Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Síða 3
I.I.SBOK MOIU.I \I!I \I)SI\S ~ MENMNG IJS I IIt 33. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Nína Sæmundsson hlaut frægð og frama í tveimur heimsálfum fyrir list sína. I dag verður eitt verka hennar afhjúpað í lundi að Nikulásar- stöðum, þar sem listakonan fæddist. GriSland göngufólks segir Gísli Sigurðsson þegar hann fjallar um gönguleiðir í Stafafellslandi í Lóni, en Stafafell er orðið samfellt útivistar- svæði frá fjöru til fjalls. Hlíðarhús í Siglufirði geymir óbrenglaða sögu liðins tíma, sem Fríða Björk Ingvarsdóttir ias og varð heilluð af. Hún bendir m.a. á nauðsyn þess að vernda þau fáu fótspor gengins fólks, sem liafa ekki verið máð út. Plöntur hafa gegnt veigamiklu hlutverki í sögu mannsins og menningu. Hér á landi sem ann- ars staðar hafa þær m.a. verið notaðar við til- beiðslu, galdra og lækningar, eins og Vil- mundur Hansen rekur í grein sinni. FORSÍÐUMYNDIN Sungið fyrir bjargbúann heitir forsiðumyndin, sem RAX tók í Dyrhólaey. PÁLL ÓLAFSSON SEM HJÖRTURINN ÞRÁIRAÐ LIFANDI LINDUM Sem hjörturinn þráir að lifandi lindum og lindarnar keppa affjallanna tindum ofan í dalina og svo útísjó, sumar og vetur tilþín svo égþreyi ogþví kem ég til þín á sérhverjum degi í faðm þér að hníga og finna þar ró. Horfðu á vorin á vötnin ogsnjóinn hvað vitlaust þau langar að komast í sjóinn, eins langar, hjartkæra unnustan mín, hjartslætti, vonir og hugsanir mínar að hvílast og dreifa sér innan um þínar og þess vegna leggja þærleiðir til þín. Vorið er komið og veturinn dáinn, vil ég því una mér rétt eins og stráin brúna frá himni við brásólaryl. Ég ætla að láta þar nótt sem að nemur þvínæst getur skeðþegar veturinn kemw éghnígi til foldar ogfínni ekki til. Páll Ólafsson (1827-1905) var Ijóðskáld, bóndi og alþingismaður. Hann orti lipur Ijóð með rætur í austfirzkum alþýðukveðskap og kvæðagerð rómantísku stefnunnar. Ljóðabréf hans voru sérstæð í íslenzkri Ijóðagerð þess tíma. STRENGIR UPPHAFSINS RABB HEIMURINN kemur okkur alltaf á óvart. í fortíðinni sýnir sagan okkur hvemig menn á öllum tímum hafa þóst vita um hina endan- legu mynd alheimsins. En heimurinn kemur okkur alltaf á óvart. Það er alveg hægt að fullyrða að menn muni allt þriðja ár- þúsundið vera að leita að og finna hina end- anlegu gerð alheimsins. En heimurinn kem- ur okkur alltaf á óvart, ekki síst vegna þess að vitund mannsins er í vexti og verður sífellt víðtækari. Maðurinn öðlast nýja innsýn inn í áður óþekkta tilveru. Lokakaflinn um leit mannsins að innstu gerð alheimsins verður seint skráður. Við verðum að láta okkur nægja að slást í för með þeim sem hefja nýja leit í byrjun hins nýja árþúsunds. Viðfangsefni tuttugustu aldarinnar voru kraftamir fjórir: þyngdaraflið, rafsegulkraft- ar, sterku kraftamir innan atómkjamans og veiku kraftamir í atóminu utan kjarnans. Þessir fjórir kraftar stjóma á ytra borði öllu sem gerist í hinum þekkta alheimi okkar. Viðfangsefni þriðja árþúsundsins verður að finna það lögmál allsherjarsamræmis sem sameinar þessa fjóra krafta og er grundvöll- ur