Tíminn - 06.12.1966, Page 9

Tíminn - 06.12.1966, Page 9
ÞMÐJTJDAGUR G. desember 1966 TÍMINN 9 Æ BOKMENNTIR m BRÉF TIL SONAR MÍNS Jónas Þorbergsson: Bréf til sonar míns. Skuggsjá gaf út. Jónas Þorbergsson, fyrrum rit- stjóri Tímans og útvarpsstjóri, er frábæriega ritsnjall maSur, og hefur það verið á þjóðarvitorði lengi. Hann er nú rúmlega átt- ræður að aldri en heldur vel sál- arstyrk sínum og valdi á hugsun og máli, sem hann öðlaðist í þroska skeiði. Æ>vi hans hefur verið við- burðarík á margan hátt. Hann er alinn upp í munaðarieysi og hrakningum á harðri og sárfátækri öld, berst við berkla og kröm, brýzt til mennta með tvær hendur tómar og á síðan langan starfsfer h í fyrirrúmi á umsviptingasamri siglingu þjóðarinnar inn í nútím- ann og leggur þar fram veigamik- inn skerf i félags- og menningar- málum. Slíkur maður hlýtur að hafa öðr um fremur efni á því að rita ævi- sögu sína, og undarlegt mætti heita, ef það drægist undan i því flóði slíkra bókai sem yfir þjóðina dynur ár hvert Jónas Þorbergs- son mun þó hafa veríð tregur til þessa verbs, eins og raunar sést á því, að hann skuli ekki hefja það fyrr en áttræður. Sumir byrja á sextugsaldrinum. En ekki þykir mér ótxúlegt, að Jónasi hafi verið um og ó að ganga í hinn fjöl- menna söfnuð ævisagnaritara. Hitt mun hann þó hafa séð og skilið, er á leið ævina, að hann gæti gert komandi kynslóðum nokkurt gagn með því að skrá nokkur reynslu- brot hinnar löngu hamskiptaævi sinnar, og því hefur hann nú lát- ið til leíðast Því ber mjög að fagna. Jafnfráleitt sem það er, að annar hver maður skrifi ævi- sögu sína, hvort sem hann hefur frá nokkru að segja, og hvort sem hann er nógu rithagur til þess| eða ekki, er það jafnsjálfsagt að ritsnjallir menn og ríkir að lífs- reynslu leysi frá skjóðunni. f stuttum og hógværum formála bókar þeirrar, sem nú er út kom- in frá hendi Jónasar Þorbergsson- ar, gerir hann grein fyrir erindi sínu á þessa leið: „Fyrir þrábeiðni barna minna ræðst ég í það að rita hið helzta úr minningum ævi minnar. Ég sé í hendi minni, að þær frásagnir I rúmast ekki í einni bók svo vel 1 fari og kýs að hafa þaer tvær. Líf og auðna ræður hvort mér tekst að rita þær til enda. Þessi fyrri bók verður auðveldari, með því að ég, sem aðrir man Ijósast atburði bernsku minnar og æsku. Sumir menn taka svo til orða að við, sem fædd erum fyrir alda- mót síðustu, höfum reynt og horft upp á þjóðfélagsatburði þvílíka sem nágrannaþjóðir okkar hafi gengið í gegnum á fleiri öldum. Svo hröð hefur orðið framrásin í viðreisn okkar og nýju landnámi. Ættu þvi frásagnir um þessi snöggu umhvörf, frá hverjum sem þær koma, að geta orðið forvitni- legar fyrir komandi kynslóðir." Það er að vísu rétt hjá Jónasi, að slikar frásagnir verða forvitni- legar frá hverjum sem þær koma, en gildi þeirra fer eftir því, hvern ig þæí eru ritaðar. Jónas nefnir ævisögu sína Bréf til sonar míns og greinir um leið þann frásagnaríiátt, sem á verk- inu er. Sá háttur er að vísu eng- an veginn nýstárlegur í bókmennt um ,en þó undrafáséður í islenzka ævisagnagrúanum. Þetta form bregður sérstökum blæ á bókina og gefur ritaranum færí á að segja frá persónulegum viðhorfum og viðbrögðum á annan og nánari veg en í ávarpi til alþjóðar. En þessi þræðingur milli einkabréfs og almennrar frásagnar er engan veginn auðfarinn, og þarf bæði hagvirkan listamann og háttvísan til þess að halda svo á pennanum, að vel fari. Þetta tekst Jónasi frábæriega. Jónas Þorbergsson er fæddur 1885 