Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Side 8
RÉTTLÆTI OG FEGURÐ EFTIR EIRÍK JÓNSSON í Höll sumarlanclsins og Húsi skáldsins teflir Halldór Laxness skáldunum Erni Úlfari og Ólafi Kárasyni Ljós- ví kingi fram sem andstæðum er varpa Ijósi 1 wor á annan. Örn Úlfar „sá klettur þar sem ranglæti heims- ins á að brotna...", Ólafur Kárason „eins og vatn sem sitrar í gegn á ýmsum stöðum, en hefur ekki farveg". Halldór Kiljan Laxness. Portret eftir Nínu Tryggvadóttur. ÓTT skáldverkið Heimsljós eigi rætur í ævi Magnúsar Hj. Magn- ússonar skálds (1873-1916) er grunntónn þess þó ritunartím- inn; tími hungurvofu, heim- skreppu og vargaldar þýska nas- ismans sem lauk með heimsstríði og hernámi landsins. Þá voru uppi kröfur um að skáldverk hefðu pólitískt og þjóðfélagslegt gildi. Á ritunartímanum var feg- urðarþrá gjaman talin flótti frá veruleika; jafn- vel afsökun bleyðiskapar. I Höll sumarlandsins og Húsi skáldsins teflir Halldór Laxness skáldunum Emi Ulfari og Ól- afi Kárasyni Ljósvíkingi fram sem andstæðum er varpa ljósi hvor á annan. Öm Úlfar á sér enga fmmmynd. Hann er framar öðni táknmynd byltingarviðhorfa ritunartímans. I stuttu máli er ógemingur að gera fulla grein fyrir stöðu þeirra í skáldverkinu. Heildarúttekt bíður betri tíma. Hér verða því aðeins dregin fram nokkur atriði. Halldór Laxness lýsir viðhorfi Ólafs Kárason- ar Ljósvíkings til vinar síns þannig í Höll sum- arlandsins: „Öm Úlfar var í augum hins mjúklynda vinar síns sá klettur þar sem ránglæti heimsins á að brotna, einn máttugur, fagur og ógnþrúnginn vilji. Hann hafði ekki eina lífsskoðun þegar sólin skín, aðra þegar dimmir nótt, sjónarmiðum hans gat ekkert raskað, hugsun hans skipaði tfi- finningum hans í ákveðna umgerð, en var ekki pendúll þeirra.“ (1938,126) Andstæðunni, Ólafi Kárasyni, Ljósvíkingi, er iýstþannig: „Ólafur Kárason var eins og vatn sem sitrar í gegn á ýmsum stöðum, en hefur ekki farveg." (1938,126). í viðtali Amar Ólafssonar cand. mag. við Halldór Laxness sem birtist í Morgunblaðinu 28. febrúar 1982 undir fyrirsögninni „Bók- menntir á tímum Rauðra penna“ lýsir Halldór Laxness Kristni E. Andréssyni sem ritstýrði Rauðum pennum þannig: „Kristinn... gat á fullorðinsárum ekki hugsað öðravísi en eftir þeim skilgreindu leiðum sem hann hafði lært í Þýskalandi á síðustu námsár- um sinum þar... Hann var í raun einn þeirra manna sem snérast einusinni og gátu ekki snúist aftur, - Páll postuli. Hann hafði ekki að- eins feingið afturhvarf, heldur var hann skipu- lagður til æviloka." (Mbl. 28/21982,49) Sjónarmiðum Amar Úlfars og Kristins E. Andréssonar gat ekkert raskað. I minningar- grein um Kristin 1973 sem síðar birtist í rit- gerðasafninu Þjóðhátíðarrolla 1974 segir Hall- dór Laxness: „En trúarlega grandvallaðir menn, sem sintu kalli úr jafn óræðri átt og tím- anum, það vora þeir sem stóðu alt af sér. Hjá þeim verða sinnaskifti ekki eftir happa- og glappaaðferðinni, því síður eftir lögmálum fær- ibandsins, heldur stendur tíminn að vissu leyti kyr hjá þeim alla tíð frá stund