Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2000, Blaðsíða 19
SMAMYNDIR ÚR REYKJAVÍK REYKJAVÍK í DAGBÓKUM EFTIR DAVÍÐ ÓLAFSSON Klukkan 14 í dag verður opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýn- ing, sem ber heitið Reykjavík í bréfum og dagbókum og mun hún standa til 31. ógúst. Henni er ætlað að bregða 1 jósi ó líf einstaklinganna í borginni með því að skyggnast í persónuleg skrif manna og kvenna sem uppi voru um aldamótin 1900. Sýning þessi er Mskipt og er styrkt af Menningarborginni. AÁRUNUM í kringum alda- mótin 1900 er borgin Reykjavík að fæðast. Þyrping þurrabúða tekur á sig svip þorps með nokkr- um götum, verslunum og litlum fyrirtækjum. Nokkrar helstu stofnanir landsins hafa þegar safnast saman á þetta svæði, Alþingi, biskupsstóllinn og æðri mennt- astofnanir, að ógleymdu tukthúsinu. Nýjar stéttir setja sterkan svip á þetta samfélag, annars vegar heldri borgarar og menntamenn og hins vegar verkalýðsstétt. íbúar Reykjavík- ur á þessum tíma eru flestir fæddir annars staðar á landinu og uppaldir við lifnaðarhætti og gildismat bændasamfélagsins en borgin býður uppá annarskonar líf, betra eða verra eftir atvilóim. Ur dagbókum fjögurra Islendinga eru dregnar upp smámyndir af lífinu í Reykjavík á árunum 1882-1915. Nokkrir dagar í lífi ein- staklinga, eða jafnvel dagspartur getur birt okkur skýra mynd af örlögum fólks og tengsl- um þeirra við borgina. Þeir dagbókarritarar sem leitað er til á sýningunni Reykjavík í bréf- um og dagbókum koma víða að, frá Vestfjörð- um, Norðurlandi og Suðurlandi en dveljast all- ir í Reykjavík um lengri eða skemmri tíma. Dagbókarbrotin birta okkur ólíkar hliðar mannlífsins, gleði og sorgir, sigra og ósigra en fyrst og framst viðleitni einstaklinganna tii að lifa innihaldsríku lífi við erfiðar aðstæður. Elka Bjömsdóttir, Ólafur Davíðsson, Magn- ús Hj. Magnússon og Torfhildur Hólm leiða okkur hvert inn í sína Reykjavík, borg verka- lýðs og broddborgara, borg hins óstýriláta æskulýðs, borg fanga og menntamanna. Og um leið hleypa þau gestum inn að eigin hjarta þvi þó Reykjavík myndi bakgrunninn eru dag- bókaritaramir sjálfir í forgrunni. Úr dagbók Elku Björnsdóttur verkakonu 1915 Elka Bjömsdóttir fæddist að Reykjum í Lundarreylqadal þann 7. september 1881 en ólst upp að Skálabrekku í Þingvallasveit frá tveggja ára aldri þar til hún flutti á mölina hálf- þrítug. Fyrstu árin var hún í vist sem kallað var en starfaði sem verkakona eftir það, m.a. við síldarsöltun, saltfiskverkun, stundaði þvotta í þvottalaugunum og sinnti heimilis- ræstingu. Elka ræsti m.a. skrifstofu borgar- stjóra og slökkvistöðina í Tjarnargötu frá ár- inu 1917. Elka bjó lengst af í leiguhúsnæði víða um borgina og stundum hjá ættingjum. Vorið 1915, þegar Elka skráir eftirfarandi dagbókar- kafla leigði hún eitt herbergi að Laugavegi 40 og frá 17. maí vann hún við saltfiskverkun hjá Kveldúlfi, við þvott, stöflun og burð. Konur í Reykjavík fagna fengnum kosningarrétti við setningu Alþingis 1915. í dagbók sinni lýsir Elka jafnt daglegum verkum sínum sem stórviðburðum. Stundum er hún áhorfandi en oftar þátttakandi. Dag- bókin er fágætur vitnisburður um lífskjör þeirra þjóðfélagsþegna sem einna mest þögn er um, verkakvenna