Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Page 20
UM TILVIST ‘ MANNS Á TÆKNIÖLD Dansleikhús með Ekka nýtir Iðnó með óhefðbundnum hætti ó sýningunni Tilvist, sem frumsýnd verður í dag. Dansað verður upp í gluggakistum og um gólfið allt, en ekki ó sviðinu. Sýningin er hluti af dagskró leiklistarhótíð- ar Sjólfstæðu leikhúsanna, Á mörkunum. 7 IVERKINU skiptist á hraði og þagnir í túlkun okkar á efniviðnum,“ segir Aino Freyja Jarvela, einn af sjö leikurum og dönsurum í sýningunni. Tilvist er sjötta sýning dansleikhópsins, sem vinnur bæði með dansform og leiklist- arform. „Verkið fjallar um tilvist mannsins. Upphaflega hugmyndin að baki verkinu var að kanna breyttar aðstæður í samskiptum fólks í tengslum við tækniframfarir, en í raun getur hver og einn túlkað sýninguna á sinn hátt,“ segir Aino Freyja. „Við vörpum fram hug- myndum fyrir áhorfendur en erum ekki með einhliða boðskap.“ Hópurinn Danleikhús með Ekka hefur unn- ið saman í 5 ár og kveður Aino Freyja hópinn samstilltan. Stofnendur dansleikhússins eru ^ílestir fyrrverandi nemendur Listdansskóla Islands og hafa þeir undanfarin ár stundað nám hérlendis og í Evrópu og Bandaríkjunum. Síðasta sýningin hópsins var verkið Ber, sem fjallaði um einelti og var unnið út frá ljóði eftir 13 ára stúlku. „Það má segja að hug- Morgunblaöið/Ámi Sæberg Hópurinn vinnur bæði med danshreyfingar og texta. Tónlistin í verkinu er eftir Kristján Eldjárn. við örsögur eftir Elísabetu Jökulsdóttur og ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Tónlistina í verkinu samdi Kristján Eld- járn. „Kristján er líklega þekktastur fyrir að spila á klassískan gítar en hins vegar er tón- listin í verkinu af öðru meiði. Hún er taktföst og rafræn." Sviðsmyndin er húsið sjálft Sýningin er sett upp í samvinnu við Leikfé- lag íslands, sem hluti af dagsskrá leiklistar- hátíðar Sjálfstæðu leikhúsanna, A mörkunum. Sýningar fara fram í Iðnó og mun hópurinn nýta húsnæðið með óhefðbundnum hætti. Þau flytja verkið á gólfinu og nota gluggana og hurðirnar sem sviðsmynd, en gerð leikmynd- ar er ennfremur í höndum Rannveigar Gylfa- dóttur. „Ahorfendur eru hinsvegar bæði á gólfinu og upp á svið,“ segir Aino Freyja og útskýrir ennfremur að sýningin sé hönnuð fyrir Iðnó. „Það er mjög gaman að geta notað þessa gömlu byggingu með þessa fallegu stóru glugga." Frumsýningin hefst kl. 21 í kvöld. myndin að Tilvist hafi sprottið útfrá þessu síð- asta verki okkar. I kjölfar þess vildum við kanna aðrar leiðir í samskiptum fólks.“ Sfyðjast við örsögur og Ijóð Allir leikararnir og dansararnir semja verk- in í sameiningu, en hvernig skyldi það ferli eiga sér stað ? „Fyrstu vikurnar fara vanalega í hugmyndavinnu. Við ræðum um það sem við viljum gera og söfnum efni sem við teljum að nýtist okkur. Ut frá því þróum við allskyns senur og veljum það sem á best við. Því má segja að við höfum unnið mun meira efni en kemur fram á sýningunni. Á endanum raðast þetta allt saman í eina heild, án þess þó að ég geti útskýrt nákvæmlega hvernig það gerist," segir hún hlæjandi og bætir við að hópurinn hafi æft verkið síðasliðnar fimm vikur. „Sýn- ingarnar eru breytilegar því þær byggja að hluta til á spuna. Vitaskuld þurfum við að halda föstum línum, en innan hveiTar senu getur ýmislegt breyst.“ Textinn sem fluttur verður, er að hluta til saminn af sýnendum en einnig styðjast þeir ÞETTA verður í sextánda skipti sem ég kem til íslands,“ segir Andreas Schmidt og hlær í sí- mann með sinni fallegu barít- onrödd. Söngvarinn er staddur á heimili sínu í Hamborg þegar viðtalið fer fram. „Mér þykir mjög vænt um ísland og er tengdur ýmsu fólki þar. Einn af mínum ^þestu vinum er til dæmis Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju." Andreas segist reyna að koma hingað ár- lega og rennir fyrir lax þegar færi gefst. „Eg kem bara í stutta heimsókn að þessu sinni og gæti því ekki sinnt þessu áhugamáli mínu. Svo er líka orðið of langt liðið á árið, það væru litlar líkur á að veiða eitthvað núna,“ segir hann og hlær aftur. Jafnvígur á óperu- og ijóðasöng Andreas kemur fram á Kammertónleikum í Garðabæ 2000 ásamt píanóleikaranum Ru- dolf Jansen. Báðir eru þeir heimsþekktir tónlistarmenn og hafa unnið til fjölda verð- launa. Á