uppljómunarinn- ar og lýsir manni sínum með sama ljósmagni til hinstu stundar; slíkur maður var Kristinn And- résson." (1974,182) Stund uppljómunarinnar átti sér einnig stað hjá skáldinu Emi Úlfari. I Húsi skáldsins er honum lýst þannig er hann flutti framboðsræðu sina á Sviðinsvík: „Hinn gneypi þögli svipur var horfinn eins og gríma sem hefur verið kastað, augnaráð og and- litsdrættir höfðu frelsast og hafist til eðlis sem ekki varðaði þennan mann einan, heldur var voldugra en einn maður, eðli mannlegrar sam- hljóðunar, ópersónulegt, óbundið og ófreskt, hafið yfir stund og stað.“ (1974,193) í ritinu Rauðirpennar 1935, sem Félag bylt- ingarsinnaðra rithöfunda gaf út, er stefnumar- kandi grein eftir ritstjóra þess Kristin E. And- résson sem nefnist „Ný bókmenntastefna“. Þar er höfðað til íslenskra skálda. Hið nýja stefna komi þeim við. Þau verði að hlusta og svara. Greinin er um sumt eins konar forskrift að orð- um Amar Úlfars við Ólaf Kárason Ljósvíking er þeir ræddust við í sjávarhömram Sviðinsvíkur. Hér er aðeins rúm fyrir stuttar ívitnanir í þessa grein Kristins: „Skáld hinnar nýju steftiu... hafa orðið að lifa lífinu eins og það kom fyrir, ekki getað umflúið staðreyndir þess, ekki múrað sig inni og lokað hliðinu út til mannanna, sem þjást eða keypt sig frá lífsskilyrðum fjöldans og sál sinni.“ (1935, 25) Og ennfremur: „Þau hafa sjálf ... orðið að þola staðreyndir skorts og atvinnuleysis, vitað sjálf af þeim ... og eftir það höfðu ljóðin um fegurð og fögnuð lífs- ins minna gildi en áður. Og skáldin sáu samtímis hvemig menn urðu ríkir og máttugir af því að svíkja aðra eða ryðja þeim úr vegi, og áður en þeir vita af, era hugsanir þeirra orðnar breyttar og ást og hatur farið að greinast skýrar að í brjósti þeirra. Allar þessar staðreyndir ... rafu smátt og smátt þoku gamalla blekkinga, er þau ef til vill áttu, um réttlæti og persónulegt frelsi í þjóðfélaginu. Það era þessi einíoldu atvik... sem hafa opnað augu þeirra fyrir hinum þyngstu staðreyndum.... Stundum var það aðeins fátæk- leg, algeng ósk, sem menn höfðu heyrt, en ekki veitt athygli, fyrr en einn dag, að hún er sögð með nýjum hreim og það fylgir henni eitthvað í svip eða handtaki, svo að hún rennur saman við manns eigið blóð.“ (1935,26) Nú víkur sögunni til sjávarhamra Sviðinsvík- ur: „Þeir sátu tímum saman í sjávarhömranum undir fjallinu og litu um hæl til eignarinnar, og hann sagði Ljósvíkingnum alt um kjör þessa fólks sem beið hér eftir að verða selt og keypt. Fyr en vissi var lángt liðið á nótt, en hann hélt áfram að tala. Hann sagði allar sögur út í æsar. ... Örlög nafnlausra manna, lárétt og laglaus, manna sem vora ekki neitt, sem höfðu ekki einu sinni andlit í heiminum, þau vora áður en varir farin að taka á sig myndir, þau vora smátt og smátt farin að rísa í ákveðnum hljómi, farin að koma manni við, jafnvel að hrópa, það var ekki leingur undanfæri, maður varð að hlusta, maður varð að verja sig, maður vissi ekki fyr en þessi óvarðandi örlög hafði gert inn í manns eigið blóð 0938,129) Á fyrsta fundi þeirra Ólafs Kárasonar og Amar Úlfars kynnir Öm sig þannig: „Ég heiti Þórarinn Eyjólfsson, sagði hann. Það er fomaldamafn eins og þú heyrir og þess vegna kalla ég mig Öm Úlfar, kalla þú mig einn- igsvo.