í Reykjavík í upphafi 20. aldar. Lífsbaráttan var Elku erfið en þó reyndi hún jafnan að bera sig vel þrátt fyrir þröngan kost, stopula vinnu og lélegt húsnæði. Einna átakanlegast er bjargarleysi samtímans gagn- vart sjúkdómum og er ítarleg lýsing á dauða- stríði bróður Elku dæmi um það. Jónsmessudagur árið 1915 var viðburðarík- ur fyrir Elku og í dagbók sinni segir hún frá fundi í verkakvennafélaginu Framsókn þá um kvöldið. Aðal fundarefnin voru tvö, áform um stofnun verkalýðsblaðs annars vegar og hins vegar fyrirhuguð hátíðahöld vegna nýfengins kosningaréttar kvenna. Elka segir svo frá: Fimmtudagur. 24. júní, Jónsmessa. Mikil rigning í dag og sunnan stormur, en þó skifti dálítið stundum; gott veður seinast. „Eg hefi gert mikið í dag,“ auk vinnunnar. Ég skrifaði Þórði litla fóstbróður mínum og sendi honum ögn upp í sig. Ég réð kaupakonu til Þorsteins bróður míns með telpu 8 ára, - 8 krónur og ég sótti fund í Verkakvennafélaginu „Framsókn", sem stofnað var í vetur. Ég hefi ekki getað komið á fund síðan í febrúar. Á þessum fundi mættu um 90 verkakonur og 38 gengu inn í fé- lagið. Það var gleðilegt, þótt enn sé raunalega margar utanhjá, þar á meðal Sandamir alveg og Viðey. Helsta umtalsefnið var að nokkrir jafnaðarmenn hafa komið sér saman um að gefa út alþýðublað sem ræði mál verkafólks og var okkur gefinn kostur á að styrkja stofnun þess með því að borga strax 10 krónur fyrir 4 fyrstu árganga þess eða þá að eignast 10 króna hlut í því. En Jónína okkar Jónatans, sem sjálf stýrði fundinum, benti okkur á að hagkvæmara mundi okkur að við keyptum það heldur í hvert sinn sem það kemur út, en það er tvisvar í mán- uði og kostar 5 aura eintakið. Þetta fékk svo góðar undirtektir að allar lofuðu í einu hljóði að styðja blaðið með því að kaupa það þannig. Þegar þessu er nýlokið kemur Bríet, og fer strax að tala um kvenréttindamálið og með staðfesting stjómarskrárinnar 19. þessa mán- aðar hafi þær öðlast öll réttindi til jafns við karlmenn og kosningarétt og kjörgengi til Al- þingis „ef þið emð fertugar og hafið náttúm- lega óskert mannorð og emð með fullu viti, þið verðið að vera með fullu viti þegar þið kjósið", - þá fóm sumir að eiga bágt með sig. Niður- staðan á þessu tali, en einkum fyrir það sem Jónína lagði til var það, að við og helst allar konur tækju þátt í að sýna það með skrúð-^ göngu eða öðm hátíðarhaldi 7. júlí þingsetn- ingardaginn að við séum glaðar og þakklátar yfir þessum dýrmætu réttindum sem okkur em veitt á öllum sviðum eftir margra ára bar- áttu kvenna og góðra karlmanna. Góðar undir- tektir. Fundurinn var yfirleitt góður að öðm en því hvað Bríet var reið og reifst mikið út af því að við ætluðum að kaupa þetta nýja blað en keyptum ekki blaðið hennar, Kvennablaðið, sagði aðeins ein verkakona hefði gerst kaup- andi þess í vetur; hótaði að leggja það niður. Hún fékk stutt en ákveðin mótmæli, sögðu konur að hún skoðaði þetta of einhliða og vildu með öllum réttindunum fá að vera sjálfráðai* hvaða blað þær keyptu. Fundi slitið um kl. 10. Ég sagði ekki eitt orð, en ég gladdist yfir fram- takssemi þessara ungu manna með blaðið, og það því fremur sem við verkafólk höfum ekkert blað er rætt geti mál okkar, og þessir flestir líklegir