Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Page 13
Barmar. Myndin er tekin á árunum 1966-68 en það voru síðustu árin sem búið var í bænum. Húsbændur á Börmum, Bima Sigurjónsdóttir og Jón Óiafsson, framan við bæjargöngin.
BARMAR -
TORF0ÆRI REYK-
HOLASVEIT
EFTIR JÓN ÓLAFSSON
Barmar í Reykhólasveit eftir endurbygginguna. Teikning eftir greinarhöfundinn.
Barmar voru eini upprunalegi torfbærinn á
Vestfjörðum þegar greinarhöfundurinn gerði
leigusamning við landbúnaðarráðuneytið og
fékk leyfi til að endurbyggja bæjarhúsin. Þeirri
endurbyggingu var að mestu lokið 1974.
AKMAK er gömul kirkjujörð, nú
undir umsjá jarðeignadeildar
landbúnaðarráðuneytisins.
Hún var til foma metin 12
hundruð að dýrleika en hlunn-
indalaus. Búskapur hefur ávallt
verið lítill í Börmum og þar búið
fátækt fólk á veraldavísu en
andlega ríkt. Elstu heimildir um Barma sem ég
veit um eru úr jarðabók Páls Vídalíns og Ama
Magnússonar frá því 1710. Þá var jörðin talin
afar rýr, bæjarlækurinn spillti túninu, langur
hreppaflutningur að Hymingsstöðum og jörðin
hlunnindalaus.
Vorið 1885 flytur Þórður Ólafsson að Börm-
um ásamt konu sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur
og fjómm bömum þeirra hjóna, Lárasi, Þór-
dísi, Sigurlínu og Ólafíu. Þórður var ættaður frá
Hhðartúni í Sökkólfsdal í Dölum en Ingibjörg
frá Kiukkufelli í Reykhólasveit. Þórður missti
konu sína 1926 og bjó eftir það ásamt bömum
sínum í Börmum til ársins 1937 að hann lést.
Láras sonur hans lést árið 1931 eftir mikla van-
heilsu. Láras var hagorður vel og að honum
látnum var gefin út ljóðabók með ljóðum hans.
Hann var kennari og stundaði farkennslu um
árabil. Áður en Þórður lést, réð hann til sín Ólaf
Þorláksson sem tók við búsforráðum í Börmum
að Þórði látnum, 1937. Ólafur Þorláksson bjó í
Börmum eftir það, ásamt systrunum Þórdísi og
Ólafíu Þórðardætram til vorsins 1967.
I Börmum hafa ávallt verið torfhús eftir því
sem mínar heimildir herma. I kringum 1925
vora húsin mjög illa á sig komin og tóku þá
nágrannar Þórðar Ólafssonar, sem þá var bóndi
í Börmum, sig til og endurreistu bæinn á tæpri
viku. I samtali mínu við tvo þeirra sem verkið
unnu, Hjört Hjálmarsson og Tómas Sigurgeirs-
son frá Reykhólum kom fram að bærinn var þá
endurbyggður eins og hann vai- fyrr. Nokkuð
löngu síðar var steyptur reykháfur á húsið, eftir
að eldur komst í þekjuna út frá gamla reykrör-
inu.
Húsaskipan að Börmum virðist hafa verið
nokkuð hefðbundin. Bæjarhús með þriggja
stafgólfa baðstofulofti. Grannflötur íbúðarhúss-
ins sem næst 5x9 álnir. Austan við íbúðarhúsið
var búr og eldhús og á milli gangur (göng) með
ilötu þaki. Við ganginn hafði verið byggt eins-
konar bíslag. Úr búrinu var innangengt í fjósið,
sem stóð þvert á búr og eldhús. Hænsnakofar
voru byggðir við fjósið og íbúðarhúsið. Hey-
garður var hlaðinn að baki fjóssins. Torfhleðslu
móti suðri við íramhlið íbúðarhússins var búið
að fjarlægja þegar fyrir endurbygginguna 1925
en veggkambarnir vora látnir standa eins og
þeir væntanlega hafa verið hlaðnir þegar torf-
bær var og hét í Börmum.
Árið 1971 var mér undirrituðum boðinn bær-
inn til uppbyggingar og árið eftir gerði ég leigu-
samning við landbúnaðairáðuneytið um leigu á
hluta jarðarinnar og leyfi til endurbyggingar
bæjarhúsanna. Eg leitaði álits nokkurra aðila
varðandi málið, m.a. þjóðminjavarðar, og vora
allir hvetjandi þess að hafist yrði handa við end-
urbyggingu. Eftir því sem ég komst næst vora
Barmar eini uppranalegi torfbærinn á Vest-
fjörðum sem þá stóð uppi.
