Tíminn - 07.12.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 7. desember 19G6
5
TÍMINN
—W$rihm. —
Úigefandi: FRAMSÓKNARIFLOICKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: POrarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug.
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
hösinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af.
greiSslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innaniands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Listsýningar og lista-
Tveir þingmenn, Ingvar Gíslason og Ólafur Jóhannes-
son, hafa nýlega flutt í sameinuSu þingi tillögu um skip-
un milliþinganefndar, er geri tillögur um stofnun lista-
s^fna og fjölgun listsýninga utan Reykjavíkur.
Rökin fyrir þessari tillögu eru einkum þessi:
LandsbyggSin utan Reykjavíkur er ærið fátæk að lista-
söfnum og undantekning, ef myndlistarmenn þjóðarinn-
ar sýna verk sín opinberlega annars staðar en í Reykja-
vík. Jafnvel á Akureyri eru myndlistarsýningar fágætir
viðburðir- Slíkt ástalnd er engan veginn heillavænlegt.
Hversu háskalegt sem það er landsbyggðinni að dragast
aftur 'úr í atvinnulegum efnum — og um það er enginn
ágreiningur — þá felst einnig dulin, ef ekki augljós
hætta, þegar menningarskilyrði eru að verulegum mun
lakari á einum stað en öðrum. Félags- og menningarlegur
ójöfnuður meðal þjóðarinnar, hvort heldur er milli ein-
stakra stétta eða landshluta, hefur hættu í för með sér.
Telja má með réttu, að löngum hafi menningar jöfn-
uður verið aðal íslenzku þjóðarinnar. Lista- og bókmennta
áhugi var sameign allra manna, hvort sem þeir voru efn
aðir eða örsnauðir. Menningarskilyrði voru almennt lík
í landshlutunum. Því er vart að heilsa nú á tímum. Ójöfn
menningarskilyrði eru næsta áberandi í landinu. Þær
tvær listgreinar, t.d- sem grós'kumestar hafa verið síðustu
áratugi, myndlist og tónlist, eru mjög einskorðaðar við
Reykjavík. Á það þó alveg sérstaklega við um myndlist-
ina. Listsýningar, hver annarri betri, eru tíðum haldnar
í höfuðborginni. Líður varla sú vika, að ekki sé eitthvað
að gerast í Listamannaskálanum eða Bogasal Þjóðminja
safnsins. Menntaskólanemar í Reykjavík hafa komið uþp
tveimur ógleýmanlegum myndlistarsýningum í húsakynn
um skólans. Útlend list er einnig sýnd við og við í höfuð-
borginni. Með þessu er þó alls ekki sagt, að ekkert standi
til bóta í listmálum höfuðborgarinnar. Listamannaskálinn
er t.d. gjörónýtt hús og með öllu ósamboðinn sem list-
sýningarstaður. Það breytir hins vegar ekki þeirri stað-
reynd ,að Reýkjavík ein nýtur nær alls þess, sem gerist
í myndlist á íslandi. Þessi mál eru almennt í algerri van-
rækslu úti um landið.
Stofnun listasafna utan Reykjavíkur þarf að undirbúa
svo vel, að við verði unað um langa framtíð. Fjárhags-
og skipulagsgrundvöllur verður að vera traustur og veita
svigrúm til eðlilegrar framþróunar. Þótt listasöfn séu
stofnuð í kaupstað, sýslu eða stærri landshluta, þá ber
þeim eigi að síður að vera á ,,landsmælikvarða“, þau eiga
aðeins að sækjast eftir hinu bezta í listum. En æskilegt
er og raunar sjálfsagt, að þau sinni einnig sérstaklega
þeirri listsköpun, sem kann að eiga sér stað innan hvers
safnhverfis. Mundi þá væntanlega koma í Ijós betur en
ella, hvers virði slík list er í raun og veru. En umfram
allt ættu almenn listasöfn að gefa sem sannasta mynd af
listmenningunni á hverjum tíma.
Anhað aðalatriði þessarar tillögu er, að ráð verði
fundin til þess að fjölga myndlistarsýningum‘utan höfuð
borgarinnar. Ef til vill er fjölgun listsýninga nauðsyn-
legur undanfari stærri aðgerðá í listmálum landsbyggðar
innar. Virðist það og tiltölulega auðleyst verkefni. Víða
eru sæmilegar aðstæður til myndlistarsýninga, og ef þær
væru nýttar sem kostur er, mætti stórlega fjölga listsýn
ingum úti um land án teljandi viðbúnaðar eða kostnaðar.
söfn utan Rvíkur
Leiðir fleiri og fleiri valda-
manna liggja nú til Parísar
ótvírætt áhrifamesti maður Evrópu
, De Gaulle og Kosygin á Orly-flugvelli.
De Gaulle er
ÞAÐ er langt síðan Frakkar
hafa haft eins sterka taflstöðu
á sviði alþjóðamála og um
þessar mundir. Ekkert vest
rænt ríki nýtur nú meira álits
í Asíu og Afríku. í Evrópu hef
ur Frakkland orðið meiri áhrif
á þróun mála en það hefur haít
síðan á dögum Napoleons.
Það er hin sjálfstæða utan-
ríkisstefna de Gaulle, sem á
langmestan þátt í þessu.
