Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Qupperneq 5
í ofbeldisverkum og morðum var áberandi dráttur í sýningu LR á Lé á yfirstandandi leik- ári. Móðurveldi - feðraveldi Hovhannes talaði um þróun samfélagsins frá'því að hafa verið matriarchy, móðurveldi, sem væri upprunalegt og gott yfir í patriarchy, feðraveldi, sem ríkti á tímum Lés og fram á okkar daga. Hann hélt því fram að hin eina sanna ást væri ástin milli móður og barns. Gagnvart því ástarsambandi fyndist körlum þeir hafðir útundan. Þeir hefðu fyllst öfund út í móðurina sem fæðir börnin og hefur framhald lífsins á valdi sínu, þess vegna bundist samtök- um um að ráða öllu öðru, skapa allt annað, halda henni frá öllum öðrum völdum. Til þess neyttu þeir aflsmunar. Þetta þóttu mér og fleirum tíðindi, ég hafði lesið um penisöfund kvenna hjá Freud en ekki að þessu gæti verið öfugt farið, og karlar öfunduðu konur. Kenn- ingin var uppörvandi. Og hann sagðist trúa því að það eina sem bjargaði okkur frá ofbeldinu væri afturhvarf til móðurveldisins. „Eina von mannkyns: Allt vald til kvenna" var fyrirsögnin á fyrmefndu Þjóðviljaviðtali sem Einar Karl Haraldsson fréttastjóri blaðsins hafði við hann. Þetta var þrem árum áður en Vigdís var kosin forseti og 4-5 árum fyrir daga Kvennaframboðsins þar sem svipaðar skoðanir urðu um tíma uppi á teningnum. Nýyrðasmíð - Kynvilla verður samkynhneigð Hovhannes hélt því fram að patríarkatið væri „homosexualized". Það er að segja, hvort sem karlar væru hommar eða ekki, þá gengi allt valdabrölt þeirra út á það að ganga í augun hver á öðrum og upphefja og tigna sitt eigið kyn en hunsa konuna. Þessi orðanotkun hans var gríðarlega viðkvæmt mál og ég minnist þess hvemig við Einar Karl (eiginmaður und- irritaðrar) strituðum við að finna hlutlausari orð, meira skilgreinandi og minna fordæmandi en þau sem þá vom notuð, kynvilla og kynvillt- ur. Við hringdum í Orðabók Háskólans og eftir miklar umræður og vangaveltur, mig minnir við Baldur Jónsson, komumst við niður á eftir- farandi nýyrði sem birtust sem sérstakur orða- lykill í Þjóðviijaviðtalinu 19. febrúar 1977 bls. 14. Þar segir: „Sexuality er í framhaldinu þýtt sem kyn- hneigð, lýsingarorð: kynhneigður eða kynferð- islegur. HeterosexuaUty - gagnkynhneigð, lo gagnkynhneigður. Homosexuality - samkyn- hneigð eða kynvilla, lo. samkynhneigður eða kynvilltur. Bisexuality - tvíkynhneigð, lo. tvíkynhneigður. Powergame - valdatafl eða valdabarátta. Matriarchy - kvenræði. Patri- archy - karlræði". Við þessar kringumstæður vom þessi orð kynnt í fyrsta sinn í íslenskri umræðu svo ég viti til, flest þeirra í það minnsta, og síðan hafa þau öll unnið sér þegnrétt í málinu. Það er eitt og kannski óumdeilanlegasta gagnið sem hlaust af sýningunni á Lé konungi í Þjóðleik- húsinu. Leilcrit um bastarða Hovhannes talaði mikið um bastarða, „... leikrit um bastarða“ er fyrirsögnin á grein hans í leikskránni, hann talaði um bastarða og ótta karlmanna við að þeir ættu ekki sín eigin börn. Af þessum fmmótta sprettur tortryggni þeirra í garð konunnar, sem aldrei er hægt að treysta og þeir þuríá því að kontrólera á degi sem nóttu. Játmundur sonur Glosters er opin- berlega bastarður en kenning Hovhannesar var sú að Kordelía væri það einnig. Og það er ný og frumleg túlkun hans á sambandi þeirra feðgina sem varpar ljósi á tengsl annarra per- sóna innbyrðis. Skoðun sína rökstuddi hann með því að Shakespeare segði tvær sögur í leikritinu sem spegla hver aðra, sögurnar af gömlu köllunum Lé og Gloster og börnum þeirra sem skiptust í flögð undir fögra skinni og þau sem segðu þeim satt. Feðurnir trúa þeim fláráðu en varpa hinum sannleikssegj- andi út í ystu myrkur. (Það er eðli einvaldsins að þola ekki gagnrýni.) Kontrapunktiskt er Játmundur afsprengi hjúskaparbrots karl- manns en Kordelía er