þeirra. Sennilega þarf að grafa dýpra. Hvað er þessi grundvöllur? Hvemig verður hann til? Hvað eigum við í raun og veru við með hug- tökum eins og gerð og eðli alþeimsins? Um þetta hafa menn lengi deilt. í heila öld trúðu menn vísindalegum niðurstöðum Newtons, að rúmið væri eilíft og óendanlegt, óháð öllu öðm. Hann talar um hið algera rúm, alltaf svipað og óhagganlegt. Hjá Newton er tím- inn einnig eilífðaríyrirbæri, stærðfræðilegur tími sem líður með jöfnum hraða, óháður öðra. Leibniz og Emst Mach mótmæltu þessu og Einstein batt enda á þessa heims- mynd með afstæðiskenningu sinni. Tíminn er afstæður og hann verður til og hann líður undir lok. Rúm og tími er alltaf háð hvort öðra. I byijun þriðja árþúsundsins finnst mörg- um vísindamönnum að hvorki afstæðiskenn- ingin né skammtakenningin sé næg skýring á heimsvefnum mikla. Þeim líður líkt og skáldinu Steini Steinar þegar hann kvað: Éggengíhring íkringumallt,semer. Oginnanþessahrings erveröld þín. Við eram að hefja nýja leit. Við hljótum að virða afrek tuttugustu aldarinnar sem gerði mönnum fært að kortleggja alheiminn frá lít- illi plánetu í venjulegri vetrarbraut. En eins og fyrr segir þá er ýmislegt sem bendir til að hvorki skammtakenningin né afstæðiskenn- ingin veiti mönnum nægilega djúpan skiln- ing. Þessar tvær helstu kenningar tuttugustu aldarinnar stangast á í grandvallaratriðum þó að báðar hafi aukið skilning okkar. Venju- lega nota menn aðra kenninguna til að út- skýra tilverana, en mjög sjaldan báðar. Það væri þá einna helst við upphaf og endalok hins þekkta alheims okkar sem báðar era notaðar til að lýsa því sem menn telja að þá sé að gerast. Fram að þessu hafa allar til- raunir til að samræma afstæðiskenninguna og skammtakenninguna mistekist. En ein- mitt þetta er eitt af meginverkefnum þriðja árþúsundsins. Ég held að það hljóti að tak- ast. Menn þurfa aðeins að grafa dýpra niður til hinna sönnu „konstanta" all.sherjar- samræmis og þaðan til þess sem þá skapar. Á síðari hluta tuttugustu aldar notuðu menn afstæðiskenninguna til að útskýra hinn stóra alheim. Á sama tíma notuðu menn skammtakenninguna til að útskýra sameind- ir, atóm og hina fjölmörgu flóknu hluti og krafta innan atómsins. En þessar tvær kenn- ingar geta ekki verið báðar réttar. Þekktustu vísindamenn hafa í þrjátíu ár leitast við að finna þeim sameiginlegan grundvöll en ekki tekist. Þriðja árþúsundið hlýtur að leita að dýpri skilningi: Hvað var á undan Stóra- sprengju? Hvemig brotnar efni niður í svart- holi? Hvemig myndast hvithol? Þar era stærstu einingar orku og massa svo smáar að í samanburði við þær verður sandkom að Himalayafjöllum. Hér er orðið hvíthol notað um ástand heimseggsins sem alheimurinn er kominn frá og var á undan Stórasprengju. Ég trúi því að það sé óhjákvæmilegt að vis- indamenn finni að lokum þá grandvallarein- ingu sem varpi nýju ljósi á allt annað, þar á meðal þessar tvær helstu kenningar tuttug- ustu aldarinnar. Það þýðir að menn verða að skilja rúm, tíma og eftn nýjum skilningi. Það hafa menn gert áður. Á síðari hluta tuttug- ustu aldar urðu menn að gerbreyta skilningi