af grónum og gáfuðum Þing- eyskum ættum, missti móður sina átta ára og fór á hrakning nokk- urn heilsuveili og táplítill, var mat vinnungur á ýmsum bæjum á ungl- ingsárum, smali og gegningamað- ur. Lýsing Jónasar á þessum upp- vaxtarárum er mikill þáttur í þess ari bók og auðséð að hann leggur sig fram um að skila þeim þætti á glöggan og réttsýnan hátt. Lýs- ingar hans á þessu lífi eru víða æðisnjallar, jafnvel tær skáldskap- ur á köflum. Þarna birtist í senn glögg aldarfarslýsing á íslenzku sveitalífi þessi ár, skýrar mann- lýsingar og innsýn í þá menningu, sem þrátt fyrir allt greri með furðulegum blóma i baslinu. Jónas sjálfur ber þess og glögg merki, hvernig dvölin á þessum sveita- heimilum og sambúðin við nátt- úruna mótaði og þroskaði mál hans og lífsskyn. En kjörin voru hörð, vinnuálagið ofboðslegt á mælikvarða nútimans. Bréfin um visthrakninga uppvatxaráranna eru lærdómsmikill lestur ekki sízt þeim, sem fæddir eru í öðrum heimi síðari ára. Hvergi gætir beiskju vegna þessa hlutskiptis eða í garð þeirra, sem Jónas átti þar skipti við í umkomuleysinu, held- ur ævinlega skilnings og þakk- lætis. Síðar í bókinni segir Jónas frá breytingum til hins betra á högum sínum, batnandi heilsu, skólavist á Akureyri og viðburða- Jónas Þorbergsson ríkum árum í Ameriku og heim- komu þaðan, en þar lýkur þessu bréfabindi í þann mund sem meginþáttur ævinnar hefst, fyrst við ritstjórn Dags og Tímans og síðar við forstöðu Ríkisútvarpsins. Mun ýmsum sýnast, að vænt bókar efni sé þar óskrifað enn, og von- andi endist Jónasi aldur til þess að ljúka þvi. Það mun ekki of sagt, að þessi minnini;abók Jónasar Þorbergs- sonar skeri sig úr ævisagnarfjöld- anum með sama hætti og hann sjálfur úr mannfjöldanum. Þar allt saman: Sérstæður og persónu legur frásagnarháttur, listatök á máli og stíl og mikil og frásagnar verð lífsreynsla skýrð af vitrum manni. AK HÍSBYGGJENDUR SmíSum svefnherbergis- o<5 eldhússinnréttingar S í M I 32-2-52. ANINGARSTAÐIR I BYGGÐUM Þorsteinn Jósepsson: Landið þitt Bókaútgáfan Öm og Öriygnr. Þessi bók er alimikil nýlunda og þörf, og má undarlegt kalla, að svo ötulir bókagerðamenn sem íslendingar skuli ekki hafa efnt til staðfræðiorðabókar .im ísiaad fyrr Útgáfan er hin barfasta. Höfundurinn. Þorsteinn Jósepsson blaðamaður hefur ferðazt um land ið þvert og endilangt áratugum saman með myndavél sina og i nú vafalaust mesta og víð*ækasta myndasafn, sem til er af landinu Sé til hans leitað um mvnd ?i ákveðnum, tilteknum stað, eT sjaid an komið að tómum kofa. En Þorsteinn sér ekki landið og staði þessa með auga myndavéiarinuar einu. Honum er það iafnan rik- ast í huga, að betta er söguland, og hann tengir þetta saman. Þetta verður því ekkj eingöngu stað- fræðiorðaþók eða staða'.ýsingar, heldur einnig oft og einatt stað- saga. f formála segir Þorsteinn að tii gangurinn með samantek* bókar- innar hafi upphaflega venð sá, að veita ferðafólkj handhæga 02 ti’- tæka fræðslu um landið og pá einkum þá staði, sem væri skoðun ar verðir sökum náttúrn sinnar og sögu Hins vegar hafi bókin ekki átt að vera nema kver en hafi vaxið með ólíkindum í samningu. Kemur slíkt ekki á óvart, þegar i huga eru nöfð þau sjónarmið, Þorsteinn Jósepsson sem ráðið hafa, og er sízt um að sakast. Þetta er heldur ekki verk- ið allt, þótt nokkuð á fimmta hundrað alaðsíðna sé, heldur að- eins staðalýsing í byggðum lands ins, en síðar mun ætlunin að gefa út hliðstætt verk um óbyggðir þess og iáta þá fylgja ýtariega