Tíminn - 07.12.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.12.1966, Blaðsíða 16
I Björn Jónsson Framhald a bls 15. Frá kjördæmisþinginu í Garðaholti á sunnudaginn, 280. tW. — Miðvikudagur 7. desember 1966 — 50. árg. FJOLMENNT OG GLÆSI- LEGT KJÖRDÆMISÞING í REYKJANESKJÖRDÆMI KJ-Reykjavík, þriðjudag. Framsólsnannenn í Reykjanes- kjördæani héldu fjölmennt og myndarlegt kjördæmisþing að Gar'ðaholti í Garðahreppi á sunnu daginn, og var Björn Jónsson verzlunarstjóri Garðahreppi kjör- inn formaður Kjördæmissambands ins. Sigfús Krisljánsson fráiiarandi fOrmaður sambandisins setti þetta 7. kjördæmisþing, og síðan var Tómas Árn/ason Kópavogi kjör- inn fonseti þingsdns og Gunn- steinn Karlsson Garðahreppi var kjörinn ritari. Flutt var skýrsla stjórnar kjördæmissambandsins og reikningar þess afgreiddir. Raíð ur fluttiu þeir Jón Skaftason al- þingismaður, VaLtýr Guðjónsso.n bankastjóri og Helgi Bergs ritari Framisóknarflokksins. Eftirtaldir 7 menn voru kjörn- ir í miðstjórn Framsóknarflokks- ins: Valtýr Guðjónsson Keflavík, Björn Sveinbjörnsson Hafnaríirði, Ólafur Jensson, Kópavogi, Asgeir Sigurðsson, Seltjarnarnesi, Stein- grknur Hermannsson, Garða- hreppi og frá félögum ungra Fram sóknanmanna þeir Eyjólfur Ey- steinsson Keflavi'k og Gunnsteinn j Karlsson Garðahrepvi. Varaimenn . voru kjörnir: Ólafur I. Hannesson j Njarðvíkum, Margeir Jónsson, | Keflavík, Hilmar Pétursson, Kefla I vík. Teitur Guðmundsson, Móum, MAÐUR DATT í HÖFNiNA KJ—Reykjpvík, þriðjudag. Um klukkan hálf sex í dag féll skipverjí af Óðni á milli varðskip anna Óðins og Þórs, er lágu við Ingólfsgarð I Reykjavíkurhöfn, en lögreglan bjargaði lionum meðvit undarlausum úr sjónUm og var hann lífgaður við með blástursað- ferð. Aðstaða til björgunar var væg- ast sagt erfið í höfninni, nokkur ylgja o gskipin á sífelldri hreyf ingu. Einn lögreglumannanna sem vann að björguninni, Einar Bjarna son, stakk sér á eftir skipverjanum en aðrir lögreglumenn héldu skip Framhald á bls. 15. Stórglæsilegt jólabingó Jólabingó Framsóknarfélágs Reykjavíkur verður haldið að Hótel Sögu, sunnudaginn 11. desember og hefst kl. 8 30. Stór glæsilegt vinningaval vei'ður í boði. Svo sem rafmagns hcimil istæki, húsgögn, matvæli til jólanna, bækur, fatnaður og Hrafnhildur Baldur fleira og fleira. Samanlagt verð mæti vinninga skiptir tugum þúsunda og er óhætt að 'full- yrða, að þetta sé glæsilegasta bingó ársins. Stjórnandi bingósins verður Baldur Iíólmgeirsson. Að loknu bingóspili les ung og upprenn andi leikkona, Hrafnhildur Guð mundsdóttir, upp, og að lok um verður stiginn dans við undirleik hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar. Vissara er fyrir fólk að' tryggja sér miða í tíma, á þetta stórglæsilega jólabingó, en þá má panta í síma 1-60-66 og 1-55-64 og á skrifsfcofu Fram sóknarflokksins í Tjamargötu 26. MIKIÐ TJON I ELDS- VODA í GRAFARNESI B'B-Grafarnesi, þriðjudag. j Trésmíðaverkstæði Helga An- dréssonar og Einars Skarphéðins- j sonar í Grafarnesi brann