efnisskrá tónleikanna sem haldnir eru í Kirkjuhvoli verða á dagskrá verk eftir Ludwig van Beethoven, Carl Löwe og Hugo Wolf. „Þegar Sigurður Björnsson söngvari Jfcað mig um að halda tónleikana hafði hann hugmyndir um hvað ætti að vera á öðrum hluta efnisskrárinnar. Hann nefndi Löwe og það fannst mér vel til fundið. Löwe skrifaði fjöldamargar ballöður á sínum tíma og var mjög vinsæll í Þýskalandi fyrir um 70 árum. Við völdum úr nokkrar fallegar og vel þekkt- ar ballöður eftir hann. Sigurður stakk einnig upp á An die Ferne Gelibte eftir Beethoven. Það er lítill ljóðaflokkur sem tekur um tíu mínútur í flutningi. Þetta er einnig fyrsti Ijóðaflokkurinn sem skrifaður hefur verið,“ segir Andreas. Þennan ljóðaflokk hafa þeir Rudolf Jansen píanisti marg oft flutt en - saman hafi þeir hins vegar ekki flutt ballöð- urnar eftir Löwe. „Rudolf var því hérna hjá mér í Hamborg um síðustu helgi og við ein- beittum okkur að því að æfa Löwe,“ útskýrir hann. Síðari hluti tónleikanna samanstendur af Ijóðasöngvum eftir Hugo Wolf. „Wolf er að mínu mati einn af mikilvægustu höfundum TÓNVERK ER LIFANDIVERA Hinn góðkunni barítonsöngvari Andreas Schmidt er væntanlegur hingað til lands næstu daga ásamt píanóleikaranum Rudolf Jansen. Þeirmunu koma fram í Kirkjuhvoli á miðvikudaginn í tónleikaröðinni Kammertónleikar í Garðabæ 2000. Andreas ræddi við EYRÚNU BALDURSDÓTTUR, m.a. um efnisskrána og samstarf þeirrra Rudolfs. ljóðasöngva og mun ég flytja hluta úr safninu Eichendorff. Þau eru falleg og fjöl- breytt og ég valdi þau sem mér finnst búa yfir mestu pers- ónueinkennu- um.“ Þessi verk hef- ur Andreas sungið til margra ára og segist aldrei verða leið- ur á þeim. „Það er svo sérstakt, að tónverk er eins og lifandi Andreas Schmldt, vera sem alltaf barítonsöngvari. Rudolf Jansen, píanóleikari. er að breytast eins og maður sjálfur. Það er ekki hægt að verða leiður á því meðan hægt er að takast á við það með nýj- um hætti og finna nýja leið til að flytja það.“ Andreas mun vera einn af fá- um söngvurum sinnar kynslóðar sem er jafnvígur á óperu- og ljóðasöng. „Sí- fellt færri njóta þess að hlusta á ljóðasöng," út- skýrir hann. „Ástæðan er sú að með árunum hefur ljóðakennslu farið halloka í skólum og nú er svo komið að yngra fólk skilur ekki tungumál ljóðlistarinnar. Við höfum þurft að finna nýjar leiðir til að koma ljóðasöng á framfæri og það hefur verið mér ofarlega í huga upp á síðkastið." Vill síður vera ó flakki Andreas hefur um dagana sungið við öll helstu óperuhús heimsins, meðal annars Vín- aróperuna, Covent Garden-óperuna í Lon- don, Bastille-óperuna í París, Scala-óperuna í Mílanó og Metropolitan-óperuna í New York. Hann segist ekki geta bent á einn stað öðrum fremur sem hann telur skara fram úr. „Þessir staðir eru jafnmisjafnir og þeir eru margir. Metropolitan er kannski besta óp- eruhúsið tónlistarlega séð en áherslurnar á sýningum í Bandaríkjunum eru samt allt aðrar en hér í Þýskalandi. Hér eru hefð fyr- ir að gera nútímalegar sýningar en það er hins vegar síður algengt í Bándaríkjunum. Þar þurfa menn að stíla inn á áhorfendur og setja upp það sem líklegast er til vinsælda." Andreas segist um þessar mundir starfa aðallega í Hamborg og Berlín. „Því fylgja langar fjarverur að heiman, að taka þátt í óperuuppfærslum í öðrum löndum. Ég kann því illa að vera of lengi án fjölskyldunnar minnar og reyni því að taka aðeins þátt í óp- eruuppfærslum hér í Hamborg og í Berlín og á sumrin í Bayreuth.“ Einnig syngur hann á konsertum, ljóðatónleikum og í óra- toríum um heim allan. Andreas hefur starfað með píanóleikaran- um Rudolf Jansen síðastliðin tólf ár og fer fögrum orðum um samstarf þeirra. „í 90% tilvika spilar hann undir fyrir mig á tónleik- um. Hin 10% virka ekki,“ segir hann og hlær. „Rudolf er ekki einungis framúrskar- andi tónlistarmaður heldur einnig yndisleg- ur maður. Þessir hlutir eru ámóta mikilvæg- ir,“ segir hann og bætir kíminn við. „Það væri slæmt ef maður gæti ekki hugsað sér að sitja við hlið píanistans á ferðalögum sök- um þess að hann væri svo leiðinlegur. Ég er mjög heppinn að eiga hann að.“ Tónleikar þeirra félaga hefjast í Kirkju- hvoli kl. 20.00 miðvikudaginn ll.október. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.