Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Side 20
Hörður Áskelsson stjórnar Mótettukórnum á tónleikum í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Kristinn SYNGIÐ FYRIR DROTTNI, LEIKIÐ FYRIR HONUM Mótettukór Hallgrímskirkju og kammerkór kirkjunnar, Schola cantorum, munu syngja sameinaðir og hvor í sínu lagi und ir stjórn Harðar Áskelssonar á tónleikum á morgun l< d. 17 og á þriðjudag kl. 20. HALLDÓR HAUKSSON fjallar um tónleikana en þeim hefur verið valin yfirskriftin Psallite unigenito. SYNGIÐ fyrir Drottni, leikið fyr- ir honum,“ hvatti Davíð kon- ungur þegna sína. „Canite ei et psallite!“Þessi áskorun hefur endurómað um alla veröld í þrjú þúsund ár. Hver kynslóð af annarri hefur gegnt henni og sungið Guði sínum dýrlega söngva. Enginn atburður í veraldarsögunni hefur orðið uppspretta fleiri söngva en fæðing Krists. Skáld og tónsmiðir allra alda hafa gert sitt ýtrasta til að lyfta hátíðahöldum mannanna í hæstu hæðir. Þessa dagana er fjársjóðskistill aðventu- og jólatónlistar opnaður í allflestum kirkjum landsins á aðventukvöldum og tónleik- um af ýmsu tagi. Fullyrða má að hvergi sé aus- ið jafn ríkulega úr þessari uppsprettu og í Hall- grímskirkju. Auk tónleika kóra kirkjunnar og tónlistarflutnings við helgihald hátíðanna eru þar haldnir tónleikar ýmissa annarra kóra, sem hafa uppgötvað hversu vel hlýr hljóm- burður kirkjunnar heldur utan um hátíðarblæ tónlistarinnar og magnar hann upp. Listalífíð í Hallgrímskirkju er reyndar blómlegt allan ársins hring. Það er ekki síst öt- ulu starfi Listvinafélags kirkjunnar að þakka. Atjánda starfsár félagsins hófst 3. desember síðastliðinn, á fyrsta sunnudegi í aðventu, við upphaf nýs kirkjuárs. Að þessu sinni bera helstu tónlistarliðir dagskrárinnar latnesk ein- kunnarorð. Veni, veni var t.d. yfirskrift aðvent- ijtónleika Bama- og unglingakórs Hallgríms- kirkju áðurnefndan sunnudag. Hún er fengin að láni úr hinum þekkta aðventusálmi Kom þú, kom, vor Immanúel (Veni, veni, Emmanuel). Psallite (af psallere, að leika á lútu eða lýru) kom fyrir í tilvitnuninni í Davíðssálminn hér á undan. Þetta hljómfagra orð er einnig að finna í jólasálmi úr hinu þekkta finnska safni Piae Cantiones. Þar syngja menn „Psallite unigen- ito Christo Dei filio“ og hvetja til strengjaleiks fyrir hinn eingetna guðs son. Dillandi fjörug útsetning Michaels Praetoriusar á laginu er meðal þess sem tónleikagestir í Hallgríms- kirkju kl. 17 sunnudaginn 10. desember og kl. _20 þriðjudaginn 12. desember fá að heyra í Tneðförum kóranna tveggja. Viðfangsefnin eru margvísleg en þau tengjast öll þríþættu þema tónleikanna, sem er lofsöngur Maríu, hljóðlát eftirvænting aðventunnar og fögnuðurinn yfir fæðingu jólabamsins. Boðskapnum verður miðlað með nýrri og gamalli tónlist, en einnig með hljóðmyndum sem söngvaramir skapa með því að leika sér að gömlum stefjum og nýta sér óm og rými kirkjunnar á hugmyndar- íkan hátt. Hér að neðan er stuttlega fjallað um verkin á efnisskránni og höfunda þeirra. Lofsöngur Maríu Þegar María gerði sér grein fyrir því að stór- kostleg atburðarás væri hafin í lífi hennar söng hún Guði lof. Lofsöngur Maríu (Magnificat) er því eðlilegt upphaf aðventudagskrár, jafnvel þótt textinn tengist í raun vitjunardegi Maríu, sem minnst er 2. júlí. Inngöngutónlist tónleik- anna er gamalt gregórskt stef við hinn upp- hafna óð mærinnar. Auk lofsöngsins sjálfs heyrist svokallað andstef við hann. Víxlsöngur af þessu tagi milli tveggja kóra, þar sem annar syngur sálm, en hinn andstef, hefur tíðkast frá fomu fari í kirkjunni. Með tímanum urðu slíkar „antifónur“ sjálfstæð söngverk, eins og sjá má á verkum eistneska tónskáldsins Arvos Párts (f. 1935), Magnificat og Sieben Magnificat-Ant- iphonen (Sjö andstef við magnificat). í hinu fyrmefnda birtist lofsöngurinn í kristaltærri og innilegri mynd. Það er eins og hann hafi beðið öldum saman eftir að klæðast einmitt þessum búningi. Andstefin em áköf áköll til hins komandi frelsara um að flýta för sinni til hrjáðs mannkyns og leiða það út úr myrkrinu. Þegar Párt samdi verkið í útlegð í Þýskalandi árið 1988 var þjóð hans enn undir hrammi Sov- étbjamarins. Fáum áram síðar var hinni heitu frelsisþrá, sem tónskáldið túlkar, fullnægt í veraldlegum skilningi. Boðskapur