Tíminn - 29.11.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1966, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. nóvember 1966 Hrafn Sveinbjarnarson ■Hrafn Sveinbjamarson frá HallormsstaS var fulltrúi Lands sambands vörubifreiðastjóra. — Okkar samband hefur starfað mjög lengi og reynsl- an af því verið mjög góð. Með- ferð skipulagsmála á þinginu var góð eftir atvikum og ágætt að samstaða náðist um þau. Stuðningsmenn ríkisstjórnar Innar á þinginu virtust I fyrstu vera í einlægni með breyting- um á skipulagsmálunum, en tillaga Hannibals um fjölgun í miðstjórn gefur til kynna. a'ð hann muni hafa lofað þetm em hverju í staðinn, að þeir fengju að koma í stjórnina. X>etta kom meðal annars óbeint fram í ræðu Jóns Sigurðsson- ar, þegar hann eftir að tillaga Hannibals um fjölgunina var fetld, neitaði að taka sæti í stjórninni og hótaði að hætta samstarfi um lausn skipulags- málanna. Ber að harma, ef þeir ætla sér að rjúfa það sam- huga starf, sem hófst á þing inu um lausn skipulagsvand- ræða Alþýðusambandsins. * Benedikt Sæmundsson frá Hólmavík var fulltrúi Verka lýðsfélags Hólmavíkur. — Það er ekki hægt að segja að afkoma manna á Hólmavík sé góð um þessar mundir. Eins og öllum er kunnugt hefur fiskur brugðizt í Húnaflóa í nokkur ár, en útgerð hefur verið aðalatvinna heima. í fyrravetur og aftur núna íhaust hefur verið gert út á rækjuveiðar, en pað hef- Benedikt Sæmundsson ur skapað nokkra atvinnu eink um fyrir kvenfólk. Léleg af- koma hefur leitt til nokkurrar fólksfækkunar og einnig hafa menn þurft að leita í önnu.r byggðalög eftir vinnu. Verkalýðsfélagið á Hólmavík telur um hundrað og tuttugu menn og konuT. Ég þykist viss um að þegar lokið er að koma á landssamböndum, gæti áhrif litlu félaganna úti landi minna. Eg býst ekki við að okkar félag flýti sér inn í starfsgreinasamband, ef við eigum á öðrum völ. Innan okk ar félags eru bæði verkamenr, sjómenn og verkakonur og ég vil leggja áherzlu á, að félags- mönnum verði ekki skipt í starfseiningar. Félagið er þeg- ar í Alþýðusambandi Vest- fjarða og hefur verið i nokk- ,ur ár en árangur af dvöii'nni í því er mjög góð. Ég vara þar mjög við' að leggja héraðs- samböndin niður. Þetta er þriðja ASÞþingið sem óg sit og var efcki frá- brugðið öðrum þingum sem ég hef verið á. Þó gengu störf þess greiðar framan af, en það breyttist þegar dró_ að kosn- ingum stjómar ASÍ. Ég vildi leggja áherzlu á, að það sam- starf sem verið hafði um ASÍ stjórnina héldi áfram, og bjóst við að svo yrði, þar sem ekk- eri; annað kom fram frá komm um, fyrr en Hannibal dró fyr- irvaralaust fram tillögu sína um stækkun sjórnar. Hún kom mörgum mjög á óvart, ekki sízt hans eigin samherjnm enda fordæmd af Þeim flest- um. Óskar Jónsson Tímamyndir KSri. I.^ varaforseti 30. þings ASÍ var Óskar Jónsson, starísmaður Kaupfélags Ámesinga á Selfossi en hann var fulltrúi Landssam bands ísl. verzlunarmanna (L.í. V. á þinginu.) — Ég tel, að L.Í.V. eigi tví mælalaust að vera í ASÍ- Verzl unarmenn eiga samleið með öðru launafólki í landinu, enda gefa þeir ASÍ aukinn styrfc Hins vegar veldur miklu, hver staða L.Í.V- og annarra sérsam banda í ASÍ verður. Hlutverk þeirra verður að vera skýrt ákveðið svo og hvaða verkefni þau leysi sameiginlega af hendi innan Alþýðusambandsins. Á þvi getur í rauninni oltið um nauðsyn þátttöku þeirra í ASÍ. Þegar ég fór til þessa þings vissi ég vel ákveðinn vilja alls þorra þess fólks, sem ég á sam stöðu með j verkalýðshreyfing- unni, um að áfram héldist sam starf Alþýðubandalags og Fram B Pramhairi j nls II S TÍMINN Ahrif veiöa við Grænland á laxastofna annarra landa ÁLIT ALÞJÓÐAHAFRANNSÓKNARÁÐSINS OG ALÞJÓÐAFISKVEIÐI- NEFNDARINNAR FYRIR NORÐVESTUR-ATLANTSHAF. Á síðustu fimm árum hefur aukið magn af Atlantshafslari, veiðzt við strendur Græniands. í aflánum hefur fundizt lax merkt ur í Bandaríkjunum