Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Qupperneq 4
Ljósmynd: Þjóðleikhúsið Lér konungur, sýning í Þjóðleikhúsinu 1977. Hér skiptir Lér upp ríki sínu og gefur Frakkakonungi Kordelíu. Á myndinni eru talið frá vinstri: Róbert Arnfinnsson í hlutverki Frakkakonungs, Erlingur Gíslason sem jarlinn á Glostri, Rúrik Haraldsson, Lér konungur, Jón Gunnarsson, hertoginn af Borgund, Steinunn Jóhannesdóttir, Kordelía, Baldvin Halldórsson í hlutverki fiflsins. í bakgrunni má greina varðmenn og Sigmund Örn Arngrímsson sem hertogann í Albaníu og Kristbjörgu Kjeld sem Góneríl konu hans. LÉR KONUNGUR LEXIA UM OFBELDIOG VALD EFTIR STEINUNNI JÓHANNESDÓTTUR Lér konungur var settur upp í Þjóðleikhúsinu 1977 og leikstjórinn var enskmenntaður Armeni frá Líbanon, Hovhannes I. Pilikian. Greining hans á verkinu var nýstárleg og um kenningar hans spunnust heitar umræður á síðum Morgunblaðsins og Þjóðviljans. LEIKÁRIÐ 1976-77 kom í Þjóðleik- húsið leikstjóri af óræðum upp- runa. Þetta var lítill kubbur, með svart og hrokkið hár og skegg, hann var ráðinn til að setja upp Lé konung. Aðferð hans við að velja fólk í hlutverk þótti nýstárleg. Hann fór ekki að sjá sýningar húss- ins til þess að mynda sér skoðun á leikurum sem hann átti að vinna með og þekkti ekkert til, heldur tók hann fólk á eintal og lagði íyrir hvem og einn þrjár grundvallar spurningar, sem flestum þóttu í meira lagi nærgöngular. Sumir neituðu að svara. En á grundvelli þess- ara djúpsamtala skipaði hann fólk í hlutverk. Þá sem þetta skrifar setti hann í hlutverk Kordelíu, yngstu dóttur Lés. Síðan er ég er ekki söm. Líf mitt skiptist á sinn hátt í fyrir og eftir Lé. Eg hef fáum mönnum kynnst sem hafa haft djúpstæðari áhrif á sálarlíf mitt og skoðanir en þessi lágvaxni leikstjóri frá London, sem auð- vitað var alls ekki frá London, þótt hann hefði fengið leikstjóramenntun sína og starfsreynslu þar, heldur Líbanon, þangað sem afi hans hafði flúið undan (gleymdu) þjóðarmorði Tyrkja á Armenum 1915. Hann talaði fátt um fortíð sína, leyndi t.d. aldri sínum en síðar komst ég að því að móðir hans og bræður bjuggu enn í Beirút 1977, en grimmilegt borgarastríð hafði brotist út í landinu tveim árum fyrr og átti eftir að dragast mjög á langinn. Stríð við Israela var í uppsiglingu og ofbeldið leikur enn lausum hala þarna fyrir botni Miðjarðarhafs. Djúp spor Þessi fransk- þýsk- og enskmenntaði Ar- meni frá Líbanon hét Hovhannes I. Pilikian og gagnrýnendur erlendra stórblaða höfðu líkt honum við Grotowski og Brook að frumleika. Hann var ekki einn í för heldur hafði hann með sér víðfrægan leikmyndateiknara frá Royal Shakespeare Company, Ralph Koltai, sem hlotið hafði margvísleg verðlaun fyrir leik- myndir sínar. Ralph Koltai var ættaður frá Austur-Evrópu. Búningahönnuðurinn var ensk kona, Jane Bond. Hið bakgrunnsbreiða þríeyki skildi eftir sig djúp spor í íslensku leik- húslífi, ekki síður en þríeykið frá Lithauen síð- ar, og ég legg til að einhver dugandi og óháður leikhúsfræðingur taki það fyrir að skoða áhríf- in af sýningunni á Lé konungi í Þjóðleikhúsinu á leikhúsið sem og samfélagsumræðuna. Hovhannes kynnti nýstárlegar vinnuaðferð- ir og með greiningu sinni á verkinu hrærði hann upp í leikurum Þjóðleikhússins, einkum þeim yngri, svo um munaði. Ralph Koltai hafði gífurleg áhrif á leikmyndateiknara hússins og lýsingin í sýningunni braut blað. Búningar Jane Bond voru „ekta“ miðaldabúningar og hárkollurnar sem hún lét kaupa á „vondu“ systurnar þær eðlilegustu og flottustu sem sést höfðu og voru notaðar í sýningu eftir sýn- ingu næstu ár. Stílvitund hennar og vandvirkni var til sannrar fyrirmyndar. Lér í samfélagsumræðunni En þótt mikilvægt sé að leiksýningar hafi áhrif á þá sem taka þátt í að skapa þær, þá er aðalatriðið auðvitað að afrakstur vinnunnar skili sér til áhorfenda og inn í samfélagsum- ræðuna þegar best lætur. Það gerði umrædd sýning í Þjóðleikhúsinu í óvenju ríkum mæli. Tæpum mánuði fyrir frumsýningu (19. febr- úar) birtist rúmlega þriggja síðna viðtal við leikstjórann í Sunnudagsblaði Þjóðviljans sál- uga, þar sem hann útlistaði kenningar sínar um leikhúsið og mannlegt samfélag. Leiksýn- ingin varð forsíðuefni Tímarits MM með grein eftir leikstjórann og mótgrein eftir Georg Brandes (1842-1927) í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar þýðanda Lés. Mikið djúp var staðfest milli túlkana Brandesar og Hovhannesar. í at- hugasemd þýðanda voru þetta lokaorðin um margvíslegar túlkanir á Shakespeare: „Kannski hafa kenningarnar aldrei verið líf- legri en nú á okkar dögum, né firrurnar fárán- legri. - Þýð.