Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Page 3
LI NIiÖk MOIÍ(,l \lil \l)NI\S - MENNING LISTIR
48. TÖLUBLAÐ- 75. ÁRGANGUR
EFNI
Teitur ísleifsson
hafði einstaka aðstöðu til þess að kynnast
sögu íslenskrar kristni, segir Hermann
Palsson í minnispunktum sinum um kristni
á íslandi. Gissur bróðir Teits var annar inn-
fæddur biskup þjóðarinnar, en Isleifur faðir
þeirra hinn fyrsti. Ein af formæðrum Teits
var kristin kona ensk, sem Vilborg hét
Ósvaldsdóttir.
Lér konungur
lexia um ofbeldi og vald er heiti á grein eft-
ir Steinunni Jóhannesdóttur. Hún rifjar upp
þegar verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu
árið 1977 undir stjórn enskmenntaðs
Armena, Hovhannesar I. Pilikian. Greining
hans á verkinu þótti nýstárleg og spunnust
af því heitar umræður.
íslandsmyndir
á veraldar-
vefnum. Þekktur
Ijósmyndari,
Rafn Hafnfjörð,
tók þann kost að í
stað þess að gefa
út stóra mynda-
bók hefur hann
sett 370 ljós-
myndir á vefinn
þar sem allir geta
skoðað þær. Þar
eru margir efnis-
flokkar og hægt
að finna myndir
eftir landshlut-
um.
Óratórían Elía
eftir Felix Mendelssohn verður flutt á
tvennum tónleikum í Langholtskirkju í dag
og á morgun kl. 16. Flytjendur eru Kór ís-
lensku óperunnar ásamt hljómsveit og ein-
söngvurunum Kristni Sigmundssyni, sem
syngur titilhlutverkið, Huldu Björk Garð-
arsdóttur, Garðari Thór Cortes og Nönnu
Maríu Cortes. Stjórnandi er Garðar Cortes.
FORSÍÐUMYNDIN
er úr Hattveri á Landmannaafrétti, ein af Ijósmyndum Rafns Hafnfjörð sem
frá er sagt í blaðinu.
r
EINAR OLAFUR SVEINSSON
UÓÐALOK
Líf mitt erglíma’ um ianga auðnarnótt,
lífmitt erfang við ofurstyrkan mann;
í svartamyrkri sé ég ekki til,
ég sé hann ekki’, en veit, að það er hann.
Þrotlaust og langt er þetta ramma fang;
þrotlaus og stjörnulaus er nóttin myrk.
Hann forðast mig og leitast við að losna:
hverlota veitirmér þó nýjan styrk.
Egfínn, að allt erfánýtt nema hann,
öll fordild heims sem glóir bjart og skín;
ogjafnvel þessi þunga glímunótt
er þrá mín, fró mín, gleði, huggun mín.
Nú dagarsenn við dánarmorgunskeið;
nú dagar senn, og brátt ég missi þig;
en égfæ síðsta þrótt oghinzta hug:
égheld þér, þangað til þú blessarmig!
Einar Ólafur Sveinsson, 1899-1984, var bólcmennta- og þjóðsagnafræðingur,
prófessor við Háskóla íslands 1945-1962 og fyrsti forstöðumaður Hand-
ritastofnunar íslands. Hann var auk þess dáður upplesari og las Njálu í útvarpið
svo lengi verður í minnum haft.
„...EN ALLAHLUTI
SKILDU ÞEIRJARÐ-
LEGRISKILNINGU..."
RABB
NÝLEGA heyrði ég
skondna sögu af há-
aldraðri konu í Noregi
sem kunningjar mínir
kalla tante Borghild. í
stórafmæli, sem fjöl-
skyldan hélt henni,
lýsti hún yfir í heyr-
anda hljóði að hún ætlaði ekki að deiia her-
bergi með manninum sínum sáluga þegar
hún kæmi til himna. Þetta kom ættingjum í
opna skjöldu því að þeir höfðu ævinlega tal-
ið hjónaband tante Borghild og onkel Olav
afar farsælt og að þau hlytu að ganga sam-
an á Guðs vegum handan móðunnar miklu
eins og þau hefðu gert á meðan beggja naut
við. Þessi saga segir okkur tvennt. I fyrsta
lagi hversu takmarkaða sýn við höfum á
samferðafólk okkar - og hversu mjög hug-
myndir mannsins um annan heim mótast af
þeim viðhorfum sem héma megin ríkja.