til kaldra j kola f nótt, og munaði minnstu að eldurinn næði að Ia-sa sig í næstu hús. Það var laust fyrir klukkan eitt í nótt að eldsins varð vart í tré- smíðaverkstæðinu, og fuðraði það i upp á örskömmum tíma. Tré smíðaverkstæðið var til húsa í ein lyftu timburhúsi, járnklæddu og stóð það næst við verbúðirnar hér á staönum sem notaðar eru fyrir 'hótel. Átti slökkviliðið hér á staðnum fullt í fangi með að bjarga verbúðunum, en þær eru aðeins í þriggja til fjögurra metra fjarlægð frá trésmíðaverkstæðinu. í verkstæðishúsinu) var mikið af efni og vélurn, og eyðilagðist það I tjón eigendanna tilfinnanlegt. allt. Húsið og innanstokksmunir Talið er víst að kvifcnað hafi í voru lágt vátryggðir,' og er því I út frá rafmagni. Dregið um 24 millj. hjá happdrætti HÍ Hæsta fjárupphæð, Sem nokkru sinni hefur verið dregin út í happdrættj á fslandi, ver'ður út- dregin á laugardaginn hjá Happ- drætti Iláskóla íslands — sanitals tuttugu og fjórar milljónir og tuttugu þúsuaid krónur. Alls veröa dregnir út 6.500 vinningar, og er V ■ imamjinu . jþess vænzt að vinningaskráin komi út á þriðjudaginn. Vinningarnir skiptast þannig, að 2 eru að upphæð ein mfflíjón króna, tveir á hundrað þústmd, Framhald á bls. 16. Sjónvarpað á sunnudögum GÞE—Reykjavík, þriðjudag. í ráði er að hafa sjónvarpsút- sendingu n.k. tvo sunnudaga á tím anum 16—18.30. Ekki hefur þó ver ið endanlega ákveðið, hvenær út- isendingardögum verður fjölgað og hvernig það verður \ reynd, en útvarpsrág bíður eftir tillögu frá útvarpsstjóra um þessi efni og er hún væntanleg einhvern næstu daga. f þessum sunnud.dagsskrám verða fréttaþættir. endurtekið efni, og leikir frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Þá hefur verið samþykkt allmyndarleg jóladag- skrá fyrir sjónvarpið og verður skýrt frá henni í blaðinu síðar. Vinningar: 1 Scout 800 1 Kadett KarAVan 1 Vauxhall Viva. Dregið verður 23. des. n.k. Miðinn kostar aðeins 50 krón- ur. Framsóknarfloikkurinn á 50 ára afmæli á þessu ári. Þetta tímabil hefur einkennzt af hraðfara sókn ti’. almennr- ar hagsældar á öllum sviðum. Happdrætti Fram- sóknarflokksins Enginn stjórnmálaflokkur hef ur mótað þessa sókn meira en Framsóknarflokfcurinn. Það er því verðug og kærkomin aí- mælisgjöf til flofcfcsins á þess- um tímamótum, að við selj- um hvern einasta miða, sem út er gefinn í þessu happdrætti. Með því gerum við tvenrit í senn. Við sýnum þalrkir okk- ar til flokksins fyrir 50 ára þrotlaust starf til almennings heilla og aukum um leið sig- urmöguleika hans í þeim ör- lagaríku kosningum, sem fram eiga að fara næsta vor Happdrættið er i fulium gangi og umboðsmenn í hverj- um hreppi og kaupstað á land- inu. Þeir sem fengið hafa miða senda heim eru eindregið hvattir tjl að gera skil strax. Sent verður eftir andvirði mið- anna til þeirra sem ekki hafa tök á að koma. Aðalskrifstofa happdrættisins I-Iringbraut 30 er opin tjl kl. 19 alla virka daga. Símar 12942 og 16066.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.