Tíminn - 29.11.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.11.1966, Blaðsíða 5
ÞB5EKrUÐA<íUR 29. nóvember 1966 , Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb)a Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fnlltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug. lýsingastj.: Steingrmrur Gíslason. Ritstj skrifstofur ! Kddu- búsinu, sbnar 18300—18305, Skrifstofur: Bankastraeti 7. Af. greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. ínnaniands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Tóku Jón og Sverrir „faglega afstöðu“? Blöð ríkistjórnarinnar hella úr skálum reiði sinnar yfir þá fuiltrúa á þingi Alþýðusambandsins er ekki vildu f jölga í stjóm þess í því augnamiði að fleiri ríkisstjórnarsinnar fengju þar sæti. Jafnframt fer Mbl. fögrum orðum um Hannibal Valdimarsson, og er hann auðsjáanlega orðinn nýr og betri maður í augum þess, en það var hann, sem aðallega beitti sér fyrir umræddri fjölgun. Einhvern tíma hefði Hannibal ekki þótt gott að fá hól í Morgunblaðinu,, en menn breytast með aldrinum. Afstaða Framsóknarmanna í þessum málum var hrein og ákveðin. Þeir töldu eins og málin horfðu nú, að heppilegast væri fyrir verkalýðshreyfinguna að óbreytt samstaða héldist áfram í stjórn Alþýðusambandsins. Það væri ekki til bóta, eins og málum væri skipað að hleypa fulltrúum ríkistjórnarinnar inn í stjórnina. Væri hins veg- ar meirihluti á þinginu fyrir því að hleypa fulltrúum stjórnarflokkanna inn í stjórn sambandsins, mætti auð- veldlega gera það án þess að fjölga í stjórninni. Það var þetta sjónarmið, er sigraði á þinginu. Tillagan um fjolgúhina var felld en hins vegar gerð tillaga um, að þeir tveir menn úr liði stjórnarflokkanna, sem einna skeleggastir hafa þótt í kjarabaráttunni, fengju sæti í stjórniimi. Hér var vissulega gengið eins langt og hægt var. En hvernig var þessu tekið? Annar þessara manna, Jón Sigurðsson, neitaði að taka sæti í stjórninni. Hinn þeirra, Guðmundur H. Garðarsson, beygði sig hins vegar fyrir lýðræðislegum reglum og féllst á að taka sæti í stjórninni, þótt stungið væri upp á honum án samráðs við hann. Vegna þessa varð hann fyrir miklu aðkasti af forvígismanni Sjálfstæðisflokksins á þinginu, Sverri Her- mannssyni, Mbl. og Alþbl. prédika það nú mjög, að menn eigi að taka faglega afstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Menn eigi ekki að láta pólitíkina ráða. En hvað gerði Jón Sigurðsson? Er það fagleg afstaða að neita að taka sæti í stjórn Alþýðusambandsins? Var það ekki pólitíkin, sem réði þeirri ákvörðun? Og hvað er að segja um afstöðu Sverris Hermannssonar? Var það kannski faglegt sjón- armið, sem réði því, að hann reyndi að afstýra setu Guð- mundar H. Garðarssonar í stjórn Alþýðusambandsins? Var það ekki pólitíkin, sem réði hinni furðulegu fram- komu hans? Vissulega var það ekki fagleg afstaða, sem réði um- ræddri framkomu Jóns Sigurðssonar og Sverris Her- mannssonar. Henni réði hrein pólitísk afstaða. Það, sem þeir stefndu að, var að fá miklu meiri völd fyrir stjórnar- flokkana innan Alþýðusambandsins. Stjórnarflokkarnir voru búnir að gera sér vonir um að geta náð víðtækum völdum innan Alþýðusambandsins með tiistyrk Hannibais Valdimarssonar, Einars Olgeirssonar og ýmissa sálufélaga þeirra- Þegar þessar vonir brugðust, fóru þeir í fýlu, þá var ekki lengur neitt til sem hét fagleg afstaða. Þá var það pólitíkin ein, sem réði. Reiði Mbl. er á sama hátt skiljanleg. Það uppnefnir þá fulltrúa á Alþýðusambandsþinginu, sem ekki vildu dansa eftir stefnu