“ (1938,120) Nokkra fyrir ritunartíma Heimsljóss hóf skáldið Aðalsteinn Kristmundsson skáldferill sinn. Nafnið hæfði ekki skáldi og þessvegna kallaði hann sig Stein Steinarr, þjóðin kallaði hann einnig svo. Halldór Laxness virðist hafa ætlað að láta fegurðarþrá Ólafs Kárasonar og réttlætisþrá Amar Úlfars leikast á með sigri Amar. í minn- isbók, sem varðveitt er í handritadeild Lands- bókasafns - Háskólabókasafns og Halldór Lax- ness hóf að rita 1936 og nefndi „Nót.3 - Minnisatriði fyrir Ljós heimsins" segir svo, inn- an sviga, í lýsingu á Ólafi Kárasyni eins og skáldið hugsaði sér persónu hans í fyrstu: „Reynir alltaf að ílýa undir vemdarvæng þess afls, sem hann heldur að sé sigursælt, en afsakar bleyðiskap sinn með ástinni til „andans og fegurðarinnar“.“ í samræmi við þessi orð lætur Halldór Lax- ness Ólaf Kárason segja við Öm Úlfar: „Og þegar veröldin í kringum mig hefur verið full af hörku og grimd, þá hef ég ekki haft kjark til að bíta á jaxlinn eins og þú, heldur hef ég ósjálfrátt dregið mig í hlé og reynt að lifa fyrir fegurðina ogandann." (1938,193) Óm Úlfar brást við þessum orðum með hlátri: „Það var ekki sú tegund hláturs sem felur í sér neina gleði, jafnvel ekki háð, vorkunn ekki heldur, síst af öllu blíðu, aðeins frumstætt karl- mannlegt andóf við ósjálfbjarga tjáningu, vesa- ldómi." (1938,193) Síðar í samtalinu segfr Öm Úlfar Ólafi Kára- syni hryllingssöguna af Hólsbúðardísu og við- brögð Ólafs Kárasonar urðu þessi: „Eg þoli þetta ekld, sagði Ljósvetníngurinn og stóð upp og ætlaði að hlaupa burt; ég þrái fegurð, fegurð, anda, sagði hann og horfði nær gráti út í himinblámann mót hinum hvítu skýum hásumarsins sem dragast saman í flíóa og greið- ast sundur. En hann hljóp ekki burt, heldur settist niður aftur.“ (1938,196) Þegar í fyrsta samtali þeirra skáldbræðra koma ólík viðhorf þeirra fram. Ólafur Kárason er fanginn af ljóðrænum óveraleik og er sem gestur á Sviðinsvík. Örn Úlfar, sem er hættur að yrkja, er aftur á móti all eintóna boðberi baráttu og kemur því aðallega fram til að túlka viðhorf sín og hverfur síðan af sviðinu. Firringu Ólafs Kárasonar má greina af lýsingu á viðbrögðum hans þegar Örn Úlfar var farinn frá Sviðinsvík: „Það vora ekki nema fáar stundir síðan hann stóð á bryggjunni með tár í augum og horfði á skipið sigla burt með vin sinn, nú var hann alt í einu feginn að Öm Úlfar skyldi vera farinn, svo það var einginn framar til að skipa honum að rísa upp, kveðja hann til vopna.