Aðra konu þekki ég sem komin er vel til
ára sinna og þráir að losna sem fyrst frá
lífsins þraut. Hún er þess fullviss að hún
eigi góða heimvon þegar kallið kemur og
sjálf er ég sannfærð um að hana hafi hún
verðskuldað með grandvöru líferni og ein-
lægri trúfesti. - En nú veit ég bara ekki
hvernig þetta er hjá honum Guði, - segir
hún. - Eg hef hvergi séð lýsingu á því í
biblíunni. Þar geta varla verið misindis-
menn. Samt reyni ég að fyrirgefa öllum og
biðja fyrir þeim sem hafa gert á minn hlut.
Já, hvemig skyldi þetta vera hjá honum
Guði? Sú spuming stríðir vafalaust á
marga þótt þeir orði hana ekki eins elsku-
lega og þessi málvina mín. Ýmsir hafa orðið
til svars, kirkjufeður, skáld og vísindamenn
auk allra hinna sem sett hafa fram hvers
kyns alþýðuskýringar. Heimildir herma að
miðlar og sjáendur hafi nóg að starfa á öll-
um tímum og beri vel úr býtum en sjálfsagt
nærist margur loddarinn á trúgirni fólks.
Sú skoðun öðlast sífellt meira fylgi að sálir
manna endurfæðist og er hún í góðum takti
við þann hugsunarhátt sem gegnsýrir nú-
tímaþjóðfélög - að maðurinn eigi stöðugt
að geta unnið sig upp og komið sér betur
fyrir í veröldinni. Gegn góðum skildingi ku
nú vera hægt að láta fagfólk skoða sín fyrri
líf, ekki síst til að öðlast lærdóm í því
hvernig við getum hagrætt okkur enn bet-
ur í núverandi jarðvist eða þá þeirri næstu.
En ætli sannleikurinn ljúkist nokkurn tím-
ann upp fyrir okkur fyrr en á efsta degi og
þá verðum við varla lengur til frásagnar?
Og þó. Enn ætla ég að nefna til sögunnar
konu sem fullyrðir að hún hafi dáið og séð
dýrð Guðs áður en læknunum tókst að
vekja hana til lífs á ný. Sú kona blæs á þá
skýringu vísindamanna að Ijósið, sem hún
sá, hafi stafað af súrefnisþurrð í heilanum.
Hún fullyrðir að áður en hún „dó“ hafi hún
verið trúlaus og aldrei tekið þátt í kirkju-
legum athöfnum. - En nú veit ég að Guð er
til og hann er algóður, - segir hún og það er
sem eldur brenni úr augum hennar.
Það hlýtur að vera notalegt að hafa slíka
trúarvissu sem þessar þrjár konur þótt hún
birtist með mismunandi hætti. Ekki síst er
hún mikils virði þegar jólaljósin taka smám
saman að lýsa upp skammdegismyrkrið og
fólk leitar ósjálfrátt að æðri tilgangi hand-
an þeirra. Þegar hugurinn hvarflar til lát-
inna ástvina um hátíðar er stundum ekki
örgrannt um að manni finnist þeir hafa ver-
ið til kallaðir „meira að starfa guðs um
geim“ - eins og Jónas Hallgrímsson kvað
svo fallega um vin sinn, séra Tómas Sæm-
undsson - og geti þaðan fylgst með okkar
jarðneska bjástri. Hver veit nema misindis-
mennirnir hafi fengið þar fyrirgefningu og
onkel Olav verðskuldi að njóta áfram sam-
vista við tante Borghild, þegar þar að kem-
ur, ef þau á annað borð kæra sig um. Sé
Guð algóður er ekki loku fyrir það skotið.