stjórnarflokkanna, afturhaldsmenn, ó- þurftarmenn og öðrum slíkum nöfnum. Þetta er ekki nýtt. Þessi nöfn hefur Mbl. alltaf valið þeim sem skeieggast hafa haldið á málum verkamanna. Hannibal Valdimarsson hefur oft verið sæmdur þessum nöfnum í Mbl. Nú er það liðin tíð. G^rir Hannibal sér ástæðuna ljósa? TÍIWIWM i Heið svn yfir farinn veg Séra Sveinn Vikingur: Mynd ir daganna. Kvöldútgáfan. Margar sjálfssevisögur koma út á hverju ári — og fer fjölg andi. Þetta er mikið bóka safn. Og nú skrifa allir — eða flestir — til þess eins að gefa út og það án tafar. Það er hnignandi siður að setjast niður og skrifa ævisögu sína af opinskárri hreijiskilni, inn- sigla hana síðan og afhenda þjóðskjalasafni með þeim fyrir •mælum, að ekki megi í hang gægjast eða gefa út fyrr en eft ir hálfa öld. Sá siður er býsna skemmtilegur og mætti eflast að nýju. Þessar sjálfsævisögur eru hatla misjafnar, og fáar geyma satt að segja mikil örlög, því að menn skrifa þetta ekki í straumköstum ævinnar, heid ur þegar fljótið er orðið lygnt og breitt og djúpt, en flúðim- ar fjanlægar. Sumir yrkja þó upp líf sitt með tilþrifum og karlagrobbi og þykja hressileg ir sögumenn. Aðrir strjúka milt um strengi og eru sáttir við allt og alla. Hvorugt veitir verkinu fyllingu. Einstaka mönnum tekst að líta á ævi- hlaup sitt seup skáldskaparefni, er þeir verði að sýna í senn trúnað og alúð. Sé1 höfund. urinn ritfær maður, og gáfað- ur, verða þær ævisögur beztar. Séra Sveinn Víkingur hafði að mínum dómi alla burði til þess að rita ágæta sjálfsævi- sögu. Hann er gáfaður maður, og ritfær í bezta lagi, hóf- samur, kíminn og lífsreyndur. Hann hafði kynnzt mörgum þátt um þjóðlífsins. Þau tvö bjndi . sem út eru komin af ævisögu hans, sýna gerla, að hann bregzt þessu hlutskipti í engu. Það er ekki lífssaga hans sjálfs, sem gefur bókunum gildi, neldur skáidskapurinn, ritfegurðin, lífsskynið, mannlýsingar, þjóð- Lífsmyndir og gamansemin. í fyrra bindi af Myndum daganna lýsti séra Sveinn upp vexti sínum og bernsku norð ur í Kelduhverfi af næmleik, sem var i ætt við snilld. f ö'ðru bindinu sem er nýkomið út, hef ur hann söguna, þar sem hann rís úr taugaveikinni, sextán ára gamall norður í Kelduhverfi pasturslítill og févana ungíing- ur. Þaðan liggur leiðin til Húsa víkur á vit séra Jóns Arason- ar og síðan í Gagnfræðaskóia Akureyrar og Menntaskó’-ann í Reykjavík og Háskólann að því loknu. Sagan nær að þessu sinni til prestsvígslu, svo að drjúgt mun eftir. Sterkas.i Sveinn Víkingur strengurinn í verkinu er seið mjúkur frásagnaíháttur, Ijúf aðlögun máls og mynda. Við bætist launkímnin, sem held ur lesandanum í tilhlökkun. Samt er séra Sveinn miki’I al vörumaður, og auðséð er, að efri árin hafa gætt kímnj hans nýjum tóni. Þau gamanmál, sem áður voru aðeins léttur leikur, verða nú fremur undir leikur alvörunnar og brunnur lífsvizku, manneðlislýsing- ar í upprifjun öldurmennis. Angurværð minningarinnar setur víða svip á verkið, en höfundur gætir þess hófs að láta hana ekki verða annað en þunna og gagnsæja slæðu. Séra Sveinn segir að sjálf sögðu frá fjölmörgu fólki í þess ari bók, því að hann hefur kynnzt við marga um dagana. Myndir þess fólks eru að sjálf- sögðu dregnar ofur mjúklega og létt stigið á bresti og yfir sjónir, sem þjóð veit þó um í fari og lífi þessara manna. Jafn vel beztu sjálfsævisögur losna ekki við þann löst, sem verst ur er i þessum skrifum, vægð ina við mannlegan breyzkieika skortinn á hreinskiptni án dóms áfellis við sjálfan sig og sam- ferðamenn. Og skrifi éinhver, hispurslaust