Tíminn - 29.11.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1966, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 29. nóvember 1966 Scð yfír þingsalinn í Lídó, en þar var Alþýðusaimbandsþingið báð. 1 E ■V' " i"ií j: 'i rr- L 1 lllte I Að loknu Alþýðusamb.þingi Rætt við nokkra fulltrúa á þinginu Helga Kristjánsdóttir Helga Kristjánsdóttir var full trúi Iðju á Akureyri, einhvers stærsta verkalýðsfélags úti á landi. — Við erum ekki meðlim- ir í landssambandi og mér var ekki kunnugt um fyrr en á þingið kom, að ýmsir forustu- menn samtakanna ætluðu sér að fá landssamböndin endan- lega viðurkennd, sem allsherj- ar skipulag alþjóðasamtak.nnna. Mikil andstaða við þessa stefnu kom fram á þinginu, cnda telja fjölmargir félagsmenn víða um land, að mjög hæp- inn ávinningur sé af sumum landssamböndunum og litiu verkalýðsfélögin út um land munu frekar veikjast en styrkj ast við þátttöku í þeim. Við á Akureyri viljum halda okk- ar samningsrétti og ég tei vafa samt, hvort við munum nokk- urn tímann fela landssambanöi undir forystu Iðju hér í Reykja vík að semja um okkar kar.p og kjör. Þetta var fyrsta þing Alþýðu sambandsins, sem ég sic og fannst mér þinghaldið ganga frekar vel fyrir sig ag vera lygnt á yfirborðinu, að minnsta kosti allt þar til Hannibal Valdimarsson flutti tillög'.i sína' um fjölgun í miðstjór-iinni gagngert til að gefa ríkisstjórn arflokkunum nokkur sæti í henni. Þessi tillaga kom mjög flatt upp á allan þorra fuil- trúanna og vissu margiv Ai- þýðubandalagsmennimir ekki hvaðan á þá stóð veðrið þar eð þeir höfðu í einlægni ósk- að eftir áframhaldandi sam- starfi við Framsóknarflokkinn einan. ★ Skarphéðinn Ámason frá Akranesi er formaður verka- mannadeildar félagsins þar — Fyrir um áratug skiptum við félaginu okkar þ"jár deildir: verkamanna, sjómanna og bílstjóra, og svo sérstaka kvennadeild. Þessi skipting hef ur gefizt mjög vel og engir teljandi árekstrar verið milli deildanna, yfirleitt ríkt mikið og gott samstarf. Hver deild sinnir hagsmunamálum síns hóps. Við erum í Verkamanna- sambandinu og óttumst ekkert að slík þátttaka dragi mátt úr Skarphéðin Árnason starfi félagsins. Hins vegar munu mörg minni féiaganna hræðast þátttöku í slíkum stór- um samböndum og telja væn- legra að halda sínu. Þetta var fyrsta þing, sem ég sit og voru áhrifin önnur en ég bjóst við. Þetta var að mestu amen og halelúja sam- koma í þingsalnum, en átökin fóru fram bak við tjöldm. Þó gerðust ýmis tíðindi í þinglok, eins og viðbrögð Sverris Her- mannssonar við framboði Guð- mundar H. Garðarssonar og orðaskipti miUi þeirra félaga. Hefði ég ekki viljað eiga siíka menn, sem fulltrúa frá sama félagi. Einnig átti ég bágt með að skilja þann skort i félags- þroska, sem fram kom hjá Jóni Sigurðssyni við sama tækifæri. Jón mætti minnast þeirra ára, þegar hann hafði aðeins sina pólitísku félaga til að stjórna ALþýðusambandsþingum. ★ Gústaf Halldórsson frá Hvammstanga var fmltrúi verkalýðsfélagsins Hvatar — Ég hef setið þrjú þing og finnst mér áberandi, hve fyigi Framsóknarflokksins innan verkalýðshreyfingarinnar hefur farið vaxandi. Þeir fuL'.trúar á þinginu sem fylgja fbkknum að málum eru lang stærsti hóp ur Framsóknarmanna, se.m þar hefur setið. Áberandi var eink um, hve þessi hópur va*- sam- stæður í samanburði við hin- ar flokksfylkingarnar, sem sátu þingið. Meðal Alþýðubandalags manna var hver höndii uppi á móti annarri og þurftu þeir oft að halda sérfundi til að jafna deilurnar og tókst þó ekki, eins og atkvæðagreiðs'an um fjölgunartillögu Hannibals bar með sér, en í henni srier- ust um 90 Alþýðubandaiags- menn á móti þessu ríkisstjórn ardaðri foringja síns. Allmarg- ir munu sjá Alþýðubandalagið í nýju Ijósi eftir þetta þing og finnast bera meira a skugga hliðum í þeirra hegðan en áð- ur. Ég talaði við marga full trúa, sem hafa fylgt Alþýðu- bandalaginu að málum, og þeir áttu ekki nægilega sterk orð til að lýsa andúð sinni á þessu brölti foringjanna. Meðal ann arra sögðu tveir gamalreyndir fulltrúar frá Siglufirði og Ak- ureyri, að þeir teldu sig lán- sama að taka ekki þátt þessu vesini. Sambræðsiuáform Hannibals, sem þegar komu fram í setningarræðu hans, komu öllum fulltrúunum utan af landi mjög á óvart og sló óhug á marga, sem strengdu þess heit að koma í veg fyrir allt slíkt ★ Guðrún Ágústsdóttir frá Sauðárkróki, fulltrúi Öldunn- ar, kvað óánægju með stjórn Sjálfstæðisflokksins i kaup- staðnum undanfarin 8 ára hafa verið aðalorsökina fyrir sigri Framsóknarflokksins þar s.l. vor. Einnig hefði hinn mikli sigur flokksins í þeirri kosn- ingu verið að þakka mikium \ Gústaf Halldórsson fjölda launþega, sem tók virk- an þátt í baráttunni. Þetta er 10. þingið, sem ég sit og um leið eitt hið sér- kennilegasta. Viðhori sumra forystumannanna voru al't önn ur en við höfðum búizt við, þegar við lögðum af s*að á þingið. Við töldum útilokað, að forseti Alþýðusambar.dsins stæði í slíku samkrut'i við stjórnarflokkana eins og kom á daginn. Við töldum alveg víst, að launþegafiokkarnir, sem stjórnað hafa Alþýðusam- bandinu undanfarin ár myndu gera svo áfram. Mér er óhætl að fullyrða, að þorri Alþýðu bandalagsfulltrúanna varð yfir sig hissa og undrandi á fram- komu foringja sinna. Kjaramálin voru mikið rædd á þinginu og áherzla lögð á að skapa launþegum þau kjör. að dagvinna nægði fyrir vjð- eigandi lífsviðurværi. Það c-r einhver almennasta krafa Jau.u þega um allt land að hægt sé að framfleyta sér og sinum ai átta stunda dagvinnu. Það verð ur að nást meira jafnvægi mi.li launa og verðlags, svo að verð- hækkanir eyði ekki kjarabót-’m jafnharðan aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.