til góðs í þessu máli. Pétur G. Guðmun- dsson frændi minn er illa fjarri í vetur. Eg hafði ætlað mér að gerast kaupandi Kvenna- blaðsins, en var ekki búin að senda pöntun, en nú, fyrst Bríet lét svona geri ég það ekki. Hún hét að sitja ekki á næsta fundi. AÐ HUGLEIÐA EIGIÐ LÍF EFTIR SIGRÚNU SIGURÐARDÓTTUR EG SIT stundum við norðurglugg- an og skrifa. Esjan rís tignarleg úr sæ, hvít niður í hlíðar. Hafið hefur einkennilegan lit. Það er næstum mógrátt ef svo má að orði komast. Mitt á milli þess að vera grátt, silfrað og blátt. Ein- kennilegur litur. Þú veist ábyggilega hvað ég meina. Hafið sem við mér blasir út um norðurgluggan er íslenskt haf, reykvískt haf. Þess vegna ákvað ég að byrja þessa grein svona. Hafið sem við mér blasir og Esjan sem rís úr sæ eru eins konar bakgrunns- mynd sem tengir texta minn við bréf sem skrif- að var árið 1878 við lítið borð sem stóð undir norðurglugganum í húsi sem þá kallaðist Vest- urgata 20. Bréfið hefur væntanlega vakið sterkan söknuð eftir íslensku hafi og íslensku fjalli í hjarta ungs drengs sem dvaldist í Kaup- mannahöfn, önnum kafinn við að skapa sér framtíð. Bréfritarinn var fimmtug kona, sex barna móðir, sem skrásetti líf sitt og tilfininn- gar á nærri hverju kvöldi það haust. Tilgangur- inn með skrifum hennar var ekki að miðla fróð- leik til almennings. Hún ætlaði sér ekki að skapa sagnfræðingum framtíðarinnar heimild- ir um 19. öldina. Tilgangurinn var einungis að uppfræða Finn son hennar um líf fjölskyldunn- ar í Reykjavík, um leið og hún deyfði söknuð- inn sem óx um leið og hún lagði frá sér pennann á kvöldin. Finnur sigldi til Kaupmannahafnar í ágúst 1878 og hóf þá nám í heimspekilegum SVIPMYND AF REYKVÍSKRI FJÖLSKYLDU FRÁ OFANVERÐRI19. ÖLD forspjallsvísindum og norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Heima í Reykjavík biðu hans fimm systkini, einmana móðir og stoltur faðir. Finnur var sonur hjónanna Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur og Jóns Borgfirðings Jónssonar. Þrátt fyrir að þau hefðu enga form- lega bókmenntun hlotið eftir fermingu voru þau vel lesin og ætluðu bömum sínum, einkum sonum sínum, að nýta tækifærin, sem auldn fólksfjölgun og velmegun íslensks samfélags á síðari hluta 19. aldar færðu þeim, til að koma sér áfram í þjóðfélaginu. Sjálfur starfaði Jón sem lögregluþjónn í Reykjavík en eyddi flest- um kvöldum við ritstörf og sótti fundi er vörð- uðu íslensk þjóðmál og sjálfstæði landsins. Á meðan dvaldi Anna Guðrún eiginkona hans heima við og hugsaði um heimili þeirra hjóna og bömin sex. Eftir að Finnur fór utan til náms, yngri bróðir hans Klemens hóf nám í Lærða skólanum og elsta systirinn Guðrún, sem var hægri hönd móður sinnar í öllu er við- kom heimilinu, var komin yfir tvítugt, fór Anna Guðrún að finna sér tíma til að hugleiða eigið líf og skrásetja það í bréfaformi. Bréf hennar varpa mjög skemmtilegu ljósi á líf gáfaðrar en fátækrar móður í Reykjavík fyrir rúmlega hundrað og tuttugu ámm auk þess sem þau em skemmtileg heimild um samband móður og sonar á síðari hluta 19. aldar. Hún skrifaði Finni fjölda bréfa frá því að hann sigldi út um haustið 1878 og þar til hún lagðist alvarlega veik í rúmið haustið 1880. í apríl árið 1881 lést