“ Um sýninguna, róttækai- kenn- ingar og túlkanir leikstjórans spunnust að lokinni frumsýningu heitar umræður á síðum Morgunblaðsins og Þjóðviljans sem stóðu í margar vikur og héldu áfram eftir að sýning- um var hætt. Því miður of snemma, því hat- rammlega var unnið gegn sýningunni innan húss sem utan, skoðanir um ágæti hennar og lengd voru skiptar, almenningur efaðist um að sér yrði skemmt. Lér konungur verður líklega seint við allra skap. Nokkrir ástríðufullir aðdá- endur komu hins vegar aftur og aftur. Sýning- ar urðu 13. Troðfullt var á þær síðustu, eins og títt er. Timamótaviðburður Og svo dæmi sé tekið um þá umfjöllun gagn- rýnenda sem sýningin fékk, hóf Sverrir Hólm- arsson heilsíðugrein í Þjóðviljanum 19. mars með þessari yfirlýsingu: „Það er best að segja strax eins og er að Lér konungur undir stjórn Pilikians er einhver áhrifamesta sýning sem ég hef nokkru sinni séð, hátindur á ferli Þjóðleikhússins og tíma- mótaviðburður í íslensku leikhúslífi“. Sverrir kallaði grein sína því frumlega nafni með vísun í texta Lés, III. þátt, 4. svið: „Pilk- hani sat á Pilkanahól". Fyrirsögn Sverris hitti í mark því deilurnar utan leikhúss sem innan snérust miklu fremur um Pilkhanann sjálfan og kenningar hans en það stórvirki sem hann setti á svið. Með sýningu sinni á Lé konungi efndi Hovhannes I. Pilikian til mikillar samfélags- umræðu, sem á sinn hátt eimir af enn, og hann klauf leikhúsið í tvær fylkingar. Þegar hann var horfmn á braut að lokinni frumsýningu voru þeir sem fylgdu honum að málum eftir eins og höfuðlaus her, við horfðum á spádóma hans um sundrungu í liðinu rætast og fylltumst örvæntingu sum. Kordelía var flæmd í útlegð. Um hvað snérust kenningarnar? En um hvað snérust þá þessar kenningar sem vöktu svo sterk viðbrögð og deilur? Það er ekki mögulegt að útlista þær til hlítar í stuttu máli, en kannski gefa nokkur stikkorð ofulitla hugmynd um það sem þama kom til umræðu. Fyrst ber þó að rifja upp hver er kjarni þessa verks, jafn flókið og margbrotið sem það nú er. Lér konungur var enginn lýðræðissinni að láta af völdum. Lér var miðaldakonungur eða fornkonungur, hann var despot, harðstjóri sem deilir og drottnar. Þegar hann neyðist til að leggja niður völd fyrir aldurs sakir, gerir hann það á eigin forsendum. Konungur þarf að fryggja frjósemi og framgang ættarveldisins, valdið má ekki fara hvert sem er. Hann skiptir upp ríki sínu með skilyrðum. Þeim sem ekki gengur að skilyrðum hans umyrðalaust refsar hann af fullkomnu miskunnarleysi og hörku. En ef við skrælum burt konungsnafnbótina og flytjum efnið til okkar daga þá fjallar Lér kon- ungur um misbeitingu valds og þær afdrifaríku afleiðingar sem það hefur jafnt fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og þann sem beitir því. Fórnarlömb harðstjórans deyja, sjálfur missir hann vitið. Hann sér fyrst villu síns vegar þeg- ar allt hefur verið frá honum tekið, fyrst þegar aulinn hefur verið blindaður, fær hann fulla sjón, vitskertur vitkast hann loks. Og ég minni á uppruna mannsins sem leik- stýrði okkur. Þjóð hans hafði orðið fyrir verstu og hatrömmustu tegund ofbeldis, gleymdri helför sem átti sér stað 25 árum áður en helför- in gegn Gyðingum náði hámarki. Hrottaleg of- beldisverk voru unnin daglega í borginni sem hann ólst upp í. Götur bernskunnar flutu í blóði gamalla leikfélaga. Fyrir honum var það knýj- andi nauðsyn að reyna að komast að eðli of- beldisins. Það skildi ég þó ekki fyrr en síðar. „The sexual interpretation of history" Kenningar hans um eðli ofbeldisins voru af sálfræðilegum toga frekar en pólitískum. Kannski má tala um sálfræði stjórnmálanna. Hann talaði um “the sexual interpretation of history", sem við þýddum sem kynferðislega söguskoðun. Slíka söguskoðun höfðum við leik- aramir ekki heyrt um áður, hvorki gömlu íhaldsmennirnir í hópnum né við hippalegu ungkommarnir af’68-kynslóðinni. Við kunnum hrafl í díalektískri efnishyggju Marx og Eng- els, vissum um auðmagn og arðrán og hreyfiafl fjármagnsins, en ekki að einstaklingarnir sem færðu það til væru á valdi kynhvatarinnar og morðið væri „the ultimate fuck“ (helreiðin). Hin hráa eða dulda kynhvöt er sannarlega ekki jafn viðkvæmt umræðuefni nú á okkar kynósa tímum og hún var þá og þáttur kynhvatarinnar 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.