afkvæmi konu sem fram- ið hefur hjúskaparbrot. Hann benti á að fíflið sem fylgt hefur Lé frá fornu fari stríði honum á því að hann sé kokkáll og kenning Hovannesar var sú að Kent væri faðir Kordelíu. Það skýrði útlegð Kents og líka umhyggju hans fyrir Kordelíu. Og svo ég vitni í skemmtilega grein um Faðemi Kordelíu eftir Erling Gíslasonar í leikskránni: „Á dauðastund sinni fær Lér eng- an frið fyrir þessum jarli í Kent, sem víkur ekki frá eitt augnablik meðan Lér syrgir yfir líki Kordelíu". Sif jaspell - valdbeiting nins vanmáttuga Hovhannes kom einnig inn á sifjaspell í túlk- un sinni sem varla nokkur í leikhópnum hafði heyrt nefnd upphátt fyrr. Sifjaspell væri leið hins vanmáttuga eða getulausa til að sýna vald sitt. Undirrituð skrifaði grein í leikskrána og dró líkingu milli Lés og Kordelíu og Bjarts í Sumarhúsum og Ástu Sóllilju til þess að flytja viðfangsefnið nær okkur í rúmi og tíma. Grein- in hét „Lér konungur og Bjartur í Sumarhús- um - einræðisherrann og einyrkinn". Hún birtist jafnframt í Þjóðviljanum og varð tilefni ritdeilna. Seinna áttaði ég mig á að annar hafði á undan mér bent á hin sláandi líkindi í dauða- senum Kordelíu og Ástu Sóllilju og fært rök að því að Halldór Laxness væri undir áhrifum af Lé konungi í sköpun Bjarts. Sá var sjálfur Pet- er Hallberg. Kordelía veit ekkert um gran Lés, frekar en Ásta Sóllilja skildi viðbrögð Bjarts í Sumar- húsum; hún elskar bara pabba sinn eins og bami ber. Faðirinn leggur hins vegar kynferð- islega ást á (stjúp)dóttur sína, sem hann hefur alið upp sem eigið barn þótt hann grani að hann eigi hana ekki (sjá gauksungalíkingu fíflsins í Lé) og höfnun hennar kallar fram ofsareiði og útskúfun. Sifjaspellin voru skýrt undirstrikuð í leikgerð Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur og Kjartans Ragnarssonar á Sjálfstæðu fólki í leikstjórn þess síðar nefnda í Þjóðleikhúsinu s.l. leikár. Á sama leiksviði lagðist Lér yfir dóttur sína dauða rúmum tveim áratugum fyrr. Hohvannes talaði um gömlu fíflin þrjú, Fífl- ið, Kent og Lé og stundum fíflin fjögur, þegar Gloster bættist í hópinn. (Játgeir neyðist hins vegar til þess að leika fífl til að bjarga lífi sínu þótt hann sé það ekki.) Þannig væri helmingnum af veröldinni stjórnað af elliæram ,4mpotent“ fíflum. Og hann hló dátt þegar hann talaði um öll þau gömlu „fífl“ sem þá voru við völd. Hvert heilsulausa gamalmennið af öðra tók við ein- ræðisstjórnartaumunum í Sovétríkjunum sál- ugu sem þá voru farin að dragast upp þótt 12 ár væra ennþá í hran múrsins. Sömu sögu var að segja um Kína og Kóreu. En höfðingjarnir áttu sina glæstu fortíð. Við heyrðum ekki margt um kynlífshegðun og kvennabúr Maós fyrr en hann var allur og enn er þagnarhjúpur harðstjórnarinnar um Kim il Sung. Voldug standpina Um standpínu vestrænna valdamanna eru ótal dæmi, jafnt söguleg sem beint úr nútíman- um. Kennedy fékk aldrei nóg af konum. Kyn- veran, sem bráðum sleppir stjórnartaumum í Hvíta húsinu, var afhjúpuð á hátindi valdsins með liminn í munni ungpíu. Stúlkan var ekki mörgum árum eldri en dóttir hans. „You make me feel young“, sagði hann. Lér konungur vildi líka fá æsku sína endur- vakta. Hann ætlaði sér ekki að leggja niður völd nema í orði kveðnu þótt hann væri orðinn gamall og linur, hann ætlaði að stjórna áfram í gegnum Kordelíu, í skjóli hennar. Uppreisn hennar eyðilagði öll framtíðarplön gamla kóngsa. Hann trylltist. Geggjaðist svo. Shakespeare með sínu lagi Hver tími setur upp Shakespeare með sínu lagi og þríeykið í Borgarleikhúsinu, Guðjón Pedersen, Hafliði Amgrímsson og Gretar Reynisson hefur áður fengist við verk hans með athyglisverðum árangri. Sjálf átti undir- rituð sæti í dómnefnd sem veitti þremenning- unum menningarverðlaun DV fyrir fram- sækna uppsetningu á Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu 1992. En Lér konungur sætti ekki tíðindum í Borgarleikhúsinu í meðföram þeirra nema helst fyrir grimmar útstrikanir á texta skáldsins, mjög á kostnað Kordelíu. Hlutur ungu stúlkunnar sem gerir uppreisn gegn valdi og fyrirætlunum föður síns og hrindir þannig harmleiknum af stað varð svo veigalítill og einfaldur í sýningu LR að dauði hennar í lokin líktist fremur slysi eða öðra til- efnislausu ofbeldi, en hann væri afleiðing harmrænna átaka föður og dóttur. Kannski fannst herranum í Borgarleikhúsinu eins og Brandesi að Lér gamli væri bara góður kall, sem gerði smámistök við uppskiptingu ríkisins og mistökin hefðu komið honum í koll. Og Kordelía dó ung af því við lifum á svo ofbeldis- fullum tímum almennt séð. Slíkt er ekki harmleikur í hinni dramatísku merkingu orðsins. Harmleikur verður ekki nema í harmrænum samskiptum manna sem tengjast órjúfandi tilfinningaböndum. Lexía um lífið, ofbeldið og völdin Það eru 23 ár síðan ég lærði lexíu um lífið, of- beldið og valdataflið í veröldinni með krafn- ingu á sögunni af Lé konungi og dætrum hans. Sú reynsla er óafmáanleg í mtnu lífi og segir vonandi fleirum en mér sitthvað um dýpt og víðfeðmi þessa margbrotna verks. Leikstjór- inn, Hovhannes I. Pilikian er síðasti núlifandi spámaðurinn sem ég hef tekið mark á. Hovhannes, er sama nafnið og Jóhannes og hann er upprunninn úr næstu sveit við nafna sinn skírarann. Það er í samræmi við þá hefð að Mið-Austurlönd skaffi mannkyninu spá- menn. Þar stóð vagga menningar okkar og trúarbragða, gyðingdóms, kristni, islams. Þar nær sagnaminnið enn aftur til upprana mann- legs samfélags. Hovhannes rakti þessa sögu og tók á öllum helstu tabúum siðmenningarinnar. Hann fór inn á hvert bannhelga sviðið af öðra, gegnumlýsti valdið, dró ský frá augum, vakti ofboð, reitti fólk til reiði. Sjálfur taldi hann þýðingarlítið að reiðast út í 10 þúsund ár. En hann benti líka á hvað væri gott og fagurt. Ást móður á barni taldi hann fölskvalausa. Á slíkri ást ættum við að reisa hið nýja samfélag. Hann sagðist vilja geta sagt: Hókus, pókus, allt vald til kvenna! Það yrði að gerast á einni nóttu, og allt yrði gott. Þegar ríki móðurástarinnar tæki yfir jarðlífið þyrftum við ekki að setja helstu hamingjuvon okkar á ríki föðurástar á himn- um. - Jamm. Þannig var nú það. Leikhúsið vettvangur mannlífsrannsókna Hovhannes leit á leikhúsið sem vettvang rannsókna og krafningar á lífi og eðli manns- ins. Þannig notaði Shakespeare það. Þannig er leikhúsið á sínum stóru stundum. Hin kynferðislega söguskoðun þótti á sínum tíma kynleg söguskoðun, einkum af þeim sem enn trúðu því að díalektísk efnishyggja dygði til þess að skýra framrás sögunnar og mann- legt samfélag. Flestum fannst að Pilkhaninn væri betri leikstjóri en heimspekingur og kenningasmiður. En spámenn tala í öldum og árþúsundum eins og við vitum og vitum við þó ekki hversu mörg samfélagskerfi hafa risið og fallið áður en dómsdagur rennur upp. Eins og er held ég að við þurfum minnst þrjú skýringa- módel sem grípa hvert inn í annað til þess að botna í okkur sjálfum og þeim samfélögum sem við byggjum. Eitt sem tekur til efnahags- ltfsins og áhrtfa þess í framþróuninni og yfir skiptingu hins daglega brauðs. Annað sem tek- ur til hvatalífsins og tilfinninganna, gerir ráð fyrir okkur sem kynverum, körlum og konum, og kynbundnum átökum um vald og sess í líf- inu. Það þriðja sem nær til vitsmunanna og hins andlega ltfs, sambands hins dauðlega manns við höfund sköpunarverksins, guð, óendanleikann og eilífðina. Við hljótum að gera ráð fyrir að maðurinn spyrji enn um hríð: Hvaðan kem ég? Hver sendi mig? Hvert fer ég? Og til hvers er ég hér? Svörin era grannur siðakerfis samfélagsins eins og í árdaga. Höfundurinn er rithöfundur og leikkona. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.