Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Side 12
ERLENPAR/BÆKU R Víkingar í Austurvegi: Hér er blásið til orrustu austur í Rússlandi þar sem víkingar sigldu langar leiðir eftir ánum. VIKINGAROG VIKTORÍANAR Myndvefnaður frá 12. öld sem sýnir víking á hesti. Andrew Wawn: The Vikings and the Victorians: Inventing the Oid North in Nine- teenth-Century Britain. D.S. Brewer 2000. HÖFUNDURINN að þess- ari bók er fyrirlesari í ís- lenskum fræðum við Há- skólann í Leeds. Hann hefur lengi unnið að þess- ari samantekt, enda ber hún það með sér við fyrstu sýn, tilvísanir fjölmargar, ítarleg bókfræði og registur. Hér eru umfjallaðar hugmyndir manna um víkinga og áhrif þeirra hugmynda á breska menningarsögu á 18. og 19. öld. Höf- iSndurinn hefur bókina með þessum orðum: „Viktoríanar voru á ýmsan hátt uppfynd- ingamenn víkinganna." Orðið víkingur í nú- tíma gerð kemur fyrst fyrir um þrjátíu árum fyrir krýningu Viktoríu drottningar sem var krýnd 1837, samkvæmt OED. Það voru örfá- ir fræðimenn sem skildu merkingu orðsins eins og það var notað í fornum engil-sax- neskum textum. Innan fímmtíu ára var orðið flestum auðskilið, sem voru á annað borð læsir. Höfundur telur upp titla sem taka að birtast á næstu áratugum, „The Vikings 1849, The Northmen, The Sea Kings and Vikings 1852, The Vikings 1861, The Viking Tales of the North 1877,“ og fleíri og fleiri, allt fram um síðustu aldamót. Lýsingar á víkingum voru fjölbreytilegar, þeim var lýst sem kaupmönnum, leiguhermönnum, land- frtönnuðum, þjófum, ræningjum og læðupoka- legum launmorðingjum sem hylltust einkum til þess að ráðast á varnarlausa staði, klaust- ur og smáþorp. Þeim var lýst sem fjárkúgur- um og illmennum, en einnig sem hugkvæm- um skipuleggjendum og snjöllum löggjöfum. Viktoríanar gerðu sér einnig hugmyndir um trúarbrögð víkinga, Óðinn, Þór, Freyja, Baldur og Njörður koma til sögunnar og goðafræði í ýmsum myndum, blót, hof og hörgar og allt sem þeim fabúlum fylgdi. Ættrakningar blómgast, voru Hannoveran- ar, forfeður Viktoríu drottningar komnir af Ragnari loðbrók og hún þar með afkomandi j^ðins? Síðan koma þjóðfræðingar til sög- unnar og reyna að fínna tengsl milli þjóð- vísna bændafólks í sveitum Englands og Eddukvæða. Höfundurinn rekur þessar sög- ur og sýnir fram á hvernig germönsk eða fornnorræn fræði geta tengst enskum sveitahvunndegi ef ímyndunaraflið er nægi- lega sterkt og tískan mögnuð. Þessi áhugi náði fljótlega til íslands. ísl- » 1 .......................... and í meðvitund Englendinga framan af öld- um náði til þorsksins, þorskhausa og óblíðr- ar náttúru. Svo kemur að því að áhugi tekur að vakna meðal fræðimanna á Englandi fyrir norrænum fræðum, þegar bækur frá Arna- magneana taka að berast á enskan bóka- markað, prentaðar á íslensku og latínu, þá lýkst upp nýr heimur, Njáls saga, Laxdæla, Jómsvíkjngasaga o.fl. o.fl. Þær ljúka upp nýju landi, langt norður í höfum, hinn forni heimur eða leifar hins forna heims var þar að fínna. Wordsworth las Laxdælu, Scott las þá sögu og fleiri og höfundur getur fleiri höfunda á 18. öld og snemma á 19. öld sem kynnast þessum ritum. Eftir að Islendinga- sögur eru gefnar út og Fornmannasögur, bæði á íslensku og latínu, þá fjölgaði lesend- um. Höfundur kemur víða við í frásögn sinni af tengslum Englendinga við ísland og hags- muni Englendinga á Islandi. Rætt var um að selja landið Englendingum i'yrr á öldum og seint á 18. öld buðust Danir til að skipta á Islandi og eyju í Vestur-Indíum og á Napóleonstímanum var nokkur áhugi meðal valdamanna á Englandi að innlima eyna breska konungdæminu, vegna margvíslegra hagsmuna, þar á meðal talin heppileg fanga- nýlenda, bækistöð fyrir flotann og vegna þorsksins. I öðrum hluta ritsins, fjórða kapítula: „Dead Kings of Norway," er viðfangsefni höfundar þýðing Heimskringlu á ensku. Þar kom til sögunnar landeigandi úr Orkneyjum, Samuel Laing (1780-1868), hann var útgerð- armaður og gerði út á síld og þorsk, hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og mál- og textarannsóknum - philologist. Heims- kringla Snorra Sturlusonar kom út í þýðingu Laings 1844 með viðamikilli formálsritgerð. Þessi þýðing, ásamt Friðþjófssögu Tegners og þýðingu Georges Dasents á Brennu-Njáls sögu urðu höfuðheimildarit um norræn fræði og norræna meðvitund. Höfundurinn telur að ritgerð Laings hafi átt mestan þátt í þeim áhuga sem magnaðist eftir að þýðingin kom út, meðal viss hóps enskra áhugamanna um norræn fræði og náði langt út fyrir þeirra raðir þegar á leið. Mynd sem birtist á kápu annarrar útgáfu Heimskringluþýðingar Laings 1889 sýnir hugmyndir og viðhorf enskra fræðimanna til „Eddu og Sögu,“ Víkingaskip með dreka- mynd með gínandi trjónu og í baksýn al- stirndur himinn norðurslóða. í stafni situr öldurmannlegur þulur klæddur skikkju og heldur á stíl og er að skrifa á bókfell, and- spænis honum situr Clio eða Saga í gervi fríðrar ungrar konu sem virðist þylja honum forna visku og fræði. Drykkjarhorn stendur við fótskör Snorra. Með orðabók Cleasbys 1874, íslensk-enskri, varð viktoríönum auð- veldara að leita fróðleiks um hugtök sem tengdust norrænni sögu og þá koma Edda og Saga til sögunnar. í fyrri þýðingu Laings heitir ritið „Chron- icles of the Kings of Norway,“ en í síðari út- gáfu þýðingarinnar 1889 er titillinn: „Sagas of the Norse Kings.“ Ritgerð Laings um verk Snorra, flokkar hann til frægustu sagn- fræðinga eða sagnaþula Evrópu á miðöldum og það er gengið enn lengra. Laing skrifar í formálsritgerðinni 1844: „Það má efast um, hvort nokkur frá liðnum miðöldum, nokkur að undanskildum Shakespeare og Walter Scott, hafi í lýsingu og rakningu sögulegra stóratburða náð hærra í frásagnarsnilld en Snorri Sturluson (Laing 1844, III 393-). Það var ekki aðeins að Snorra væri jafnað til Shakespeares og Scotts, heldur voru Homer, Herodotos og samtímahöfundar, svo sem Captain Marryat, Carlyle og Macaulay einnig nefndir. Það sem vakti ekki síst áhuga enskra fræðimanna og áhugamanna á norrænum 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 9. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.