Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Page 16
' u,u » itr /i***‘y <v
r '1 V^^r' 4
j iít titAty 'irr* «* '*’*“■
J*. !
<- i!v«ví -r
r. -•
í«4tl j* . £■ ‘mit*
1 STÍrrt..
,-Wr CAÍC^ /***•«- ^ ^ Sr-"'£,L
•wsaM—* /i j5oX »»
4l.,i i)t,
twy 4
•r**Ac. uai**
*A>~1 .
B K H1F Atí i
SLEHIfl SLEHIfl
/U3 Atí
HUiVIRI HAUKTI
SI.EHIÖ SLEHIfl
Atí Atí
VHTHI VllRI
KKÉFAtí 1 VhVtíliVN
Morgunblaðið/Kristínn Morgunblaðið/Einar Falur
Vinnulýsing sem Weiner sendi arkitektunum er höfðu umsjón með uppsetningu verksins. Verk Lawrence Weiner, „Skrifað í sandinn...M, sem afhent var Háskólanum á Akureyri í sumar.
ÞAÐ SEM ER
HINUM MEGIN
LIST snýst ef til vill helst um það að
búa til einhverja útgáfu af skynj-
anlegum veruleika. Með tímanum
getur hann orðið hluti af því
hversdagslega og víkkað þannig
sjóndeildarhring okkar sem oft á
tíðum er ærið þröngur. Allt frá
því að Duchamp steig fram á sjón-
arsviðið á fyrstu áratugum síðust aldar hafa
framsæknir listamenn ósjaldan staðið
frammi fyrir því að þröngva nýrri sýn upp á
tortryggna áhorfendur. Hið sama má segja
um ólíkar stefnur í listum tuttugustu aldar,
en þeir listamenn sem tilheyrðu þessum
stefnum sköpuðu oft listaverk sem áhorfend-
ur ýmist kærðu sig ekki um eða komu þeim í
opna skjöldu. Þrátt fyrir slíka andstöðu hef-
ur samfélagið orðið að taka þessi verk til
greina því þau vörpuðu fram mikilsverðum
spurningum um samband mannsins við um-
hverfi sitt sem ekki var hægt að líta framhjá.
Lawrence Weiner er einn þeirra lista-
manna sem ögruðu samtímanum á sínum
yngri árum, en nýtur nú virðingar sem einn
helsti framvörður undanfarinna áratuga á
sviði hugmyndalistar. Þótt Weiner hafi kom-
ið víða við og meðal annars sent frá sér bæk-
ur, kvikmyndir og hljómplötur, þá vinnur
hann ætíð fyrst og fremst með orð, eða öllu
heldur þær hugmyndir sem orðin geta tjáð.
Verk Lawrence Weiner birtast því í formi
tungumálsins - ýmist sjónrænt eða munn-
lega. í verkum sínum höfðar hann til þátt-
töku áhorfandans og gerir kröfur til vits-
muna hans og tilfinningalífs. Þessi
textatengdu verk Weiners eru ekki sist at-
hyglisverð vegna tengsla þeirra við áhorf-
-fendann sem getur borið þau með sér um
sinn, velt þeim fyrir sér og brotið til mergjar.
Höfðingleg leið til að
miðla sýn sinni á íslandi
En list snýst ekki einungis um að skapa
sýn, heldur einnig um að miðla þeirri sýn til
annarra. Weiner hefur alla tíð verið mjög
Bandaríski listamaðurinn Lawrence Weiner tilheyrir
kynslóð listamanna og hugsuða sem vísuðu hippun-
um veginn snemma á sjöunda áratugnum. Ennþá er
hann ákveðinn í því að fara ekki troðnar slóðir í
viðhorfum sínum til lífsins og listarinnar, er óhræddur
við að tjá sig um tilveruna. Weiner heimsótti ísland
snemma sumars, tók þátt í samsýningu í Ásmundarsal
og var viðstaddur afhendingu á verki sínu
„Skrifað í sandinn../7 á bókasafni Háskólans á
Akureyri. FRÍÐA BJÖRKINGVARSDÓTTIR fékk hann
til að segja svolítið af sjálfum sér og ástæðunum fyrir
því að hann skilur eftir sig verk á íslandi.
umhugað um að koma list sinni á framfæri
við almenning, oft með því að færa listina út í
hversdagsumhverfið, út úr sínu hefðbundna
umhverfi í listasafninu eða galleríinu. Með
verkinu „Skrifað í sandinn...“, sem afhent var
bókasafni Háskólans á Akureyri til eignar
23. maí síðastliðinn, hefur Lawrence Weiner
ratað á höfðinglega leið til að miðla sinni sýn
til okkar hér á landi.
