Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 6
EGÉR PALITILL ROMAK- TIKERIMER Islensk tónverkamiðstöð gaf nýlega út geisladisk með tveimurverkum Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar, Stokkseyri og Septett, í flutningi Caputog Sverris Guð- jónssonar. SÚSANNA SVAVARSDÓniR heillaðistaf diskinum og ræddi við tónskóldið um verkin ó diskin- um, krísur tónskólda og þróun. f EG vil að tónlist sé falleg, dramatísk og full af andstæðum,“ segir Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld þegar hann er beðinn að lýsa því hverju hann vill ná fram með tónsmíðum sínum. Nýút- kominn geisladiskur hans, sem hefur að geyma tvö verk, Stokks- eyri og Septett, hefur vakið athygli fyrir margra hluta sakir. Hróðmar er greinilega kominn inn á nýjar brautir í tónsmíðum sínum vegna þess að verkin tvö eru nokkuð ólík fýrri verkum hans; þíð, rómantísk, glettin, mimúðarleg, full af djúpri alvöru, einsemd og þrá. Einnig eru verkin óskyld þeirri viðleitni margra nútímatónskálda að þurfa að fínna upp eitthvað alveg nýtt, eins og til dæmis hjóUð. Hróðmar Ingi er ófeiminn við að leita í smiðju annarra tónskálda og hefða, taka stef og hend- ingar og vinna nýja tónasögu upp úr þeim. Stokkseyri er samið við tólf af ljóðum ísaks Harðarsonar úr samnefndri ljóðabók, ljóð þar sem helstu þátttakendur eru maður, haf og al- mættið. Þegar Hróðmar er spurður hvers vegna hann hafi valið Stokkseyri til þess að semja við, svar- ar hann því til að hann hefði hlustað á ísak flytja ávarp í Ríkisútvarpinu á gamlársdag 1994, þeg- ar hann tók við rithöfundaverðlaunum RÚV það árið. „Þá hafði ég ekki lesið mikið af verkum hans en hann heillaði mig vegna þess að þetta erindi hans var svo skemmtilegt. Eg náði mér í bókina og féll gersamlega fyrir henni.“ Fyrst fyrir kontratenór og gítar Hróðmar segist þó ekki hafa sest strax niður til þess að semja tónlist við ljóðin. Það hafi átt sér lengri aðdraganda. „Fyrst valdi ég fimm ljóð og hélt svo áfram, fannst alltaf vanta meira. í næstu útgáfu voru þau átta og enduðu í þeim tólf sem eru í verkinu. Og ég gæti í sjálfu sér al- veg haldið áfram. Maður les bókina áfram og er Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson Morgunblaðið/Ámi Sæberg alltaf að uppgötva nýja hluti í ljóðunum." Hvað var það í ljóðunum sem höfðaði svona til þín? „Mér finnst þessi ljóð vera mjög persónuleg. Þau koma sterkt inn á trúna. Þau koma líka inn á ást og það er einhver einmanaleiki í þeim. Þetta er maðurinn að tjá tilfinningar sínar í þessari náttúru. Isak fer yfir vítt svið sem býður upp á mikla möguleika. Mig langaði til -að ná þessari vídd sem er í bókinni. Þess vegna var ég svona lengi að þessu, eða í tvö til þrjú ár. Fyrstu fimm lögin eru fyrir kontratenór og gítar, íyrir Sverri Guðjónsson og Einar Kristján Einarsson, en síðan þegar þau urðu fleiri, skrifaði ég þau íyrir kammer- hljómsveit og verkið var frumflutt á Listahátíð 1998 - af Caput og Sverri.