í Asíu og Afríku er það lausn
Alsírdeilunnar ,sem hefur auk
ið sérstaklega veg Frakka,
ásamt því, að þeir hafa veitt
öðrum frönskum nýlendum þar
fullt sjálfstæði strax og þær
hafa óskað þess. De Gaulle
réði lang mestu um þessa
stefnu Frakka og sýndi með
því, að hann er gæddur meiri
víðsýni og framsýni en títt er
um hershöfðingja, sem vilja
berjast fyrir yfirráðum eins
lengi og hægt er. Þessu til við-
bótar hefur de Gaulle svo tek
ið afstöðu til styrjaldarinnar í
Vietnam, sem lýsir fullum
skilningi hans á þvi, að yfir-
drottnun hvíta kynþáttarins
þar á að heyra til liðnum íima.
í stað yfirdrottnunar, sem er
byggð á vopnavaldi einu sam-
an á að koma bróðurleg sam-
vinna o gaðstoð til viðreisnar.
Þc'tt álit Frakka hafi þann-
ig mjög vaxið í Asíu og Afríku,
hafa þau hvergi eflzt meira að
undanförnu en í Evrópu, Eftir
að Frakkar ákváðu að draga
her ,sinn undan yfirráðum
Nato, hugðist Bandaríkjastjórn
svara með því að einangra
Frakka sem mest. Þetta hefur
henni alveg mistekizt Um
það vitna bezt stjórnarskiptin
í Vestur-Þýzkalandi. Stjórn
Erhards féll ekki sízt vegna
þess, að hann tók þátt í þeirri
stefnu Bandaríkjanna að reyna
að einangra Frakka. Sambúð
Frakka og Vestur-Þjóðverja
fór því versnandi. Þeir menn
innan flokks kristilegra demó
krata, sefn áttu mestan þátt í
því - að steypa stjórn Erhards,
voru hér á öndverðri skoðun
við hann. Þeir telja, að náin
sambúð við Frakka eigi að
vera undirstaða vestur-þýzkrar
utanríkisstefnu. Það mun
verða eitt fyrsta embættisverk
hins nýja forsætisráðherra i
Bonn að heimsækja de Gaulle
og reyna að nýju að koma sam
búð stjórnanna í París og Bonn
á sama grundvöll og í stjórnar
tíð Adenauers. Því er alment
spáð. að þessi ferð Kiesingers
til Parísar geti orðið mjög
örlagarík fyrir stjórnmálaþró
unina í Evrópu.
EN ÞAÐ eru fleiri en Kie-
singer, sem leggja leiðir sínar
til Parísar um þessar mundir.
Kosygin forsætisráðhérra Sovét
ríkjanna kom í opinbera heim-
sókn til Frakklands fyrir
nokkrum dögum og mun dvelja
þar aUa þessa viku. Þeir de
Gaulle og Kosygin hafa þegar
átt allmarga viðræðufundi ög
munu þó ræðast betur við áð-
ur en Kosygin heldur heimleið-
is. Almennt er talið, að þeir
ræði fyrst og fremst um Þýzka-
land og öryggi Evrópu. Ðe
Gaulle hefur lengi talið það
höfuðverkefni sitt að vinna að
bættri sambúð milli austur og
vesturs í Evrópu, svo að sá tími
renni upp fyrr en síðar að
hætt verði að tala um að tví-
skipta Évrópu, heldur verði tal
að um eina Evrópu, er nái allt
til Úralfjalla.
Eftir er að sjá, hvort de
Gaulle tekst þetta. Það getur
orðið honum veruleg hjálp, að
hin nýja stjórn i Bonn er talin
gera sér ljóst að hún verði, að
breyta verulega um afstöðu til
Austur-Evrópu og ná bættri
sambúð við löndin þar, einnig
Austur-Þýzkaland. Enginn mað
ur virðist nú hafa hér betri
aðstöðu til málamiðlunar en de
Gaulle
ÞRIÐJI forsætisráðherrann,
sem heimsækir París innan
skamms, er Wilson forsætis-
ráðherra Breta. en erindi hans
er að fá Frakka til að fallast
á aðild Brpta að Efnahags-
bandalaginu. Ekki þykir óeðli
legt, að de Gaulle fainst á
þetta, en þó með einu skilyrði,
sem Heath, foringi íhalds-
manna, hefur þegar lýst sig
samþykkan, en Wilson ekki.
Þetta skilyrði er, að Bretland
ástundi nánari hernaðariega
samvinnu við Evrópu en Banda
ríkin. Bretar fá því aðeins inn
göngu í Efnahagsbandalagið,
að þeir h'lýti þeissu skilyrði. Því
er nú uppi orðrómur um það,
að Wilson hugsi sér það sem
annað úrræði, ef samningar
nást ekki við Efnahagsbanda-
lagið, að brezka samveldið og
Bandaríkin myndi efnahags
bandalag, ef til vill með aðild
sumra Eftalandanna.
Á ÞESSU STIGI er að sjálf
sögðu of snemmt að dæma um
hvort de Gaulle muni takast
að ná því marki, sem hann hef
ur sett sér. Enn má líka deila
um, hvort hann hafi rétt eða
rangt fyrir sér varðandi ýmis
atriði. Hitt er hinsvegar óum-
deilanlegt, að hann hugsar
meira uni framtíðina en nokk
ur vestrænn stjórnmálamaður
annar. Hann gerir sér ljóst, að
sú stefna, sem hentaði fyrstu
árin eftir síðari styrjöldina, er
oíðin úrelt. Heimurinn stend-
ur ekki 1 stað. Alltaf þarf ein-
hver umsköpun að vera að
gerast. StjTkur de Gaulle felst
ekki sízt í þessum skilningi
hans. i' Þ. Þ.