Kanada, ír- landi, Bretlandi og Svíþjóð Til að komast að raun um, hvaða áhrif þessar nýju veiðar hefðu á laxveiði og laxastofna annarra landa, settu ICES og ICNAF á fót samstarfsnefnd vísindamanna frá þátttökulöndum nefndra stofn ana. Þessi nefnd vísindamanna hélt fyrsta fund sinn í Madrxd 25. — 26- maí sl. í sambandi vjð ársfund Alþjóðafiskveiðinefnd- arinnar fyrir Norð-VesturAtlants haf. Mesta aflaárið 1964, veildust yfir 1400 lestir af laxi við Græn- land, feða um 14% af heildarafla „stóru“ laxveiðilandanna. Árið eft ir 1965, féll aflinn niður í 740 lestir, aðallega vegna verðbreyt- inga, sem drógu úr veiðisókninni. Laxinn, sem veiðist við Græn land, er um 7 pund á þyngd, að jafnað, \og hefur svo að segja allur verið iy2 ár í sjó. Undtr venjulegum kringumstæðum myndi lax af þessari stærð ganga í heima ár sínar ári síðar. Lax, sem að- eins er eitt ár í sjó, áður en hann gengur tii hrygningar, hefur ekki veiðzt við Grænland. Þessar /eið- ar hafa því ekki áhrif á fjölda þeirra smálaxa. sem snúa aftur tii heimkynna sinna til að hrygna eða eru veiddir þar. Áhrif veiðanna á stærri laxinn eru ekki aðeins komin undir þvi magni, sem veiðist við Grænland, heldur líka vaxtaraukningu fisks ins frá því hann er á Grænlands miðum, þar til hann gengur í heima árnar, dánartölu hans á leiðinni, þangað og hversu mikið veið-st af honum eftir að hann hefur geng- ið í árnar í heimalandi sínu. Auðvelt reyndist. fyrir nefndina að fá upplýsingar um vaxtarmaða laxins, eða öllu heldur þyngdar- aufcninguna, sem nemur 40 — 50 % á heimleiðinni frá Grænlandi. Hins vegar vom engar áreiðanleg ar upplýsingar til um dánartölu af eðlilegum orsökum á þessum tíma. Hlutfallið af veiddum fiski í heimaánum er mjög breyti.egt, á hinum ýmsu svæðum, og fer það eftir veiðisókninni á hverj- um stað. Það virðist sérstaklega hátt sums staðar í Kanada, þar sem 85—90% af stóra laxinum er veiddur í sjó á leiðinni í árnar. Þetta hlutfall er yfirleitt lægra í Evrópu, t.d. um 80% í sumum norsku ánum, og jafnvel enn lægra í Evrópu. Það magn af laxi, sem veiðist við Grænland eftir tveggja ára veru í sjó, er einnig afar mis- munandi eftir löndum, senni- lega vegna þess, að mismikið af laxi leitar til Grænlands 'rá hverju landi fyrir sig. Mikið af hinum stóra laxa- stofni Kanada, virðist fara til Grænlands og leggui lík- lega mest til veiðanna þar. Önn ur lönd, sem leggja talsverðan skerf til þessara veiða, eru írland og Skotland. Lítið sem ekkert af laxi frá Norður- og Vestur-Nor- egi virðist leita á Grænlandsmið. Laxveiðarnar við Græniand hljóta að valda nokkrum sam- drætti í veiðunum heima fyrir nema allur lax snúi aftur frá Græn landi upp í heimaárnar. Hversu mikill þessi samdráttur verður, fer eftir hlutfallinu milli stærð araukningar og eðlilegrar dánar tölu, og ajuðvitað einnig veiði- sókninni heima fyrir. Áhnfia á heildaraflann bæði við Græn- land og i heimaánum koma fram við misrouninn milli afians á Græn landsmioum og veiðirýraunarinn ar á heimaslóðum. Ef eðlileg dan artala og nýtingin í heirnalmd- inu nema svo miklu, að meina en 70% af laxinum við Græn- land mundi veiðast í nei.niáni ra, þó að veiðarnar við Græn'md kæmu ekki til, þá hafa Grænlanas- veiðarnar rýmandi áhrif á heildaraflann. Ef aftur á móti hefðu veiðzt minna en 70% af þessum fiski, þá er um aukningu á heildarafla að ræða vegna veið- anna við Grænland. Þar eð smálax er oft mikilvæg- ur hluti aflans og Grænlandsveið- amar hafa ekki áhrif á hann, eru hlutfallsleg áhrif veiðanna á afl- ann í heild yfirleitt minni en á stóra laxinn út af fyrir sig, stund- um_ svo nemur meiru en helmingi. Áhrifin á hrygningarstofninn eru einnig hlutfaÚslega minni en hjá stóra laxinum, því að smálríx inn er duglegur við að hrygna, enda þótt hrognaframleiðsla hvers einstaklings sé minni en hjá stærri fiskinum. Lítið er enn vitað um sambandið minni fjölda