“ Hvers vegna kontratenór og gítar? Sú hugmynd er eiginlega komin frá þeim fé- lögum Sverri og Einari. Þeir pöntuðu frá mér verk til að flytja á gítarhátíð 1995 og ég var búinn að vera að leita að Ijóðum. Ég er alltaf að leita að ljóðum vegna þess að ég sem mikið fyrir söng. Þannig að þetta passaði alveg saman. Ég var að velta fyrir mér einhveiju handa þeim þegar ég fann þessa bók og kynntist Stokks- eyri.“ Visst afturhvarf Hvað geturðu sagt mér um hitt verkið á disk- inum, Septett? „Ég samdi það strax á eftir Stokkseyri. Ég hugsaði Septettinn strax sem verk sem stæði með Stokkseyri á einhvem hátt, jafnvel sem andstæða, og þá á diski. Ég er ekkert að vinna með ósvipaða hluti þar, til dæmis hvað varðar tónmálið." En eru þetta ekki dáh'tið óvenjuleg nútíma- verk? „Þau eru það. Þetta er visst afturhvarf. Ég bjó á Akureyri í fjögur ár og samdi þau þar. Ég var svona aðeins að líta yfir farinn veg og skoða FJARA FULLAF UÓÐUM ísak Harðarson ísak Harðarson segist hafa orðið stórhrifinn af tónverkinu Stokkseyri og segir hér fró tilurð Ijóðanna. EINI þáttur minn í þessu máli er að vera ánægður," segir Ijóðskáldið ísak Harðarson þegar hann er spurður um tilurð geisladisksins sem hefur að geyma „Stokkseyri", tónverk Hróðmars Inga Sigurbjömssonar við tólf af ljóðum ísaks úr samnefndri ljóðabók, í flutningi Caput og Sverris Guðjónssonar. Og víst er að ísak hefur fulla ástæðu til að vera ánægður, því Hróðmar hefur náð að fanga andrúmsloft Ijóðanna í tónmáli sínu, hvort heldur era glettnar bámr, hamrandi undiralda, einsemd mannsins eða djúp birtan og kyrr kyrrðin svo vísað sé í upphafsljóð bókarinnar, „Tvö flæðarmál I“. Ljóðin orti Isak á Stokkseyri í október 1992 og kom bókin út 1994. Þegar hann er spurður hvers vegna bókin hefði hlotið heitið Stokks- eyri segir hann: „Þetta byrjaði með því að ég fór til Stokkseyrar og leigði þar lítinn kofa sem heitir Lindarlón. Ég var þar í tíu daga í október þegar nóttin er orðin dálítið dimm. Ég fór þangað til að skrifa STÓRU MERKILEGU BÓKINA UM SANNLEIK- ANN en það gekk ekki neitt. Svo var ég að ráfa þama um í fjömnni einn daginn og sá það að fjaran var full af ljóðum. Bókstaflega. Ég jjurfti að hafa mig allan við til að grípa þau. Ég hafði engan annan pappír á mér en tékkhefti - og skrifaði þau aftan á eyðublöðin. Þess vegna em þau svona stutt. Síðan vann ég þau betur þegar ég kom heim. En eitt ljóðið í bókinni varð ekki til á Stokkseyri, heldur þegar ég sá mynd af Gyrði Elíassyni aftan á bókarkápunni Mold í Skuggadal sem út kom 1992 og var tekin af Einari Fal Ingólfssyni. Á myndinni stendur Gyrðir í fjöm. Hannvarífjörunni meðtrefilúrþangieins og fléttað spumingarmerki margvafið um hálsinn Teygðan hálsinn sem hvarf eins og stöngull niðurístormjakkann dimmanafsjó Astönglinum Tifandi vítishnöttur - síðan: Utsprungið mannshöfuð... Tóttirnar skutu myrkri og allsnakið glottið bar kveðju úrheimibeina Þegar ísak er spurður hvemig honum líkaði tónlist Hróðmars þegar hann heyrði hana segist hann hafa orðið stórhrifinn. „Bæði vegna þess að tónlistin er grípandi, svo full af rómantík og svo mannleg. Síðan var það röddin... Það er einmanaleiki í þessum Ijóðum og röddin nær því.“ -I 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.