frönsk nýlenda og kúgun nýlenduherranna á arabískum íbúum var greinileg. I landinu geisaði gyðingahatur og sífelldar erjur voru á milli alsírskra gyðinga og arabískra Alsírbúa. Andgyðinglegu lögunum sem sett voru á af Vichy-stjórninni í seinni heimsstyrjöldinni í Frakklandi var framfylgt með miklu harðfylgi í Alsír: Gyðingar skyldu missa ríkisfang sitt, atvinnuréttinn og réttinn til að ganga í skóla. Faðir Héléne, Georges Cixous, sem hafði starfað á túnísku vígstöðvunum sem yfirlækn- ir í franskri herdeild varð að láta af störfum og dóttur hans og syni var meinuð skólaganga. Þrátt fyrir að móðir Cixous, sem var ljós- móðir, og faðir hennar, læknirinn, ynnu meðal fátækustu og verst settu Alsírbúa, voru þau aldrei tekin inn í samfélagið. I sjálfstæðisbar- áttunni var fjölskyldunni skipað í hóp með frönskum nýlendusinnum en þau höfðu þá nýverið endurheimt franskt ríkisfang sjálf- krafa eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Faðir Héléne lést úr berklum árið 1948 en móðir hennar og bróðir voru gerð brottræk frá Alsír árið 1958. Þau fóru til Frakklands en þangað hafði Héléne flust þremur árum áður. Þótt Héléne Cixous telji það mikla gæfu að hafa áskotnast franskt vegabréf á sínum tíma litur hún samt ekki á sig sem franskan ein- stakling fremur en algeirskan, þýskan eða spænskan. í huga Cixous, felur franska „vega- bréfið" í sér ákveðna þversögn: „Annars vegar er fullyrðingin „ég er frönsk“ lygi eða upp- spuni, en að segja „ég er ekki frönsk“ er hins vegar brot á almennum kurteisisvenjum og vanþakklæti fyrir gestrisnina sem mér hefur verið sýnd. Sú gestrisni hefur verið gloppótt og ótrygg af hálfu ríkis og þjóðar en gestrisni tungumálsins hefur verið ómæld.“ Af ástæðum, sem ef til vill eru augljósar, segist Héléne Cixous hafa valið sér ímyndað þjóðerni tungumáls og bókmennta. í forsvari fyrir stofnun nýs hóskóla Héléne Cixous fluttist til Frakklands árið 1955, þá átján ára gömul og lauk þar háskóla- námi, frönsku kennaraprófunum (Capes og Agrégation) og doktorsprófí. Á sama tíma eignaðist hún þrjú böm en missti eitt þeirra tæplega ársgamalt. Eftir að hafa lokið kenn- araprófunum kenndi hún í tvö ár við Bord- eaux-háskóla og síðan við Sorbonne í París. Upp úr stúdentabyltingunni, í maí 1968, var henni falið að standa að stofnun nýs háskóla: Paris Vincennes (Paris VIII). Hún fékk í lið Héléne Cixous með sér ýmsa rithöfunda og fræðimenn sem áttu það sameiginlegt að hafa róttækar hug- myndir um kennslu og rannsóknir á sviði mannvísinda. Þarna voru meðal annarra: Gér- ard Genette, Tzvetan Todorov, Michel Foucault og Gilles Deleuze. Stofnun háskólans í Vincennes var eitt af því sem hafðist upp úr 68-byltingunni og þetta var og hefur löngum verið róttækasti háskóli landsins. Kennsluaðferðir voru óhefðbundnar og stúdentar höfðu mun meira frelsi en áður hafði tíðkast. Við hinn nýja háskóla hóf Héléne Cixous rannsóknir á tengslum kvenna og bók- mennta og á merkingu kynferðis og líkama í texta. Rannsóknirnar urðu til þess að árið 1974 réðst hún í að stofna þverfaglega kvennarann- sóknadeild (Centre des études féminines) við háskólann og var það fyrsta deild sinnar teg- undar við háskóla í E vrópu. Héléne Cixous hefur unnið náið með mörg- um þekktum fræðimönnum; sálgreinandanum Jacques Lacan kynntist hún árið 1963, hann leitaði til hennar vegna þekkingar hennar á höfundarverki James Joyce, en hann hafði af- gerandi áhrif á skrif og stíl Lacans. Árið 1968 stofnaði hún tímaritið Poétique eða Ljóðlist með Todorov og Genette. í byrjun áttunda áratugarins starfaði hún með Michel Foucault í GIP, Groupe Information Prison, sem var hópur fólks sem barðist fyrir málefnum fanga. Ásamt öðrum settu Cixous og Foucault upp leikrit í samvinnu við leikstjórann Ariane Mnouchkine fyrir framan fangelsi. Hún kynnt- ist heimspekingnum Jacques Derrida árið 1962 og þau hafa verið vinir og samstarfsmenn síðan. Þau gáfu út bók saman árið 1998 sem ber titilinn Voiles (slæður/segl). Hún saman- stendur af tveimur hlutum; sá fyrri, „Savoir" (Að vita, þekking) er eftir Cixous, og er sá efni- viður sem Derrida vinnur úr í sínum hluta sem er tíu sinnum lengri. Hann spinnur rúmlega 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 10. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.