hrygnandi laxa og fjölda gönguseiða, en lyfirieitt veldur fækkun hrygnandi fiska ekki að sama skapi færri göngu§eiðum, stundum er jafnvel ekki um neinn samdrátt að ræða. Þrátt fyrir -tiltölulega mikinn afla við Grænland síðustu tvö árin, hafa hingað til ekki sézt nein merki um verulega rýmun í afl- anum heima fyrir af þeim sök- um. Hins vegar em svo miklar eðlilegar sveiflur í laxveiðun- um, frá ári til árs, í flestum lönd um, að það getur kostað margra ára rannsóknir að finna hugsan- lega aflarýrnun vegna veiðanna, við Grænland, nema þessar veiðar aukst þá stórlega frá því sem er. Það verður eitt af verketnum samstarfsnefndarinnar að fylgjast með laxaaflanum heima fyrir, ein mitt í þessu skyni. Samstarfsnefndin ræddi einn- ig, hvaða aðferðir væru hentug astar við að rannsaka áhrif Græn landsveiðanna, og gerðar vom ráð stafanir til að samræma aðgerðir visindamanna í hinum ýmsu lönd um. Á vertíðinni 1966 munu sér fræðingar frá Danmörku, Sng- landi, Skotlandi og að öUum lík- indum Kanada, koma á miðic við Grænland og framkvæma ýmsar rannsóknir. Þeir ætla að merkja eins mikið af laxi og unnt er ti! að reyna að fylgjast með heim- göngu hans, taka sýnirhorn úr afl- anum til stærðar- og a'durs- athugana og rannsaka blóðflokka og sníkjudýr i fiskinum tú að ákvarða, ef mögulegt er, frá hvr.ða svæði hver einstakur lax er kom inn. Þetta starf verður ekki ein- göngu unnið í landi, heldur einn- ig um borð í rannsóknaskioum, sem danska og enska stjórn- in senda til Grænlands. Auk þess munu allar viðkomandi þjóðir auka merkingar á unglaxi á göng-j til sjávar, til þess að fá nánari upplýsingar um, hve mikill hluti af fiskinum leitar til Grænlands. Héraðsfundur Rangár- vallaprðfastsdæmis Héraðsfundur Rangárvallapróf- astsdæmis var settur og haldinn að aflokinni guðsþjónustu í Há- bæjarkirkju í Þykkvabæ, sunnu- daginn 13. nóv. s-1. Við guðsþjón- ustuna prédikaði prófasturinn, sr. Sveinn Ögmundsson, en sí-ra Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiða- bólstað þjónaði fyrir altari. Kirk.ju kór Hábæjarkirkju söng undir stjóm Sigurbjartar Guðjónssonar, organista. Þegar að aflokinni guðsþjón- ustunni, flutti Æskulýðsfulitrúi Þjóðkirkjunnar, sr. Jón Bjarmann erindi um æskulýðsmál. í upphafi héraðsfundarins, minntist prófasturinn sr. ávein- bjöms Högnasonar fyrrv. prófasts á Breiðabólsstað og flutu um |hann minningarljóð. Einnig tveggja látinna safnaðarfulltrúa, þeirra Kjartans Stefánssonar í Flagbjamarholti og Guðmund- ar Skúlasonar á Keldum. Vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum- Auk • venjulegra héraðsfundar- mála voru rædd ýmis mál, sem efst eru á baugi og snerta kirkju og kristindóm í landinu og var eftirfarandi fundarályktun og til- lögur samþykktar: 1. Héraðsfundur Rangárvallapróí astsdæmis haldinn í Þykkvabæ, 13 nóv. 1966, samþykkir eftirt'arandi ályktun, vegna framkomins fnjm varps um skipun prestakalla: Hér aðsfundurinn er almennt mócfall inn fækkun prestakalla í landinu og telur sízt a'ðkallandi að fækka prestum í dreifbýlinu. Þá mótmæl ir héraðsfundurinn sérstaklega þeirri fækkun prestakalla, sem áformuð er í Rangárvallaprófasts dæmi og leggur til, að þau sex prestaköll, sem þar eru, verði lát- in haldast áfram óbreytt. 2. Héraðsfundur Rangárvalla- prófastsdæmis haldinn í Háb. kirkju í Þykkvabæ 13. nóv. 1966, harmar guðlastið við fermingar- messu í Dómkirkjunni í Reykja vik i okt. s. 1- og skorar á yfirvöld kirkjumála að sjá um, að lög um vernd gegn helgispjöllum séu virt og þeir, sem sekir gerast íátnir sæta refsingu lögu msamkvæmt. 3. Héraðsfundur Rangárvalla- prófastsdæmis haldinn í Hábæjar kirkju í Þykkvabæ, 13. nóv. 1966, lýsir undrun sinni og hneykslun á auglýsingu opinbers veitinga- húss I Reykjavík, þar sem með- al skemmtiatriða er auglýstur nekt Framhald á bls. 1L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.