Tíminn - 06.12.1966, Page 14
ÞRIÐJUDAGUR 6. desember 1966
14
TÍMINN
Orustan um Bretland
Þorsteinn E. Jónsson, flugmaður úr 111 flug-
sveit Breta stígur út úr Spitflreflugvé! sinni
eftir loftorustu.
Margar og afdrifaríkar orustur voru háð-
ar í síðari heimsstyrjöldinni, en vart leikui
á tveim tungum að það var orustan um
Bretland — háð síðsumars 1940 — sem vai
afdrifaríkust allra.
Þetta verður greinilega ljóst af bók þeirri
um þetta efni — „Orustan um Bretland" —
sem kemur út samtímis á íslandi og Bret-
landi. Höfundur er brezkur blaðamaður
Richard Collier en íslenzku þýðinguna gerði
Hersteinn Pálsson.
Þegar orustan um Bretland hófst í ágúst
1940 virtust Þjóðverjar ósigrandi og Hitler
allir vegir færir. Flugher Þjóðverja átti að-
eins eftir að sópa brezka flughernum úr loft
inu yfir Ermarsundi og Suður-Bretlandi. og
þegar því væri lokið, gæti innrás hafizt og
henni mundi ljúka með algerum sigri naz-
ista. Að sjálfsögðu töldu Þjóðverjar að þetta
mundi verða leikur einn. Slík afrek hafði
þýzki flugherinn unnið undanfarna mánuði
að ekki átti að vera miklum vandkvæðum
bundið að ganga á milli bols og höfuðs á
þeim litla flugher, sem Bretar áttu eftir.
Dag eftir dag sendu Þjóðverjar ótöluleg-
an grúa flugvéla af öllu tagi til árása á
Bretland, og alltaf var árásunum hagað
þannig, að sækjendur höfðu sólina í bakið,
en verjendur beint í augun. Slíkt var væn-
legt til góðs árangurs.
En flugmenn Breta uxu með hverjum
vanda. Því fleiri sem árásirnar urðu, þeim
mun fleiri ferðir fór hver brezkur flugmað-
ur. Þess voru dæmi að einstakir flugmenn
færu átta flugferðir á dag, þegar mest gekk
á. Það var þess vegna ekki að furða, þótt
Churchill kæmist svo að orði um hetjuskap
brezkra flugmanna, að ,,aldrei hafa eins
margir.átt eins fáum eins mikið að þakka“.
í bók þeirri, sem hér er um að ræða, er
brugðið upp myndum af óteljandi hetjudáð-
um brezkra flugmanna, er þeir vörðust ofur-
eflinu, og hún er merkileg að því leyti, en
þó er hún enn eftirtektarverðari fyrir þá
sök, að í henni er í fyrsta skipti frá því sagt
hve nærri Bretar voru algerum ósigri.
Það er ekki ofsagt að þessi bók sé merki-
legt framlag til veraldarsögu síðustu ára-
tuga — mikilla umbrotatíma, sem enn eru
í deiglunni, og víst er, að mannkynsagan
hefði ekki þróazt eins og raun ber vitni frá
1940 ef Bretar hefðu tapað „orustunni um
Bretland”.
Aðeins einn íslendingur Þorsteinn Jóns-
son, nú flugstjóri hjá Flugfélagi íslands,
barðist með RAF, brezka flughernum á
stríðsárunum. Hann var með 111. flugsveit-
inni sem hafði m a. aðsetur á flugvöllunum
í Northweald Kenley og Greavesend. Þekk-
ir Þorsteinn marga þá menn, sem um getur
í bókinni, og er án efa sá íslendingur sem
er kunnugastur þeim atburðum, sem þar e
lýst.
Þorsteinn hefur eftirfarandi um bókina
að segja:
Ég hafði mikla ánægju af því að Iesa bók-
Bókaútgáfan FÍFILL
ina sérstaklega vegna þess að ég þekkti per-
sónulega marqa af þeim mönnum, sem við
sögu koma. Þó að ég sjálfur hafi ekki lokið
orustuflugnámi fyrr en um það leyti er or-
ustunni um Bretland var að ljúka. Flugsveit
mín, 111. flugsveitin, kemur einnig víða við
sögu. Frásögn bókarinnar er í öllum þeim
atriðum, scm mér eru persónulegi> kunnug,
rétt.
Það sem gerir bókina fróðlega og skemmt
lega til aflestrar er, að höfundurinn hefur
Íaft aðgang að heimildum frá báðum stríðs-
aðilum, og er ekki sízt fróðlegt að kynnast
málum frá hlið Þjóðverja, viðbrögðum flug
manna þeirra og okkar.
Prinsessan
Þetta er sagan um ungu finnsku stúlkuna
sem þjáðist af krabbameini og læknar töldu
dauðans mat í dag er hún hamingjusöm
eiginkona og á lítinn son. Hún er alheil-
brigð.
Það var árið 1962, að Selja fékk að vita,
að hún þjáðist af krabbameini.. Þá var hún
21 árs. Fréttin kom henni ekki á óvart, hún
var hjúkrunarkona og grunaði, að hverju
stefndi. Hún vissi að þegar læknarnir sögðu
henni, að hún ætti ekki nema eitt ár eftir
ólifað, þá voru þeir mjög bjartsýnir.
Einn dag gat hún ekki legið lengur í rúm-
inu og íhugað örlög sín. Hún fór með vin-
um sínum í stúdentaball og þar hitti hún
prinsinn. Núverandi eiginmaður hennar,
Gunnar Mattson hitti hana þar, og hann hef-
ur skrifað sögu um hana, ,,Prinsessarí‘.