nafnskrá fyrjr bæði bindin, en þessu bindi fylgir aðeins skrá um uppsláttarorð Þorsteinn hefur leitað víða fanga í bók sina. en irýgstur er að sjálfsögðu hlutur hans sjálfs. Hann hefur Ieitað til fræðimanna um jarðsögu og fornfræði, og einnig segjast útgefendur hafa ritað fjölda staðfróðra manna í hverju byggðariagi og beðið þá um liðsinni. Hafi margir brugðizt vel við og veitt greinagóð svör. Staðanöfnum er raðað eftir staf- rófsröð, en jafnan getið sýslu við þau. Vafalaust er val frásagnar- staða mjög handahófskennt, enda illt um vik að sniða sér þann stakk. Mun mönnum eflaust finn- ast sitthvað misvalið í þeim byggð- arlögum, sem þeir þekkja bezt, og einnig er hætt við, að þeir finni þar margt missagt. Ég hef blaðað í bókinni fram og aftur, gripið niður og rekizt á eitt og annað, sem ekki fellir sig við mína kunn- áttu, en jafnframt skal það fús- lega játað, að mig undrar, hve yfirgripsmikinn fróðleik er þarna að finna og hve víða er glöggt og ítariega lýst stöðum og saga þeirra sögð í stuttu máli. Ég held, að Þorsteinn Jósepsson hafi ver- ið öðrum mönnum færarí til þessa verks. Hann gerir sér það ljóst sjálfur, að svona verk er ekki unnt að vinna villulaust í einum áfanga, og þvi segir hann í formálalok: „En mér er Ijóst, að allar afsak- anir eru tilgangslausar. Bókin er komin út i þeirri mynd, sem ég hef samið uana og verð ég að taka á mig abyrgðina af göllum hennar og vöntunum. Einn af menntamönnum þessarar þjóðar hughreystj mig eftir að hata kynnt sér efni bókarinnar að nokkru, er hann sagði, að bók sem þessi yrði aldrei fullkomin í frumút- gáfu. Hún gæti ekki orðið annað en gallagripur. Hins vegar væri hér um þjóðþrifaverk að ræða, og væri furðulegt, að útgáfa íslenzkr- ar staðfræðiorðabókar skyldi ekki hafin fyrir löngu. En bókina yrði fyrst hægt að gera vel úr garði ! endurútgáfu, þegar þjóðin öll hefði lagzt á eitt við að sníða af henni hortittina, leiðrétta hana og endurbæta. Og á þann hátt vona ég, að „Landið þitt“ verði ein- hvern tíma góð bók og þjóðinni þörf, þótt frumsmíðin sé gölluð." Þetta er rétt mat en óþarflega hógvært höfundarsjónarmið í bókinni er allmargt mynda eftir Þorstein Jósepsson, ailar mjög góðar, en æskilegt værj að sjá þær fleiri og minni, og þá felldar betur inn í efnið. Bókin sjálf er mjög vel út gefin í sterku bandi, en ég hefði kosið, að papp- írinn hefði verið þynnri og þó sterkur. svo að bókin yrði léttari hendi Slíkai bækur mega ekkl vera þungar og stórar, og þótt efni hennar sé mikið, held ég að hægt væri að minnka snið hennar og létta hana með heppilegra pappírsvali Þetta er ekki veigalít- ið atriði um bók. sem á og þarf að vera ferðatéiagi. Þorsteinn Jósepsson á ómældar þakkir skiidar fyrír þetta eljuverk og útgefandinn fyrir gott framtak AJv. 12 „Allt sem þár þurfið aö vita um....“ í bók þessari er „allt, sem þér þurfið að vita um Skúla fógeta. Bók þessi er í nýjum bóka- flokki: „Menn í öndvegi". í sama flokki er „Gissur jarl“ (100 bls. kr. 344) eftir Ólaf Hansson. skáldsaga eftir GuðmtBid Daníelsson. Þetta er fjórða bindið i ritsafni Guðmundar, stórathyglisverg skáldsaga. — 212 bls. kr. 365.50 Athugið hvort ekki vantar í bókasafn yðar: RIT ÞÓRIS BERGSSONAR, þrjú bindi. 89 sögur, samtals 1120 bis Verð kr 1290. BÓLU-HJÁLMAR. ritsafn, þrjú bindi, 1350 bls. Kr. 994,50. RIT ÞORSTEINS ERL|NGS- SONAR. Tómas Guðmundsson annað- ist útgáruna Þrjú bindi, 966 bls. Kr. 994,40. Isafold

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.