Anna Guðrún úr krabbameini. Hún lét eftir sig eiginmann, sex börn og fjölda bréfa. Hluti af þeim bréfum verður til sýnis á sumarsýningu Landsbókasafnins í Þjóðarbókhlöðunni sem opnuð verður í dag. Á sýningunni, sem skiptist í tvennt og fjallar annars vegar um bréf og hins vegar um dagbækur frá 19. öld, má jafnframt finna bréf frá Guðrúnu Borgfjörð, dóttur Önnu Guðrúnar, og Sigurjónu Jónsdóttur sem var hálfsystir Guðrúnar og laundóttir Jóns Borg- firðings, eiginmanns Önnu Guðrúnar. Bréf Sig- urjónu era einstök heimild um líf og sjálfs- ímynd stúlku sem ólst upp án nokkurra tengsla við föður sinn en áræddi að hafa samband við hann á fullorðinsárum. Viðhorf systkina Sigur- jónu era um margt athyglisverð og varpa ljósi á þá togsteitu sem skapast innra með einstakl- ingnum þegar hans eigin viðhorf og tilfinning- ar stangast á við almenningsálit og ríkjandi viðhorf í samfélaginu. Guðrún Borgfjörð var greind kona, mikill skynsemisdýrkandi en jafnframt mikil tilfinn- ingavera sem stöðugt átti í baráttu við eigin sannfæringu og þau gildisviðmið sem samfé- lagið hélt að henni. Þegar Anna Guðrún lést tók Guðrún við hlutverki móður sinnar, hélt fjölskyldunni saman og kom yngstu börnunum til manns. Á milli þess sem hún stappaði stálinu í systkini sín og hvatti þau til að takast á við líf- ið af yfirvegun og skynsemi tókst hún á við eig- in óhamingju, ástarsorg og veikindi. Hlutskipti sitt harmaði Guðrún að mestu í hljóði en fékk öðra hverju útrás fyrir tilfinningar sínar og skoðanir um kvenhlutverið í bréfum sem hún skrifaði Finni bróður sínum. Bréf Guðrúnar era rétt eins og bréf þeirra Önnu Guðrúnar og Sigurjónu einstök heimild um daglegt líf alþýðukvenna, tilfinningar þeirra, sjálfsímynd og viðhorf auk þess sem þau varpa skemmtilegu og nýstárlegu ljósi á ís- lenskt samfélag á síðari hluta 19. aldar og við upphaf 20. aldar. I þeim má ekki aðeins fræð- ast um líf þessara þriggja alþýðukvenna heldur einnig um móðurhlutverkið, samband systk- ina, áhrif menntunar og hjúskaparstöðu á sjálfsmynd kvenna og þá togstreitu sem ríkti milli kvenna af ólíkum stéttum um aldamótin síðustu, svo dæmi séu tekin. Það þarf mikið^ ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund að Anna Guðrún hafi getað séð það fyrir þegar hún sat við norðurgluggann og skrifaði að bréf hennar ættu eftir að lenda á sýningu sem hald- in væri í tilefni af því að Reykjavík væri menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Þrátt fyrir það megum við vera þakklát henni og Finni syni hennar sem sá til þess að bréf hennar yrðu varðveitt um aldur og ævi á handritadeild Kon- unglegu bókhlöðunnar í Kaupmannahöfn. Bréf hennar hafa loksins ferðast til baka yfir hafið, sem gerir áhugafólki um sögu 19. aldar kleift að skoða þau í samhengi við önnur bréf fjöl- skyldunnar sem varðveitt era á handritadeild Landsbókasafns íslands. Bréfin sem skrifuif voru í þeim tilgangi að styrkja fjölskyldutengsl og deyfa söknuð þjóna nú því hlutverki að veita okkur innsýn inn í hugarheim nokkurra ís- lendinga sem skrifuðust á og skrásettu líf sitt fyrir meira en hundrað árum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 10. JÚNÍ 2000 1 í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.