„Prinsessan", bók, sem segir þessa sögu,
er komin út á Norðurlöndum og er að koma
út í Ameríku, Englandi, Þýzkalandi, Frakk-
landi og víðar. Einnig er verið að gera eftir
henni kvikmynd í Svíþjóð.
Njósnari
á yztu nöf
„Njósnari á yztu nöf” er bezta bók, sem
Francis Clifford hefur skrifað, njósnasaga,
sem hefur skipað honum í fremstu röð rit-
höfunda.
Sagan, sem er æsispennandi, hefst í Leip
zig, er Sam Laker tekur að sér að reka er-
indi brezku leyniþjónustunnar. í fyrstu
virðist honum engin hætta búin, en á örfá-
um dögum breytist allt lífsviðhorf hans.
Hann er ekki lengur friðsamur kaupsýslu-
tmaður, heldur á hann allt undir, að honum
takist að fremja launmorð.
Laker er flæktur í net stofnunar, sem ein
kennist í senn af nákvæmri skipulagningu
og fáheyrðri harðneskju. Sögusviðið er Leip
zig og Kaupmannahöfn. Aðalpersónurnar
eru Laker ungur sonur hans, Patrick, og
æskuvinkona frá styrjaldarárunum síðari,
Karen; þáttur hennar varpar Ijósi á, hve
algert virðingarleysið getur orðið fyrir
mannlegum verðmætum, þegar trúin á rétt-
an málstað er annars vegar.
„Sá dagur mun koma, er Francis Clifford
nýtur alþjóðaviðurkenningar Slíkur rithöf-
undur hefur ekki komið fram á sjónarsviðið
síðan Graham Greene skrifaði beztu bækur
sínar . . . Allt, sem Clifford hefur skrifað,
ætti að vera í safni hvers bókamanns. . .
Frásagnargáfa hans á sér ekki sinn líka“.
New York Herald Tribune.
Bók þessi hefur vakið athygli um hinn
enskumælandi heim og er „Artanis“, félag
Frank Sinatra að gera kvikmynd eftir henni.
KEÐJULAUSIR
FramnalO af bls. 1
Ferðir hafa ekki veríð felldar
niður, heldur tekið það ráð, að
láta bílana fremur vera seina.
Farþegar hafa verið með færra
móti, enda ekki líklegt, að fólk
hafi farið að óþörfu út í bylj-
ina í dag.
Þolanlega hefur gengið að
halda uppi ferðum í Kópavogi,
og þar eins og annars staðar
eru það fyrst og fremst smábíl
ar, annað hvort keðjulausir eða
snjódekkjalausir sem tafið hafa
fyrir. Ekki hefur sérleg töf ver
ið að því í Kópavogi, að mikið
er þar um brekkur, þar sem
snjóheflar hafa reynt að halda
vegum sæmilega færum. Þá
urðu Kópavogsvagnarnir að
setja inn aukavagn til þess að
geta haldið sæmilegri áætlun.
—Færðin hefur ekkert verið of
Faðir minn,
.Elnar Skúlason Eymann
þingvörður,
andaðist á Landspítalanum aOfaranótt 5. desember.
Sigrún Einarsdóttir.
góð til Hafnarfjarðar í dag, sagði
forsvarsmaður Landleiða. Flestar
ferðir hafa verið farnar, en vagn-
arnir verið nokkuð á eftir áætlun.
Lengst tók það vagn 40 mínútur
að komast suður eftir, en venju-
lega tekur ferðin ekki meira en
25 mínútur. Eftir hádegi í dag
skóf vegagerðin þann hluta Hafn-
arfjarðarvegarins, sem undir hana
heyrir, og sama gerði Ilafnarfjarð
arbær.
í hádegisútvarpinu í dag var aug
lýst, að kennsla félli niður í barna
skólunum að óbreyttu veðri, enda
hefur varla verið hægt að reikna
með því að börn kæmust með góðu
móti leiðar sinnar í byljunum,
eins og þeir urðu svartir sumir
hverjir.
Allt flug hefur legið niðri hér
sunnanlands í dag, að sögn flug
umferðarst j órnarinn ar. Loftleiða-
vél var að koma frá Bandaríkjun-
um um 11-leytið í morgun en hætti
við ,að lenda í Keflavík og flaug
áfram til Prestwick. Flugfélags-
vél átti að fara til Kaupmanna-
hafnar kl. 8 í morgun ,en tafðist
og komst ekki af stað fyrr en um
hádegið. Þá var von á vél frá
Kaupmannahöfn klukkan 20.20 í
kvöld, gat hún lent í Reykjavík,
en kófið, sem verið hef-
ur í Reykjavík annað slagið í dag
stendur aðallega i vegi fyrir flugi
en ekki hitt, að völlurinn sé ófær.
Veður fyrir norðan og austan hefur
ekki háð fluginu i dag þar um slóð
ir. Flugvélar frá Vyggva Helga-
syni fóru nokkrar ferðir milli Ak
ureyrar og Egilsstaða, og einnig
var fært að fljúga til Sauðárkróks.
Lögreglan vill mælast til þess
við ökumenn, áð þeir „skói“
ökutæki sín vel í hálkunni, og
annað atriði er það, sem lögregl
an vill leggja sérstaka áherzlu
á við ökumenn, og það er að
skafa snjó og móðu vel af rúð-
um ökutækjanna áður en þeir
scjtast undir stýri, hvort sem
það er að morgni eða miðjum
degi.
Björn Sveinbiörnsson,
hæstaréttarlögmaður .
Lögfræðiskrifstofa,
Sölvhólsgötu 4,
Sambandshúsinu, 3. hæð,
símar 12343 og 23338.
í