Áður en hafist er handa við uppbyggingu
torfbæjar eins og Barma þarf ýmislegt að at-
huga og skoða. Þeim sem slíkt tekur að sér ber
siðferðileg skylda til að setja sig vel inn í alla
gerð slíkra húsa, ekki bara hið ytra heldur einn-
ig hið innra. Þá þarf að leita til fagfólks sem
kann til verka og miðlað getur reynslu og fæmi
í öflun efnis og gerð einstakra hluta torfhússins.
Leita þarf að ristu, stungu, hleðslugrjóti og
hverju því sem við kemur hinni ytri uppbygg-
ingu. Leita þarf fanga á minjasöfnum, skoða
gömul hús og sýna útsjónarsemi við útvegun
þess smáa jafnt sem hins stóra. En stærsta
spurningin er þó, hvort maður er reiðubúinn til
að helga sér þann lífsstíl sem fylgir því að búa í
torfbæ.
Þegar ég kom að þessu verkefni 1971, hafði
bærinn staðið auður og yfirgefinn frá því 1968,
að mér var sagt, en Jón Guðmundsson, fræði-
maður og bóndi að Skáldstöðum í Reykhóla-
sveit segir í grein sem hann skrifar í Heima er
best um 1969, hann hafa farið í eyði 1967. Áður
en bærinn fór í eyði var búið að leggja í hann
rafmagn auk vatns og síma. Á þessum þremur
til fjórum áram sem líða þar til ég tek við hon-
um eyðileggst á honum þekjan, gluggarnir era
að mestu rifnir úr og trétexþiljun á veggjum
neðri hæðar grotnar og er tætt sundur. Ymsir
munir sem sagðir hafa verið í bænum vora fjar-
lægðir. Gangurinn var að mestu hraninn svo og
moldarveggur milli gangs og búrs. Búrið og
eldhúsið var hrunið, nema gaflþilið til suðurs
stóð uppi. í þessum húsum öllum voru torfvegg-
ir og moldargólf.
Þegar ákvörðun hafði verið tekin um upp-
byggingu varð að ákveða hvað skyldi byggt upp
og hvernig. Þótt staðreyndin væri sú að fólk
hafi áður fyrr eldað á hlóðum, lesið við grútar-
týru og gengið um á sauðskinns- eða roðskinns-
skóm var ekki sanngjarnt gagnvart fjölskyld-
unni eða sjálfum sér að gera ráð fyrir slíku.
Ákvörðun var því tekin um að endurtengja raf-
magnið til eldunar og hitunar, endumýja vatns-
lagnir og vatnsból, koma fyiir snyrtingu og
grafa rotþró eins og kröfur vora gerðar til. Við
endurgerð gangsins, búrsins og eldhússins var
tekin ákvörðun um að byggja þessi hús upp í
tvær burstir, með trégólfum og panelklæddum
veggjum. Skarsúð var sett á súðir húsa. Veggir
og burstir vora einangraðir og notað plastþak-
Suóurhlið bæjarhúsanna. Næst á myndinni er
elzti hluti bæjarins.
efni til að verjast leka og leiða raka út yfir
veggi. Þannig vora notuð byggingarefni og
byggingartækni nútímans þar sem því var við
komið.
Að mestu var endurbyggingunni lokið á þjóð-
hátíðarárinu 1974. Síðan þá hefur farið fram
eðlilegt viðhald á bænum. Þannig hefur þurft að
tyrfa hann upp einu sinni, hlaða veggkamb sem
hranið hefur og endurreisa fjósið (geymsluna)
sem hrandi að fullu fyrir þremur árum. Að öðra
leyti er það umhirða, stöðug natni og ávekni,
sem heldur bæ sem Börmum í nothæfu ástandi.
Bær eins og hér er sagt frá á allt sitt undir því
að búið sé í honum, hugsað til hans og um hann.
En þeir sem eru reiðubúnir til að gefa sig í
verkefnið, lífsstílinn, uppskera ríkulega.
I blaðaviðtali sem Guðjón Friðriksson, blaða-
maður og sagnfræðingur, átti við mig í ágúst
1985 í Þjóðviljanum, kem ég inn á það álit mitt
hvað Þjóðminjasafn íslands gæti lagt af mörk-
um við varðveislu og uppbyggingu gamalla
bæja og húsa með því að heimila einstaklingum
uppbyggingu undir umsjá þess og jafnvel hlaða
slíka bæi og hús gömlum munum svo lifandi
söfn gætu risið sem víðast. Þótt ég hafi átt
vinsamleg samskipti við þjóðminjavörð við end-
urbyggingu Barma hef ég ekki fengið neitt
vörslufé þaðan. Hinsvegar kom ýmislegt í Ijós
þegar farið var að hreyfa við veggjum og stein-
um. Einnig komu sveitungar mínir með sitt lítið
sem verið hafði í bænum áður en ég tók við hon-
um. Annað áhugasamt fólk um varðveislu gam-
alla minja hefur og komið færandi hendi með
sitt lítið hvert. I því felst viðurkenning á vel
unnu verki.
