Tíminn - 06.12.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.12.1966, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. desember 1966 TÍMINN 'W&' JOHNSON Framhald af bls. 1 viljaða afstöðu til póiitískrar for- ustu Johnsons. Segir í niðurstöðunum, að von in um friðsamlega lausn Vietnam- j deilunnar hafi aukizt, þegar for- i setinn lagði upp í hina miklu Asíu ferð sína, en nú séu aðeins von- j brigðin eftir. Aðeins 42% Bandaríkjamanna j eru fyi'ijandi aðgerðum forsetans í Vietnam-deilunni. En vantraustið á Johnson í sam j bandi við Vietnam er þó smá- munir í samanburði við minnkandi álit hans meðal þjóðarinnar varð- andi innanríkismál. Aðeins 35% telja Johnson hafa vel gert í baráttunni við að halda fjárhag landsins í traustum skorð um, og er það 20% lækkun frá skoðanakönnun í júlí s.l- Einnig í kynþáttamálunum fer fylgi Johnsons dvínandi. Aðeins 41% þjóðarinnar veitir stefnu Johnsons á því sviði fulltingi sitt. í skýrslu Harris segir þó, að ■Johnson sé nú staddur í „eins kon- ar vetrarsólhvörfum" á forseta- ferli sínum, og muni hann senni lega auka vinsældir sínar meðal bjóðarinnar síðar. DÆMDIR Framhald af bls. 2. þessu og hann dæmdur í 8 mán- aða fangelsi, þannig að refsing hans nam alls 1 árs fangelsi fyrir öll brotin. I>á var hann sviptur rétti til að öðlast ökuleytfi ævi- langt, gert að greiða skaðabætur og allan sakarkostnað. Síðargreindi maðurinn hlaut 4 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, föls un á 2 tékkum og 1 lytfseðli. Þá var hann dæmdur til skaðabóta- greiðslu og greiðslu sakarkostn- aðar að háifu sameiginlega með hinum fyrrgreinda. Menn þessir höfðu áður hlotið refsidóma fyrir hegninarlagabrot. Þá var 2. þ.m. kveðinn upp dóm ur í máli 19 ára manns, sem sak- aður var um 4 innbrotsþjófnaði seinni partinn í sumar og haust og fölsun á 19 tékkum samtals að fjárhæð kr. 49.700.-, sem hann seldi hér í borginni í bönkum og verzlunum. Hafði maðurinn fund- ið tékkhefti á tveimur stöðum, þar sem hann brauzt inn og notað eyðublöð úr þeim til að faisa. Maður þessi hiaut 6 mánaða fangelsi fyrir brot þessi, enda hafði hann á s.l. ári orðið upp- vís að skjalafalsi, en ákæru verið þá frestað á hann. Þá var hann dæmdur til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar. Tveir framangreindra manna sátu í gæzluvarðhaldi á meðan á rannsókn málsins stóð og skyldi það koma til frádráttar refsing- unni. í málum þessum kom fram, að við sölu tékkanna í bönkum og verzlunum og áritun framsals á þá í því sambandi, en þess var ekki alitaf farið á leit, vom dóm- felldu ekki beðnir um að sýna nafnskírteini né önnur persónu- skilríki. Gunnlaugur Briem sakadómari, kvað upp dórna í málum þessuin. Frá Sakadómi Reykjavíkur). BRETAR KREFJAST Framhald at bls. 1 um drög þau að samkomulagi, sem hann og Smith gerðu á fundi sín- um um borð í brezka beitiskipinu Tiger. Því hafði og verið lýst yf- ir, að þetta væri síðasta tilraun af Breta hálfu til lausnar deilunni, sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár. — Og svarið var nei frá stjórninni í Salisbury. Ásunnudag sagði Wilson, að ekki hefði náðst samkomulag um nokkur atriði, en bætti því við, að frekari samkomul.umleitanir um þau væru þýðingarlausar. Áður hef ur Wilson tekið skýrt fram, að Bretland muni nú krefjast aðgerða gegn stjórn Rhodesíu, af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Tiilögur brezku stjórnarinnar voru ræddar á stjórnarfundi í Salisbury í sam tals níu klukkustundir, áður en neikvætt svar var ákveðið. Tan Smith sagði, að pað álit brézku stjórnarinnar. «ð Rhodesíustjórn félli frá sjálfstæfisyfirlýsingu sinni frá þvi í fyrra. áður eri ný stjórnarskrá væri tryggð og satn þykkt af þjóðinni. væf aijvrlega ábyrgðarlaust. Til ákvörðunar smnar í dag fékk minnihlutastjórn Ian Smith átta tíma viðbótarfrest við þann, sem Wilson hafði upphaflega sett. Seg ir brezka útvarpið, »ð Smith muni hafa lagt hart að ráðherrum sínum að staðfesta drögin að samkomu- laginu milli hans og Wilsons. Refsiaðgerðanefnd brezka þings ins hélt þriggja klukkustunda fund í dag um málið og var samþykkt að krefjast þess af aðildarríkjum S.Þ., að þau tækju þátt í efnahags legum refsiaðgerðum gegn stjórn Rhodesíu. Nefndin heldur annan fund á miðvikudag. Wilson skýrði frá því seint i kvöld, að hann myndi halda ræðu í sjónvarpinu annað kvöld. í dag voru áheyrendapallarnir í brezka þinginu yfirfullir af fólki sem bjóst við, að Wilson myndi gefa einhverja yfirlýsingu um málið Framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f. vill ráða framkvæmda- stjóra frá 1. janúar n.k. Umsækjendur þurfa að hafa góða reynslu í frystihúsa- rekstri; en hraðfrystihús félagsins er nýuppbyggt og i fremstu röð með fullkominn tæknilegan útbúnað og arð- bæran rekstur. Húsavík er bær í örum vexti; samgöngu- og verzlunarmið- stöð héraðs, sem viðfrægt er fyrir nátt.úrufegurð í bæn- um eru góðar aðstæður til menntunar barna og hvers kon- ar útiveru, og þar er fjölbreytt félagslíf Beint flugsam- band er við Reykjavík, og góðar samgöngur við Akur- eyri. Umsækjendur hafi samband við bæjarstjórann t Húsa- vík eða Vernharð Bjarnason hjá Fiskiðiusamlagi Húsa- víkur h.f. sem gefa allar nánari upplýsingar. Stjórn Fiskiðjusamlags Húsavílrur h.f. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.