verksins er þó hafinn yfir tíma og landamæri. Trúin endurvaknaði Franska tónskáldið Francis Poulenc (1899- 1963) var á ferðalagi árið 1936 þegar hann frétti af andláti náins vinar síns. Fréttin kom afar illa við hann og hann afréð að fara inn í kirkju í nágrenninu. Þar endurvaknaði kaþólsk trú hans og hún varð honum leiðarljós alla tíð síðan, jafnt í daglegu lífi sem í tónsmíðum. Poulenc telst meðal fremstu höfunda andlegr- ar tónlistar á öldinni fyrir meistaraverk á borð við Gloríuna fyrir sópran, kór og hljómsveit. Jólamótettur hans vora samdar árið 1939. Þar varpar tónskáldið hlýju og persónulegu ljósi á fjóra aldagamla jólatexta, m.a. 0, magnum mysterium og Hodie Christus natus est. Annar forn hymni, Ave maris stella, sem er bæn til Maríu guðsmóður um fyrirgefningu, frið og frelsi, verður einnig fluttur á tónleikun- um. Rætur hans má rekja allt til níundu aldar. Vegna þess hve oft hann kom fyrir í tíðahaldi kirkjunnar varð hann mjög vinsæll á miðöldum og hann er fyrirmynd margra annarra sálma. Norski tónsmiðurinn Trond Kverno (f. 1945) sameinar norrænan tón og rómantíska hljóma í tónsetningu sinni á sálminum og gjóir einnig augunum aftur í aldir. Kverno hefur samið mörg athyglisverð kórverk, nú síðast mikla Matteusarpassíu, en líklega hefur ekkert verk hans farið jafn víða og Ave maris stella frá 1976. Jólaeftirvænting íslensku þjóðarinnar Jón Hlöðver Áskelsson, jafnaldri Kvernos, á heiðurinn af tveimur útsetningum á íslenskum þjóðlögum við aðventutexta, sem heyrast á tónleikunum. Þessi fallegu lög, lmmanúel oss í nátt og Hátíð fer að höndum ein, hafa túlkað jólaeftirvæntingu íslensku þjóðarinnar um ald- ir. Enskur hluti efnisskrárinnar hefst á útsetn- ingu Johns Rutters á Quem pastores laudav- ere, þekktu jólalagi frá 14. öld. Rutter, sem einnig er fæddur 1945, var nemandi hins heimsfræga kórstjóra og útsetjara Sir Davids Willcocks og saman hafa þeir gefið út margar bækur með kórlögum og -útsetningum. Rutter hefur aflað sér vinsælda á síðustu áratugum fyrir hljómþýða og vandaða kórtónlist. Á eftir þessu litla hjarðljóði verða fluttar þrjár jóla- mótettur (Carol-Anthem) eftir Herbert Howells (1892-1983). Það var tignarlegur hljómburður Dómkirkjunnar í Gloucester sem kveikti tónlistaráhuga hjá Howells þegar hann var barn að aldri. 25 ára gamall greindist hann með alvarlegan skjaldkirtilssjúkdóm og var ekki hugað líf. Eftir tveggja ára meðferð, sem m.a. fól í sér vikulega radíumgjöf, náði hann sér þó að fullu og lifði og starfaði af miklum krafti í rúma sex áratugi í viðbót. Howells kenndi tónsmíðar við Konunglega tónlistarhá- skólann í London í 52 ár og var eftirmaður Gustavs Holsts sem tónlistarstjóri við St. Paul’s-stúlknaskólann. Kórverk Howells halda nafni hans hæst á lofti, en þau fara langt með að fylla tvö hundrað. Jólamótetturnar þrjár sem hljóma á tónleikunum voru samdar á ár- unum 1918-20. í þeim er að finna margar fal- legar myndir í orðum og ekki síður í tónum. Síðasti tónsmiðurinn á efnisskránni hét í raun Michael Schultheiss en er þekktur undir hinu hljómfagra latneska nafni Praetorius. Hann fæddist 15. febrúar 1571 í Thuringen, eða Þýringalandi, þar sem heimkynni Bachættarinnar var einnig að finna, og lést upp á dag hálfri öld síðar. Faðir hans var nem- andi Martins Lúters og samstarfsmaður Johanns Walthers, tónlistarráðunautar Lút- ers. Praetorius hafði mikil áhrif á tónlistarlíf í Þýskalandi, m.a. með ferðum sínum um landið sem ráðgjafi og skipuleggjandi. Eftir hann liggur tónfræðiritið Syntagma musicum í þremur bindum, en það segir okkur mikið um tónlist sextándu aldar og fyrri hluta hinnar sautjándu. Þótt Praetorius sé ef til vill þekkt- astur nú á dögum fyrir útsetningar sínar á meira en þrjú hundruð frönskum danslögum í safninu Terpsichore eru andleg verk hans þó mun fleiri og veigameiri. Þar nægir að nefna Musae Sioniae, safn 1244 sálmútsetninga sem kom út í níu bindum á árunum 1605-10. í perl- unum fimm eftir Praetorius sem fluttar verða í Hallgrímskirkju (m.a. Hin fegursta rósin er fundin og Það aldin út er sprungið) er jólaboð- skapinn að finna í hreinni og tærri mynd. Tönn tímans vinnur ekki á sannri gleði. Höfundur ert félagi í Mótettukór Hallgrímskirkju. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.