Á seinni árum hefur fólk og stofnanir leyft
sér að kalla þennan virðulega toi’fbæ sumarhús.
Eg á ákaflega bágt með að sætta mig við slíka
nafngift en erfitt hefur reynst að taka á því.
Fyrir mig sem iðnaðarmann og hönnuð hefur
það verið sérstök upplifun að standa að bygg-
ingu mannvirkis, þar sem byggingarefnið er
jörðin sem þú stendur á.
Við fjölskyldan eyðum miklum tíma og hugs-
un í Barma og njótum hverrar stundar þar.
Bærinn okkar og náttúran eru sem eitt og
fanga hug okkar allan. Hægt er að taka undir
orð Lárusar Þórðarsonar í Börmum þegar
hann í einu ljóða sinna segir svo:
Frítt er um haga um hásumardaga,
heiðfjöllin draga vor augu til sín.
Landið vort fríða sem lofað er víða,
ljómandi blíð er þá ásýndin þín.
Lokaorð
Við endurbyggingu Barma hafa margir kom-
ið að verki og erfitt yrði að telja upp alla þá sem
lagt hafa hönd á plóginn, svo margþætt verk
sem slík uppbygging er. Þar þarf að ganga í
gegnum krákustíga stofnana, afla velvilja í hér-
aði, afla upplýsinga og þekkingar um ýmsa
þætti sem snúa að gerð torfbæja, vemdun lands
og minja, tryggja aðstoð sérfræðinga og hand-
verksmanna, afla tækja og svo má lengi telja.
I þessu sambandi era mér þó efst í huga nöfn
nokkurra valinkunnra manna en því miður era
margir þeirra fallnir frá.
• Foreldrar mínir, þau Guðný Guðjónsdóttir
og Ólafur Daðason, en þau aðstoðuðu og
studdu endurbygginguna á alla lund
• Eyjólfur Jónsson frá Bakka í Geiradal, en
hann var hleðslumeistari og ráðgjafi við efn-
isval til hleðslu
• Jón Sveinsson, bóndi Klukkufelli í Reykhóla-
sveit, og sonur hans Vignir, þeir önnuðust
torfristu
• Rögnvaldur Guðjónsson, smiður, hann sá um
trésmíði
• Reynir Halldórsson, bóndi Hríshóli í Reyk-
hólasveit, hann hefur séð um endurhleðslu
fallinna veggja og tyrfingu
• Karólína Guðmundsdóttir vefari, hún óf og
hannaði mynstur salúnofinna rúmábreiða í
baðstofu
• Ólína Jónsdóttir og Sveinn Guðmundsson,
bændur á Miðhúsum í Reykhólasveit
greiddu götu þessa verkefnis á ýmsan hátt
• Sveinbjöm Dagfinnsson ráðuneytisstjóri og
síra Gísli Brynjólfsson, fulltrúi í landbúnað-
arráðuneytinu, önnuðust samningsgerð f.h.
þess.
Nú er kominn tími til njóta ávaxta þess sem
byggt hefur verið upp en jafnframt verður að
vera vakandi yfir hverjum steini og hnaus.
Margt hefur breyst í afstöðu manna innan og
utan sveitar, síðan hafist var handa við upp-
bygginguna. Það krefst einnig árvekni að gæta
hagsmuna sinna gagnvart ásókn þeirra sem sjá
eftirsóknarverð gæði í góðum verkum. Árang-
ursrík samvinna við opinbera aðila hefur verið,
forsendan fyrir því starfi sem þarna hefur farið
fram. Hverig sú samvinna verður í framtíðinni
á tímum vaxandi frjálshyggju og auðhyggju er
erfitt að segja, en ég tel að stuðningur þeirra
verði að vera tryggur og traustur til að hægt sé
að standa vörð um viðgang þessa verks sem
hafið var fyrir tæpum 30 áram.
Ég vil að lokum leyfa mér að gera orð Einars
Benediktssonar skálds að mínum, þar sem
hann segir í kvæði sínu Aldamót:
Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt,
en lyft upp í framfór, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,
án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtL
Heimildir um ættmenni Þórðar Olafssonar, bónda í
Börmum, eru að mestu fengnar úr tímaritsgrein eftir Jón
Guðmundsson, fræðimann og bónda að Skáldstöðum í
Reykhólasveit sem hann skrifar í Heima er best um 1969 og
bók hans Sprek úr fjöru, Hildur 1989.
Höfundurinn er hönnuÖur.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000 1 3