sínum á tíma og rúmi. Þá ekki síður á efni. A nýju árþúsundi er líklegt að menn yfirgefi þrívíddarhugtakið og uppgötvi óþekktar víddir. En hversu flókinn sem heimurinn virðist vera þá er samhengi milli allra hluta. Hið stærsta er eins og það er vegna þess að hið smæsta er eins og það er. Þeir eiginleikar hlutanna sem finnast innan atómsins og áður en nokkurt atóm varð til era nákvæmlega þeir eiginleikar sem mynduðu allan þennan þekkta stóra alheim okkar. Það er líklegt að þriðja árþúsundið komist að þeirri niður- stöðu að bæði veiku og sterku kraftamir eigi sér dýpri grundvöll og skíri hann viðeigandi nafni. Innsti kjami atómkjamans hefur verið nefndur kvark. Nánari rannsóknir hafa sýnt að þetta sem menn hafa kallað kvark era mörg fyrirbæri sem hafa hlotið mörg undar- leg nöfn meðal vísindamanna. Kvarkur hefur stundum verið kenndur við bragð, stundum við upp og niður, stundum við topp og botn, en aðrir kvarkar hafa verið kallaðir töfra- kvarkar og enn aðrir undarlegir eða fram- andi kvarkar. En nafngiftimar sýna að hér er engum rannsóknum lokið og menn hljóta að spyija: Hvaðan kemur orkan sem mynd- ar kvark sem á síðasta tug tuttugustu ald- arinnar var kallaður innsti kjami atómkjamans og byggingarefni róteindar og nifteindar? Innsti kjarni veiku kraftanna í atóminu er rafeindin. Menn era þegar fam- ir að spyrja og jafnvel svara: Hvaðan kemur orkan sem skapar rafeindina? Á dögum Ein- steins þekktu menn hvorki veiku né sterku kraftana. Menn þekktu aðdráttaraflið og rafsegulkraftana. Og Einstein hóf þrjátíu ára leit að sameiginlegum grandvelli þeirra. Menn halda leit hans áfram. Sumir telja sig jafnvel hafa fundið þennan nýja grandvöll. Þeir líkja honum við titrandi strengi fiðlunn- ar, sem allfr tónar heimsins koma frá. Og frá þessum strengjum kemur lag en ekki lag- leysa. Ég hef enga trú á því að þriðja ár- þúsundið kalli þetta niðurstöðu, en þetta er gott upphaf. Það er trú þessara manna að það séu einmitt „tónar“ þessara strengja sem breytast annars vegar í kvark og hins vegar í rafeind. Kvarkurinn byggir upp rót- eindir og nifteindir og þær ásamt rafeindun- um verða að atómum sem allt efni er gert úr. Sumir trúa því að strengir upphafsins séu meira en skáldleg líking. Þeir tala um raun- verulega einvíddarstrengi. í öðram strengjakenningum tala vísindamenn um strengi í ellefu víddum. Þessir strengir era orkan sem skapar annars vegar kvark og hins vegar rafeind. Þetta er nýr og dýpri grandvöllur en áður hefur þekkst. Mismunandi tíðni strengjanna er söngur upphafsins, hver strengur nóta, sem fellur inn í fullkomlega samhljóma heild. Allt þetta hljómar fagurlega, en við erum ekki hér í leit að hinu fullkomna Ijóði. Við er- um í leit að veruleikanum eins og hann er. Hins vegar er mönnum frjálst að halda að hinn hinsti veruleiki sé hið fullkomna ljóð. Förin heldur áfram. Sumir hafa vegleysur og vita ekki við hvað þeir era að berjast, eins og vinur okkar Don Quixote, aðrir finna nýj- ar leiðir sem eiga eftir að verða þjóðbrautir á nýju árþúsundi. GUNNAR DAL LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.