um sig og aðra. þykir ekki við hæfi að gefa slíkt út, og einhverjir hafa vit fyrir höfundinum oe saita verkið. Þó að séra Sveinn sé mildur dómari í minningum sinum. er hann oftast mjög hispurslaus, miklar sjálfan sig hvergi og ot hleður ekki aðra lofi þð að hann beri þeim vel söguna Hann lætur aðeins marg: ósagt. Aðall þessa verks er hið glaða umburðarlyndi lifs reynslunnar, sem ekki hefm náð að gera manninn beizkan þrátt fyrir. nokkra harð- leikni. Og með þessu við- horfi lítur hann á heuninn, sem hverfist nú fram hjá hon um og kemur í hug kímin ÍÍK- ing, sem bregður skörpu ljósi á sviðið í allri hógværð sinni. Slíkum myndum bregður sérr * Sveinn allvíða upp: „Sóknin er orðin svo hröð, að nálgast kapphlaup á sseið velli. Og kröfurnar hafa vaxið að sama skapi. Við heimtum meiri afköst, fleiri vélar styttri vinnutíma, hærra kaup Við heimtum betri samgöngur á landi, sjó og lofti, sjónvarp. rafmagn á hvert heimili, fleiri skóla og sjúkrahús, fullkomn ara tryggingakerfi, félagsheim ili og almenningsbókasöfn. Og við erum á góðum vegi að tá þetta allt saman. Við heimtum erlend áhrif og erlenda strauma inn í landið, erlend:- tizku, ekki aðejns í klæðaburði og lifnaðarháttum, heldur einn ig í skemmtunum og listum. Nýjungagirni fólksins minnir mig stundum tinna helzt á ö- á tombólu, þar sem allir sepp ast um að kaupa það. sem þe;r vita ekki hvað er, og margir hreppa því einskis nýtt rus’ eða auðan seðil “ Myndin er skýr og líkingin -hittir í mark. En þetta er eKKi breyting á tímanum eða manr fólkinu, sem abtaf er sjálfu sér líkt, heldur munurinn á æst- unni og ellinni. Menn raka oftast misgrip á sjálfum sér og heiminum, þegar þeir lýso breytingum. Það fer ekki milli mála, a? Myndir daganna eru í fremstu röð sjálfsævisagna, sem héT hafa komið út á síðari árum Þar fer saman fagurt mál glar viðhorf og góð fyndni og víð- sýn lífsviðhorf. Þær verða góð ur lestur, ekki aðeins á þessn hausti heldur langa tíð. AK. Frá Utvegsmanna- félagi Reykjavíkur Fundur í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur 19—11—‘66, leyfir sér að skora á alla stjórnmála flokkana að gefa ótvíræðar yfir- lýsingar fyrir næstu kosningar um það, hvernig þeir ætli sér að leysa yfirstandandi efnahagsvandræði sjávarútvegsins, og hvernig þeir ætli sér í framtíðinni að tryggja honum þann hlut, sem honum ber, og þar með eðlilegan rekstrar- grundvöll. Jafnframt leyfir fundurinn scr að varpa þeirri spurningu til sömu aðila. hvort ekki væri eðlilegt að i stól sjávarútvegsmálaraðnerra sæti alltaf maður. sem hefðl reynslu, bæði sem sjómaðtr og útgerðarmaður, án tillits til hvort hann væri kjörinn þingmaður eða ekki. Við álítum að sú óvissa og sá óstöðuglelki, sem ríkt hefur um afkornu sjávarútvegsins sé óþol- andi með öllu. Við álítum því ekki emungis að okkur, heldur allri þjóðinm sé nauðsyn á að þessum málum sé rétt ráðig með djörfung og festu, eftir einhverju því kerfi, sem að haldi kemur, og þvi sé það eðli- leg krafa okkar að við fáum sem gleggsta mynd af því, sem við blasir áður en við göngum að kjör borði. Við vitum, að ekkert það kerfi er til, sem spannar yfir pað að mæta öllum þeim aðstæðuni sem upp á getá komið í svo marg breytilegum atvinnuvegi, serr. sjáv arútvegi. Því álítum við mikils- vert að æðstis ráðamaðui oeirra mála sé maður, sem fær sé um að bregðast fljótt og öragniega við hverjum vanda. sem að hönd um ber. Okkur þykir eðii'egas’ að slíks manns sé helzt aó 'eiU meðal þeirra, sem fengizt hafa við Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.