Tíminn - 29.11.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.11.1966, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. nóvember 1966 TÍMINN n ÓVEÐRIÐ Framhald af bls. 1 höfninni, en annars urðu engar skemmdir á mannvirkjum á landi þótt veðurofsinn væri mikill. Sam komu var aflýst á Húsavík vegna veðurofsans. Þök og bíll fuku. Undir Eyjafjöllum var mjög hvasst um helgina, eins og venju- Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna fjarðar á miðviikudag. Vöru- móttaka tíl Hornafjarðar á þriðjudag. M.s. BALDUR fer til Snæfellsness- og Breiða- fjarðahhafna á fimmtudag. Vömmóttaka á þriðjudag og miðvikudag. lega, þegar norðanátt er, og miMa sviptivindi lagði ofan af fjöllunum. Hálft þak fauk af íbúðarhúsi að Skógum undir Eyjafjöllum og hálft þak af fjósi að Rauðafelli í Austur-Eyjafjallahreppi Þá fauk jeppabifreið út af veginum við írá en engin slys urðu á ökumanni eða farþegum. Mikið grjótfok var á vegu mundir fjöllunum, og er vitað til þess, að afturrúða brotnaði á einum bíl vegna grjótfoks. Skemmdir á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði var á sunnudaginn harðasta veður, sem komið hefur um langan tíma og urðu tölu- verðar skemmdir á mannvirkjum vegna veðursins. Mest varð tjónið hjá Fjarðasíld, en það er síldarverksmiðjan. sem verið er að byggja rétt utan við Seyðlisfjarðarkaupstað. Verk- smiðjubyggingin er 104 metra löng, og var búig að klæða aðra hlið hennar að helmingi til með álplötum. í veðurofsanum slitnuðu 85 plötur af hinni nýju klæðningu. Þá bilaði rafall hjá Fjarðasíld og var því ljóslaust og kalt í mötu- FaSir okkar tengdafaðir fósturfaðir og afi Sigurður Guðmundson fyrrv. bóndi frá Möðruvöllum f Kjós andaðist laugardaginn 26. nóv að Hrafnistu. Vandamenn. Útför Gunnars Steindórssonar fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 1. desember kl. 10,30 f. h. Sigrfður Einarsdóttir, Birna E. Gunnarsdóttir, Heiga Gunnarsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson. Útför eiginmanns míns, Unnsteins Ólafsonar skólastjóra Garðyrkjuskóla rfkisins, Reykjum, Ölfusi, fer fram frá Ðómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 2. desember kl. 10,30 fyrir hádegi. Athöfninni verður útvarpað. Elna Ólafsson. innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Jóels Gíslasonar fyrrum bónda f Laxárdal Einnig þökkum við hjartanlega öllum sem voru honum góðir og sýndu honum vináttu og tryggð á langri æfi. Börn, tengdabörn og barnabörn. neytinu og íveruskála. Fólkið var því allt flutt þaðan. Fjórðungurinn af þakinu á mötu neytisbyggingu Síldarverksmiðja ríkisins fauk af, og hefur verið unnið að þvj að lagfæra þakið. Járnplötur fuku víða af hús- um á Seyðisfirði og brotnuðu rúð ur. Á einum stað fauk tómur smur olíubrúsi, braut glugga í svefnher bergi og hafnaði á kodda þriggja ára barns, sem til allrar hamingju var ekki komið í rúmið. Atburður þessi gerðist í gærkvöldi. Stórt U-járn fauk af þaki á gömlu fatahreinsuninni á Seyðis- firði og í gegn um gafl á efri hæð Útvegsbankaútibúsins. Engar skemmdir urðu á raf- magnslínum. Þrátt fyrir allan veðurofsann, og mikinn snjó, sem kyngdi niður, var Fjarðarheiði fær í dag, og virðist sv osem snjóinn hafi hvergi fest. í Hrísey var mikið óveður og slitnaði rafmagnslínan út í eyna Trilla sökk á bátalæginu við Ár- skógsströnd og önnur er var á bátalæginu við Hauganes í Eyja- firði. Aftur á móti náði veðurofsinn ekki að ráði til Dalvíkur, og engar skemdir urðu þar á bátum eða mannvirkjum. Framangreindar fréttir eru fengnar frá fréttariturum Tímans og kunnugum mönnum á viðkom- andi stöðum. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför föður okkar og tengdaföður Sigurðar Hiarfarsonar frá Neðra-Vatnshorni Steinunn H. Sigurðardóttir, Bjarni Guðjónsson Jóhanna S. Sigurðardóttir, Þorkell Zakaríasson, Guðrún Á. Slgurðardóttir, Bjarni Jónsson, Geir Bragi Sigurðsson, Guðrún Magnúsdóttir, Birgir Sigurðsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall móður okkar tengda- móður og ömmu Ásu Valgerðar Eiríksdóttur frá Súðavík Börn, tengdabörn og barnabörn. Ykkur öllum fjær og nær, sem auðsýnduð okkur vináttu, hjálp og samúð við andlát og jarðarför föður míns, tengdafööur og afa Sigurðar Kristjánsonar frá Leirhöfn færum við alúðar þakkir. Guð blessi ykkur öil. Óskar Sigurðsson, Sigríður Methúsalemsdóttir. Sigurður Óskarsson, Haukur Óskarsson, Gunnlaugur Óskarsson, Guðmundur Óskarsson, Óskar Óskarsson, Regína Óskarsdóttir. BÍLASPRAUTUN Framhald af bls. 2. samningar við enskt fyrirtæki sem ! staðið hefur fyrir umbótum á) þessu sviði. Fyrirtæki þetta í Eng-I landi stofnaði fyrir nokkrum árum! kappakstursmaðurinn Stjrling Moss og félagar hans og nefndist fyrir- tæki þeirra Stirling Moss Paint-a Car System (P.A.C.). Umbætur P. A.C. á þessu sviði byggjast á vinnuhagræðingu og þó fyrst og fremst á endurbættum efnum. Efni þessi eru plastlökk (svonefnd Acrylic lökk), sem sérstaklega ern unnin fyrir P.A.C. og hafa þá kosti til að bera að þorna mjög fljótt án sérstaks hita, eru sjálf- gljáandi og hafa mjög góða viðíoð unaflhæfileika og þurfa ekki bón. Nú hefur Bílasprautun h.f. tryggt sér einkaleyfi á að vinna með þessum efnum hér, og því er hing- að kominn fulltrúi frá P.A.C. Kenn etJh Spiers, til þess að þjálfa starfs fólk og gefa tasknilegar leiðbein- ingar um notkun hinna nýju efna. Vonir standa til þess að hin nýju efni og vinnuhagræðing geri kieift að lækka kostnað við bílamálun og ennfremur styttist sá tími til muna, sem bifreiðaeigandinn er án bifreiðar sinnar. Núverandi stjórn Bílaspraut unar h.f. skipa: Kristján Aðalbjörns son, viðskiptafræðingur forrnað ur, en meðstjórnendur Hannés Aðalbjörnsson, bílamálarameist- ari, Sigfús Gunnlaugsson, við- skiptafræðingur og Davíð Guð bergsson, bifvélameistari. SÆSÍMASTRENGUR Framhald af bls. 1. þessara staða fram á vara- línu þess vegna í dag. Nánari rannsókn fer fram á skemmdunum á strand- staðnum af eigendum og tryggjendum skipsins. BÆNDUR gefíð búfé yðar EWOMIN F. vítamín og steinefna- blðndu. HÉRAÐSFUNDUR Framhalö aí bls i ardans 19 ára gamallar sænskrar stúlku. Skorar héraðsfundurinn á hið háa dóms- og kirkjumálaráðu neyti, að slíkt skemmtiatriði verði tafarlaust bannað, og vísar til laga um almennt siðgæði á opin- berum stöðum. (Útdráttur úr héraðsfundabók Rangárvallaprófastsdæmis) Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3 