“ (1938,201) I samtali þeirra leitar Öm Úlfar eftir afstöðu Ólafs til lífs fólksins á Sviðinsvík og spyr hann hvað honum finnist um Sviðinsvík. En Ólafi er annað efst í huga og hann svarar: „Fjallasýnin hér í Sviðinsvík er alveg dæma- laus... Veistu að þessi fjöll sem þú ert að horfa á, þau eru í raun og veru ekki til, sagði Öm Úlfar. Eða sérðu ekki að þau eru meira í ætt við himininn en jörðina? Állur þessi heillandi blámi sem töfrar þig er sjónhverfmg." (1938,122) Orð Amar Úlfars um að fjöllin sem ber við loft frá Sviðinsvík séu „meira í ætt við himininn en jörðina" vísa til skynsviðs Ólafs Kárasonar eins og því er lýst í upphafsorðum Fegurðar himinsins: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himnin- um, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess- vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir feg- urðin ein, ofar hverri kröfu.“ (1940,5) Og skáldið Ólafur Kárason: „... virðir fyrir sér þennan merldlega fund lands og lofts þar sem himinninn og jörðin hafa loks skilið hvort annað til fulls.“d940,5) í samtali Amar Úlfars og Ólafs Kárasonar segir Öm: „En hver sem segir að fegurðin sé eitthvað sem hann getur notið sérstaklega fyrir sjálfan sig, aðeins með því að yfirgefa aðra menn og loka augunum fyrir því mannlífí sem hann er þáttur af, - hann er ekki vinur fegurðarinnar.“ (1938,197) Við þessu á Ólafur Kárason þá ekkert svar, en það kom í fyllingu tímans. í Fegurð himins- ins segir frá því er Ölafur Kárason gengur heim til sín í tungsljósi og rifahjami, þá rennur svarið allt í einu upp fyrir honum: „...mannlífið er aukaatriði, næstum ekki neitt. Fegurðin er hið eina sem skiptir máli, og í raun- inni á skáld eingar skyldur við neinn nema hana.“ (1940,31) I tólfta kafla Húss skáldsins segir frá nætur- heimsókn Amar Úlfars í kofa Ólafs Kárasonar á Sviðinsvík. Bam Ólafs var að deyja. Þeir settust sinn hvoram megin við rúm hins deyjandi bams og Ólafur hlustaði á gest sinn tala tempraðri, næstum hvíslandi röddu „...meðan dýrsti kveik- urinn af hans eigin lífi varð örljósa". (1939,159) Þegar Öm Úlfar hafði talað lengi nætur sagð- ist Ólafur vera þakklátur fyrir heimsókn hans á þessari örlaganóttu og fá, í návist dauðans, að gleyma því að maðurinn er moldarvera. Öm Úlfar andmælti því að maðurinn væri moldar- vera. Slíkt væri aðeins kristileg bábilja. Maður- inn hefði einmitt hafið sig yfir moldina. Orð Ól- afs Kárasonar eiga sér stoð í Biblíunni. í 1. Mósebók, 3. kapítuia, 19. versi segir: „í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því af henni ert þú tekinn; því mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa." Lík hugsun kemur einnig fram í málshættinum „Maður er moldu sarnur" og í kvæði Hallgríms Péturssonar „Hversu fánýt sé fordildin" en þar segir „Hold er mold/hverju sem það klæðist" (Hallgrímskver 1952, 231) „Moldin eignast okkur“ segir Jón Helgason skáld í kvæðinu Gaudeamus. (Úr landsuðri 1939, 65). Öðrum skáldum hefur orðið þetta að yrkisefni. Má þar til nefna kvæðið „Svanurinn" eftir Einar Benediktsson. Fyrsta erindi þess er þannig: í svanalíki lyptist moldin hæst Hann (jórnar fegurst og hann syngur skærast Þá angurljóð hans oss í hjartað skera vjer erum sjálfir vorum himni næst Þá oss í draumi banagrun þau bera oss birtíst lífsins takmark fjærst og æðst. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 7. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.