Tíminn - 06.12.1966, Síða 12

Tíminn - 06.12.1966, Síða 12
ÍÞRÓTTIR 12 TÍMINN ÍÞRÓTTIR Handknattleikurinn um helgina: Fram og Valur berj- ast um Rvíkurtitilinn Hinrik Einarsson skorar af línu fyrir Fram í leiknum gegn KR á sunnudag- inn. (Tímamynd: Róberf) Alf-Reykjavík. — Það verða Fram og Valur, sem berjast nm Rvíkurmeistaratitiliim í handknatt leik 1966. Liðin eiga að leika n.k. sunnudag og nægir Fram jafn- tefli til að hljóta sigur. Sigri Val- ur hins vegar, verða Iiðin að leika nýjan úrslitaleik, þar sem Fram hefur nú 2ja stiga forskot eftir auðveldan sigur gegn KR á sunnu- dag, 23:14. Margir bjuggust við því, að HR- ingar myndu veita Fram verðuiga keppni, en sú varð ekki raunin. Fram tryggði sér 6 marka forskot KR og ÍR nú efst Tveir leikir fóru fram í Rvíkur- mótinu í körfuknattleik á sunnu- daginn. ÍR-ingar unnu Áiunann með 56:52, og KFR vann stúdenta með 61:40. KR og ÍR eru nú efst í mótinu, hafa hlotið 6 stig, og munu því leika hreinan úrslita- leik. Staðan í mótinu er annars þessi: KR 3 3 0 295:167 6 ÍR 3 3 0 194:116 6 Ármann 3 12 158:191 2 KFR 3 12 155:212 2 ÍS 4 0 4 154:270 0 í fyrri hálíleik, 10:4, og sigraði með 9 marka mun, 23:14. Hefði sá sigur getað orðið mun stærii, en Fram skipti landsliðsmarkverð inum Þorsteini Bjömssyni út af í síðari háitfleik fyiir HaMdór Sig- urðsson, sem átti slæman dag og fékk á sig mörg klaufamörk. Fram liðið nýtti völlinn mjög vel, sýndi ágætt línuspil og varð vel ágengt í hraðaupplilaupum. Þá var vörn- in með skárra móti í fyrri hálf- leik. Mörk Fram: GUnnlaugur 7, Ingólfur 5, Sigurður E. 3, Guð- jón og Hinrik 2 hvor, Gylfi, Pétur, Arnar og Tómas 1 hver. í undjanfömum leikjum hefur Ingólfur Óskarsson stjórnað KR- liðinu eins og herforingi utan vallar. í þetta skipti nutu KR-ing- ar ekki tilsagnar hans, þar sem Ingólfur lék í andstæðingaliðinu og gat ekki þjónað tiveimur herr- um. Fyrir bragðið var KR-liðið ekki eins öruggt. Mörkin: Sig- mundur 5, Gísli 4, Hilmar 2, Stef- án, Björn og Gunnar Hjaltalín 1 hver. — Leikinn dæmdi Valur Benediktsson og dæmdi mjög vel, a.m.k., þegar miðað er við fyrri leiki. ÍR-Ármann 13:11. Leikur ÍR og Ármanns var frekar slakur og markaðist mjög af 'þýðingarleyBÍ hans, þar sem hvor- ugt liðið háfði möguleika á sigri í mótinu. Til að byrja með náðu ÍR-ingar góðu forskoti, 6:1, en Ár- menningar náðu að minnka bilið fyrir hlé í 8:6, og fljótlega í síð_- ari hálfleik jöfnuðu þeir 8:8. í síðari hálfleik voru ÍR-ingar betri aðilinn_ og unnu leikinn 13:11. Mörk ÍR: Þórarinn 5, Ásgeir og Ólafur 2 hvor, Brynjólfur, Vil- hjálmur og Hermann 1 hver. Mörk Ármanns: Hreinn 4, 01- fert og Davíð 2 hvor, Ragnar, Bergur og Jakob 1 hver. — Jón Friðsteinsson dæmdi leikinn eftir atvikum vel. Víkingur—Þróttur 13:8. Víkingur — með alla sína efni- legustu leikmenn — átti í mikl- um erfiðleikum með Þrótt, sem virðist senda lið til keppni meira af skyldurækni en getu. Samt fór það svo, að Þróttur hafði frum- kvæði allan fyrri hálfleik og hafði þá náð 3ja marka forskoti, 7:4. í síðari hálfleik vöknuðu Víking- ar til lífsins og skoruðu nvert markið á fætur öðru, en Þróttur Framhald á bls. 15. ÞRIÐJUDAGUR 6. desember 1966 Ekki von á góðu „Það gekk ekki vel hjá ykkur í leiknum? „Nei, ekki nógu vel. Hvernig átti annað aS vera maður. Þrír af strákunum voru á „fylliríi" til klukk- an 7 í morgun, og léku í dag.“ Ofangreint samtal átti sér stað á milli tveggja hand knattleiksmanna í Laugar- dalshöllinni á sunnudag og þarf víst ekki nánari skýr- ingar. Nöfn viðkomandi pilta verða ekki birt hér, né heldur skýrt frá því í hvaða félagi þeir eru, en dæmið sýnir hve mikið virð- ingarleysi sumir sýna íþrótt sinni. Því miður er þetta ekki einsdæmi. Ekki er langt sið- an að stúlka úr einu meist- araflokksliðanna í hand- knattleiks mætti í seinna lagi tíl leiks á sunnudags- eftirmiðdegi, og tilkynnti stöllum sínum í búnings- klefanum, að hún gæti varla spilað, því að hún væri svo „timbruð.“ Ekki mun það liafa verið ætlun stúlkukind arinnar að draga sig í hlé. Nei, hún vildi elnfaldlega sýna hinum stúlkunum hve tnikil manneskja hún væri. Framhald á bls. 15. HÚNVETNINGAR JÓLA VÖRURNAR ERU K0MNAR ÚVENJU MIKID VÖRUÚRVAL KOMIÐ SEM FYRST, MEÐAN ÚRVALIÐ ER MEST OG FORÐIST ÖSINA SÍÐUSTU DAGANA FYRIR JÓL KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA BLÖNDUÓSI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.