og mótsagnir blaðsins eftir þetta ASÍ-þing, að það séu ajls ekki Moskvukommúnistarnir, sem ráða Þjóðviljanum heldur frjálslyndu og góðu öflin? AUt þeirra snakk um „sam- starf á faglegum grundvelli,“ sem er aðeins tilraun til að klæða pólitíkina í dularklæði fellur allt um sjálft sig með einföldum spurningum: Ilvern ig stóð á því, að Jón Sigurðs- son, formaður Sjómannafélags ins, neitaði að taka þátt i hinni „faglegu nýju stjóm“ ASÍ? Hvers vegna reis Sverrir Her- mannsson, formaður Landssara bands verzlunarmanna app og mótmælti því að Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzl unarmannafélags Reykjavíkur tæki sæti í „faglegu stjórn inni“? — Voru kannski ein- hver pólitísk sjónarmið sem réðu? ÚTVEGSMENN Framhald af bls. 5. þessi mál og þrozkast upp í þeim. Það mætti ætla, að þegar hægri flokkarnir í Noregi komust í stjórn fyrir ári síðan eftir 30 ára minnihluta, þá hafi þeim þótt nokkuð við liggja að vel tækist til við stjórnarstörfin. >eir köll- uðu í starfandi skipstjóra. sem jafnframt var útgerðarmaður. og gerðu hann að sjávarútvegsmáia- ráðherra í hinni nýju ríkisstjórn. Það við bezt vitum hefur þetta tekizt vel tiL ALÞÝÐUSAMBANDSÞING Framhald af bls. 7. sóknarmanna, um stjórn ASÍ. í byrjun þingsins gengu störf þess mjög greiðlega og skil- aði málum vel áfram, en skipu lagsmálin voru aðalviðfangs efnið. Þegar á þingið leið kom í ljós að forseti Alþýðusam- bandsins hafði þegar ákveð- ið að ganga til samstarfs við núverandi ríkisstjómar- flokka, þeim yrði gerð greið leið til aðildar að ASÍ-stjó/n. Þetta kom þvert á skooanir, Framsóknarmanna, sem töldu óskynsamlegt að hleypa áhrifa valdi ríkisstjórnarfloKkar.na í raðir ASÍ stjórnarinnar. Til að framfyigja þessum sjónar miðum okkar Framsóknar- manna, beittum við öllum áhrifum okkar á þinginu. Óhætt er að segja, að þessi stefna okkar í málinu hafi í r?un sier að, þar sem útvíkkunartiliög ur forsetans voru felldar með tilstyrk hans eigin manna. Tók Hannibai þvi það ráð að fórna tveimur mönnum af sínu eigin liði, til að gefa tveim mönnum íhalds og krata rúm í framkvæmdastjórn ASÍ. Það, sem gerðist á AI- þýðusambandsþinginu ætti að vera mikil aðvörun lil alira manna um það að treysta ekki um of á forystuhlutverk Al- þýðubandalagsins í launa og kjaramálunum, þar sem for- ystumenn þess hafa nú orðið uppvísir að því að stofna tii samtaka við íhaldsöflin í, landinu i óþökk megnþorra, þeirra sem efldu þá til áhrifa. j-r veitingah úsið ASKUK BÝÐUR YÐUR GRILLAÐAN KJUKLING afl. í handhœgum umbúðum til að taka HEIM ASICUR suðurlandsbraut 14 sími 38550 Höfum ávallt á boðstólunj góð herra- og dömuúr frá þekktum verksmiðjum. Tökum einnig úr tii við- gerða — Póstsendum um land allt. Úra- og skartgripaverzlun Magnús Ásmundss. Ingólfsstræti 3, sími 17884. j Sklill B0RÐ FYRIR HEIMIU OG SKRIFSTOFUR OE LUJXEl - p ÍF M C J n— ii ■ FRÁBÆR gæði ■ ■ FRÍTT STANDANDI ■ ■ STÆRÐ: 90X160 SM ■ ■ VIÐUR: TEAK ■ ■ FOLÍOSKÚFFA ■ ■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ ■ GLERI A ■ SKÚFFUR ÚR EIK ■ HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI11940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.