Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Side 6
Nanna María Cortes Garðar Cortes Garóar Thór Cortes VERÐA BÆÐI FÖÐURBETRUNGAR Kór íslensku óperunnar ósamt hljómsveit og ein- söngvurum flytur óratór- íuna Elía eftir Felix Mend- elssohn í Langholtskirkju í dag og ó morgun kl. 16. ORRI PÁLL ORMARSSON fór til fundar við stjórn- andann Garðar Cortes og börn hans, Garðar Thór og Nönnu Maríu, sem bæði syngjg ó tón- leikunum og Elía sjólfan, Kristinn Sigmundsson. Morgunblaðið/Jim Smart Félagar í Kór Islensku óperunnar á æfingu í Langholtskirkju. NAFNIÐ Cortes er sam- ofið íslenskri tónlistar- sögu á síðustu áratug- um. Ættfaðirinn, Garðar, hefur dregið vagninn. Söngvari, kór- stjóri, skólastjóri Söng- skólans i Reykjavík, Óp- erustjóri, hljómsveitarstjóri og Guð má vita hvað. Eiginkona hans, Krystyna, er tónelsk- um einnig að góðu kunn fyrir píanóleik sinn. Nú hefur þeim hjónum bæst liðsauki, bömin, Garðar Thór og Nanna María, eru farin að láta að sér kveða á söngsviðinu. Þau syngja bæði undir stjóm föður síns í tónleikaupp- færslunni á Elía. „Þau hafa bæði sungið hjá mér í Kór ís- lensku ópemnnar en þetta er í fyrsta sinn sem þau koma fram sem einsöngvarar undir minni stjórn. Við höfum með öðram orðum ekki í annan tíma unnið saman sem atvinnumenn," segir Garðar eldri. Við sitjum á skrifstofu skólastjóra í Söng- skólanum, öðra heimili Garðars til margra ára. Þar fór tónlistarappeldi bama hans líka fram að veralegu leyti. Þau eru bæði braut- skráð úr skólanum. Feðgamir sitja andspænis hvor öðram, svipurinn leynir sér ekki. Nanna María er ekki ósvipuð föður sínum heldur, spái maður í það. „Það er auðvitað mjög skemmtileg tilfinn- ing að hafa ungana sína hjá sér á sviðinu," seg- ir Garðar og brosir. „Meðan við stöndum í eld- línunni lít ég hins vegar ekki á þau sem börnin mín, heldur sem túlkandi listamenn. Ég þarf heldur ekki að passa þau. Þau eru þarna á sömu forsendum og aðrir - af því þau era góð. Allt sem þau gera kemur að innan, eins og hjá sönnum listamönnum. Ég myndi aldrei velja söngvara til samstarfs bara af því þeir era börnin mín. Ég myndi aldrei ganga framhjá þeim heldur.“ Ánægður með ungana Það er ekki fyrr en stigið er niður af sviðinu að hið föðurlega stolt gýs upp hjá Garðari - í ríkum mæli. „Ég er mjög ánægður með þau. Sé fyrir mér að þau verði bæði föðurbetrung- ar!“ „Það á nú eftir að koma í ljós,“ flýtir sonur hans sér að segja. Nanna María og Garðar Thór staðfesta að þau fái sömu meðferð og aðrir söngvarar. „Pabbi er þannig gerður að hann hefði aldrei falið okkur þetta ef hann áliti okkur ekki til- búin. Þess vegna er þetta mikil viðurkenning fyrir okkur,“ segir Nanna María. „Þetta er rétt,“ tekur Garðar upp þráðinn. „Ég er svo kröfuharður í allri minni vinnu að ég myndi aldrei samþykkja fólk sem er ekki starfi sínu vaxið. Það myndi heldur aldrei hvarfla að mér að hlífa þeim við gagnrýni." „Ég tók eftir því á æfingunni á mánudag," segir Garðar Thór og færist allur í aukana. „Alveg rétt. Hvað hrópaði ég aftur á þig? Viltu gefa mér upptakt,“ segir pabbi hans. „Já. Þú húðskammaðir mig. Það var voða- lega gott,“ segir Garðar Thór sem er greini- lega lítið um sérmeðferð gefið. Feðginin skella upp úr. Æfingar fyrir Elía hafa ekki staðið lengi en feðginin staðfesta að þau hafi leynt og ljóst unnið að undirbúningi í langan tíma - með ýmsum hætti. „Ég get til dæmis upplýst að fyrir undan- farin jól höfum við öll læðst niður í kirkju eftir vinnu og jólaverkin og sungið jólalög inn á snældur. Mamma spilar undir,“ segir Garðar leyndardómsfullur á svip. „Útsetningar pabba,“ skýtur Garðar Thór inn í. „Ha, já, já,“ segir Garðar. „Þetta er þó bara fyrir ömmu krakkanna til að hlusta á fyrir jól- in.“ Nanna María upplýsir að þeim fari fram um hver jól. I það minnsta hæli amma þeim alltaf meira og meira. „Þegar maður hugsar út í það væri gaman að bera þessar snældur saman,“ segii' Garðar hugsi. „Það er ekkert mál,“ segir Nanna María. ,Amma hefur haldið þessu öllu til haga.“ Ljóst má vera hvurslags samanburðarrann- sóknir Cortes-fjölskyldan stundar um jólin. Kristinn ótrúlegur Elía Garðar stjórnaði frumflutningi á Elía hér á landi 1976. Þá fóru þrír söngvarar með hlut- verk spámannsins, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Þorsteinn Hannesson. Kór Söngskólans í Reykjavík söng við undir- leik Sinfóníuhljómsveitarinnar í Reykjavík sem Garðar stofnaði og stjórnaði í nokkur ár. „Það hefur lengi blundað í mér að flytja Elía aftur og þá í sviðsuppfærslu. Það verður að vísu ekki núna en það er ekki amalegt að fá Kristin Sigmundsson til liðs við okkur. Hann verður ótrúlegur Elía. Mun ekki gefa þessum manni, Elía heimsins í dag, neitt eftir,“ full- yrðir Garðar og sýnir blaðamanni geislaplötu með flutningi á óratóríunni. Framan á um- slaginu er velski söngvarinn Bryn Terfel. Fjórði einsöngvarinn í uppfærslunni er Hulda Björk Garðarsdóttir. „Garðarsdóttir," segir Garðar og grípur sposkur á svip um enn- ið. „Menn halda öragglega að hún sé dóttir mín líka!“ Hann segir það skemmtilega tilviljun að söngvararnir fjórir hafi allir stundað nám við Söngskólann og allir sungið í Kór Islensku óp- erannar. Þau era því, þegar allt kemur til alls, öll böm Garðars - í þeim skilningi. Garðar heldur mikið upp á Elía. Les óratór- íuna oft og rýnir í hana. „Verkið heillar mig. Allt sem Elía gengur í gegnum. Tilfinninga- skalinn er eins og í ópera. Allt frá virðuleika hins sjálfsöragga yfir í æsing og örvæntingu. Styrkur spámannsins og veikleiki er dreginn skýram dráttum. Hann er mjög mannlegur. Elía er eins og hin besta ópera!“ Garðar Thór og Nanna María eru á sama máli. „Þetta er yndisleg tónlist," segir hún og hann bætir við að sagan sé afskaplega gríp- andi. Útkljáðu sín mál Áður en einsöngvarar, kór og hljómsveit komu saman í fyrsta sinn hittust feðginin á séræfingu - að næturlagi. „Til að útkljá okkar mál,“ eins og Garðar kemst að orði. Söngvar- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.