Þegar Snorri Sturluson var að útskýra
átrúnað gömlu ásatrúarmannanna fyrir
herskárri Sturlungaöld í Eddu sinni komst
hann þannig að orði með nokkru yfirlæti
hins kristna manns: „En alla hluti skildu
þeir jarðlegri skilningu því að þeim var eigi
gefin andleg spektin,“ og átti þá vísast við
að forfeðrum hans hefði verið hulinn hinn
æðsti sannleikur því að þeir höfðu aldrei
heyrt fagnaðarerindið. Með fullri virðingu
fyrir Snorra og afrekum hans verður ekld
beinlínis sagt að atferli hans hafi að öllu
leyti verið kristilegt, eins og sögur herma
af fégirnd hans og framkomu við eigin-
konur og börn. Einnig mun skilningur hans
og annarra miðaldamanna á lífi eftir dauð-
ann hafa verið býsna jarðlegur og ennþá
telja sumir sannkristnir menn að persónu
þeirra verði búinn sess við fótskör himna-
föðurins í orðsins fyllstu merkingu. Sjálf-
sagt líta fleiri en tante Borghild á himna-
ríkisvistina sem notalega hóteldvöl og aðrir
velta fyrir sér hvað verði um misindis-
mennina hinum megin grafar. Hvernig á
líka annað að vera? Við erum nú einu sinni
börn þessarar jarðar og við hana miðast
þau skynsvið sem okkur eru gefin.
Vissulega líta margir á dauðann sem ei-
lífa og kærkomna hvíld en jafnvel með
þeim virðist oft blunda sú þrá að lífið hafi
einhverjum æðri tilgangi að þjóna. Um það
vitna fjömargar kannanir og undariegustu
smáatriði virðast geta hrært gallharða guð-
leysingja til sannrar trúar. Ekki síst virðist
einlæg trú kvikna, vaxa og dafna eftir því
sem fleiri áföll ríða yfir. Sannfæringin um
tilvist æðri máttarvalda sefar sorg, gefur
sjúkum styrk og veitir öðrum afl til að sigr-
ast á langvarandi fíkn. Þar sem rök, skiln-
ing og vísindi þrýtur tekur trúin við. Þar er
ef til vill komin hin andlega spekt, sem
Snorri talar um, svo að líklega hefur hann
haft eitthvert veður af henni.
Sjálf hef ég lengi haft vissu fyrir því að
eitthvað bíði okkar handan fortjaldsins
mikla. Þá vissu get ég ekki með nokkru
móti rökstutt en hún vaknaði ekki við anda-
glös og miðilsfundi á unglingsárum þótt
margt bæri þai- við sem tæpjega er unnt að
skýra jarðlegum skilningi. Eg komst hins
vegar snemma að þeirri niðurstöðu að hafi
almættið ætlað okkur hlutverk á þessari
jörð þá bæri okkur umfram allt að sinna því
í stað þess að skyggnast inn í heima sem
skynfæri okkar geta ekki numið. Og í heimi
hér er ekki vanþörf á að taka til hendi. En
hvað þá ef vissan reynist blekking og dauð-
inn táknar endalok alls, eins og margir
hyggja? Nú, þá er auðvitað fátt til bragðs
að taka en sé það einhver huggun munum
við væntanlega lifa áfram í verkum okkar,
afkomendum og huga samferðamannanna
á meðan þeirra nýtur við. Það er líka heil-
mikið framhaldslíf þegar öllu er á botninnn
hvolft og hvernig því reiðir af er að mestu
leyti undir okkur sjálfum komið, starfi okk-
ar og hugarþelinu sem okkur tekst að
miðla.
Ættingjar tante Borghild urðu hissa og
vonsviknir þegar þeir komust að raun um
að sú mynd, sem þeir höfðu dregið upp af
hjónabandshamingju hennar, reyndist
blekking ein. Eg hafði hins vegar svolítið
gaman af þessari sögu enda mér málið
óskylt. Hún er nefniíega gott dæmi um
hversu litla innsýn fólk hefur í líf og tilfinn-
ingar sinna nánustu á þessari jörð, Og úr
því að sá skilmngur er eins takmarkaður og
raun ber vitni - hví skyldum við þá geta
skynjað hvernig þetta er hjá honum Guði?
GUÐRÚN EGILSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 9. DESEMBER 2000 3