Blaðamaður var svo lánsamur að fá að
fylgjast með afhendingu verksins á Akur-
eyri, en það var svo sannarlega tilfinninga-
þrungin stund, því allir þeir sem unnið höfðu
um lengri eða skemmri tíma að því að koma
verkinu fyrir, hittust þar í fyrsta sinn. Talið
barst því strax að þessu verkefni og hvernig
því hefði verið komið á laggirnar.
Weiner segir að það haii verið Pétur Ara-
son kaupmaður og listaverkasafnari sem
hafði milligöngu um að finna verkinu „Skrif-
að í sandinn..." stað, en í samtali þeirra hafði
sú hugmynd komið fram að gaman væri ef
verki eftir Weiner yrði fundinn varanlegur
samastaður einhvers staðar á íslandi. Pétur
bar hugmyndina undir Jóhannes Þórðarson,
arkitekt hjá Glámu Kími, en Gláma hefur
umsjón með endurbyggingu og breytingum á
húsnæði háskólans á Akureyri. Jóhannes sá
strax að á bókasafninu var veggur þar sem
verkinu, byggingunni og háskólanum yrði
sómi sýndur.
„Verkið nýtur sín mjög vel þarna, og hefur
vonandi þýðingu fyrir þessa ungu mennta-
stofnun sem er í svo örum vexti,“ segir Wein-
er. „Annars hef ég stundum velt því fyrir
mér hvort íslendingar hafi ef til vill enga
þörf fyrir að kynnast samtímalist. Þess
vegna finnst mér mikið til þess koma að Þor-
steinn Gunnarsson, rektor HA, skuli hafa
tekið verkinu með slíkum velvilja og verið
svona framsýnn. Hver veit nema þetta hafi
verið hans fyrstu kynni af samtímalist."
Þegar Weiner er spurður að því hvort
hann hafi verið ákveðinn í að gefa verk til ís-
lands, fer hann að brosa.
„Ja, mig langaði vissulega til að gefa eitt-
hvað. En svo kom í Ijós að líklega yrði eina
leiðin til þess sú að ég léti eitthvað af hendi
rakna. Annars var aldrei rætt um peninga í
öllu þessu ferli, því mér virtist ljóst að verkið
yrði ekki hluti af háskólanum ef farið væri að
bíða eftir fjármögnun frá einhverjum aðilum,
svo allir sem tóku þátt í þessu ákváðu að láta
slag standa, jafnt arkitektar, háskólinn og ég
sjálfur. Þar að auki hef ég sérstakar tilfinn-
ingar til bókasafna og menntastofnana, því
þær veita fólki mikilvæg tækifæri í lífinu. Og
sem betur fer gat ég hagrætt hlutum þannig
að ég hefði efni á þessu og hér á íslandi lögð-
ust allir á eitt til þess að þetta mætti verða.“
ísland er ekki einstakt
„Mitt vandamál er að ég er hrifinn af Is-
landi,“ segir Weiner, þar sem hann er búinn
að koma sér fyrir með stóran kaffibolla og
vefur sér sígarettu. „En mér finnst það samt
ekkert einstakt. Það eru svo margir staðir í
heiminum sem ég hrífst af, ef satt skal segja.
Það má kannski telja mig skrítinn en það er
mjög sjaldgæft að ég geri hluti af þessu tagi í
löndum á borð við ísland. ísland er ríkt land
og hefur efni á að rækta sína menningu
sjálft. Ég gef stundum verkin mín, eða legg
vinnu í að færa fátækum þjóðum eitthvað til
að efla anda þeirra, því þar er yfirleitt ekkert
fyrir hendi til að veita fólki innblástur. Núna
er ég til dæmis að vinna að bók fyrir Palest-
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 7. OKTÓBER 2000